Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

„Miklu minna talað um nauðganir á karlmönnum“

Advania er til húsa í Borgartúni 28.

Þrír karlmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa verið nauðgað segja sögur sínar í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun. Þeir segja umræðuna um karlmenn sem fórnarlömb nauðgana enn vera í molum sem valdi því að karlar óttist að stíga fram og segja frá reynslu sinni.

„Það er miklu minna talað um nauðganir á karlmönnum. Sú umræða er nokkrum árum á eftir, kannski skiljanlega af því þetta hefur verið svo mikið tabú í umræðunni. Það er sennilega aðeins minna tabú fyrir mig sem samkynhneigðan mann að tala um það en ég held að gagnkynhneigðir karlmenn sem hafa lent í því sama eða svipuðu eigi mun erfiðara með að segja frá. Það þykir mér mjög leitt og vona að það breytist sem fyrst. Það þarf að opna umræðuna um þetta og það er ein af ástæðum þess að ég samþykkti að koma í þetta viðtal,“ segir einn viðmælandinn.

„Það þarf að opna þá umræðu meira og karlmenn þurfa að vera óhræddari við að stíga fram,” segir annar.

Klassísk og hlýleg hönnun í Keflavík

Hús og Híbýli heimsóttu þau Viktoríu Hrund Kjartansdóttur og Brynjar Guðlaugsson í sumar í fallega nýuppgerða íbúð í Keflavík. Íbúðin er 95 fermetrar að stærð í húsi sem byggt var á áttunda áratugnum. Íbúðin samanstendur af tveimur rúmgóðum herbergjum, samliggjandi opnu eldhúsi og stofu auk baðherbergis.

Viktoría var í sumar nýútskrifuð með BA-próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og Brynjar starfar sem fasteignasali. Bæði eiga þau rætur að rekja til Keflavíkur en Viktoría flutti þó ung til Hafnarfjarðar og ólst þar upp að mestu leyti.

Viktoría beið lengi eftir rétta stofuborðinu en fann það í Seimei. Mottan er frá ILVA. Listaverkið er eftir Línu Rut.

„Nú í seinni tíð hafa báðir foreldrar mínir flutt aftur til Keflavíkur og ætli það sé ekki alltaf þannig að maður vill vera sem næst sínum nánustu. Hér eigum við líka stóran og skemmtilegan vinahóp, tengdó búa í næstu götu og amma og afi í götunni fyrir ofan okkur. Auk þess dreg ég það í efa að ég nái Brynjari nokkurn tíma út fyrir bæjarmörk Keflavíkur,“ segir Viktoría aðspurð að því hvers vegna þau hafi ákveðið að gera sér heimili í Keflavík.

Arco-lampinn frá Flos kemur vel út í stofunni.

Að hugsa í lausnum

Þegar Hús og Híbýli kom í heimsókn höfðu þau Viktoría og Brynjar búið í íbúðinni í eitt ár og hafði þá á stuttum tíma náð að gera miklar breytingar sem hafa aukið gæði íbúðarinnar verulega. Til að byrja með færðu þau eldhúsið í rými sem áður hafði verið stofa. Gamla eldhúsinu breyttu þau svo í skrifstofu.

„Húsið er byggt árið 1977 og þá tíðkaðist enn að hólfa öll herbergi niður, þar á meðal eldhúsið. Eldhúsið finnst okkur vera hjarta heimilisins, þar njótum við þess að borða góðan mat í góðum félagsskap og því algjör synd að hafa eldhúsið í lokuðu rými. Með þessum breytingum tókst okkur líka að samtengja eldhúsið við stofuna,“ segir Viktoría um breytingarnar á eldhúsinu.

Í kjölfarið fylgdu fleiri breytingar og baðherbergið var tekið í gegn, var stækkað töluvert og þannig tókst þeim á sama tíma að búa til góðan andyriskrók. Hjónaherbergið var einnig stækkað og skápaplássið jókst verulega við þær breytingar.

Vasarnir á borðstofuborðinu hafa fylgt Viktoríu síða hún var 14 ára gömul.

„Auk þess breyttum við svefnherbergi í stofu, settum hita í gólf, bættum við lýsingu, skiptum um allar innréttingar og hurðar svo eitthvað sé nefnt. Sérstakar þakkir fær fósturpabbi minn fyrir að vera okkur til halds og traust í framkvæmdunum en án hans værum við enn þá að,“  segir Viktoría.

Aðspurð segir Viktoría að námið í arkitektúr hafi nýst henni afar vel í þessum framkvæmdum og hafi það kennt henni fyrst og fremst að hugsa í lausnum.

„Að vera í skapandi námi eins og arkitektúr kennir manni svo miklu meira en bara að hanna og teikna. Skapandi og fagleg kennsla Listaháskóla Íslands hefur kennt mér mikilvægi þess að sýna samfélagslega ábyrgð, hvatt mig til að þroskast og mótað mig sem betri einstakling,“  segir hún.

Rúmgaflinn gerðu Viktoría og Brynjar sjálf. Náttborðin eru úr Heimahúsinu.

Reyna alltaf að vera útsjónarsöm

Sígilt, hlýlegt og stílhreint eru orð sem lýsa heimilinu vel. Viktoría segir að við val á húsgögnum og hlutum reyni þau Brynjar að vera útsjónarsöm. Þau hafa gert mörg góð kaup á Netinu og finnst þeim skemmtilegt að gefa gömlum hlutum nýtt líf og blanda þeim saman við nýja hluti.

Þau kaupa það sem þeim finnst fallegt hverju sinni óháð því frá hvaða merkjum vörurnar koma og óháð þeim verslunum sem selja hlutina. Hún segist þó hafa meira um það að segja hvað sé valið inn á heimilið en Brynjar, allavega að lokum.

Þegar ég vel liti heima vel ég frekar hlýja jarðliti sem eldast vel en það er þó alltaf gaman að nota aðra sterkari liti til þess að brjóta upp mynstrið.

„Brynjar segir oft að hann skilji ekki hvernig hann nennir að rökræða við mig um heimilið því ég ráði þessu hvort sem er undir lokin og ég held það sé alveg satt hjá honum,“  segir Viktoría en innblásturinn sækir hún meðal annars í fallegar hönnunarbækur sem hún kaupir á ferðum sínum erlendis.

Instagram notar hún líka mikið og finnst henni gaman að deila myndum af eigin heimili þar undir eigin nafni. Uppáhaldsliturinn er rauður en þar sem hann er sterkur og krefjandi litur fær hann ekki mikið vægi á heimilinu. „Þegar ég vel liti heima vel ég frekar hlýja jarðliti sem eldast vel en það er þó alltaf gaman að nota aðra sterkari liti til þess að brjóta upp mynstrið og þá skiptir ekki máli hver liturinn er,“ segir hún.

Hannar íbúðir fyrir aðra

Viktoría hefur ekki einungis hannað eigin íbúð heldur hefur hún tekið að sér að hanna og innrétta íbúðir fyrir aðra. Hún segir að í slíkum verkefnum sé mikilvægt að bera virðingu fyrir persónulegum stíl eiganda og að heimilið fái að endurspegla persónuleika viðkomandi. Einnig er mikilvægt að koma með lausnir af vel úthugsuðum rýmum sem eru í senn tímalaus, hlýleg og stílhrein. Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar það innréttar heimili sín segir hún vera að lausnir sem eiga að vera til bráðabirgða eigi það til að enda sem lokaniðurstaða ef of langur tími líður. Þá skipta vönduð vinnubrögð miklu máli og því mikilvægt að fá fagmenn til aðstoðar og arkitekt til þess að leiðbeina.

Baðinnréttingin er eldhúsinnrétting frá IKEA. Flísarnar eru frá Flísabúðinni.
Baðspegillinn er frá Esja Dekor og ljósið fæst í Snúrunni.

Þess má geta að þegar við heimsóttum Viktoríu og Brynjar höfðu þau nýlokið við að selja íbúðina sem gekk hratt fyrir sig enda virkilega falleg og vel skipulögð eftir breytingarnar.

Myndir / Hallur Karlsson

 

„Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur“

||
||

Ný Fokk Ofbeldi húfa er komin í sölu. Þetta er fjórða Fokk Ofbeldi húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á og rennur ágóðinn í ár til uppbyggingar á kvennaathvarfi fyrir Jasídakonur í Írak.

Í ár fagnar landsnefnd UN Women á Íslandi 30 ára afmæli. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt en FO merkið er stærra í ár og úr endurskini. „Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi  ksdjg

„Ágóði Fokk Ofbeldi húfu sölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim og vinnur að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð,“ útskýrir Marta.

Ágóði sölu Fokk Ofbeldi húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.

„Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði sölu Fokk Ofbeldi húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“

Það er ljósmyndarinn Saga Sig sem tók myndir herferðarinnar í ár. Brynja Skjaldar stíliseraði myndatökuna og fyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel, Donna Cruz, Ísold Braga og Króli. „Við vildum einfaldlega fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum.“

Húfan hefur selst hratt undanfarin ár að sögn Mörtu. „Þannig að við hvetjum alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á www.unwomen.is og í verslunum Vodafone. Þess ber að geta að Vodafone er bakhjarl herferðarinnar.“

Króli lagði verkefninu lið.
Saga Sig tók myndirnar og Brynja Skjaldar sá um að stílisera.

Allir og amma þeirra hafa skoðun á pálmatrjánum

Ekkert lát er á umræðunni um pálmatréin umdeildu á samfélagsmiðlum.

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Hver einn og einasti landsmaður virðast hafa sterka skoðun á pálmatrjánum, sem eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sande, eins og sjá má á samfélagsmiðlum. Ekkert lát er á umræðunni.

„Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar,“ sagði Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar í sam­keppn­inni um listaverkið, í samtali við Mannlíf í gær þegar hann var spurður út í þessa miklu umræðu sem hefur skapast.

Sjá einnig: Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

„Vonlaust ef ég fékk ekki gagnrýni og bara hrós“

Við fengum að gægjast inn í vinnustofu grafíska hönnuðarins og teiknarans Sigríðar Rúnar sem er einna þekktust fyrir verkefnið „Líffærafræði leturs“.

 

Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða listamaður/teiknari eða gerðist það bara „óvart“?

Þegar ég var krakki vildi ég verða bóndi en ég var alltaf teiknandi og þá aðallega dýr náttúrlega. Þegar ég varð eldri og leiddist í skóla hugsaði ég oft hvers vegna ég gæti ekki bara unnið annaðhvort við að teikna eða með dýr. Ég fór fyrst í nám í prentsmíði (grafískri miðlun) og er með sveinsbréf í þeim efnum og fljótlega eftir það fór ég í Listaháskólann í grafíska hönnun.

Í dag get ég unnið við að teikna og hanna en starfa líka með dýrum, þjálfa og tem hesta eins og vitleysingur. Þetta gerðist síður en svo óvart, en ég hef stefnt í þessa átt frá blautu barnsbeini.

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?

Ég vinn yfirleitt á kvöldin við að teikna og hanna, en ef ég kemst í að vinna á morgnana er ég afkastameiri. Ég glími hins vegar við að vera B- manneskja og finnst ekki spennandi að fara snemma á fætur.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hvernig verk ertu aðallega að gera og fyrir hvað?

Ég er aðallega að teikna og reyni að hafa verkefnin sem fjölbreyttust. Ég frumsýndi verkið mitt Líffærafræði Leturs árið 2012 og er enn að vinna í því á ýmiss konar vettvangi. Ég hef gaman af því að setja upp sýningar og stekk á flestöll tækifæri sem mér gefast í þeim efnum.

Hvaða litir heilla þig?

Ég er hrifnust af andstæðum og nota mikið svartan og hvítan.

Hvaðan færðu innblástur?

Allt getur veitt mér innblástur, allt frá því að fara í reiðtúr að vori til þess að vafra á Netinu og skoða. Ég fer ekki á neina sérstaka staði með það í huga að fá innblástur þá og þegar, það bara gerist og þegar það gerist reyni ég að grípa tækifærið.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hefur þú alla tíð haft gaman af að teikna/mála?

Já, ég hef alla tíð haft gaman af því að teikna og þá sérstaklega dýr. Það sem situr fast í mér varðandi að teikna sem krakki var að allir hrósuðu myndunum mínum, nema amma. Hún sagði að þær væru fínar og kom svo með gagnrýni. Ég vil meina að það hafi hvatt mig til að teikna meira, frekar en allt hrósið.

Ég fann fyrir því sama þegar ég fór síðan í Listaháskólann og fannst vonlaust ef ég fékk ekki gagnrýni og bara hrós -það þarf jafnvægi þarna á milli.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér?

Það er breytilegt eftir því hvernig mér líður en Björk sem listamaður er alltaf í uppáhaldi.

Hvar fást myndirnar þínar?

Líffærafræði Leturs fæst hjá Geysi Heima, í Hönnunarsafninu og á heimasíðunni minni. Allar aðrar myndir fást í gegnum mig, svo ekki hika við að hafa samband.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hvað er fram undan á næstu misserum?

Ég held áfram að teikna og hanna. Svo stefni ég enn þá ótrauð að því að verða bóndi með vinnustofu í hlöðunni eða eitthvað álíka rómantískt svo það er nóg að gera.

Sambland af japanskri götutísku og samstæðum göllum

Kitty. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Breska listakonan Kitty Von-Sometime hefur verið búsett hér á landi síðastliðin þrettán ár en hún er þekktust fyrir The Weird Girls Project, röð verka eða myndbandsþátta með konum í forgrunni. Kitty er með einstakan fatastíl og þess vegna er tilvalið að skyggnast inn í fataskápinn hennar.

Kitty lýsir fatastíl sínum sem kæruleysislegum og segist yfirleitt henda saman fötum án þess að hugsa mikið um það. „Mér er alveg sama hvaða tíska er í gangi en ég tjái mig mikið í gegnum flíkurnar sem ég klæðist, þær verða þó líka alltaf að vera þægilegar. Dagsdaglega klæðist ég mikið samstæðum göllum en við sérstök tilefni skelli ég mér í eighties-samfesting í anda Dynasty-þáttaraðarinnar.“

Ég tjái mig mikið í gegnum flíkurnar sem ég klæðist.

Flestar flíkur finnur Kitty í herradeildum en hún verslar jafnframt mikið á Netinu sem og á flóamörkuðum. Innblástur sækir hún til kvikmynda frá níunda áratugnum, hipphopp tónlistar tíunda áratugarins sem og japanskrar götutísku.

„Ég fell alltaf fyrir samstæðum buxum og bolum, grófu prenti og ljótum flíkum frá níunda og tíunda áratugunum. Allt sem Ardala, prinsessan í Buck Rogers, myndi klæðast en sömuleiðis glæpagengið í Superman 2. Nánast allt af því sem ratar í minn fataskáp eru flíkur sem flest fólk myndi álíta skrítið svo spurningin hvað það furðulegasta sem ég hef keypt á varla við í mínu tilfelli. Ætli það væri samt ekki túrkislitaði brúðarkjóllinn sem ég keypti líklega fjórum númerum of stóran.“

Aðspurð hvað sé efst á óskalistanum nefnir Kitty fyrst náttföt frá fatahönnuðinum Munda.

„Ég á rosalega stórt safn af náttfötum en er engu að síður alltaf á höttunum eftir fleirum. Annars vantar mig líka alltaf ullarföt fyrir vinnuna. Að starfa við kvikmyndagerð á Íslandi krefst þess að eiga ótæpilegt magn af hlýjum fötum. Uppáhaldsflíkin mín er einmitt ullarsamfestingur í yfirstærð eftir Munda. Við vorum mikið saman á árunum áður en hann flutti til Þýskalands en ég hafði augastað á þessum samfestingi í þó nokkurn tíma áður en hann varð minn. Ég var eins og Wayne með gítarinn í Waynes world-myndinni „it will be mine“ og á endanum gerðist það. Ég elska hann enda er hann ekki bara hlýr og þægilegur heldur sjúklega flottur.“

Þrátt fyrir að sambandið okkar hafi ekki gengið er þetta það rómantískasta sem ég hef upplifað og mér þykir alltaf vænt um þessa húfu.

„Þessi derhúfa er mér mjög kær, margir halda kannski að ég hafi látið búa hana til fyrir mig en nei. Ég kynntist fyrrverandi konunni minni í Bandaríkjunum en þegar hún kom í fyrsta skipti að heimsækja mig til Íslands var hún með þessa húfu á höfðinu. Þrátt fyrir að sambandið okkar hafi ekki gengið er þetta það rómantískasta sem ég hef upplifað og mér þykir alltaf vænt um þessa húfu. Hún átti sem sé húfuna en ég þreyttist ekki á að stela húfunni af henni svo á endanum varð hún mín.“

„Uppáhaldsfylgihluturinn minn eru þessir sérhönnuðu Converse-leðurskór. Ég hannaði þá frá grunni og lét lógóið vera matt en útkoman er nákvæmlega eins og mig dreymdi.“
„Síðasta flíkin sem ég keypti voru tveir samstæðir gallar sem ég lét búa til í Póllandi, annar með dalmatíuhunda-mynstri og hinn köflóttur í yfirstærð.“

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Segir listann yfir sigurvegara á Grammy vera tilbúning

|
|

Lista yfir sigurvegara á Grammy-verðlaunahátíðinni var lekið á mánudaginn en talsmaður Grammy-hátíðarinnar segir listann ekki koma frá þeim.

Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles þann 10. febrúar og ríkir mikil eftirvænting vegna hátíðarinnar í tónlistarheiminum. En á mánudaginn rataði listi yfir sigurvegara hátíðarinnar í fjölmiðla og fólk var ekki lengi að bregðast við því á samfélagsmiðlum. Margt fólk greindi frá því að það væri miður sín yfir að upplýsingunum hafi verið lekið.

Á þessum lista yfir sigurvegara kemur meðal annars fram að I Like It með Cardi B. verður valið lag ársins,  H.E.R. með H.E.R. verður valin plata ársins og Shallow með Lady Gaga verði valin smáskífa ársins.

Í upplýsingunum sem var lekið kemur fram að Cardi B. muni fá Grammy-verðlaun fyrir lagið sitt I Like It.

En nú hafa talsmenn Grammy-hátíðarinnar greint frá því að listinn sé eintómur uppspuni.

„Þetta er ekki rétt. Niðurstöðunum er ekki deilt, ekki einu sinni með starfsfólki Grammy-hátíðarinnar, fyrr en á hátíðinni sjálfri,“ sagði talsmaður Grammy-hátíðarinnar í samtali við CNN.

Svona lítur listi yfir tilnefningar í stærstu flokkunum út:

Plata ársins:

Invasion of Privacy – Cardi B
By the way, I forgive you – Brandi Carlile
Scorpion – Drake
Beerbongs and Bentleys – Post Malone
Dirty Computer – Janelle Monáe
Golden Hour – Kacey Musgraves
Black Panther – Kendrick Lamar
Smáskífa ársins:

I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay Balwin
The Joke – Brandi Carlile
This is America – Childish Gambino
God‘s Plan – Drake
Shallow – Lady Gaga & Bradley Cooper
All the Stars – Kendrick Lamar & SZA
Rockstar – Post Malone

Besti nýi listamaðurinn:

Chloe X Halle
Luke Combs
Greta van Fleet
H.E.R.
Dua Lipa
Margo Price
Bebe Rexha
Jorja Smith

Lag ársins:

All The Stars – Kendrick Duckworth, Mark Spears, Al Shuckburgh, Anthony Tiffith and Solana Rowe
Boo’d Up –  Larrance Dopson, Joelle James, Ella Mai, and Dijon McFarlane
God’s Plan – Aubrey Graham, Daveon Jackson, Brock Korsan, Ron Latour, Matthew Samuels and Noah Shebib.
In My Blood – Teddy Geiger, Scott Harris, Shawn Mendes and Geoffrey Warburton
The Joke – Brandi Carlile, Dave Cobb, Phil Hanseroth and Tim Hanseroth
The Middle – Sarah Aarons, Jordan K. Johnson, Stefan Johnson, Marcus Lomax, Kyle Trewartha, Michael Trewartha and Anton Zaslavski
Shallow – Lady Gaga, Mark Ronson, Anthony Rossomando and Andrew Wyatt
This Is America –  Donald Glover and Ludwig Göransson

Gætu átt von á að verða leiddar fyrir dóm

Fyrirsætan Kendall Jenner og fleiri fyrirsætur gætu átt von á að verða leiddar fyrir dóm sem vitni þar sem þær tóku þátt í að auglýsa mislukkuðu tónlistarhátíðina Fyre Festival sem fór um þúfur árið 2017.

Ásamt Kendall Jenner voru það fyrirsætur á borð við Emily Ratajkowski, Hailey Bieber og Bella Hadid sem tóku þátt í að auglýsa Fyre Festival tónlistarhátíðina á samfélagsmiðlum. Skömmu eftir að fyrirsæturnar auglýstu hátíðina höfðu 95% miðanna verið seldir. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Jenner er sögð hafa fengið greidda 250 þúsund dollara, um 30 milljónir íslenskra króna, fyrir að birta færslu á Instagram þar sem hún auglýsti Fyre Festival og er talið að hún hafi haft mikil áhrif á hversu vel miðasalan gekk.

https://www.youtube.com/watch?v=kkovBKfcSJ8

Þess má geta að einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar, Billy McFarland, var dæmdur í sex ára fangelsi í október fyrir svik í kringum Fyre Festival. Miðinn á hátíðina, sem halda átti á Bahama-eyjum, kostaði í kringum 1.200 til 100.000 Bandaríkjadali og átti að einkennast af miklum lúxus. En hætt var við hátíðina þegar í ljós kom að gestir hátíðarinnar höfðu verið sviknir illilega og skipulagið var algjört klúður.

Eins og gefur að skilja hefur þessi mislukkaða tónlistarhátíð vakið mikla athygli og tvær heimildarmyndir um hana komu nýverið út. Önnur er frá Netflix og hin frá Hulu.

Báðar myndirnar gefa innsýn inn í hversu mislukkað skipulagið var og hvernig ástandið á svæðinu varð þegar í ljós kom að hátíðinni hafði verið aflýst.

https://www.youtube.com/watch?v=j8lNWj5Atu0

Peter Jackson leikstýrir nýrri heimildarmynd um Bítlana

Leikstjórinn Peter Jackson mun sjá um að leikstýra nýrri heimildarmynd um Bítlana. Myndin fjallar um gerð seinustu plötu Bítlanna, Let It Be.

Peter Jackson tekst nú á við ansi stórt verkefni en hann vinnur með 55 klukkustundir af áður óséðu myndefni sem tekið var í upptökuveri árið 1969. Paul McCartney, Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison eru Jackson innan handar við gerð myndarinnar. Þetta kemur fram á vef Pitchfork.

Það var breski leikstjórinn og sjónvarpsmaðurinn Michael Lindsay-Hogg  sem tók myndefnið upp á sínum tíma fyrir heimildarmyndina Let It Be sem kom út árið 1970. Jackson mun vinna úr því myndefni sem Hogg notaði ekki í upprunalegu myndina.

Jackson vil meina að myndin gefi áhorfendum tækifæri til að „vera fluga á vegg í upptökuveri“ hjá Bítlunum og að myndin sé eins og tímavél sem flytji fólk aftur til ársins 1969.

Jackson er himinlifandi með þetta verkefni. „Að hafa skoðað þetta efni sem Michael Lindsay-Hogg tók 18 mánuðum áður en Bítlarnir hættu, þetta er einfaldlega ótrúleg söguleg fjársjóðskista.“

Platan Let It Be kom út í maí árið 1970, um einum mánuði eftir að Bítlarnir hættu. Platan var tólfta og síðasta platan sem hljómsveitin gaf út.

 

 

Mun færri plastflöskur á Alþingi

Þingmönnum og starfsfólki Alþingis hefur tekist að draga verulega úr notkun á einnota plastflöskum.

Í október í fyrra fékk Alþingi viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu.

Með innleiðingu á ákvenum aðgerðum í umhverfismálum hefur þingmönnum og starfsfólki Alþingis tekist að fækka plastflöskum um 2.500 árlega.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir meðal annars: „innkaup á sódavatni í einnota plastflöskum hafa dregist saman um 87%. Þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem Alþingi gaf þeim. Þessi aðgerð fækkar einnota plastflöskum um u.þ.b. 2.500 árlega.“

Þá hefur starfsfólki Alþingis tekist að draga verulega úr þeim fjölpósti sem berst í Alþingi.

„Í hverjum mánuði bárust um 40 kg af fjölpósti til Alþingis sem jafngildir um hálfu tonni af pappír árlega. Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember s.l. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“

Þá kemur einnig fram að starfsmenn og þingmenn hafi einnig tekið upp á því að hjóla og ganga í vinnuna í auknum mæli.

Mjúk lending framundan?

|
|

Það er óhætt að segja að margt sé í gangi í íslensku efnahagslífi núna í byrjun ársins 2019 og áhugavert verður að sjá hver þróunin verður næstu mánuði.

Í gær var kynnt spá um fjölda farþega sem fara munu um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Er gert fjöldinn muni dragast saman um nærri níu prósent. Fari úr nærri tíu milljónum farþega sem komu árið 2018 í tæplega níu milljónir á þessu ári.

Munar þar mest um fækkun á svokölluðum skiptifarþegum sem fljúga helst á milli Norður-Ameríku og Evrópu með millilendingu á Íslandi.  Haft var eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra í kvöldfréttum Rúv að þetta væri minni fækkun en margir hefðu búist við.

Eftir kröftugan vöxt hjá ferðaþjónustunni undanfarin ár virðist greinin því vera að ná vissu jafnvægi. Að sinni að minnsta kosti. Í uppfærðri þjóðhagsspá frá Íslandsbanka fyrir 2018-2020 sem kynnt var í lok síðustu viku var því spáð að hægja myndi á íslensku efnahagslífi núna 2019. Önnur uppsveifla væri svo væntanleg 2020. Hafa margir efast um þessa spá þar sem niðursveiflur standa yfirleitt lengur.

Í dag stendur ferðaþjónusta undir rúmlega 40% af útflutningstekjum Íslendinga á meðan sjávarútvegur og áliðnaður er nærri 35% til samans. Því horfa auðvitað margir til ferðaþjónustunnar og hverjar séu horfurnar þar. Í gær tóku hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian Air líka mikla dýfu.

Kristján Þórarinsson, ritstjóri Túrista, lét hafa eftir sér í gær að óvissan með farþegafjöldann til Íslands árið 2019 væri enn þá veruleg. Þá væri ekki enn komið í ljós endanlega hvernig aðkoma Indigo Partners verður að Wow air.

Því má spyrja sig hversu líklegt það sé að spá Isavia um farþegafjölda og spá Íslandsbanka um næsta góðæri árið 2020 muni rætast. 12 mánaða verðbólga mældist 3,4% í janúar. Mikil óvissa ríkir um hvernig kjarasamningar munu fara og hvaða áhrif það gæti haft á verðbólgu. Þá lækkaði kaupmáttur í fyrsta skipti af einhverju ráði nú í desember eða allt frá upphafi árs 2015.

Verður Íslandsbanki seldur á árinu?

Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði kynnti í síðustu viku 40 tillögur til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Áhugavert verður að sjá hvernig og hversu hratt verði hægt að vinna úr þessum tillögum og koma þeim í framkvæmd. Eftir miklar hækkanir á fasteignamarkaði hefur nú dregið vel úr hækkunum. Árið 2017 varð minnsta hækkun á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans. Þannig má nefna að íbúðaverð í miðbænum hefur lækkað undanfarna 12 mánuði.

Árið 2017 varð minnsta hækkun á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011.

Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku kynntu tíu opinberir aðilar fyrirhugaðar framkvæmdir upp á 128 milljarða króna á árinu 2019. Var það 49 milljarða króna hækkun frá útboðsþingi árið áður. Því virðast ríki og sveitarfélög ekki vera að hægja á.

Þá fjallaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvítbók á Alþingi í gær. Var haft eftir honum að best væri að setja fyrst fram áætlun um sölu Íslandsbanka áður en hugað yrði að sölu Landsbankann. Starfshópur sem vann hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi kynnti sem kunnugt er tillögur sínar í desember.

Því er óhætt að segja að margt sé í gangi í íslensku efnahagslífi þessa stundina og verður áhugavert að sjá hvernig málin þróast á næstu mánuðum.

Mynd / Isavia

Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík, svokallað Vogabyggð. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander.

Pálma­tré Karinar bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum í gær. Listaverkið kostar 140 milljónir. En hver er Karin Sander?

Karin Sander er fædd árið 1957. Hún býr og starfar í Berlín og Zurich,

Karin stundaði nám við Listaháskólann í Stuttgart.

Karin vinnur aðallega með skúlptúra, innsetningar og ljósmyndir.

Karin hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim, meðal annars í MOMA í New York, Guggenheim-safninu í New York, í Listasafni Reykjavíkur og í MOMA í San Francisco.

Hún hefur einnig haldið fjölda einkasýninga, meðal annars í Lehmbruck safnið í Duisburg og í Centro Galego á Spáni svo dæmi séu tekin.

Frá árinu 1999 til ársins 2007 starfaði hún sem prófessor við Weissensee School of Art í Berlín.

Karin hefur hlotið viðurkenningar og ýmis verðlaun fyrir verk sín, meðal annars Hans Thoma verðlaunin árið 2011.

Mynd af verki eftir Karin frá árinu 2012. Verkið heitir Kitchen Pieces og var m.a. sýnt í i8 Gallery í Reykjavík. Mynd/ karinsander.de

Myndir af eldri verkum Karinar má sjá á vef hennar.

Mynd / karinsander.de

„Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna“

Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi segir umræðuna um verk Karin Sander í kringum hann vera jákvæða. „Fólki sem ég þekki finnst þetta djarft og fallegt og óvænt.“

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander. Margt fólk hefur sterka skoðun á verkinu og ekki síður verði verksins en það kostar 140 milljónir.

Listaverk Karinar bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum í gær.

Í dóm­nefnd sátu Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar, Signý Páls­dótt­ir, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri menn­ing­ar­mála hjá Reykja­vík­ur­borg, Ólöf Nor­dal, mynd­list­armaður og pró­fess­or við Lista­há­skóla Íslands, og mynd­list­ar­mennirnir Bald­ur Geir Braga­son­ar og Ragn­hild­ur Stef­áns­dótt­ir. Í samtali við Mannlíf segir Hjálmar að niðurstaða dómnefndar hafi verið einróma.

Spurður út í hvernig umræðan í kringum pálmatréin leggst í hann og hvernig hún sé í kringum hann segir Hjálmar: „Umræðan um verk Karin Sander í kringum mig er jákvæð. Fólki sem ég þekki finnst þetta djarft og fallegt og óvænt. Þeir sem til þekkja vita líka að Karin Sander er stórt nafn í listaheiminum í dag. Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar.

Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum.

Held líka að einhverjir munu breyta um skoðun þegar þeir sjá hvernig er staðið að fjármögnun innviða í Vogabyggð.“

Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

Mynd / Skjáskot af RÚV

Eitrað samband

Lífsreynslusaga úr Vikunni:

Ég hef aldrei skilið hjónaband foreldra minna sérstaklega í ljósi þess að það varði í tuttugu og fimm ár. Þetta var eitrað samband þar sem báðir aðilar niðurlægðu hvorn annan og reyndu á allan máta að gera hinum lífið leitt. Hvað hélt þeim saman veit ég ekki en hitt veit ég að þessar aðstæður í uppvextinum höfðu vond áhrif á okkur öll systkinin.

Mamma tilkynnti öllum sem heyra vildu að þau pabbi hefðu ekki gifst af ást heldur vegna þess að hún varð ólétt af elstu systur minni. Pabbi var vanur að taka undir og segja að hann hefði haft vit á að forða sér ef hann hefði ekki fundið til ábyrgðar á barninu. Rifrildi þeirra hófst venjulega um leið og þau opnuðu augun á morgnana og stóð allar samverustundir þeirra þar til þau sofnuðu á kvöldin.

Mamma þoldi ekki venjur pabba. Við systkinin vöknuðum við það að hún öskraði á hann fyrir á pissa á klósettsetuna eða einhverjum dropum út fyrir. Hún var líka brjáluð yfir hvernig hann gekk um sturtuna. Sápan var ekki skoluð burtu, sjampóbrúsinn skilinn eftir opinn, glerið ekki þrifið og ekki hreinsað úr niðurfallinu.

Ekkert af þessu var rætt eða komið til skila af venjulegum raddstyrk. Allt var öskrað. Stundum fannst mér að pabbi gerði í því að æsa hana upp. Að hans gagnárás væri að leika sér að því að ganga verr um en hann þurfti og skilja viljandi allt eftir í óreiðu.

Ekkert gert á afmælinu

Við systkinin voru auðvitað vön þessum samskiptaaðferðum ef hægt er að flokka þetta undir samskipti því hvorugur aðilinn hlustaði á hinn og báðir öskruðu fremur en að tala. Við vorum hins vegar ekki gömul þegar við skildum hve óeðlilegt þetta var og vegna þess að foreldrar okkar gátu aldrei stillt sig um að rífast hættum við að koma með vini heim þegar bæði voru á staðnum. Ég sótti reyndar alltaf mest í að vera heima hjá bestu vinkonu minni.

Vegna þess að foreldrar okkar gátu aldrei stillt sig um að rífast hættum við að koma með vini heim þegar bæði voru á staðnum.

Þar ríkti allt annað andrúmsloft. Foreldrar hennar voru samhent og báru augljóslega mikla virðingu hvort fyrir öðru. Ég man hvað ég var hissa þegar ég varð vitni að því dag nokkurn að pabbi hennar kom heim með óvænta gjöf handa mömmu hennar. Ég spurði hvort hún ætti afmæli en svo var ekki. Pabba hennar langaði bara að sýna hve mikils hann mæti konu sína.

Ekki að ég væri vön því að pabbi hefði mikið við á afmæli mömmu. Hann færði henni aldrei neitt. Mamma hafði alltaf mikið við á afmælum okkar barnanna. Fór á fætur eldsnemma og bakaði amerískar pönnukökur, uppáhaldsmorgunverð okkar allra, svo tók hún til góðgæti á bakka og færði þeim sem átti afmæli og pakkinn var venjulega fallega umbúinn á honum. Ef gjöfin var stærri en svo að hann gæti rúmast þar var bundið fyrir augu okkar og við leidd að henni. Þannig var það þegar ég fékk hjólið mitt, dúkkuhúsið og skrifborðið.

Hún færði pabba alltaf morgunmat í rúmið á afmælisdaginn hans en hún hafði ekki lag á að velja gjafir handa honum. Sennilega þekkti hún pabba bara ekki nóg. Hann var mikill veiðimaður og fótboltafrík en mamma færði honum oft heimilistæki eða smíðatól. Líklega vegna þess að hún hafði áhuga á slíku, enda var hann vanur að rétta henni gjöfina og segja: „Fínt, þú getur notað þetta.“ Hann hafði hins vegar aldrei fyrir því að gera neitt fyrir hana.

Ég veit að mamma var oft sár og ég man eftir einum afmælisdegi þegar hún grét inni í rúmi. Hún reyndi að leyna því fyrir okkur en ég vissi af því og systir mín líka. Mjög erfitt ástand hafði verið á heimilinu í nokkurn tíma áður en dagurinn hennar rann upp og ég held að hún hafi vonast til að pabbi gerði eitthvað til að reyna að bæta hlutina en svo var ekki.

Framhjáhald og skilnaður

Svona liðu árin og við systkinin fluttum að heiman eins fljótt og við gátum. Ég var sautján ára þegar ég fór að leigja með vinkonu minni sem einnig bjó við erfiðar heimilisaðstæður. Ég var þó það heppin að engin óregla var á mínu heimili en stöðug togstreita, leiðindi og óánægja. Mamma var kattþrifin og þoldi illa óhreinindi, pabbi var kærulaus og hirðulaus um flest annað en sjálfan sig. Hann var ævinlega mjög hreinn og strokinn og passaði vel upp á fötin sín en gekk um heimilið eins og það væri útihús.

Pabbi talaði alltaf niður til mömmu. Það var augljóst að honum fannst ekki mikið til hennar eða fjölskyldu hennar koma. Hann kallaði bræður hennar smurolíupjakka vegna þess að þeir unnu við véla- og bílaviðgerðir. Mamma var mjög listræn og saumaði, málaði og föndraði alls konar fallega muni.

Að hans mati var það algjör tímasóun og ekki mikið varið í neitt af því sem hún gerði. Eiginkona bróður hans var hins vegar listmálari og fyrir henni bar hann ómælda virðingu og allt sem hún gerði lofaði hann í hástert. Þegar við vorum yngri og litlir peningar til á heimilinu bjó mamma til allar jólagjafir. Pabbi kallaði þær drasl og kvartaði yfir að miklir peningar færu í efniskaup. Mamma benti honum á að mun dýrara væri að kaupa gjafir og þá sljákkaði aðeins í honum. Þegar pakkarnir voru opnaðir kom í ljós að mágkona pabba hafði gert það sama og mamma, búið allt til og nú átti pabbi ekki orð yfir hve flott það væri. Okkur fannst dótið hennar mömmu þó mun flottara og skemmtilegra.

Þegar við vorum yngri og litlir peningar til á heimilinu bjó mamma til allar jólagjafir. Pabbi kallaði þær drasl og kvartaði yfir að miklir peningar færu í efniskaup.

Ég veit að þetta særði mömmu mikið en hún var ekki skárri gagnvart pabba. Amma mín hafði ekki tekið sambandi þeirra vel þegar það byrjaði og mamma talaði alltaf mjög illa um hana. Hún sagði öllum að tengdamóðir sín hefði tekið illa á móti sér og frá fyrstu tíð gert lítið úr sér. Föðurfólk mitt var upp til hópa langskólagengið en hefð var fyrir iðnnámi í mömmu fjölskyldu, enda þar mjög margir dverghagir einstaklingar. Móðurafi minn var bifvélavirki og tveir synir hans fetuðu í þau fótspor.

Systir mömmu var hárgreiðslukona og klæðskeramenntuð í ofanálag en mamma var húsmæðraskólagengin og hafði auk þess lært tækniteiknun. Það fag varð fljótt úrelt og mamma fór þá að vinna hjá innréttingabúð. Þar komu hæfileikar hennar að góðum notum og iðulega teiknaði hún upp fyrir fólk innréttingar og hjálpaði því að hanna rýmin í íbúð sinni.

Uppgjör

Mömmu og föðurafa mínum kom mjög vel saman og þegar hann dó snögglega þegar ég var nítján ára var eins og eitthvað brotnaði í fjölskyldunni. Hann hafði alltaf verið bandamaður mömmu og staðið með henni í mörgum deilum. Ég veit að systkinum pabba fannst hún leiðinleg gribba og töldu pabba of góðan fyrir hana. Að mínu mati var það alrangt. Pabbi hafði vissulega sína kosti en mamma var ekki síðri en hann og bæði gerðu sitt til að skapa og viðhalda darraðardansinum á heimilinu.

Auðvitað dróst öll stórfjölskyldan beggja megin smátt og smátt inn í þetta og stundum lá við slagsmálum milli pabba og bræðra mömmu og iðulega talaði mamma ekki við helminginn af fjölskyldu pabba.

Við systkinin tölum oft um að við lærðum aldrei almennileg samskipti.

Samband mömmu og pabba entist í þrjú ár eftir að afi dó. Þá komst mamma að því að hann hafði haldið við aðra konu árum saman og rak hann á dyr. Síðan þá hefur hún unnið mikið í sínum málum og er á góðum stað í dag. Pabbi býr með viðhaldinu og er hamingjusamur. Við systkinin tölum oft um að við lærðum aldrei almennileg samskipti. Það hefur tekið okkur mörg ár að átta okkur á að ef þú vilt að aðrir hlusti öskrar þú ekki, ef þú vilt eiga í gefandi samskiptum gefur þú af þér og gefur eftir í stað þess að niðurlægja.

Ég lærði þetta áður en illa fór hjá mér en eldri systir mín segir að hefði hún áttað sig fyrr væri hún enn í hjónabandi með fyrri manni sínum. Bróðir minn er nýskilinn og er að vinna með sálfræðingi í að gera upp æskuna og eigin vanþekkingu á heilbrigðum samböndum.

„Ef eitthvað glitrar í búðarglugganum er ég mætt inn“

Hanna Rún Bazev Óladóttir lærði ung að meta glimmer og glamúr en hún hefur stundað dans og starfað sem dansari í tuttugu og fjögur ár. Við fengum að skyggnast inn í glæsilegan fataskáp Hönnur Rúnar

Hanna Rún er gift  Nikita Bazev og saman eiga þau soninn Vladimir Óla Bazev, 4 ára, en Hanna Rún var einmitt 4 ára þegar hún mætti á sína fyrstu dansæfingu.

„Dansinum fylgir mikið glimmer og glamúr, svo ég var mjög ung farin að elska allt sem glitraði og glansaði. Foreldrar mínir eiga einnig skartgripaverslunina Gullsmiðju Óla sem ég var mikið í þegar ég var lítil stelpa og er mikið í enn þá í dag. Ég ólst því upp í mjög fallegu umhverfi og elska allt sem glitrar. Mig dreymir til að mynda um að eignast kristalssófa en ég er að vísu byrjuð að steina bekk með kristölum svo sú ósk er hægt og rólega að rætast.“

Hanna Rún segist sækja innblástur hvar sem hún er þá stundina þó að hún sé mest í því að skapa sitt eigið.

„Mér finnst gaman að skoða Pinterest en ég bý líka mikið til sjálf. Mér finnst gaman að vera pínulítið öðruvísi og þá kemur sér vel að búa til sitt eigið hvort sem það eru skór eða eitthvað fyrir heimilið. Ég fell langoftast fyrir öllu sem glitrar og ef eitthvað glitrar í búðarglugganum fer ég inn. Það er annars misjafnt hvað ég heillast af, það fer eftir skapinu og getur flakkað frá því að vera svartur elegant þröngur rúllukragakjóll einn daginn yfir í rifnar ljósar gallabuxur.

Annars finnst mér mjög gott að ganga á hælum svo ég yrði alltaf að eiga hælaskó líka.

Annars finnst mér langskemmtilegast að kaupa peysur og eyrnalokka, en auðvitað er ekkert leiðinlegt heldur að kaupa skó, kjóla og töskur. Að mínu mati er stór kósí peysa skyldueign í alla fataskápa, þær klikka ekki. Annars finnst mér mjög gott að ganga á hælum svo ég yrði alltaf að eiga hælaskó líka. Ég á mér enga uppáhalds búð en finnst alltaf gaman að kíkja í Zara. Ég finn mjög oft eitthvað fallegt þar en ég er líka dugleg að kíkja inn í allskonar verslanir og kaupi það sem heillar mig, sama hvað búðin heitir.“

Þegar talið berst að furðulegustu kaupunum segir Hanna Rún þau hafa verið fjöldamörg.

„Ég gæti eflaust skrifað margar blaðsíður um furðulegustu kaupin því ég á það til að kaupa föt sem ég veit að ég mun aldrei nota en kaupi þau bara af því þau eru svo falleg. Svo á ég þau bara. Ég keypti mér einu sinni alveg hrikalega ljótan pallíettujakka í London, hann var svo ljótur að hann varð eiginlega flottur. Ég mun sennilega aldrei nota hann en ég varð samt að eignast hann. Það sama á við um pallíettunærbuxurnar sem ég keypti í Kaupmannahöfn, við skulum ekkert fara nánar út í þann hrylling. Svo keypti ég barnabol handa sjálfri mér, hann var auðvitað allt of lítill en hann var svo fallegur að ég varð að eignast hann. Ég held það sé best að stoppa bara hér,“ segir Hanna Rún að lokum og hlær.

„Uppáhaldsfylgihluturinn minn er þessi gullhringur. Pabbi smíðaði þennan 14 karata gullhring með þremur demöntum en þeir tákna mig, manninn minn og son okkar. Pabbi bankaði upp einn sunnudagsmorguninn með rósir, morgunmat og þennan hring og færði mér að gjöf. Ég hef ekki tekið hringinn af mér síðan ég fékk hann. Þessi hringur er mjög táknrænn fyrir mig og mér þykir mjög vænt um hann.“
„Mér þykir mjög vænt um þessa swarovksi-kristalsskó, því þetta eru með fyrstu skónum sem ég steinaði. Ég hef síðan ekki töluna hvað ég hef steinað marga skó í dag en þessa steinaði ég með Eygló Mjöll, litlu systur minni, við eldhúsborðið í Danmörku þegar ég bjó þar 17 ára gömul. Við sátum í marga klukkutíma að steina skóna.“
„Ég elska svarta pelsinn minn, ég nota hann mjög mikið en fjölskylda mannsins mína gaf mér hann í nýársgjöf þegar ég gekk með son okkar.“

Myndir / Unnur Magna

Svona kemur þú í veg fyrir að ökumaður noti síma undir stýri

Símanotkun ökumanna er stórt vandamál en getur verið að Samgöngustofa Nýja-Sjálands hafi fundið lausn á vandanum?

Flestir hafa freistast til að skoða og tala í símann sinn undir stýri. Í gegnum tíðina hafa þá ýmsar herferðir gegn símanotkun undir stýri verið settar á laggirnar þar sem fólk er hvatt til að láta símann í friði á meðan verið er að keyra. En erfitt virðist vera að útrýma vandamálinu algjörlega.

Samgöngustofa Nýja-Sjálands hefur nú lagt sitt af mörkum og gefur skothelt ráð í nýrri auglýsingu. Í auglýsingunni eru ferþegar einfaldlega hvattir til að taka mjúklega og vandræðalega í höndina á ökumönnum sem teygja sig eftir símanum. Svo einfalt er það.

Auglýsinguna, sem hefur vakið mikla athygli, má sjá hér að neðan.

Fullyrðir að hún sé einhleyp

Celine Dion segir manninn, sem margir hafa talið vera kærasta hennar, vera vin sinn.

Söngkonan Celine Dion fullyrðir að hún sé einhleyp og að maðurinn sem hún hefur sést mikið með undanfarið sé besti vinur hennar. Maðurinn sem um ræðir er 34 ára dansari að nafni Pepe Munoz.

Dion missti eiginmann sinn, Rene Angélil, árið 2016 og hefur hún síðan þá varið miklum tíma með Munoz.

„Við erum vinir, við erum bestu vinir. Auðvitað föðmumst við og leiðumst þegar við förum út, og fólk sér það. Ég meina, hann er herramaður,“ sagði Dion í viðtali við The Sun. Aðspurð hvort að hún sé einhleyp sagði hún: „já, ég er það.“

Dion sagði þá að það truflaði hana ekki að fólk héldi að hún og Munoz ættu í ástarsambandi. „Mér er alveg sama vegna þess að hann er myndarlegur og besti vinur minn.“

Þess má geta að Munoz er margt til lista lagt því til viðbótar við að vera góður dansari er hann líka hæfileikaríkur tískuteiknari eins og sjá má á myndum sem hann birtir á Instagram.

Dorrit hefur kvatt Sám í hinsta sinn

|
|

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, þurfti að kveðja hundinn sinn í hinsta sinn í dag.

Sámur, hundur Dorritar Moussaieff og Ólaf­s Ragnars Grímssonar, er dauður. Sámur varð 11 ára gamall. Það var Ólafur sem gaf Dorrit Sám um sumarið 2008. Hann var blanda af íslenskum og þýskum hundi.

Sámur vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar Ólafur greindi frá því í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 að Dorrit hefði látið taka sýni úr Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Það er því ljóst að Sámur var í miklu uppáhaldi hjá Dorrit.

Dorrit greindi frá því á Instagram fyrr í dag að hún hefði þurft að kveðja þennan góða vin sinn. Þá hefur Dorrir birt nokkrar myndir af Sámi á Instagram í dag.

Sjá einnig: Nokkrar staðreyndir um hund Dorritar

Skjáskot af Instagram.

„Gott að vita að maður er ekki einn“

Í desember stofnaði hin 22 ára Arnrún Bergljótardóttir Instagram-síðuna Undir Yfirborðinu og birtir þar viðtöl sem hún tekur við fólk á aldrinum 16-25 ára um andleg veikindi. Á skömmum tíma hefur síðan vakið töluverða athygli.

Arnrún segir hugmyndina að síðunni Undir Yfirborðinu hafa kviknað eftir að hún sjálf leitaði sér aðstoðar vegna þunglyndis og fann hamingjuna á ný.

„Ég var búin að vera þunglynd í um það bil fimm mánuði þegar ég ákvað að leita mér hjálpar hjá Píeta samtökunum, sem er forvarnarstarf gegn sjálfsvígum. Ég byrjaði einnig í hópmeðferð hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis sem ég varð fyrir verslunarmannahelgina árið 2015. Ég fór í veikindaleyfi úr vinnu og bjó til mitt eigið endurhæfingaprógram sem gjörsamlega bjargaði andlega ástandinu mínu,“ útskýrir Arnrún.

„Hægt og rólega fann ég að hamingjan var að blossa upp á ný, mér byrjaði að líða eins og ég vildi upplifa annan dag. En þá byrjaði ég að hugsa til þeirra sem eru enn þá á sama stað og ég var á. Ég velti því fyrir mér hvernig ég gæti leyft þeim að finna að þau eru ekki ein í þessari andlegu baráttu. Ég byrjaði að taka viðtöl við ungt fólk sem ég vissi að höfðu gengið í gegnum andlega erfiðleika. Hægt og rólega fóru fleiri að hafa samband við mig sem vildu koma í viðtal og núna eru um það bil 200 manns á biðlista og þeim fjölgar með degi hverjum,“ segir Arnrún. Hún bendir áhugasömum að skoða Instagram-síðuna og viðtölin sem þar eru að finna, @undir_yfirbordinu.

Hægt og rólega fann ég að hamingjan var að blossa upp á ný, mér byrjaði að líða eins og ég vildi upplifa annan dag.

„Með síðunni langar mig að fræða fólk um mismunandi upplifun ungs fólks af geðsjúkdómum og andlegum kvillum,“ segir Arnrún sem vonar þá að verkefnið muni draga úr fordómum fólks.

Arnrún segir viðtökurnar hafa verið afar góðar og að fólk hafi greinilega áhuga á málefninu. „Fólk er að hvetja mig áfram með því að segja mér að viðtölin og umræðan hefur hjálpað þeim. Um daginn sendi ókunnugur strákur mér skilaboð þar sem hann talaði um að honum fannst Undir Yfirborðinu vera „besta Instagram síða sem hefur verið stofnuð hingað til“. Það hvatti mig alveg rosalega, því ég á það til að detta niður sjálf og líður eins og þetta hjálpi engum en það er fólk eins og hann sem lætur mig trúa öðru.“

Skammaðist sín fyrir kvíðaröskunina

Að mati Arnrúnar vantar upp á fræðslu og upplýsingaflæði til ungs fólks um geðsjúkdóma og einnig starfsemi heilans.

„Heilinn stjórnar öllu, hann bregst við áföllum án þess að við höfum eitthvað um það að segja en samt sem áður höfum við lært mjög takmarkað um hann. Ef ég hefði fengið fræðslu á sínum tíma um kvíðaröskun þá hefði ég ekki falið einkennin mín í fjögur ár, logið að öllum að kvíðalyfin mín væru verkjalyf og sagt að ég væri að fara til læknis þegar ég var í rauninni að fara til sálfræðings í áfallahjálp.“

Það kom mér smávegis á óvart hvað öllum hefur liðið vel í viðtölunum hingað til.

Núna hefur Arnrún tekið viðtöl við um 40 einstaklinga og birt hluta þeirra. Spurð út í hvort það hafi gengið vel að finna viðmælendur og fá þá til að tjá sig segir Arnrún: „Ég hef ekki orðið vör við að viðmælendurnir eigi erfitt með að tjá sig fyrir framan myndavélina, ég vil trúa því að það sé vegna þess að þau eru búin að vera að bíða eftir að fá að segja sína sögu, að einhverjum þykir vænt um þeirra batasögu. Það kom mér smávegis á óvart hvað öllum hefur liðið vel í viðtölunum hingað til. Ég held að ég passa mig nefnilega á að láta þeim líða eins og þau séu ekki ein og minni þau á að ekkert sem þau segja mun koma mér á óvart eða í ójafnvægi.“

Arnrún kveðst vera þakklát fyrir allt það fólk sem er tilbúið að leggja verkefninu lið og koma í viðtal til hennar. „Ég hef fengið að kynnast ótrúlega sterkum einstaklingum. Það hljómar kannski skringilega en mér þykir vænt um alla sem hafa komið til mín í viðtal.“

Síðan Arnrún setti verkefnið á laggirnar í desember hefur margt fólk haft samband við hana og tjáð henni að viðtölin sem hún tekur á birtir á Instagram hafi hjálpað sér. „Það er gott að vita að maður er ekki einn, sama hvað.“

https://www.instagram.com/p/Brg2bnOhLhl/

Skandinavískur bóhemstíll heima hjá Linneu

Í hádeginu á rólegum og björtum miðvikudegi banka blaðamaður og ljósmyndari upp á í fallegu raðhúsi í Fossvoginum. Til dyra kemur hin glæsilega Linnea, en hér býr hún ásamt fótboltamanninum Gunnari Þór og börnum þeirra, þeim Þóru og tvíburunum Viðari og Elvari. „Ég er fegin að þið eruð örlítið sein, en ég náði að skjótast í sturtu á meðan!“ segir Linnea, nýböðuð og fersk.

Húsið er byggt árið 1970, er rúmir 220 fermetrar að stærð, það stendur á tveimur hæðum og er á pöllum eins og svo mörg hús frá þessum tíma og þá sér í lagi í þessu hverfi. Á efri hæð hússins er forstofa, eldhús, gestabaðherbergi ásamt samliggjandi stofu og borðstofu og á þeirri neðri er vinnurými með beint aðgengi út í garð, svefnherbergin, baðherbergi og þvottaherbergi.

Hvernig líkar ykkur hérna í Fossvoginum? „Við höfum búið hér í hverfinu síðan dóttir okkar fæddist, en áður bjuggum við í íbúð í grenndinni og fluttum í þetta hús fyrir einu og hálfu ári. Gunnar ólst upp hér í hverfinu og foreldrar hans búa rétt hjá – svo staðsetningin er mjög góð fyrir okkur og krakkarnir elska að vera hér! En ég held að það sé fullt af öðrum æðislegum hverfum, eins og til dæmis Mosfellsbærinn, en þar gætir þú fengið nýtt hús með betra útsýni á svipuðu verði.“ Linnea bætir einnig við að veðrið sé oft mjög gott í Fossvogsdalnum og það sé auðvitað mikill plús.

Húsráðandi segir frá húsinu og talar um að allflestir hlutir hafi verið komnir á tíma og þurft á lagfæringu að halda þegar þau tóku við því. „Við lýstum gólfið og máluðum panelinn í loftunum, við reyndum að nýta það sem fyrir var eins og við gátum. Handriðið í stiganum létum við hækka og pólýhúða, ásamt því fjarlægja úr því mynstur sem var á milli rimlanna í stað þess að kaupa bara nýtt.“

Hún bætir því við að nokkrir veggir hafi fengið að fjúka til að opna rýmið, en áður var húsið töluvert niðurhólfað. „Uppáhaldsherbergið mitt er herbergi strákanna, það er svo notalegt – mér finnst það rými hafa lukkast mjög vel.“ Hún bætir við að með því að mála veggina upp til hálfs í barnaherbergjunum geti maður látið rýmið virðast stærra og opnara en það er í raun.

Okkur fannst betra að kaupa eitthvað sem ekki hafði verið endurgert.

En hvað ætli það hafi verið sem heillaði við þetta tiltekna hús? „Ég held við höfum skoðað tíu hús, okkur fannst þau of hátt verðlögð en við fengum þetta hús á flottu verði. Öll hin húsin sem við skoðuðum höfðu verið tekin í gegn nokkuð nýlega, en ekki eins og við hefðum gert sjálf. Okkur fannst betra að kaupa eitthvað sem ekki hafði verið endurgert, á lægra verði, og fá að gera það algjörlega eftir okkar höfði.“

Eru einhverjar frekari framkvæmdir í kortunum? „Já, á næsta ári langar okkur að taka eldhúsið og baðið í gegn … og jú, garðinn líka!“ segir Linnea. Það er auðvitað alltaf nóg að gera þegar maður flytur og þá sérstaklega inn í eldra hús sem þarf örlitla ást og alúð.

Dugleg að ganga í öll verk

Stíll heimilisins er í grunninn léttur og skandinavískur, sem kemur ekki á óvart enda er Linnea ættuð frá Svíþjóð. Það má sjá mikið af tré, basti og náttúrulegum efnum í bland við grænar plöntur og vel úthugsaða litatóna, þar sem grænn, bleikur og grár eru áberandi.

Ég er ansi lunkin í því að finna fallega hluti sem kosta lítið.

Hefur þú alltaf haft áhuga á innanhússhönnun? „Mamma mín er innanhússarkitekt, svo ég hef alist upp við þetta og hef líklega fengið mikið af áhuganum frá henni.“

Linnea segist vera dugleg að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið þegar hún ferðast utan landsteinanna, enda sé svo gaman að eiga slíka minjagripi.

„Ég er ansi lunkin í því að finna fallega hluti sem kosta lítið og er dugleg að fara bæði á flóamarkaði og finna gersemar í verslunum eins og Bauhaus – ódýrari hluti sem eru samt sem áður vandaðir. Ég er stolt að segja fólki frá því að ég hafi gert góð kaup“! Hún segist vera dugleg að fara eigin leiðir til að ná fram þeim stíl sem hún vill hafa á heimilinu og nefnir meðal annars mottuna í stofunni, en hún einfaldlega pantaði teppi ætlað á stigaganga í fjölbýli sem búið var að skera í þá stærð sem hentaði.

Gráa mottan í stofunni er úr Parket og gólf og púðarnir frá bisou.is

Hvernig gengur að hafa svona hvítan sófa með þrjú börn?

„Hah, þú sérð kannski litamismuninn á sófapullunum og restinni af áklæðinu? Það er búið að þvo þær mjög oft, en fyrir nokkrum dögum máluðu strákarnir mínir einmitt á einn púðann! Það þarf allt að vera veggfast hérna heima, en átján mánaða tvíburastrákarnir mínir eru gjörsamlega út um allt og í öllu!“ segir Linnea og skellir upp úr. Í stofunni hangir fallegt og litríkt málverk sem Linnea fékk í þrítugsafmælisgjöf frá Gunnari, en hann keypti það á uppboði í Gallerí Fold.

„Málverkið er af Þingvöllum en er ekki alveg þessi hefbundna litapalletta, það er málað á svipuðum tíma og húsið er byggt svo það passar vel hér inn.“

Við rekum augun í glæsilegt borðstofuborðið og forvitnumst aðeins um það. „Ég er mjög stolt af borðinu, en við bjuggum það til sjálf og völdum okkur hnotu í stíl við gluggasyllurnar og eldhúsbekkinn. Við keyptum viðinn í Efnissölunni sem við svo pússuðum og olíubárum og létum síðan smíða lappir undir það í stálsmiðju. Ef ég get gert eitthvað sjálf kýs ég það alltaf fram yfir að borga iðnaðarmanni fyrir það. Við Gunnar filmuðum til dæmis allt eldhúsið svart í gær og náðum að klára það á einum degi!“ Það má með sanni segja að þau Linnea og Gunnar séu hörkudugleg en það er ekki á allra færi að gera upp heilt hús, ásamt því að reka verslun og ala upp þrjú ung börn á sama tíma!

Ef ég get gert eitthvað sjálf kýs ég það alltaf fram yfir að borga iðnaðarmanni fyrir það.

Petit og Bisou

Linnea hefur starfrækt barnaverslunina Petit í rúm fimm ár, verslunin hefur vaxið hratt og örugglega og í dag starfa þar fimm manns í fullu starfi. Ævintýrið hófst þegar Linnea var ólétt að dóttur sinni og fluttist til Íslands, en hún starfaði áður sem markaðsstjóri Volvo í Svíþjóð.

Himnasængin og flestöll leikföngin í herbergi Þóru, dóttur Linneu, fást í verslun Linneu, Petit.

Þegar hingað var komið stefndi hún á starf á svipuðum vettvangi, en segist hafa komið að lokuðum dyrum – enda stutt síðan efnahagskreppan gekk yfir. Hún tók þá ákvörðun um að skapa sína eigin atvinnu og opnaði vefverslunina Petit, með áherslu á lífrænar og vandaðar barnavörur. Verslunin er í dag til húsa í Ármúla 23 og segir Linnea reksturinn ganga vel, það sé alltaf brjálað að gera enda er þessi flotta kona greinilega með mörg járn í eldinum. Nú í nóvember opnaði Linnea einmitt nýja vefverslun sem ber nafnið Bisou, þar sem seldir eru fallegir munir fyrir heimilið ásamt fatnaði og húðvörum.

„Bisou er fyrir nútímakonur sem hafa lítinn tíma til að versla að degi til, en hafa frekar tíma á kvöldin þegar húsið er komið í ró og „ég-tíminn“ hefst,“ segir Linnea.

Við kveðjum hina athafnasömu og jarðtendgu Linneu að sinni og þökkum fyrir kaffisopann og hlýlegar mótttökurnar.

Ljósmyndir / Hallur Karlsson

 

     

„Miklu minna talað um nauðganir á karlmönnum“

Advania er til húsa í Borgartúni 28.

Þrír karlmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa verið nauðgað segja sögur sínar í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun. Þeir segja umræðuna um karlmenn sem fórnarlömb nauðgana enn vera í molum sem valdi því að karlar óttist að stíga fram og segja frá reynslu sinni.

„Það er miklu minna talað um nauðganir á karlmönnum. Sú umræða er nokkrum árum á eftir, kannski skiljanlega af því þetta hefur verið svo mikið tabú í umræðunni. Það er sennilega aðeins minna tabú fyrir mig sem samkynhneigðan mann að tala um það en ég held að gagnkynhneigðir karlmenn sem hafa lent í því sama eða svipuðu eigi mun erfiðara með að segja frá. Það þykir mér mjög leitt og vona að það breytist sem fyrst. Það þarf að opna umræðuna um þetta og það er ein af ástæðum þess að ég samþykkti að koma í þetta viðtal,“ segir einn viðmælandinn.

„Það þarf að opna þá umræðu meira og karlmenn þurfa að vera óhræddari við að stíga fram,” segir annar.

Klassísk og hlýleg hönnun í Keflavík

Hús og Híbýli heimsóttu þau Viktoríu Hrund Kjartansdóttur og Brynjar Guðlaugsson í sumar í fallega nýuppgerða íbúð í Keflavík. Íbúðin er 95 fermetrar að stærð í húsi sem byggt var á áttunda áratugnum. Íbúðin samanstendur af tveimur rúmgóðum herbergjum, samliggjandi opnu eldhúsi og stofu auk baðherbergis.

Viktoría var í sumar nýútskrifuð með BA-próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og Brynjar starfar sem fasteignasali. Bæði eiga þau rætur að rekja til Keflavíkur en Viktoría flutti þó ung til Hafnarfjarðar og ólst þar upp að mestu leyti.

Viktoría beið lengi eftir rétta stofuborðinu en fann það í Seimei. Mottan er frá ILVA. Listaverkið er eftir Línu Rut.

„Nú í seinni tíð hafa báðir foreldrar mínir flutt aftur til Keflavíkur og ætli það sé ekki alltaf þannig að maður vill vera sem næst sínum nánustu. Hér eigum við líka stóran og skemmtilegan vinahóp, tengdó búa í næstu götu og amma og afi í götunni fyrir ofan okkur. Auk þess dreg ég það í efa að ég nái Brynjari nokkurn tíma út fyrir bæjarmörk Keflavíkur,“ segir Viktoría aðspurð að því hvers vegna þau hafi ákveðið að gera sér heimili í Keflavík.

Arco-lampinn frá Flos kemur vel út í stofunni.

Að hugsa í lausnum

Þegar Hús og Híbýli kom í heimsókn höfðu þau Viktoría og Brynjar búið í íbúðinni í eitt ár og hafði þá á stuttum tíma náð að gera miklar breytingar sem hafa aukið gæði íbúðarinnar verulega. Til að byrja með færðu þau eldhúsið í rými sem áður hafði verið stofa. Gamla eldhúsinu breyttu þau svo í skrifstofu.

„Húsið er byggt árið 1977 og þá tíðkaðist enn að hólfa öll herbergi niður, þar á meðal eldhúsið. Eldhúsið finnst okkur vera hjarta heimilisins, þar njótum við þess að borða góðan mat í góðum félagsskap og því algjör synd að hafa eldhúsið í lokuðu rými. Með þessum breytingum tókst okkur líka að samtengja eldhúsið við stofuna,“ segir Viktoría um breytingarnar á eldhúsinu.

Í kjölfarið fylgdu fleiri breytingar og baðherbergið var tekið í gegn, var stækkað töluvert og þannig tókst þeim á sama tíma að búa til góðan andyriskrók. Hjónaherbergið var einnig stækkað og skápaplássið jókst verulega við þær breytingar.

Vasarnir á borðstofuborðinu hafa fylgt Viktoríu síða hún var 14 ára gömul.

„Auk þess breyttum við svefnherbergi í stofu, settum hita í gólf, bættum við lýsingu, skiptum um allar innréttingar og hurðar svo eitthvað sé nefnt. Sérstakar þakkir fær fósturpabbi minn fyrir að vera okkur til halds og traust í framkvæmdunum en án hans værum við enn þá að,“  segir Viktoría.

Aðspurð segir Viktoría að námið í arkitektúr hafi nýst henni afar vel í þessum framkvæmdum og hafi það kennt henni fyrst og fremst að hugsa í lausnum.

„Að vera í skapandi námi eins og arkitektúr kennir manni svo miklu meira en bara að hanna og teikna. Skapandi og fagleg kennsla Listaháskóla Íslands hefur kennt mér mikilvægi þess að sýna samfélagslega ábyrgð, hvatt mig til að þroskast og mótað mig sem betri einstakling,“  segir hún.

Rúmgaflinn gerðu Viktoría og Brynjar sjálf. Náttborðin eru úr Heimahúsinu.

Reyna alltaf að vera útsjónarsöm

Sígilt, hlýlegt og stílhreint eru orð sem lýsa heimilinu vel. Viktoría segir að við val á húsgögnum og hlutum reyni þau Brynjar að vera útsjónarsöm. Þau hafa gert mörg góð kaup á Netinu og finnst þeim skemmtilegt að gefa gömlum hlutum nýtt líf og blanda þeim saman við nýja hluti.

Þau kaupa það sem þeim finnst fallegt hverju sinni óháð því frá hvaða merkjum vörurnar koma og óháð þeim verslunum sem selja hlutina. Hún segist þó hafa meira um það að segja hvað sé valið inn á heimilið en Brynjar, allavega að lokum.

Þegar ég vel liti heima vel ég frekar hlýja jarðliti sem eldast vel en það er þó alltaf gaman að nota aðra sterkari liti til þess að brjóta upp mynstrið.

„Brynjar segir oft að hann skilji ekki hvernig hann nennir að rökræða við mig um heimilið því ég ráði þessu hvort sem er undir lokin og ég held það sé alveg satt hjá honum,“  segir Viktoría en innblásturinn sækir hún meðal annars í fallegar hönnunarbækur sem hún kaupir á ferðum sínum erlendis.

Instagram notar hún líka mikið og finnst henni gaman að deila myndum af eigin heimili þar undir eigin nafni. Uppáhaldsliturinn er rauður en þar sem hann er sterkur og krefjandi litur fær hann ekki mikið vægi á heimilinu. „Þegar ég vel liti heima vel ég frekar hlýja jarðliti sem eldast vel en það er þó alltaf gaman að nota aðra sterkari liti til þess að brjóta upp mynstrið og þá skiptir ekki máli hver liturinn er,“ segir hún.

Hannar íbúðir fyrir aðra

Viktoría hefur ekki einungis hannað eigin íbúð heldur hefur hún tekið að sér að hanna og innrétta íbúðir fyrir aðra. Hún segir að í slíkum verkefnum sé mikilvægt að bera virðingu fyrir persónulegum stíl eiganda og að heimilið fái að endurspegla persónuleika viðkomandi. Einnig er mikilvægt að koma með lausnir af vel úthugsuðum rýmum sem eru í senn tímalaus, hlýleg og stílhrein. Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar það innréttar heimili sín segir hún vera að lausnir sem eiga að vera til bráðabirgða eigi það til að enda sem lokaniðurstaða ef of langur tími líður. Þá skipta vönduð vinnubrögð miklu máli og því mikilvægt að fá fagmenn til aðstoðar og arkitekt til þess að leiðbeina.

Baðinnréttingin er eldhúsinnrétting frá IKEA. Flísarnar eru frá Flísabúðinni.
Baðspegillinn er frá Esja Dekor og ljósið fæst í Snúrunni.

Þess má geta að þegar við heimsóttum Viktoríu og Brynjar höfðu þau nýlokið við að selja íbúðina sem gekk hratt fyrir sig enda virkilega falleg og vel skipulögð eftir breytingarnar.

Myndir / Hallur Karlsson

 

„Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur“

||
||

Ný Fokk Ofbeldi húfa er komin í sölu. Þetta er fjórða Fokk Ofbeldi húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á og rennur ágóðinn í ár til uppbyggingar á kvennaathvarfi fyrir Jasídakonur í Írak.

Í ár fagnar landsnefnd UN Women á Íslandi 30 ára afmæli. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt en FO merkið er stærra í ár og úr endurskini. „Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi  ksdjg

„Ágóði Fokk Ofbeldi húfu sölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim og vinnur að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð,“ útskýrir Marta.

Ágóði sölu Fokk Ofbeldi húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.

„Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði sölu Fokk Ofbeldi húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“

Það er ljósmyndarinn Saga Sig sem tók myndir herferðarinnar í ár. Brynja Skjaldar stíliseraði myndatökuna og fyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel, Donna Cruz, Ísold Braga og Króli. „Við vildum einfaldlega fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum.“

Húfan hefur selst hratt undanfarin ár að sögn Mörtu. „Þannig að við hvetjum alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á www.unwomen.is og í verslunum Vodafone. Þess ber að geta að Vodafone er bakhjarl herferðarinnar.“

Króli lagði verkefninu lið.
Saga Sig tók myndirnar og Brynja Skjaldar sá um að stílisera.

Allir og amma þeirra hafa skoðun á pálmatrjánum

Ekkert lát er á umræðunni um pálmatréin umdeildu á samfélagsmiðlum.

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Hver einn og einasti landsmaður virðast hafa sterka skoðun á pálmatrjánum, sem eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sande, eins og sjá má á samfélagsmiðlum. Ekkert lát er á umræðunni.

„Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar,“ sagði Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar í sam­keppn­inni um listaverkið, í samtali við Mannlíf í gær þegar hann var spurður út í þessa miklu umræðu sem hefur skapast.

Sjá einnig: Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

„Vonlaust ef ég fékk ekki gagnrýni og bara hrós“

Við fengum að gægjast inn í vinnustofu grafíska hönnuðarins og teiknarans Sigríðar Rúnar sem er einna þekktust fyrir verkefnið „Líffærafræði leturs“.

 

Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða listamaður/teiknari eða gerðist það bara „óvart“?

Þegar ég var krakki vildi ég verða bóndi en ég var alltaf teiknandi og þá aðallega dýr náttúrlega. Þegar ég varð eldri og leiddist í skóla hugsaði ég oft hvers vegna ég gæti ekki bara unnið annaðhvort við að teikna eða með dýr. Ég fór fyrst í nám í prentsmíði (grafískri miðlun) og er með sveinsbréf í þeim efnum og fljótlega eftir það fór ég í Listaháskólann í grafíska hönnun.

Í dag get ég unnið við að teikna og hanna en starfa líka með dýrum, þjálfa og tem hesta eins og vitleysingur. Þetta gerðist síður en svo óvart, en ég hef stefnt í þessa átt frá blautu barnsbeini.

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?

Ég vinn yfirleitt á kvöldin við að teikna og hanna, en ef ég kemst í að vinna á morgnana er ég afkastameiri. Ég glími hins vegar við að vera B- manneskja og finnst ekki spennandi að fara snemma á fætur.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hvernig verk ertu aðallega að gera og fyrir hvað?

Ég er aðallega að teikna og reyni að hafa verkefnin sem fjölbreyttust. Ég frumsýndi verkið mitt Líffærafræði Leturs árið 2012 og er enn að vinna í því á ýmiss konar vettvangi. Ég hef gaman af því að setja upp sýningar og stekk á flestöll tækifæri sem mér gefast í þeim efnum.

Hvaða litir heilla þig?

Ég er hrifnust af andstæðum og nota mikið svartan og hvítan.

Hvaðan færðu innblástur?

Allt getur veitt mér innblástur, allt frá því að fara í reiðtúr að vori til þess að vafra á Netinu og skoða. Ég fer ekki á neina sérstaka staði með það í huga að fá innblástur þá og þegar, það bara gerist og þegar það gerist reyni ég að grípa tækifærið.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hefur þú alla tíð haft gaman af að teikna/mála?

Já, ég hef alla tíð haft gaman af því að teikna og þá sérstaklega dýr. Það sem situr fast í mér varðandi að teikna sem krakki var að allir hrósuðu myndunum mínum, nema amma. Hún sagði að þær væru fínar og kom svo með gagnrýni. Ég vil meina að það hafi hvatt mig til að teikna meira, frekar en allt hrósið.

Ég fann fyrir því sama þegar ég fór síðan í Listaháskólann og fannst vonlaust ef ég fékk ekki gagnrýni og bara hrós -það þarf jafnvægi þarna á milli.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér?

Það er breytilegt eftir því hvernig mér líður en Björk sem listamaður er alltaf í uppáhaldi.

Hvar fást myndirnar þínar?

Líffærafræði Leturs fæst hjá Geysi Heima, í Hönnunarsafninu og á heimasíðunni minni. Allar aðrar myndir fást í gegnum mig, svo ekki hika við að hafa samband.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hvað er fram undan á næstu misserum?

Ég held áfram að teikna og hanna. Svo stefni ég enn þá ótrauð að því að verða bóndi með vinnustofu í hlöðunni eða eitthvað álíka rómantískt svo það er nóg að gera.

Sambland af japanskri götutísku og samstæðum göllum

Kitty. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Breska listakonan Kitty Von-Sometime hefur verið búsett hér á landi síðastliðin þrettán ár en hún er þekktust fyrir The Weird Girls Project, röð verka eða myndbandsþátta með konum í forgrunni. Kitty er með einstakan fatastíl og þess vegna er tilvalið að skyggnast inn í fataskápinn hennar.

Kitty lýsir fatastíl sínum sem kæruleysislegum og segist yfirleitt henda saman fötum án þess að hugsa mikið um það. „Mér er alveg sama hvaða tíska er í gangi en ég tjái mig mikið í gegnum flíkurnar sem ég klæðist, þær verða þó líka alltaf að vera þægilegar. Dagsdaglega klæðist ég mikið samstæðum göllum en við sérstök tilefni skelli ég mér í eighties-samfesting í anda Dynasty-þáttaraðarinnar.“

Ég tjái mig mikið í gegnum flíkurnar sem ég klæðist.

Flestar flíkur finnur Kitty í herradeildum en hún verslar jafnframt mikið á Netinu sem og á flóamörkuðum. Innblástur sækir hún til kvikmynda frá níunda áratugnum, hipphopp tónlistar tíunda áratugarins sem og japanskrar götutísku.

„Ég fell alltaf fyrir samstæðum buxum og bolum, grófu prenti og ljótum flíkum frá níunda og tíunda áratugunum. Allt sem Ardala, prinsessan í Buck Rogers, myndi klæðast en sömuleiðis glæpagengið í Superman 2. Nánast allt af því sem ratar í minn fataskáp eru flíkur sem flest fólk myndi álíta skrítið svo spurningin hvað það furðulegasta sem ég hef keypt á varla við í mínu tilfelli. Ætli það væri samt ekki túrkislitaði brúðarkjóllinn sem ég keypti líklega fjórum númerum of stóran.“

Aðspurð hvað sé efst á óskalistanum nefnir Kitty fyrst náttföt frá fatahönnuðinum Munda.

„Ég á rosalega stórt safn af náttfötum en er engu að síður alltaf á höttunum eftir fleirum. Annars vantar mig líka alltaf ullarföt fyrir vinnuna. Að starfa við kvikmyndagerð á Íslandi krefst þess að eiga ótæpilegt magn af hlýjum fötum. Uppáhaldsflíkin mín er einmitt ullarsamfestingur í yfirstærð eftir Munda. Við vorum mikið saman á árunum áður en hann flutti til Þýskalands en ég hafði augastað á þessum samfestingi í þó nokkurn tíma áður en hann varð minn. Ég var eins og Wayne með gítarinn í Waynes world-myndinni „it will be mine“ og á endanum gerðist það. Ég elska hann enda er hann ekki bara hlýr og þægilegur heldur sjúklega flottur.“

Þrátt fyrir að sambandið okkar hafi ekki gengið er þetta það rómantískasta sem ég hef upplifað og mér þykir alltaf vænt um þessa húfu.

„Þessi derhúfa er mér mjög kær, margir halda kannski að ég hafi látið búa hana til fyrir mig en nei. Ég kynntist fyrrverandi konunni minni í Bandaríkjunum en þegar hún kom í fyrsta skipti að heimsækja mig til Íslands var hún með þessa húfu á höfðinu. Þrátt fyrir að sambandið okkar hafi ekki gengið er þetta það rómantískasta sem ég hef upplifað og mér þykir alltaf vænt um þessa húfu. Hún átti sem sé húfuna en ég þreyttist ekki á að stela húfunni af henni svo á endanum varð hún mín.“

„Uppáhaldsfylgihluturinn minn eru þessir sérhönnuðu Converse-leðurskór. Ég hannaði þá frá grunni og lét lógóið vera matt en útkoman er nákvæmlega eins og mig dreymdi.“
„Síðasta flíkin sem ég keypti voru tveir samstæðir gallar sem ég lét búa til í Póllandi, annar með dalmatíuhunda-mynstri og hinn köflóttur í yfirstærð.“

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Segir listann yfir sigurvegara á Grammy vera tilbúning

|
|

Lista yfir sigurvegara á Grammy-verðlaunahátíðinni var lekið á mánudaginn en talsmaður Grammy-hátíðarinnar segir listann ekki koma frá þeim.

Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles þann 10. febrúar og ríkir mikil eftirvænting vegna hátíðarinnar í tónlistarheiminum. En á mánudaginn rataði listi yfir sigurvegara hátíðarinnar í fjölmiðla og fólk var ekki lengi að bregðast við því á samfélagsmiðlum. Margt fólk greindi frá því að það væri miður sín yfir að upplýsingunum hafi verið lekið.

Á þessum lista yfir sigurvegara kemur meðal annars fram að I Like It með Cardi B. verður valið lag ársins,  H.E.R. með H.E.R. verður valin plata ársins og Shallow með Lady Gaga verði valin smáskífa ársins.

Í upplýsingunum sem var lekið kemur fram að Cardi B. muni fá Grammy-verðlaun fyrir lagið sitt I Like It.

En nú hafa talsmenn Grammy-hátíðarinnar greint frá því að listinn sé eintómur uppspuni.

„Þetta er ekki rétt. Niðurstöðunum er ekki deilt, ekki einu sinni með starfsfólki Grammy-hátíðarinnar, fyrr en á hátíðinni sjálfri,“ sagði talsmaður Grammy-hátíðarinnar í samtali við CNN.

Svona lítur listi yfir tilnefningar í stærstu flokkunum út:

Plata ársins:

Invasion of Privacy – Cardi B
By the way, I forgive you – Brandi Carlile
Scorpion – Drake
Beerbongs and Bentleys – Post Malone
Dirty Computer – Janelle Monáe
Golden Hour – Kacey Musgraves
Black Panther – Kendrick Lamar
Smáskífa ársins:

I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay Balwin
The Joke – Brandi Carlile
This is America – Childish Gambino
God‘s Plan – Drake
Shallow – Lady Gaga & Bradley Cooper
All the Stars – Kendrick Lamar & SZA
Rockstar – Post Malone

Besti nýi listamaðurinn:

Chloe X Halle
Luke Combs
Greta van Fleet
H.E.R.
Dua Lipa
Margo Price
Bebe Rexha
Jorja Smith

Lag ársins:

All The Stars – Kendrick Duckworth, Mark Spears, Al Shuckburgh, Anthony Tiffith and Solana Rowe
Boo’d Up –  Larrance Dopson, Joelle James, Ella Mai, and Dijon McFarlane
God’s Plan – Aubrey Graham, Daveon Jackson, Brock Korsan, Ron Latour, Matthew Samuels and Noah Shebib.
In My Blood – Teddy Geiger, Scott Harris, Shawn Mendes and Geoffrey Warburton
The Joke – Brandi Carlile, Dave Cobb, Phil Hanseroth and Tim Hanseroth
The Middle – Sarah Aarons, Jordan K. Johnson, Stefan Johnson, Marcus Lomax, Kyle Trewartha, Michael Trewartha and Anton Zaslavski
Shallow – Lady Gaga, Mark Ronson, Anthony Rossomando and Andrew Wyatt
This Is America –  Donald Glover and Ludwig Göransson

Gætu átt von á að verða leiddar fyrir dóm

Fyrirsætan Kendall Jenner og fleiri fyrirsætur gætu átt von á að verða leiddar fyrir dóm sem vitni þar sem þær tóku þátt í að auglýsa mislukkuðu tónlistarhátíðina Fyre Festival sem fór um þúfur árið 2017.

Ásamt Kendall Jenner voru það fyrirsætur á borð við Emily Ratajkowski, Hailey Bieber og Bella Hadid sem tóku þátt í að auglýsa Fyre Festival tónlistarhátíðina á samfélagsmiðlum. Skömmu eftir að fyrirsæturnar auglýstu hátíðina höfðu 95% miðanna verið seldir. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Jenner er sögð hafa fengið greidda 250 þúsund dollara, um 30 milljónir íslenskra króna, fyrir að birta færslu á Instagram þar sem hún auglýsti Fyre Festival og er talið að hún hafi haft mikil áhrif á hversu vel miðasalan gekk.

https://www.youtube.com/watch?v=kkovBKfcSJ8

Þess má geta að einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar, Billy McFarland, var dæmdur í sex ára fangelsi í október fyrir svik í kringum Fyre Festival. Miðinn á hátíðina, sem halda átti á Bahama-eyjum, kostaði í kringum 1.200 til 100.000 Bandaríkjadali og átti að einkennast af miklum lúxus. En hætt var við hátíðina þegar í ljós kom að gestir hátíðarinnar höfðu verið sviknir illilega og skipulagið var algjört klúður.

Eins og gefur að skilja hefur þessi mislukkaða tónlistarhátíð vakið mikla athygli og tvær heimildarmyndir um hana komu nýverið út. Önnur er frá Netflix og hin frá Hulu.

Báðar myndirnar gefa innsýn inn í hversu mislukkað skipulagið var og hvernig ástandið á svæðinu varð þegar í ljós kom að hátíðinni hafði verið aflýst.

https://www.youtube.com/watch?v=j8lNWj5Atu0

Peter Jackson leikstýrir nýrri heimildarmynd um Bítlana

Leikstjórinn Peter Jackson mun sjá um að leikstýra nýrri heimildarmynd um Bítlana. Myndin fjallar um gerð seinustu plötu Bítlanna, Let It Be.

Peter Jackson tekst nú á við ansi stórt verkefni en hann vinnur með 55 klukkustundir af áður óséðu myndefni sem tekið var í upptökuveri árið 1969. Paul McCartney, Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison eru Jackson innan handar við gerð myndarinnar. Þetta kemur fram á vef Pitchfork.

Það var breski leikstjórinn og sjónvarpsmaðurinn Michael Lindsay-Hogg  sem tók myndefnið upp á sínum tíma fyrir heimildarmyndina Let It Be sem kom út árið 1970. Jackson mun vinna úr því myndefni sem Hogg notaði ekki í upprunalegu myndina.

Jackson vil meina að myndin gefi áhorfendum tækifæri til að „vera fluga á vegg í upptökuveri“ hjá Bítlunum og að myndin sé eins og tímavél sem flytji fólk aftur til ársins 1969.

Jackson er himinlifandi með þetta verkefni. „Að hafa skoðað þetta efni sem Michael Lindsay-Hogg tók 18 mánuðum áður en Bítlarnir hættu, þetta er einfaldlega ótrúleg söguleg fjársjóðskista.“

Platan Let It Be kom út í maí árið 1970, um einum mánuði eftir að Bítlarnir hættu. Platan var tólfta og síðasta platan sem hljómsveitin gaf út.

 

 

Mun færri plastflöskur á Alþingi

Þingmönnum og starfsfólki Alþingis hefur tekist að draga verulega úr notkun á einnota plastflöskum.

Í október í fyrra fékk Alþingi viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu.

Með innleiðingu á ákvenum aðgerðum í umhverfismálum hefur þingmönnum og starfsfólki Alþingis tekist að fækka plastflöskum um 2.500 árlega.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir meðal annars: „innkaup á sódavatni í einnota plastflöskum hafa dregist saman um 87%. Þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem Alþingi gaf þeim. Þessi aðgerð fækkar einnota plastflöskum um u.þ.b. 2.500 árlega.“

Þá hefur starfsfólki Alþingis tekist að draga verulega úr þeim fjölpósti sem berst í Alþingi.

„Í hverjum mánuði bárust um 40 kg af fjölpósti til Alþingis sem jafngildir um hálfu tonni af pappír árlega. Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember s.l. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“

Þá kemur einnig fram að starfsmenn og þingmenn hafi einnig tekið upp á því að hjóla og ganga í vinnuna í auknum mæli.

Mjúk lending framundan?

|
|

Það er óhætt að segja að margt sé í gangi í íslensku efnahagslífi núna í byrjun ársins 2019 og áhugavert verður að sjá hver þróunin verður næstu mánuði.

Í gær var kynnt spá um fjölda farþega sem fara munu um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Er gert fjöldinn muni dragast saman um nærri níu prósent. Fari úr nærri tíu milljónum farþega sem komu árið 2018 í tæplega níu milljónir á þessu ári.

Munar þar mest um fækkun á svokölluðum skiptifarþegum sem fljúga helst á milli Norður-Ameríku og Evrópu með millilendingu á Íslandi.  Haft var eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra í kvöldfréttum Rúv að þetta væri minni fækkun en margir hefðu búist við.

Eftir kröftugan vöxt hjá ferðaþjónustunni undanfarin ár virðist greinin því vera að ná vissu jafnvægi. Að sinni að minnsta kosti. Í uppfærðri þjóðhagsspá frá Íslandsbanka fyrir 2018-2020 sem kynnt var í lok síðustu viku var því spáð að hægja myndi á íslensku efnahagslífi núna 2019. Önnur uppsveifla væri svo væntanleg 2020. Hafa margir efast um þessa spá þar sem niðursveiflur standa yfirleitt lengur.

Í dag stendur ferðaþjónusta undir rúmlega 40% af útflutningstekjum Íslendinga á meðan sjávarútvegur og áliðnaður er nærri 35% til samans. Því horfa auðvitað margir til ferðaþjónustunnar og hverjar séu horfurnar þar. Í gær tóku hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian Air líka mikla dýfu.

Kristján Þórarinsson, ritstjóri Túrista, lét hafa eftir sér í gær að óvissan með farþegafjöldann til Íslands árið 2019 væri enn þá veruleg. Þá væri ekki enn komið í ljós endanlega hvernig aðkoma Indigo Partners verður að Wow air.

Því má spyrja sig hversu líklegt það sé að spá Isavia um farþegafjölda og spá Íslandsbanka um næsta góðæri árið 2020 muni rætast. 12 mánaða verðbólga mældist 3,4% í janúar. Mikil óvissa ríkir um hvernig kjarasamningar munu fara og hvaða áhrif það gæti haft á verðbólgu. Þá lækkaði kaupmáttur í fyrsta skipti af einhverju ráði nú í desember eða allt frá upphafi árs 2015.

Verður Íslandsbanki seldur á árinu?

Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði kynnti í síðustu viku 40 tillögur til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Áhugavert verður að sjá hvernig og hversu hratt verði hægt að vinna úr þessum tillögum og koma þeim í framkvæmd. Eftir miklar hækkanir á fasteignamarkaði hefur nú dregið vel úr hækkunum. Árið 2017 varð minnsta hækkun á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans. Þannig má nefna að íbúðaverð í miðbænum hefur lækkað undanfarna 12 mánuði.

Árið 2017 varð minnsta hækkun á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011.

Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku kynntu tíu opinberir aðilar fyrirhugaðar framkvæmdir upp á 128 milljarða króna á árinu 2019. Var það 49 milljarða króna hækkun frá útboðsþingi árið áður. Því virðast ríki og sveitarfélög ekki vera að hægja á.

Þá fjallaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvítbók á Alþingi í gær. Var haft eftir honum að best væri að setja fyrst fram áætlun um sölu Íslandsbanka áður en hugað yrði að sölu Landsbankann. Starfshópur sem vann hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi kynnti sem kunnugt er tillögur sínar í desember.

Því er óhætt að segja að margt sé í gangi í íslensku efnahagslífi þessa stundina og verður áhugavert að sjá hvernig málin þróast á næstu mánuðum.

Mynd / Isavia

Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík, svokallað Vogabyggð. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander.

Pálma­tré Karinar bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum í gær. Listaverkið kostar 140 milljónir. En hver er Karin Sander?

Karin Sander er fædd árið 1957. Hún býr og starfar í Berlín og Zurich,

Karin stundaði nám við Listaháskólann í Stuttgart.

Karin vinnur aðallega með skúlptúra, innsetningar og ljósmyndir.

Karin hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim, meðal annars í MOMA í New York, Guggenheim-safninu í New York, í Listasafni Reykjavíkur og í MOMA í San Francisco.

Hún hefur einnig haldið fjölda einkasýninga, meðal annars í Lehmbruck safnið í Duisburg og í Centro Galego á Spáni svo dæmi séu tekin.

Frá árinu 1999 til ársins 2007 starfaði hún sem prófessor við Weissensee School of Art í Berlín.

Karin hefur hlotið viðurkenningar og ýmis verðlaun fyrir verk sín, meðal annars Hans Thoma verðlaunin árið 2011.

Mynd af verki eftir Karin frá árinu 2012. Verkið heitir Kitchen Pieces og var m.a. sýnt í i8 Gallery í Reykjavík. Mynd/ karinsander.de

Myndir af eldri verkum Karinar má sjá á vef hennar.

Mynd / karinsander.de

„Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna“

Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi segir umræðuna um verk Karin Sander í kringum hann vera jákvæða. „Fólki sem ég þekki finnst þetta djarft og fallegt og óvænt.“

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander. Margt fólk hefur sterka skoðun á verkinu og ekki síður verði verksins en það kostar 140 milljónir.

Listaverk Karinar bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum í gær.

Í dóm­nefnd sátu Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar, Signý Páls­dótt­ir, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri menn­ing­ar­mála hjá Reykja­vík­ur­borg, Ólöf Nor­dal, mynd­list­armaður og pró­fess­or við Lista­há­skóla Íslands, og mynd­list­ar­mennirnir Bald­ur Geir Braga­son­ar og Ragn­hild­ur Stef­áns­dótt­ir. Í samtali við Mannlíf segir Hjálmar að niðurstaða dómnefndar hafi verið einróma.

Spurður út í hvernig umræðan í kringum pálmatréin leggst í hann og hvernig hún sé í kringum hann segir Hjálmar: „Umræðan um verk Karin Sander í kringum mig er jákvæð. Fólki sem ég þekki finnst þetta djarft og fallegt og óvænt. Þeir sem til þekkja vita líka að Karin Sander er stórt nafn í listaheiminum í dag. Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar.

Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum.

Held líka að einhverjir munu breyta um skoðun þegar þeir sjá hvernig er staðið að fjármögnun innviða í Vogabyggð.“

Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

Mynd / Skjáskot af RÚV

Eitrað samband

Lífsreynslusaga úr Vikunni:

Ég hef aldrei skilið hjónaband foreldra minna sérstaklega í ljósi þess að það varði í tuttugu og fimm ár. Þetta var eitrað samband þar sem báðir aðilar niðurlægðu hvorn annan og reyndu á allan máta að gera hinum lífið leitt. Hvað hélt þeim saman veit ég ekki en hitt veit ég að þessar aðstæður í uppvextinum höfðu vond áhrif á okkur öll systkinin.

Mamma tilkynnti öllum sem heyra vildu að þau pabbi hefðu ekki gifst af ást heldur vegna þess að hún varð ólétt af elstu systur minni. Pabbi var vanur að taka undir og segja að hann hefði haft vit á að forða sér ef hann hefði ekki fundið til ábyrgðar á barninu. Rifrildi þeirra hófst venjulega um leið og þau opnuðu augun á morgnana og stóð allar samverustundir þeirra þar til þau sofnuðu á kvöldin.

Mamma þoldi ekki venjur pabba. Við systkinin vöknuðum við það að hún öskraði á hann fyrir á pissa á klósettsetuna eða einhverjum dropum út fyrir. Hún var líka brjáluð yfir hvernig hann gekk um sturtuna. Sápan var ekki skoluð burtu, sjampóbrúsinn skilinn eftir opinn, glerið ekki þrifið og ekki hreinsað úr niðurfallinu.

Ekkert af þessu var rætt eða komið til skila af venjulegum raddstyrk. Allt var öskrað. Stundum fannst mér að pabbi gerði í því að æsa hana upp. Að hans gagnárás væri að leika sér að því að ganga verr um en hann þurfti og skilja viljandi allt eftir í óreiðu.

Ekkert gert á afmælinu

Við systkinin voru auðvitað vön þessum samskiptaaðferðum ef hægt er að flokka þetta undir samskipti því hvorugur aðilinn hlustaði á hinn og báðir öskruðu fremur en að tala. Við vorum hins vegar ekki gömul þegar við skildum hve óeðlilegt þetta var og vegna þess að foreldrar okkar gátu aldrei stillt sig um að rífast hættum við að koma með vini heim þegar bæði voru á staðnum. Ég sótti reyndar alltaf mest í að vera heima hjá bestu vinkonu minni.

Vegna þess að foreldrar okkar gátu aldrei stillt sig um að rífast hættum við að koma með vini heim þegar bæði voru á staðnum.

Þar ríkti allt annað andrúmsloft. Foreldrar hennar voru samhent og báru augljóslega mikla virðingu hvort fyrir öðru. Ég man hvað ég var hissa þegar ég varð vitni að því dag nokkurn að pabbi hennar kom heim með óvænta gjöf handa mömmu hennar. Ég spurði hvort hún ætti afmæli en svo var ekki. Pabba hennar langaði bara að sýna hve mikils hann mæti konu sína.

Ekki að ég væri vön því að pabbi hefði mikið við á afmæli mömmu. Hann færði henni aldrei neitt. Mamma hafði alltaf mikið við á afmælum okkar barnanna. Fór á fætur eldsnemma og bakaði amerískar pönnukökur, uppáhaldsmorgunverð okkar allra, svo tók hún til góðgæti á bakka og færði þeim sem átti afmæli og pakkinn var venjulega fallega umbúinn á honum. Ef gjöfin var stærri en svo að hann gæti rúmast þar var bundið fyrir augu okkar og við leidd að henni. Þannig var það þegar ég fékk hjólið mitt, dúkkuhúsið og skrifborðið.

Hún færði pabba alltaf morgunmat í rúmið á afmælisdaginn hans en hún hafði ekki lag á að velja gjafir handa honum. Sennilega þekkti hún pabba bara ekki nóg. Hann var mikill veiðimaður og fótboltafrík en mamma færði honum oft heimilistæki eða smíðatól. Líklega vegna þess að hún hafði áhuga á slíku, enda var hann vanur að rétta henni gjöfina og segja: „Fínt, þú getur notað þetta.“ Hann hafði hins vegar aldrei fyrir því að gera neitt fyrir hana.

Ég veit að mamma var oft sár og ég man eftir einum afmælisdegi þegar hún grét inni í rúmi. Hún reyndi að leyna því fyrir okkur en ég vissi af því og systir mín líka. Mjög erfitt ástand hafði verið á heimilinu í nokkurn tíma áður en dagurinn hennar rann upp og ég held að hún hafi vonast til að pabbi gerði eitthvað til að reyna að bæta hlutina en svo var ekki.

Framhjáhald og skilnaður

Svona liðu árin og við systkinin fluttum að heiman eins fljótt og við gátum. Ég var sautján ára þegar ég fór að leigja með vinkonu minni sem einnig bjó við erfiðar heimilisaðstæður. Ég var þó það heppin að engin óregla var á mínu heimili en stöðug togstreita, leiðindi og óánægja. Mamma var kattþrifin og þoldi illa óhreinindi, pabbi var kærulaus og hirðulaus um flest annað en sjálfan sig. Hann var ævinlega mjög hreinn og strokinn og passaði vel upp á fötin sín en gekk um heimilið eins og það væri útihús.

Pabbi talaði alltaf niður til mömmu. Það var augljóst að honum fannst ekki mikið til hennar eða fjölskyldu hennar koma. Hann kallaði bræður hennar smurolíupjakka vegna þess að þeir unnu við véla- og bílaviðgerðir. Mamma var mjög listræn og saumaði, málaði og föndraði alls konar fallega muni.

Að hans mati var það algjör tímasóun og ekki mikið varið í neitt af því sem hún gerði. Eiginkona bróður hans var hins vegar listmálari og fyrir henni bar hann ómælda virðingu og allt sem hún gerði lofaði hann í hástert. Þegar við vorum yngri og litlir peningar til á heimilinu bjó mamma til allar jólagjafir. Pabbi kallaði þær drasl og kvartaði yfir að miklir peningar færu í efniskaup. Mamma benti honum á að mun dýrara væri að kaupa gjafir og þá sljákkaði aðeins í honum. Þegar pakkarnir voru opnaðir kom í ljós að mágkona pabba hafði gert það sama og mamma, búið allt til og nú átti pabbi ekki orð yfir hve flott það væri. Okkur fannst dótið hennar mömmu þó mun flottara og skemmtilegra.

Þegar við vorum yngri og litlir peningar til á heimilinu bjó mamma til allar jólagjafir. Pabbi kallaði þær drasl og kvartaði yfir að miklir peningar færu í efniskaup.

Ég veit að þetta særði mömmu mikið en hún var ekki skárri gagnvart pabba. Amma mín hafði ekki tekið sambandi þeirra vel þegar það byrjaði og mamma talaði alltaf mjög illa um hana. Hún sagði öllum að tengdamóðir sín hefði tekið illa á móti sér og frá fyrstu tíð gert lítið úr sér. Föðurfólk mitt var upp til hópa langskólagengið en hefð var fyrir iðnnámi í mömmu fjölskyldu, enda þar mjög margir dverghagir einstaklingar. Móðurafi minn var bifvélavirki og tveir synir hans fetuðu í þau fótspor.

Systir mömmu var hárgreiðslukona og klæðskeramenntuð í ofanálag en mamma var húsmæðraskólagengin og hafði auk þess lært tækniteiknun. Það fag varð fljótt úrelt og mamma fór þá að vinna hjá innréttingabúð. Þar komu hæfileikar hennar að góðum notum og iðulega teiknaði hún upp fyrir fólk innréttingar og hjálpaði því að hanna rýmin í íbúð sinni.

Uppgjör

Mömmu og föðurafa mínum kom mjög vel saman og þegar hann dó snögglega þegar ég var nítján ára var eins og eitthvað brotnaði í fjölskyldunni. Hann hafði alltaf verið bandamaður mömmu og staðið með henni í mörgum deilum. Ég veit að systkinum pabba fannst hún leiðinleg gribba og töldu pabba of góðan fyrir hana. Að mínu mati var það alrangt. Pabbi hafði vissulega sína kosti en mamma var ekki síðri en hann og bæði gerðu sitt til að skapa og viðhalda darraðardansinum á heimilinu.

Auðvitað dróst öll stórfjölskyldan beggja megin smátt og smátt inn í þetta og stundum lá við slagsmálum milli pabba og bræðra mömmu og iðulega talaði mamma ekki við helminginn af fjölskyldu pabba.

Við systkinin tölum oft um að við lærðum aldrei almennileg samskipti.

Samband mömmu og pabba entist í þrjú ár eftir að afi dó. Þá komst mamma að því að hann hafði haldið við aðra konu árum saman og rak hann á dyr. Síðan þá hefur hún unnið mikið í sínum málum og er á góðum stað í dag. Pabbi býr með viðhaldinu og er hamingjusamur. Við systkinin tölum oft um að við lærðum aldrei almennileg samskipti. Það hefur tekið okkur mörg ár að átta okkur á að ef þú vilt að aðrir hlusti öskrar þú ekki, ef þú vilt eiga í gefandi samskiptum gefur þú af þér og gefur eftir í stað þess að niðurlægja.

Ég lærði þetta áður en illa fór hjá mér en eldri systir mín segir að hefði hún áttað sig fyrr væri hún enn í hjónabandi með fyrri manni sínum. Bróðir minn er nýskilinn og er að vinna með sálfræðingi í að gera upp æskuna og eigin vanþekkingu á heilbrigðum samböndum.

„Ef eitthvað glitrar í búðarglugganum er ég mætt inn“

Hanna Rún Bazev Óladóttir lærði ung að meta glimmer og glamúr en hún hefur stundað dans og starfað sem dansari í tuttugu og fjögur ár. Við fengum að skyggnast inn í glæsilegan fataskáp Hönnur Rúnar

Hanna Rún er gift  Nikita Bazev og saman eiga þau soninn Vladimir Óla Bazev, 4 ára, en Hanna Rún var einmitt 4 ára þegar hún mætti á sína fyrstu dansæfingu.

„Dansinum fylgir mikið glimmer og glamúr, svo ég var mjög ung farin að elska allt sem glitraði og glansaði. Foreldrar mínir eiga einnig skartgripaverslunina Gullsmiðju Óla sem ég var mikið í þegar ég var lítil stelpa og er mikið í enn þá í dag. Ég ólst því upp í mjög fallegu umhverfi og elska allt sem glitrar. Mig dreymir til að mynda um að eignast kristalssófa en ég er að vísu byrjuð að steina bekk með kristölum svo sú ósk er hægt og rólega að rætast.“

Hanna Rún segist sækja innblástur hvar sem hún er þá stundina þó að hún sé mest í því að skapa sitt eigið.

„Mér finnst gaman að skoða Pinterest en ég bý líka mikið til sjálf. Mér finnst gaman að vera pínulítið öðruvísi og þá kemur sér vel að búa til sitt eigið hvort sem það eru skór eða eitthvað fyrir heimilið. Ég fell langoftast fyrir öllu sem glitrar og ef eitthvað glitrar í búðarglugganum fer ég inn. Það er annars misjafnt hvað ég heillast af, það fer eftir skapinu og getur flakkað frá því að vera svartur elegant þröngur rúllukragakjóll einn daginn yfir í rifnar ljósar gallabuxur.

Annars finnst mér mjög gott að ganga á hælum svo ég yrði alltaf að eiga hælaskó líka.

Annars finnst mér langskemmtilegast að kaupa peysur og eyrnalokka, en auðvitað er ekkert leiðinlegt heldur að kaupa skó, kjóla og töskur. Að mínu mati er stór kósí peysa skyldueign í alla fataskápa, þær klikka ekki. Annars finnst mér mjög gott að ganga á hælum svo ég yrði alltaf að eiga hælaskó líka. Ég á mér enga uppáhalds búð en finnst alltaf gaman að kíkja í Zara. Ég finn mjög oft eitthvað fallegt þar en ég er líka dugleg að kíkja inn í allskonar verslanir og kaupi það sem heillar mig, sama hvað búðin heitir.“

Þegar talið berst að furðulegustu kaupunum segir Hanna Rún þau hafa verið fjöldamörg.

„Ég gæti eflaust skrifað margar blaðsíður um furðulegustu kaupin því ég á það til að kaupa föt sem ég veit að ég mun aldrei nota en kaupi þau bara af því þau eru svo falleg. Svo á ég þau bara. Ég keypti mér einu sinni alveg hrikalega ljótan pallíettujakka í London, hann var svo ljótur að hann varð eiginlega flottur. Ég mun sennilega aldrei nota hann en ég varð samt að eignast hann. Það sama á við um pallíettunærbuxurnar sem ég keypti í Kaupmannahöfn, við skulum ekkert fara nánar út í þann hrylling. Svo keypti ég barnabol handa sjálfri mér, hann var auðvitað allt of lítill en hann var svo fallegur að ég varð að eignast hann. Ég held það sé best að stoppa bara hér,“ segir Hanna Rún að lokum og hlær.

„Uppáhaldsfylgihluturinn minn er þessi gullhringur. Pabbi smíðaði þennan 14 karata gullhring með þremur demöntum en þeir tákna mig, manninn minn og son okkar. Pabbi bankaði upp einn sunnudagsmorguninn með rósir, morgunmat og þennan hring og færði mér að gjöf. Ég hef ekki tekið hringinn af mér síðan ég fékk hann. Þessi hringur er mjög táknrænn fyrir mig og mér þykir mjög vænt um hann.“
„Mér þykir mjög vænt um þessa swarovksi-kristalsskó, því þetta eru með fyrstu skónum sem ég steinaði. Ég hef síðan ekki töluna hvað ég hef steinað marga skó í dag en þessa steinaði ég með Eygló Mjöll, litlu systur minni, við eldhúsborðið í Danmörku þegar ég bjó þar 17 ára gömul. Við sátum í marga klukkutíma að steina skóna.“
„Ég elska svarta pelsinn minn, ég nota hann mjög mikið en fjölskylda mannsins mína gaf mér hann í nýársgjöf þegar ég gekk með son okkar.“

Myndir / Unnur Magna

Svona kemur þú í veg fyrir að ökumaður noti síma undir stýri

Símanotkun ökumanna er stórt vandamál en getur verið að Samgöngustofa Nýja-Sjálands hafi fundið lausn á vandanum?

Flestir hafa freistast til að skoða og tala í símann sinn undir stýri. Í gegnum tíðina hafa þá ýmsar herferðir gegn símanotkun undir stýri verið settar á laggirnar þar sem fólk er hvatt til að láta símann í friði á meðan verið er að keyra. En erfitt virðist vera að útrýma vandamálinu algjörlega.

Samgöngustofa Nýja-Sjálands hefur nú lagt sitt af mörkum og gefur skothelt ráð í nýrri auglýsingu. Í auglýsingunni eru ferþegar einfaldlega hvattir til að taka mjúklega og vandræðalega í höndina á ökumönnum sem teygja sig eftir símanum. Svo einfalt er það.

Auglýsinguna, sem hefur vakið mikla athygli, má sjá hér að neðan.

Fullyrðir að hún sé einhleyp

Celine Dion segir manninn, sem margir hafa talið vera kærasta hennar, vera vin sinn.

Söngkonan Celine Dion fullyrðir að hún sé einhleyp og að maðurinn sem hún hefur sést mikið með undanfarið sé besti vinur hennar. Maðurinn sem um ræðir er 34 ára dansari að nafni Pepe Munoz.

Dion missti eiginmann sinn, Rene Angélil, árið 2016 og hefur hún síðan þá varið miklum tíma með Munoz.

„Við erum vinir, við erum bestu vinir. Auðvitað föðmumst við og leiðumst þegar við förum út, og fólk sér það. Ég meina, hann er herramaður,“ sagði Dion í viðtali við The Sun. Aðspurð hvort að hún sé einhleyp sagði hún: „já, ég er það.“

Dion sagði þá að það truflaði hana ekki að fólk héldi að hún og Munoz ættu í ástarsambandi. „Mér er alveg sama vegna þess að hann er myndarlegur og besti vinur minn.“

Þess má geta að Munoz er margt til lista lagt því til viðbótar við að vera góður dansari er hann líka hæfileikaríkur tískuteiknari eins og sjá má á myndum sem hann birtir á Instagram.

Dorrit hefur kvatt Sám í hinsta sinn

|
|

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, þurfti að kveðja hundinn sinn í hinsta sinn í dag.

Sámur, hundur Dorritar Moussaieff og Ólaf­s Ragnars Grímssonar, er dauður. Sámur varð 11 ára gamall. Það var Ólafur sem gaf Dorrit Sám um sumarið 2008. Hann var blanda af íslenskum og þýskum hundi.

Sámur vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar Ólafur greindi frá því í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 að Dorrit hefði látið taka sýni úr Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Það er því ljóst að Sámur var í miklu uppáhaldi hjá Dorrit.

Dorrit greindi frá því á Instagram fyrr í dag að hún hefði þurft að kveðja þennan góða vin sinn. Þá hefur Dorrir birt nokkrar myndir af Sámi á Instagram í dag.

Sjá einnig: Nokkrar staðreyndir um hund Dorritar

Skjáskot af Instagram.

„Gott að vita að maður er ekki einn“

Í desember stofnaði hin 22 ára Arnrún Bergljótardóttir Instagram-síðuna Undir Yfirborðinu og birtir þar viðtöl sem hún tekur við fólk á aldrinum 16-25 ára um andleg veikindi. Á skömmum tíma hefur síðan vakið töluverða athygli.

Arnrún segir hugmyndina að síðunni Undir Yfirborðinu hafa kviknað eftir að hún sjálf leitaði sér aðstoðar vegna þunglyndis og fann hamingjuna á ný.

„Ég var búin að vera þunglynd í um það bil fimm mánuði þegar ég ákvað að leita mér hjálpar hjá Píeta samtökunum, sem er forvarnarstarf gegn sjálfsvígum. Ég byrjaði einnig í hópmeðferð hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis sem ég varð fyrir verslunarmannahelgina árið 2015. Ég fór í veikindaleyfi úr vinnu og bjó til mitt eigið endurhæfingaprógram sem gjörsamlega bjargaði andlega ástandinu mínu,“ útskýrir Arnrún.

„Hægt og rólega fann ég að hamingjan var að blossa upp á ný, mér byrjaði að líða eins og ég vildi upplifa annan dag. En þá byrjaði ég að hugsa til þeirra sem eru enn þá á sama stað og ég var á. Ég velti því fyrir mér hvernig ég gæti leyft þeim að finna að þau eru ekki ein í þessari andlegu baráttu. Ég byrjaði að taka viðtöl við ungt fólk sem ég vissi að höfðu gengið í gegnum andlega erfiðleika. Hægt og rólega fóru fleiri að hafa samband við mig sem vildu koma í viðtal og núna eru um það bil 200 manns á biðlista og þeim fjölgar með degi hverjum,“ segir Arnrún. Hún bendir áhugasömum að skoða Instagram-síðuna og viðtölin sem þar eru að finna, @undir_yfirbordinu.

Hægt og rólega fann ég að hamingjan var að blossa upp á ný, mér byrjaði að líða eins og ég vildi upplifa annan dag.

„Með síðunni langar mig að fræða fólk um mismunandi upplifun ungs fólks af geðsjúkdómum og andlegum kvillum,“ segir Arnrún sem vonar þá að verkefnið muni draga úr fordómum fólks.

Arnrún segir viðtökurnar hafa verið afar góðar og að fólk hafi greinilega áhuga á málefninu. „Fólk er að hvetja mig áfram með því að segja mér að viðtölin og umræðan hefur hjálpað þeim. Um daginn sendi ókunnugur strákur mér skilaboð þar sem hann talaði um að honum fannst Undir Yfirborðinu vera „besta Instagram síða sem hefur verið stofnuð hingað til“. Það hvatti mig alveg rosalega, því ég á það til að detta niður sjálf og líður eins og þetta hjálpi engum en það er fólk eins og hann sem lætur mig trúa öðru.“

Skammaðist sín fyrir kvíðaröskunina

Að mati Arnrúnar vantar upp á fræðslu og upplýsingaflæði til ungs fólks um geðsjúkdóma og einnig starfsemi heilans.

„Heilinn stjórnar öllu, hann bregst við áföllum án þess að við höfum eitthvað um það að segja en samt sem áður höfum við lært mjög takmarkað um hann. Ef ég hefði fengið fræðslu á sínum tíma um kvíðaröskun þá hefði ég ekki falið einkennin mín í fjögur ár, logið að öllum að kvíðalyfin mín væru verkjalyf og sagt að ég væri að fara til læknis þegar ég var í rauninni að fara til sálfræðings í áfallahjálp.“

Það kom mér smávegis á óvart hvað öllum hefur liðið vel í viðtölunum hingað til.

Núna hefur Arnrún tekið viðtöl við um 40 einstaklinga og birt hluta þeirra. Spurð út í hvort það hafi gengið vel að finna viðmælendur og fá þá til að tjá sig segir Arnrún: „Ég hef ekki orðið vör við að viðmælendurnir eigi erfitt með að tjá sig fyrir framan myndavélina, ég vil trúa því að það sé vegna þess að þau eru búin að vera að bíða eftir að fá að segja sína sögu, að einhverjum þykir vænt um þeirra batasögu. Það kom mér smávegis á óvart hvað öllum hefur liðið vel í viðtölunum hingað til. Ég held að ég passa mig nefnilega á að láta þeim líða eins og þau séu ekki ein og minni þau á að ekkert sem þau segja mun koma mér á óvart eða í ójafnvægi.“

Arnrún kveðst vera þakklát fyrir allt það fólk sem er tilbúið að leggja verkefninu lið og koma í viðtal til hennar. „Ég hef fengið að kynnast ótrúlega sterkum einstaklingum. Það hljómar kannski skringilega en mér þykir vænt um alla sem hafa komið til mín í viðtal.“

Síðan Arnrún setti verkefnið á laggirnar í desember hefur margt fólk haft samband við hana og tjáð henni að viðtölin sem hún tekur á birtir á Instagram hafi hjálpað sér. „Það er gott að vita að maður er ekki einn, sama hvað.“

https://www.instagram.com/p/Brg2bnOhLhl/

Skandinavískur bóhemstíll heima hjá Linneu

Í hádeginu á rólegum og björtum miðvikudegi banka blaðamaður og ljósmyndari upp á í fallegu raðhúsi í Fossvoginum. Til dyra kemur hin glæsilega Linnea, en hér býr hún ásamt fótboltamanninum Gunnari Þór og börnum þeirra, þeim Þóru og tvíburunum Viðari og Elvari. „Ég er fegin að þið eruð örlítið sein, en ég náði að skjótast í sturtu á meðan!“ segir Linnea, nýböðuð og fersk.

Húsið er byggt árið 1970, er rúmir 220 fermetrar að stærð, það stendur á tveimur hæðum og er á pöllum eins og svo mörg hús frá þessum tíma og þá sér í lagi í þessu hverfi. Á efri hæð hússins er forstofa, eldhús, gestabaðherbergi ásamt samliggjandi stofu og borðstofu og á þeirri neðri er vinnurými með beint aðgengi út í garð, svefnherbergin, baðherbergi og þvottaherbergi.

Hvernig líkar ykkur hérna í Fossvoginum? „Við höfum búið hér í hverfinu síðan dóttir okkar fæddist, en áður bjuggum við í íbúð í grenndinni og fluttum í þetta hús fyrir einu og hálfu ári. Gunnar ólst upp hér í hverfinu og foreldrar hans búa rétt hjá – svo staðsetningin er mjög góð fyrir okkur og krakkarnir elska að vera hér! En ég held að það sé fullt af öðrum æðislegum hverfum, eins og til dæmis Mosfellsbærinn, en þar gætir þú fengið nýtt hús með betra útsýni á svipuðu verði.“ Linnea bætir einnig við að veðrið sé oft mjög gott í Fossvogsdalnum og það sé auðvitað mikill plús.

Húsráðandi segir frá húsinu og talar um að allflestir hlutir hafi verið komnir á tíma og þurft á lagfæringu að halda þegar þau tóku við því. „Við lýstum gólfið og máluðum panelinn í loftunum, við reyndum að nýta það sem fyrir var eins og við gátum. Handriðið í stiganum létum við hækka og pólýhúða, ásamt því fjarlægja úr því mynstur sem var á milli rimlanna í stað þess að kaupa bara nýtt.“

Hún bætir því við að nokkrir veggir hafi fengið að fjúka til að opna rýmið, en áður var húsið töluvert niðurhólfað. „Uppáhaldsherbergið mitt er herbergi strákanna, það er svo notalegt – mér finnst það rými hafa lukkast mjög vel.“ Hún bætir við að með því að mála veggina upp til hálfs í barnaherbergjunum geti maður látið rýmið virðast stærra og opnara en það er í raun.

Okkur fannst betra að kaupa eitthvað sem ekki hafði verið endurgert.

En hvað ætli það hafi verið sem heillaði við þetta tiltekna hús? „Ég held við höfum skoðað tíu hús, okkur fannst þau of hátt verðlögð en við fengum þetta hús á flottu verði. Öll hin húsin sem við skoðuðum höfðu verið tekin í gegn nokkuð nýlega, en ekki eins og við hefðum gert sjálf. Okkur fannst betra að kaupa eitthvað sem ekki hafði verið endurgert, á lægra verði, og fá að gera það algjörlega eftir okkar höfði.“

Eru einhverjar frekari framkvæmdir í kortunum? „Já, á næsta ári langar okkur að taka eldhúsið og baðið í gegn … og jú, garðinn líka!“ segir Linnea. Það er auðvitað alltaf nóg að gera þegar maður flytur og þá sérstaklega inn í eldra hús sem þarf örlitla ást og alúð.

Dugleg að ganga í öll verk

Stíll heimilisins er í grunninn léttur og skandinavískur, sem kemur ekki á óvart enda er Linnea ættuð frá Svíþjóð. Það má sjá mikið af tré, basti og náttúrulegum efnum í bland við grænar plöntur og vel úthugsaða litatóna, þar sem grænn, bleikur og grár eru áberandi.

Ég er ansi lunkin í því að finna fallega hluti sem kosta lítið.

Hefur þú alltaf haft áhuga á innanhússhönnun? „Mamma mín er innanhússarkitekt, svo ég hef alist upp við þetta og hef líklega fengið mikið af áhuganum frá henni.“

Linnea segist vera dugleg að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið þegar hún ferðast utan landsteinanna, enda sé svo gaman að eiga slíka minjagripi.

„Ég er ansi lunkin í því að finna fallega hluti sem kosta lítið og er dugleg að fara bæði á flóamarkaði og finna gersemar í verslunum eins og Bauhaus – ódýrari hluti sem eru samt sem áður vandaðir. Ég er stolt að segja fólki frá því að ég hafi gert góð kaup“! Hún segist vera dugleg að fara eigin leiðir til að ná fram þeim stíl sem hún vill hafa á heimilinu og nefnir meðal annars mottuna í stofunni, en hún einfaldlega pantaði teppi ætlað á stigaganga í fjölbýli sem búið var að skera í þá stærð sem hentaði.

Gráa mottan í stofunni er úr Parket og gólf og púðarnir frá bisou.is

Hvernig gengur að hafa svona hvítan sófa með þrjú börn?

„Hah, þú sérð kannski litamismuninn á sófapullunum og restinni af áklæðinu? Það er búið að þvo þær mjög oft, en fyrir nokkrum dögum máluðu strákarnir mínir einmitt á einn púðann! Það þarf allt að vera veggfast hérna heima, en átján mánaða tvíburastrákarnir mínir eru gjörsamlega út um allt og í öllu!“ segir Linnea og skellir upp úr. Í stofunni hangir fallegt og litríkt málverk sem Linnea fékk í þrítugsafmælisgjöf frá Gunnari, en hann keypti það á uppboði í Gallerí Fold.

„Málverkið er af Þingvöllum en er ekki alveg þessi hefbundna litapalletta, það er málað á svipuðum tíma og húsið er byggt svo það passar vel hér inn.“

Við rekum augun í glæsilegt borðstofuborðið og forvitnumst aðeins um það. „Ég er mjög stolt af borðinu, en við bjuggum það til sjálf og völdum okkur hnotu í stíl við gluggasyllurnar og eldhúsbekkinn. Við keyptum viðinn í Efnissölunni sem við svo pússuðum og olíubárum og létum síðan smíða lappir undir það í stálsmiðju. Ef ég get gert eitthvað sjálf kýs ég það alltaf fram yfir að borga iðnaðarmanni fyrir það. Við Gunnar filmuðum til dæmis allt eldhúsið svart í gær og náðum að klára það á einum degi!“ Það má með sanni segja að þau Linnea og Gunnar séu hörkudugleg en það er ekki á allra færi að gera upp heilt hús, ásamt því að reka verslun og ala upp þrjú ung börn á sama tíma!

Ef ég get gert eitthvað sjálf kýs ég það alltaf fram yfir að borga iðnaðarmanni fyrir það.

Petit og Bisou

Linnea hefur starfrækt barnaverslunina Petit í rúm fimm ár, verslunin hefur vaxið hratt og örugglega og í dag starfa þar fimm manns í fullu starfi. Ævintýrið hófst þegar Linnea var ólétt að dóttur sinni og fluttist til Íslands, en hún starfaði áður sem markaðsstjóri Volvo í Svíþjóð.

Himnasængin og flestöll leikföngin í herbergi Þóru, dóttur Linneu, fást í verslun Linneu, Petit.

Þegar hingað var komið stefndi hún á starf á svipuðum vettvangi, en segist hafa komið að lokuðum dyrum – enda stutt síðan efnahagskreppan gekk yfir. Hún tók þá ákvörðun um að skapa sína eigin atvinnu og opnaði vefverslunina Petit, með áherslu á lífrænar og vandaðar barnavörur. Verslunin er í dag til húsa í Ármúla 23 og segir Linnea reksturinn ganga vel, það sé alltaf brjálað að gera enda er þessi flotta kona greinilega með mörg járn í eldinum. Nú í nóvember opnaði Linnea einmitt nýja vefverslun sem ber nafnið Bisou, þar sem seldir eru fallegir munir fyrir heimilið ásamt fatnaði og húðvörum.

„Bisou er fyrir nútímakonur sem hafa lítinn tíma til að versla að degi til, en hafa frekar tíma á kvöldin þegar húsið er komið í ró og „ég-tíminn“ hefst,“ segir Linnea.

Við kveðjum hina athafnasömu og jarðtendgu Linneu að sinni og þökkum fyrir kaffisopann og hlýlegar mótttökurnar.

Ljósmyndir / Hallur Karlsson

 

     

Raddir