Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Björn Leví undrandi á kaupum Landsbankans: „En ég er tilbúinn til þess að hafa rangt fyrir mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var greint frá því að Landsbankinn, sem er í rúmlega 98% eigu íslenska ríkisins, hafi keypt tryggingafyrirtækið TM. Óhætt er að segja að kaupin hafi vakið athygli og áhuga margra og þá sérstaklega í bankageiranum en óvíst er að kaupin muni ganga í gegn en Seðlabanki Íslands og Samkeppniseftirlitið þurfa að samþykkja kaupin.

Mannlíf hafði samband við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, til að spyrja hann um málið. „Undrun,“ sagði Björn Leví um hans fyrstu viðbrögð þegar hann las um kaupin. „Ég átta mig ekki á því hvernig þetta stenst eigendastefnu ríkissins í fjármálafyrirtækjum né almenna eigendastefnu ríkisins.“

Þá þykir sumum furðulegt að íslenska ríkið sé að selja almenningi tryggingar.

„Það er undarleg stefnubreyting. Ég sé svo sem ekkert að því að ríkið bjóði upp á einhvers konar grunntryggingarþjónustu til þess að setja einhver lágmarks samkeppnisviðmið. En sem eigandi Landsbankans þá hlýtur fjármálaráðherra að hafa verið upplýst um þessar áætlanir og fengið útskýringar hvernig þetta uppfyllti markmið ríkisins varðandi eignarhluta í Landsbankanum. Mér þætti gaman að sjá þann rökstuðning og með hvaða rökum fjármálaráðherra samþykkti þau rök,“ en telur þingmaðurinn að þessi kaup hafi áhrif á mögulega sölu bankans?

„Auðvitað. Ef þessi kaup eru hluti af því að fylgja eigendastefnu ríkisins þá ætti þetta að gera Landsbankann verðmætari en ella. Mér þætti einnig gaman að sjá rökin fyrir því.“

Ýmis skilyrði eru fyrir því að kaupin gangi í gegn um og þarf meðal annars Seðlabanki Íslands að samþykkja hana. „Mér finnst ólíklegt að þessi kaup uppfylli eigendastefnu ríkisins, þannig að nei,“ sagði Björn um hvort honum finnist að kaupin eigi að ganga í gegn. „En ég er tilbúinn til þess að hafa rangt fyrir mér þar og láta koma mér skemmtilega á óvart með einhvers konar rökstuðningi varðandi það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -