Miðvikudagur 27. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Oddný Harðardóttir gekk með VG í Dómkirkjuna: „Nú byrjar ballið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Oddný Harðardóttir gekk með þingflokki Vinstri grænna í Dómkirkjuna í þingsetningu Alþingi í gær. Segir hún gaman að hitta þingmenn eftir sumarhlé.

Þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir birti skemmtilega ljósmynd af sér þar sem hún er umkringd þingmönnum Vinstri grænna. Ljósmyndin er tekin í gær við þingsetningu Alþingis. Skrifaði hún við myndina að nú „byrji ballið“ og að vitað sé að það verði tekist á um erfið mál á komandi þingi en að „Við vitum líka að við getum náð fram góðum lausnum með samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu.“ Þá grínaðist hún með að hafa gengið með VG en ekki í VG, í Dómkirkjuna.

VG og Oddný
Ljósmynd: Facebook

Hér er öll færslan:

„Þingsetning í dag. Nú byrjar ballið.

Það var gaman að hitta þingmenn eftir sumarhlé.
Við vitum að við munum takast á um ýmis mál á þinginu sem nú er að hefjast. Við vitum líka að við getum náð fram góðum lausnum með samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Ég gekk með hinum góða þingflokksformanni VG Orra Páli í Dómkirkjuna. Ég gekk með VG en ekki í VG.

Á myndinni er ég umkringd VG og Framsókn. Allir glaðið nema Þórarinn sem er meira hissa.

Á morgun og næstu daga munum við takast á um stóru málin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -