Fimmtudagur 2. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Jörðin nötrar við Torfajökul: „Eins gott að enginn sé nálægt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil skjálftavirkni er við Torfajökull og sumir óttast eldgos á svæðinu.

„Eins og er á öllum okkar gosbeltum þá er skjálftavirkni og hreyfingar um plötuskilin oft tengt kvikuhreyfingum. En hvað varðar Torfajökul er hann virk eldstöð og þetta er stærsta eldstöð landsins sem býr til öflugt sprengigos,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í viðtali við Morgunblaðið en jarðskjálftahrina hófst nú um helgina við Torfajökul og hafa mælst 80 skjálftar við hann frá því að sunnudaginn. Sá stærsti mældist 3,2 á stærð.

„Það er ansi mikið gjóskufall og aflið í þessu gosi hefur verið á pari við það sem var í Öskjugosinu 1875. Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos,“ sagði Þorvaldur um málið. Hann mælir ekki með því að fólk sé að ferðast mikið á svæðinu.

„Staðurinn er vinsæll ferðamannastaður og á meðan ástandið er eins og það er núna er það mín skoðun að það sé ekki það skynsamlegasta sem við gerum að vera með marga ferðamenn inn á Öskjusvæðinu.“

„Ef þetta verður sprengigos getur það byrjað snöggt, lítill viðbragðstími, og ef svo er og það er mikið af fólki á svæðinu er ekki spurt að leikslokum. Það er eitthvað að gerast inni í Öskju og ef við fáum sprengigos þarna þá er eins gott að enginn sé nálægt þegar þar byrjar.“ sagði Þorvaldur um mögulegar hættur ef fer að gjósa.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -