Mánudagur 27. mars, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Flekkir í kringum Reykjanesskagann reyndust loðnutorfur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flekkir í sjónum sem Landhelgisgæslan hélt að væri mengun reyndist vera loðna.

Loðnuflekkir
Ljósmynd: lhg.is

Fram kemur á vefsíðu Landhelgisgæslunnar að þyrluáhöfnin á TF-GNA hafi í eftirlitsflugi orðið vör við flekki allt í kringum Reykjanesskagann og suður af landinu. Það hafi svo komið í ljós eftir stutta skoðun, að ekki væri um mengun að ræða heldur væru þarna að öllum líkindum, loðnutorfur á ferð. Á svæðinu voru fjöldi uppsjávarveiðiskipa, þar á meðal fjögur loðnuskip frá Færeyjum en eitt þeirra var á veiðum.

Loðnuskip á siglingu
Ljósmynd: lhg.is

Áhöfnin flaug um Garðskaga, fyrir Reykjanes og austur að Surtsey í þessu eftirlitsflugi. Í leiðinni var tekin ákvörðun um að taka hífingar við þrídranga og var sigmanni slakað niður og kannaði hann í leiðinni hvort ekki væri allt eins og það ætti að vera í vitahúsinu, sem það var, samkvæmt vefsíðu Gæslunnar. Að því loknu var sigmaðurinn hífður upp aftur og var haldið til Heimaeyjar þar sem eldsneyti var tekið og svo flogið áleiðis til borgarinnar.

Sigið niður að Þrídröngum
Ljósmynd: lhg.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -