Mánudagur 6. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ugla segir kynjaumræðu á villigötum – Ekki öll svona eða hinsegin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður samtakanna Trans Ísland, gagnrýnir harðlega stofnun nýs félags á Íslandi, LGB teymisins. Hán segir félagið sækja fyrirmynd til breskra samtaka, LGB Alliance, sem beiti sér gegn réttindum trans fólks.

Nú taka samt sem áður einhverjir undir með LGB Alliance og skoðanasystkinum þeirra, þó ekki nema að því leyti að þeim finnst umræðan um málefni hinsegin fólks komin út í tóma vitleysu. Sumir segjast vera orðnir ringlaðir á öllum þessu nýju hugtökum, hán, kynsegin og þar fram eftir götum og að „þið“ verðið raunverulega ekki í rónni fyrr en allri umræðu um „lífræðilegu kynin“ karl og kona hafi verið eytt. Hvað segir Ugla við því, skilur hán hvað átt er við?

„Í mínum huga snýst þetta aldrei um að fólk þurfi að kunna skil á öllum hugtökum eða geta lesið upp einhverjar orðabókaskilgreiningar,“ svarar hán af stillingu. „Auðvitað snýst þetta bara um gagnkvæma virðingu og að við getum tekið fólki eins og það er.

Ég skil alveg að það getur verið svolítið yfirþyrmandi að vera óviss um hvernig á að nota hugtök eða hvaða fornöfn á að nota, en á móti geturðu reynt að ímynda þér hvernig er að vera trans og mæta fordómum, mismunun og skilningsleysi sem enn er við lýði í samfélaginu.

Það allra minnsta sem við getum gert er að leggja okkur aðeins fram og reyna okkar besta að nota rétt hugtök og fornöfn. Það kostar okkur ekkert, en getur virkilega haft mjög jákvæð áhrif á fólkið í kringum okkur. Þetta er ekki það flókið ef við bara tökum okkur aðeins tíma og setjumst niður og hugsum um þetta.“

„Auðvitað snýst þetta bara um gagnkvæma virðingu og að við getum tekið fólki eins og það er.“

Ugla segir að gagnstætt því sem einnhverjir kunni að telja sé flest trans fólk yfirleitt til í að ræða þessi mál á jafningagrundvelli. „Trans fólk veit strax hvort fólk er að spyrja af einlægni eða ekki. Ef þú gerir mistök þá er það ekkert mál. Þá er einfaldast og best að biðjast bara afsökunar og gera betur næst.

- Auglýsing -

Trans fólk er meðvitað um að þetta getur verið svolítið snúið, en ég held að við verðum öll að gera okkar besta og leggja okkur fram að koma fram við annað fólk af virðingu. Það þýðir að við þurfum kannski aðeins að hugsa áður en við notum fornöfn eða nöfn til að byrja með, en þetta kemur allt saman mjög fljótt. Við þurfum bara að reyna,“ segir hán og brosir.

Alls ekki á móti hugtökunum karl og kona

Ugla segir marmiðið síðan aldrei hafa verið að afmá líffræðilegt kyn fólks eða umræðuna um það enda sé trans fólk eflaust mun meðvitaðra um sín líkamlegu einkenni en annað fólk, sérstaklega þegar kemur að kyni.

- Auglýsing -

Trans fólk vilji hinsvegar vekja athygli á því að kyn, hvort sem rætt er um það á félagslegum eða líffræðilegum nótum, sé mun flóknara en svo að allar konur séu svona og að allir karlar séu hinsegin.

Trans fólk vilji einfaldlega fá að vera hluti af umræðu sem snerti það, en ekki útilokað frá þeirri umræðu.

Mynd / Sharon Kilgannon / Instagram

Lestu viðtalið við Uglu í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -