Miðvikudagur 20. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Magnús óttast aukið heimilisleysi: „Á sama tíma bönnum við fólki að vinna”

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur, hefur áhyggjur af auknu heimilisleysi.

Lögfræðingur nígeríska hælisleitandans Blessing Newton, sem hefur verið mikið í fréttunum undanfarna daga, telur að sú stefna sem ríkistjórnin sem byrjuð að vinna eftir muni leiða til þess að fleira fólk verði heimilislaust. Alls eru þrjátíu hælisleitendur heimilislausir eftir að ný útlendingalög tóku gildi.

„Það má alveg hafa skilning á því að einhverjir í okkar samfélagi vilji reka harðari stefnu í málefnum útlendinga. En menn verða að gera það af virðingu, mannúð og ekki síst skynsemi,“ sagði Magnús í samtali við RÚV um málið.

„Höfum í huga að hér er um að ræða fólk frá löndum sem Íslendingar eru ekki með framsalssamning við. Á sama tíma bönnum við fólki að vinna og vísum þeim á götuna. Það er glórulaust. Heldur ríkisstjórnin að með því að keyra heimilisleysi upp í áður óþekktar stærðir að það sé að fara að gera samfélagið okkar öruggara?” spyr Magnús og óttast að heimilisleysi muni halda áfram að aukast verði lögum ekki breytt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -