Mánudagur 16. september, 2024
5.2 C
Reykjavik

Framsalskrafan tekin fyrir í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Réttarhöld þar sem framsalskrafa á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður tekin fyrir hefjast í London dag. Bandarísk stjórnvöld fara fram á að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna.

Assange hefur verið ákærður í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir uppljóstranir og leka á trúnaðargögnum um hernað Bandaríkjanna í Afganistan og Íran. Yrði hann sakfelldur fyrir öll brotin gæti hann átt von á 175 ára fangelsisdómi.

Assange hefur setið í fangelsi í Bretlandi frá því í apríl, eða frá því að hann var sóttur í sendiráð Ekvador í London þar sem hann hafði dvalið frá árinu 2012. Assange hafði leitað skjóls þar af ótta við að bresk stjórnvöld myndu framselja hann til Svíþjóðar og þaðan til Bandaríkjanna.

Vivienne Westwood er ein þeirra sem vill ekki að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Mynd / EPA

Baráttufundur var haldinn á laugardaginn fyrir Assange á þingtorginu fyrir framan Westminster í London. Margir þekktir einstaklingar létu sjá sig, svo sem fatahönnuðurinn Vivienne Westwood og Roger Waters úr Pink Floyd. „Blaðamennska er ekki glæpur,“ stóð meðal annars á spjöldum mótmælenda.

Lausa allra mála í Svíþjóð

Í nóvember lét saksóknaraembættið í Svíþjóð rannsókn niður falla á nauðgun sem Assange er sagður hafa gerst sek­ur um í Stokk­hólmi árið 2010. Eva-Marie Persson, sagði ástæðuna vera ónæg sönnunargögn.

- Auglýsing -

Sænsk kona ásakaði Assange um nauðgun eft­ir að þau hitt­ust á WikiLeaks-ráðstefnu árið 2010 en Assange hef­ur alltaf hafnað ásök­un­un­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -