Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

„Oft er líka verið að byrla fólki lyf í samböndum til að misnota það kynferðislega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir fullorðna þolendur ofbeldis, segir sífellt fleiri þolendur ofbeldis í nánum samböndum leita sér aðstoðar, sérstaklega hafi það færst í vöxt að karlmenn leiti til miðstöðvarinnar.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hún um starf Bjarkarhlíðar, þolendurna sem þangað leita og hversu algengt heimilisofbeldi er á Íslandi.

„Það er mjög mikið af kynferðislegu ofbeldi innan náinna ofbeldissambanda þar sem farið er yfir kynferðisleg mörk þolandans. Oft er líka verið að byrla fólki lyf inni í samböndum til að misnota það kynferðislega. Og síðan er það oft tekið lengra og konur þvingaðar til kynlífs með öðru fólki gegn vilja sínum.“

Heimilisofbeldi alltaf andlegt í eðli sínu

Spurð hvort það ofbeldi sem fólk leitar sér hjálpar til að takast á við sé að mestum hluta líkamlegt segir Ragna allan gang á því.

„Heimilisofbeldi er alltaf andlegt ofbeldi í eðli sínu, myndi ég segja,“ segir hún. „Í mörgum tilfellum bætist síðan við líkamlegt, kynferðislegt eða fjárhagslegt ofbeldi. Það er mjög mikið af kynferðislegu ofbeldi innan náinna ofbeldissambanda þar sem farið er yfir kynferðisleg mörk þolandans. Oft er líka verið að byrla fólki lyf í samböndum til að misnota það kynferðislega. Og síðan er það oft tekið lengra og konur þvingaðar til kynlífs með öðru fólki gegn vilja sínum.“

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -