Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Ógnandi innbrotsþjófur á stofugólfi Viktors í Breiðholti: „Ég vísaði honum á dyr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viktor nokkur, íbúi í Breiðholtinu, varar nágranna sína við innbrotsþjófi sem braust inn til hans í gær á meðan hann var heima. Honum tókst að ná manninum út og hefur tilkynnt atvikið til lögreglunnar.

Viktor segir frá innbrotinu í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hann:

„Vill vara við innbrotsþjóf sem skyndilega stóð inni á stofugólfi hjá mér ógnandi lét sem maður væri á eftir sér ég vísaði honum á dyr,skömmu síðar var ég var við hann fara inn í annann stigagang en kom þaðan út og hljóp á brott.Lét lögreglu vita strax,“ segir Viktor og bætir við:

„Lýsing: Í ljósum jogging buxum, dökkri mittisúlpu með ljósa húfu, ca 1.75 á hæð, evrópuútlit, enskumælandi. Mjög ör eflaust á örvandi efnum og áfengislykt. Fylgist þið vel með ókunnum mannaferðum. Erum íbúar á Seljabraut við Iceland verslun.“

Stellu er brugðið og virðist hafa séð til þessa sama þjófs. „Úff! Þetta er rosalegt Viktor! En ég hef séð mann sem passar við þessa lýsingu nálægt blokkinni síðustu daga og virkaði einmitt eins og hann byggi ekki hér því hann fór aldrei neinstaðar inn,“ segir Stella.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -