Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Heilsugæslan er sprungin: „Þú færð ekki að sækja þjónustu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara, er einn af fjölmörgum sem eru ósattir með heilbrigðiskerfið á Íslandi og hversu langan tíma það tekur að komast að hjá heimilislækni.

„Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur.“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Mynd/skjáskot.

Gunnlaugur telur þessa stöðu vera bagalega fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram hefur komið, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, 7 vikur í heilsugæslunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka á heilsugæslunni Hlíðum. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings.

Gunnlaugur leggur fram í aðsendri grein á Vísi þá spurningu hvort hægt sé að hafa áhrif á biðtímann?

Leggur hann fram hugmyndir til að létta á flöskuhálsinum sem hann segir að hafi verið að myndast síðan 2020.

„Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344.

- Auglýsing -

Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur.

Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -