Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Brunnu illa í sprengingu á Grenivík: „Þau voru viss um að þau myndu missa mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kinga Kleinschmidt og Víkingur Leó Sigurbjörnsson hlutu alvarlegan bruna þegar sprenging varð í verksmiðju Phararctica á Grenivík á síðasta ári. Þau sögðu sögu sína í Kastljósi kvöldsins á Rúv.

Fram kom í Kastljósinu að Kinga Kleinschmidt hafi hlotið alvarlegan bruna á nær öllum líkamanum í sprengingu sem varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík í fyrra en norskir læknar sem meðhöndluðu hana segja aldrei hafa áður bjargað lífi manneskju með svo alvarleg brunasár. Var henni haldið sofandi í fjöldi mánaða en hún hefur nú náð ótrúlegum bata. Segjast þau Víkingur Leó Sigurbjörnsson, hvorug hafa fundið sársauka við brunann en hann var um þúsund gráða heitur. Telur vinnueftirlitið að sá búnaður sem notaður var í verksmiðjunni hafi verið óhentugur og valdið neysta sem svo olli sprengingunni.

Í Kastljósinu sagði Kinga að fyrir slysið hafi í fyrsta sinn lífið leikið við hana.

„Ég var svo glöð yfir því að allt gengi svona vel. Svo varð slysið,“ sagði Kinga.

Slysið

Þann 23. mars í fyrra var dagurinn sem breytti lífi þeirra Víkings og Kingu. Dagurinn byrjaði eins og hver annar dagur í versksmiðju Pharmartica á Grenivík en á einu augnabliki breyttist allt er sprenging varð skyndilega í verksmiðjunni. Þau tvö urðu alelda en Kinga brann heldur verr en Víkingur.

- Auglýsing -

„Við vorum að vinna með hreinsað bensín, 85 prósent alkahól þannig að auðvitað, hættulegt efni en maður var ekkert að pæla í því, maður var bara að vinna,“ sagði Víkingur í Kastljósinu. Kinga sagðist hafa verið að hella vökva á flöskur eins og hún gerði á hverjum degi.

„Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég ætlaði bara að athuga hversu mikið af vökvanum var eftir. Og þá sprakk þetta.“

Í þættinum lýsti Víkingur hvernig allt í einu hafi orðið eldsprenging fyrir framan hann en hann veit enn ekki nákvæmlega hvað það var sem gerðist.

- Auglýsing -

„Það er ennþá spurning nefnilega, þetta er svo skýtið. Eldfimt efni, en hvað það var sem byrjaði er ennþá algjört spurningamerki – hvort það var eitthvað spark eða hvað.“

Allt gerðist afar hratt strax eftir spreninguna en þau Víkingur og Kinga þeystust út úr verksmiðjunni og hentu sér í snjóskafl á meðan samstarfsfélagar þeirra gerðu sitt besta til að slökkva eldinn sem logaði á þeim.

Lýsti Víkingur því í þættinum hvernig hann hafi séð yfirmann sinn halda á slökkvitæki á meðan annar yfirmaður sló í bak hans til að reyna að slökkva eldinn. Hann hafi þá hlupið út og í snjóskafl. Samstarfsmenn hans hafi svo kastað snjó yfir hann en á þessu augnabliki hafi hann ekki áttað sig á hver skaðinn væri. Sá hann Kingu hlaupa út á eftir honum ekki löngu seinna.

„Maður vissi ekkert hvar maður væri sjálfur staddur en ég var viss um að hún væri verri. Bara út frá förum sá maður að maður var búinn að brenna hendur og læri, en hjá henni var þetta allt farið.“

Sagðist Kinga muna eftir því er hún dýfði sér á kafi í snjóinn en allir í kring hafi verið í áfalli.

„Og ég man að ég sagði þeim að hringja ekki í mömmu mína. Því hún myndi verða hrædd um mig.“

Fann engan sársauka

Er Kinga var spurð í Kastljósinu hvað hún hafi hugsað þegar hún áttaði sig á því að það væri kviknað í henni sagðist hún hafa verið dauðhrædd, hún hafi ekki fattað hvað væri að gerast. Sagðist hún þó ekki hafa fundið fyrir neinum sársauka.

„Ég vissi ekki einu sinni að fötin mín væru horfin. Fötin höfðu brunnið. Ég vissi það ekki.“

Þrátt fyrir að þau hafi staðið hlið við hlið í rýminu er sprengingin varð, brann Kinga verr en Víkingur.

„Maður var alveg upp við allt eldfima dótið. Ég veit ekki hvort ég hafi snúið mér við eða hvort ég var að líta á eitthvað á bak við mig en næstum því allur bruninn var á bakinu mínu. Mjög heppinn með það. Það voru hendur og svo allt bakið. Andlitið bara pínulítið, þannig að ég var mjög heppinn þó ég væri mjög nálægt.“

Fjölskyldan kvaddi

Fram kom í viðtalinu að Kinga hafi ekki munað eftir fyrstu klukkustundunum sem hún dvaldi á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir slysið. Þegar fjölskylda hennar kom á spítalann um nóttina sögðu læknar þeim að hún myndi líklegast ekki lifa af og að móðir hennar skyldi boða fleiri fjölskyldumeðlimi á sjúkrahúsið, svo hægt væri að kveðja hana.

„Þetta var hræðileg tilfinning. Þau voru viss um að þau myndu missa mig.“

Hægt er að lesa meira um málið á vef Rúv.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -