Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Gunnar smíðakennari svarar Guðmundi Steingríms: „Ég drekk ekki þvag og ég geng ekki um með álhatt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Dan Wiium, annar tveggja stjórnenda hlaðvarpsþáttarins Þvottahúsið og smíðakennari skrifaði sterkan en fallegan pistil í morgun. Þar svarar hann pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag sem ber heitið Þvagdrykkjufólkið.

Þar skrifar Guðmundur Steingrímsson um „andbólusetningarsinna.“

„Hér í morgunsárið sit ég með kaffibollan og les Fréttablaðið sem einhver setur inn í andyrið mitt á nóttinni. Ég er alltof þreyttur því ég fór alltof seint að sofa, þið vitið, það var fimmtudagskvöld , maður lengir helgarnar, gamall vani.

En ok, hér sit ég með Fréttablaðið og les pistla og mishlutdrægar fréttafyrirsagnir. Einn fastur penni Fréttablaðsins, góður penni, skrifar í dag pistil um Þvagdrykkjufólkið.

Fyrirsögnin vekur athygli, enda eitt það jaðarkenndasta sem ég veit um, að drekka sitt eigið þvag, ég hef aldrei prófað það, hef ekki einu sinni spáð í því, það getur ekki verið hollt held ég,“ skrifar Gunnar og bætir við;

„En allavega, hann ræðst þarna á í pistli sínum á fjölbreyttan og óskipulagðan hóp fólks sem af margvíslegum ástæðum hefur ekki valið að láta bólusetja sig að svo stöddu. Sumir af samsæriskenningarástæðum, sumir sökum mótþróaröskunar, sumir einfaldlega út frá einlægum heilsufarssjónarmiðum og aðrir bara einfaldlega af því að þeir þurfa þess ekki því þeirra er valið. En eins og ég segi allskonar, við erum allskonar, fólkið, fjölbreytt flóra í einum líkama.“

- Auglýsing -

Því næst talar Gunnar um ofbeldi Steingríms.

„Þessi penni sem fær borgað fyrir rödd sína beitir hér ofbeldi með skrifum sínum. Hann setur stóran og fjölbreyttan hóp manna og kvenna undir sama hatt og málar þau geðveik, veik á geði, eins og einhver sérstrúarsöfnuður einhversstaðar í rassabala sem dásamar þvagdrykkju í stað bólusetningar.“

Þá veltir Gunnar fyrir sér raunverulegri ástæðu neyðarástandsins á Landspítalanum.

- Auglýsing -

„Orð bera orku og á tímum sem þessum þar sem manneskjur eiga að standa sama á sömu jörð erum við að skiptast upp í fylkingar, við erum að beita hvort annað ofbeldi, með orðum meðal annars.

Sjálfsákvörðunarréttur minn yfir eigin líkama er heilagur, ég borga skatta og ef ekki væri fyrir spillingu á svo mörgum sviðum og bara tek til dæmis sjávarútveginn þá væri hér stærra og stöðugra heilbrigðiskerfi; ég er ekki að gera lítið úr því sem er, en í hverju felst neyðarástandið?

Er það í raun vegna þess að 5 eða 10 prósent þjóðar eru að setja heilbrigðiskerfið á hliðina með ákvörðun sem þeim er heimilt að taka eða eru peningarnir okkar að lenda í vösum örfárra manna?“

Svar Gunnars endar á fallegum nótum.

„Ég vil hér með segja að ég drekk ekki þvag, ekki mitt eigið né annara, ég geng ekki um með álhatt, ég er ekki meðlimur í neinum hóp og ég er ekki einu sinni mótfallin bólusetningum. Ég hef mínar ástæður fyrir öllu sem ég geri, mér er það í frjálst vald sett.
Áramótarheiti mitt í ár voru nokkur en eitt af þeim var að leggja mig fram við að iðka meiri náungakærleik og sækjast eftir ríkjandi einingarvitund, sem þýðir að við erum ekki mörg, við erum ekki í flokkum né fylkingum af neinu tagi, við erum eitt og særindin sem ég veiti öðrum eru aldrei neitt annað en særindi í eigin garð.
Sektin sem framkallar en meiri aðgreiningu situr alltaf eftir, því þú ert bróðir minn kæri Guðmundur, við erum bræður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -