Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ozzy tekur upp síðustu plötuna: „Þar til í gær, var ég nokkur veginn sestur í helgan stein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne er byrjaður að vinna í nýrri plötu og vill fara einu sinni í viðbót í tónleikaferð.

Ozzy, 74 ára, sagði frá því í nýju viðtali við Metal Hammer að hann væri byrjaður að vinna í nýrri plötu sem eigi að koma út snemma árs 2024.

„Ég hef gert tvær plötur nokkuð nýlega, en ég vil gera eina plötu í viðbót og fara svo aftur á tónleikaferð,“ sagði fyrrverandi söngvari Black Sabbath. „Ég er bara að byrja á henni núna, en við byrjum að taka upp snemma á næsta ári,“ bætti hann við. „Ég vil taka minn tíma í þessa!“

Hinn goðsagnakenndi rokksöngvari hefur átt við alvarlega heilsubresti að stríða um nokkurt skeið en hann sagði nýlega að aðgerð sem hann fór í fyrr í þessum mánuði, þar sem lagaður var mænuskaði sem hann varð fyrir eftir að hafa fallið á næturbrölti árið 2019, væri hans síðasta. „Á morgun, fer ég í síðustu aðgerðina á hálsinum,“ sagði hann á sínum tíma. „Og það verður síðasta aðgerðin sem ég fer í, því ég get ekki meir. Óháð hvernig þetta fer á morgun, þá get ég þetta ekki lengur. Ég get þetta ekki.“

Í Metal Hammer-viðtalinu sem birtist á þriðjudaginn, sagðist Osbourne „líða allt í lagi.“ Hann hélt áfram: „Ég hélt að ég yrði kominn aftur á fætur fyrir mánuðum síðan, ég gat bara ekki vanist að lifa svona, hafandi alltaf eitthvað að mér. Ég get ekki gengið almennilega ennþá, en ég er ekki þjáður eins og áður og aðgerðin á mænunni gekk frábærlega.“

Í júlí aflýsti Osbourne komu sína á Power Trip tónlistarhátíðina en þar hefði hann komið fram með risum á borð við Metallica, AC/DC, Guns N´Roses og fleirum.

- Auglýsing -

Hann náði þó að koma fram tvisvar sinnum á síðasta ári, í Birmingham og í Los Angeles en í bæði skiptin söng hann aðeins eitt eða tvö lög og þurfti hann að styðja sig við eitthvað til að standa. Í viðtali við Rolling Stone sagði hann frá því hversu mikið framkoma hans á tónleikunum hafi kveikt í honum. „Þar til í gær, var ég nokkur veginn sestur í helgan stein,“ sagði hann. „Í þrjú ár hugsaði ég „Ég mun aldrei fara aftur á svið“. Ég hálfpartinn sannfærði sjálfan mig um að ferli mínum væri lokið.“ En hann sagði að upplifunin á tónleikunum hafi verið svo mikið sæla að hann gæti ekki beðið eftir að fara aftur á svið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -