Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Fólki á Íslandi með meðferðarþrátt þunglyndi mun innan fárra ára bjóðast psilocybin meðferð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjöldi rannsókna gefur tilefni til að binda vonir við virkni Psilocybin, hugbreytandi efni sem finnst í ofskynjunarsveppum, gegn meðferðarþráu þunglyndi, og verið hefur talsvert til umræðu að undanförnu.

Í dag er staðan sú að talið er að á bilinu 15 til 30 prósent þeirra sem þjást af völdum þunglyndis svari illa meðferð, en þetta kemur fram á vefnum ruv.is.

Sveppirnir eru ekki ný uppgötvun; hvað þá virkni þeirra; vitað er til þess að þeir hafi verið notaðir við helgiathafnir í Mexíkó fyrir um þrjú þúsund árum.

En svo leið og beið.

Þegar komið var fram á sjötta áratug síðustu aldar hófust rannsóknir á áhrifum psilocybins á geðraskanir; en þær rannsóknir voru stöðvaðar þegar að sveppirnir áðurnefndu voru gerðir ólöglegir í Bandaríkjunum árið 1970.

Kemur fram í nýrri grein í Læknablaðinu að ný safn­greining sýni marktækan árangur psilo­cybin-með­ferðar við meðferðarþráu þunglyndi. Og þar kemur einnig fram að niðurstöður úr fasa 2-rannsókn lofi afar góðu.

- Auglýsing -

Til að psilocybin-meðferð fái ábendingu – sem og markaðsleyfi – hjá lyfjastofnunum er næsta stóra skrefið að ljúka fjölþjóðlegri fasa 3-rannsókn – sem stefnt er að því að hefjist á þessu ári; þannig gæti sjúklingum með meðferðarþrátt þunglyndi innan örfárra ára staðið til boða að reyna slíka meðferð.

Þær aukaverkanir sem komu í ljós voru yfirleitt metnar vægar og/eða meðalalvarlegar, og entust ekki lengi.

Meðferðin mögulega fer þannig fram að sjúklingur fær 25 milligrömm af psilocybini, oftlega í eitt skipti, leggst svo fyrir í fimm til átta klukkustundir; eða þann tíma sem ofskynjunaráhrifin vara – með bundið fyrir augu og tónlist í eyrunum. Fagaðili verður að sitja yfir sjúklingnum allan tímann. Og svo virðist sem jákvæðra áhrifa á geðheilsu sjúklinga geti síðan gætt svo mánuðum skipti eftir eina slíka meðferð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -