Fimmtudagur 9. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Arnar: „Virðist sem þrýstihópi kynskiptinga verði ekki að ósk sinni að vista mig á Hólmsheiðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fellt niður mál gegn sálfræðingnum Arnari Sverrissyni, vegna meintrar hatursorðræðu.

Mannlíf sagði frá því í sumar að Arnar var kærður vegna greinar sem hann ritaði um kynskipti. Birtist greinin á Vísi þann 11. ágúst fyrir rúmum tveimur árum, undir yfirskriftinni: Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki.

Arnar tjáir sig um lögreglurannsóknina á sér:

„Svo virðist sem ríkissaksóknara og þrýstihópi kynskiptinga verði ekki að þeirri ósk sinni að vista mig á Hólmsheiðinni og hafa af mér sektarfé, því mér barst í fyrradag svofellt bréf frá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu:

„Efni: Mál nr. 007-2020-047815 Kæruliður. … Ráðist á mann eða hóp manna með rógi, smánun, ógnun eða öðrum hætti vegna litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar Internetið – veraldarvefurinn 11.08.2020 00:00 Ráðist á mann eða hóp manna með rógi, smánun, ógnun eða öðrum hætti vegna litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar Internetið – veraldarvefurinn 18.08.2020 00:00 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur haft ofangreint mál til rannsóknar. Rannsókn málsins er nú lokið og hafa rannsóknargögn verið yfirfarin með hliðsjón af 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Það sem fram hefur komið við rannsókn málsins þykir ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis, sbr. nefnda 145. gr. Málið er því fellt niður. Heimilt er að bera ákvörðunina undir embætti ríkissaksóknara innan mánaðar frá dagsetningu tilkynningar þessarar, sbr. 2. mgr. 147. gr. laga nr. 88/2008. Þá er lögreglu skylt, ef þess er óskað, að rökstyðja í stuttu máli ákvörðunina, sbr. 1. mgr. 147. gr. sömu laga.“

„Kynbrenglun eða kynval birtist hér í nýrri mynd. Talað er um „sakfelli“ rétt eins og horfelli. Í minni sveit lék sakfelling mönnum á tungu.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -