Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Segir flesta talsmenn Putins á Íslandi vera sósíalista:„Þessa menn munar ekkert um enn eina lygina“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Björn Birgisson segir talsmenn Putins Rússlandsforseta nokkra hér á landi og flesta þeirra í Sósíalistaflokki Íslands.

Grindvíski samfélagsrýnirinn Björn Birgisson skýtur nokkuð föstum skotum á flokksmenn Sósíalistaflokks Íslands í nýrri færslu á Facebook. Þar segir hann að nokkrir talsmenn Putins finnist hér á landi, sem „vísa ákaft til gæða Putins og rétthugsunar Rússa og síðan yfirgangs Vesturveldanna í Úkraínu,“ eins og hann orðar það. Segir hann að nú megi búast við yfirlýsingu frá þeim þar sem sú hugmynd flestra að Putin hafi látið myrða Yevkeny Prigozhin, verði fordæmd. „Næsta víst er að þeir fullyrði að Nato hafi verið þar að verki“

„Talsmenn Putins.

Þeir eru nokkrir hérlendis og vísa ákaft til gæða Putins og rétthugsunar Rússa og síðan yfirgangs Vesturveldanna í Úkraínu.
Nato ber alla sök á ástandinu í Úkraínu að þeirra mati, ekki Rússar.
Þeir telja sig vera alvöru sósíalista og eru flestir flokksmenn í Sósíalistaflokki Íslands.
Nú hlýtur að styttast í yfirlýsingu frá þeim þar sem þeir fordæma okkur hin sem höldum því blákalt fram að Putin hafi látið myrða Yevgeny Prigozhin og hans fólk með sviðsettu flugslysi.
Næsta víst er að þeir fullyrði að Nato hafi verið þar að verki.
Þessa menn munar ekkert um enn eina lygina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -