Fimmtudagur 20. janúar, 2022
6.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári „jarðar“ barnið sitt: „Enginn mun sakna þeirra“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins og fyrrverandi ritstjóri, segir dauða Fréttablaðsins framundan en hann er sannkallaður faðir blaðsins eftir að hafa stofnað til þess af miklu harðfylgi á fyrri hluta síðasta áratugar.

Útgefandinn fyrrverandi segir slakan lestur dagblaða og veika stöðu þeirra á auglýsingamarkaði verða til þess að fríblöðum sé einfaldlega ekki bjargandi. Barnið hans Fréttablaðið sé því komið í þá stöðu að ekki verði aftur snúið gagnvart hruni þess. „Þannig er það bara. Fríblöðin voru tímabundið viðbragð gagnvart veikari stöðu dagblaða á auglýsingamarkaði, þau gátu frestað hruni dagblaðanna en ekki komið í veg fyrir það. Mér sýnist á tölum um lestur að Fréttablaðið sé komið yfir point-of-no-return. Það er ekki hægt að prenta, dreifa og fylla blaðsíðurnar af efni með þeim tekjum sem má hafa af auglýsingamarkaði á grunni svona lesturs,“ segir Gunnar Smári.

Mynd / Skjáskot RÚV

Gunnar Smári bendir á að á Fréttatímanum hafi verið reynt að halda úti fríblaði á bestu auglýsingadögum vikunnar. Góður lestur blaðsins hafi hins vegar ekki skilað rekstrinum í höfn. Hann telur ljóst að Fréttablaðið sé rekið með góðu tapi í miðri viku. „Auðvitað er ekki hægt að draga of miklar ályktanir af einum manni, en það er samt augljóst að blöðin eru að deyja, þau munu liggja á líknardeild meðan einhver er til í að borga undir þau, en svo verða blöðin jörðuð í kyrrþey. Og enginn mun sakna þeirra,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -