Sunnudagur 25. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Fjölmiðlafólk hraunar yfir hvert annað á Facebook: „Líf mitt strax orðið hamingjuríkara“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stefán Pálsson sagnfræðingur virðist vera kominn með alveg nóg af þeim sem hann kallar Covid-samsæriskenningarliðið hér á landi. Hann segir að sá þjóðfélagshópur hafi tekið yfir hópa á Facebook og eyðilegt þá.

Þessu lýsir Stefán yfir í færslu á Facebook og tekur þar nýlegt dæmi af hópi á samskiptamiðlinum sem hann yfirgaf vegna samsæriskenningarliðsins. „Gafst endanlega upp á Fjölmiðlanördahópnum eftir að Covid-samsæriskenningaliðið tók hann endanlega yfir. Líf mitt er strax orðið hamingjuríkara og merkingarbærara,“ segir Stefán.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er sömu skoðunnar. „Það er lögmál að allir svona hópar úrkynjast að lokum. Ég hætti í hópnum Bandarísk stjórnmál og held að Fjölmiðlanördarnir fari sömu leið núna,“ segir Egill.

Það er Erna Ýr Öldurdóttir fjölmiðlakona ekki því hún fagnar fjölbreytileikanum í umræðuhópum Faceook. Hún er þekkt fyrir að vera talmaður gegn hörðum sóttvarnaraðgerðum. „Vá, er allt í einu orðið rými fyrir skoðanaskipti þarna inni? Fjölmiðlar á Íslandi eru svo lélegir að það hlýtur að vera einhverskonar bilun að hafa áhuga á þeim,“ segir Erna Ýr og fullyrðir jafnframt að íslenskir fjölmiðlar óttist kínversk stjórnvöld. Þess vegna hafi þeir ekki birt fréttir af hvarfi kínverska auðmannsins Jack Ma, stofnanda Alibaba.

Því svarar Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður á RÚV: „Ég hugsa bara að miðlarnir þori því ekki. Hreðjatak kínverja á íslenskum ritstjórnum er velþekkt,“ segir Sigmar um leið og hann birtir slóð af frétt RÚV um hvarf auðmannsins.

Egill segist ekkert skilja í málflutningu Ernu og segir hana eina af meginástæðum þess að fólk flýji umræðuhópa á Facebook. „Íslenskir fjölmiðlar vilja semsé ekki styggja Kína? Hvaða rugl er þetta? Erna – vandinn er að þú ert ein þeirra sem rekur flóttann úr svona hópum….,“ segir Egill.

- Auglýsing -

Erna blæs hins vegar á fullyrðingar Egils. „Ég veit að það kann að vera þér ofviða að það séu ekki allir sammála skoðunum þínum, en ég þoli það ágætlega,“ segir Erna.

Gafst endanlega upp á Fjölmiðlanördahópnum eftir að Covid-samsæriskenningaliðið tók hann endanlega yfir. Líf mitt er strax orðið hamingjuríkara og merkingarbærara.

Posted by Stefán Pálsson on Sunday, January 3, 2021

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -