Föstudagur 10. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Páll skipstjóri: „Hún hefur ríkisfjölmiðil landsins og nokkrar hjáleigur en ég hef bara Facebook“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, sendir Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, tóninn, eftir að Kveikur hlaut Edduverðlaunin í gærkvöldi sem Frétta- og viðtalsþáttur ársins.

Vakti það mikla athygli þegar Þóra steig í pontu á afhendingunni og gagnrýndi lögregluna fyrir að kalla blaðamenn til yfirheyrslu:

„Vegna þess að á þessum tímum er ótrúlega mikilvægt að fá að vita, finna og skynja að þið fagfólkið og áhorfendur kunnið að meta hvað við erum að gera, því ekki kann lögreglan að meta það.“

Páll svarar fyrir á Facebook með þessum orðum:

„Góðan daginn kæru ættingjar, vinir og samstarfsmenn. Eins og ykkur er kunnugt um hef ég reynt að takmarka það hvað ég hef tjáð mig opinberlega um mál sem stendur mér nærri meðan á rannsókn lögreglu stendur. Hef ég ítrekað bitið í tunguna á mér þegar síendurteknar rangfærslur og útúrsnúningar dynja á landsmönnum, fyrst og fremst á og frá ríkisfjölmiðlinum en einnig á öðrum miðlum sem starfa náið með ríkisfjölmiðlinum, svo náið að varla má greina á milli hver er starfsmaður hvers og hver borgar og gerir hvað.“

Páll færir í tal að „rangfærslurnar flytja sakborningar málsins sjálfir, svo því sé haldið til haga. Í gærkvöldi flutti Þóra Arnórsdóttir, sakborningur í þessu lögreglumáli og yfirmaður þáttar á ríkisfjölmiðlinum þakkarræðu fyrir verðlaun sem þáttur hennar hlaut. Gerði hún að umtalsefni að lögreglan kynni ekki að meta verk hennar og að Samherji hefði stofnað skæruliðadeild sér til höfuðs. Kannski er hið fyrra rétt en hin staðhæfingin er hugarburður hennar til að gera sjálfa sig að fórnarlambi og afsaka það sem hún hefur gert. Á það hef ég margsinnis bent en reyndar er ég ekki í sömu aðstöðu og Þóra við að koma mínum sjónarmiðum á framfæri, þar sem hún hefur ríkisfjölmiðil landsins og nokkrar hjáleigur meðan ég hef bara Facebook vegg minn, það sjá allir sem vilja sjá að á þessu töluverður aðstöðumunur.“

- Auglýsing -

Hann vill fara yfir málið:

„Förum yfir nokkrar staðreyndir. Mér var byrlað til þess eins og komast í símann minn og samskipti þar enda var ég rétt komin í sjúkrabíl þegar byrjað var að ná í einstaka gögn úr símanum. Sú vinna hélt áfram þegar ég fór í öndunarstopp og í framhaldinu setur í öndunarvél og fluttur á gjörgæslu í Reykjavík. En þá var unnt að vinna á hraðvirkari hátt við afritunina enda kunnáttufólkið sem afritaði símann þar, á sama Leiti og gjörgæslan er.

Afritaði síminn er enn notaður til að reyna að komast í gögn í mínum fórum. Sá angi málsins er líka i höndum lögreglu,“ skrifar hann og bætir við:

- Auglýsing -

„Mánuðum saman þegar aðstandendur þessarar veiku manneskju sem fengin var til ódæðisins reyndu að fá hjalp fyrir viðkomandi, var Þóra Arnórsdóttir á hinum endanum að hvetja viðkomandi áfram og biðja þennan fárveika einstakling að senda sér sem mest. Sem mest! Það dugar að vera læs á íslensku til að sjá bágindi viðkomandi í samskiptum hennar og Þóru en það stoppaði ekki Þóru Arnórsdóttur i að kynda undir óra þessa veika einstakling og hvetja áfram.

Ekki lét hún það duga heldur ræddi einnig við viðkomandi tveimur klukkutímum áður en þessi veiki einstaklingur fór til skýrslutöku i fyrsta sinn hjá lögreglu. Hvatning Þóru og græðgi í að komast í upplýsingar um mig og fleiri var slík að hún virti að vettugi hversu halloka þessi einstaklingur stóð, heldur nýtti yfirburðastöðu sína til að kreista upplýsingar upp úr viðkomandi, lét útnefna sig umboðsmann til að fá persónuleg gögn viðkomandi og síma til að gramsa i svo fátt eitt sé nefnt. Úr þessu vann hún, á launum hjá Ríkisútvarpinu, sem birtist svo undir nöfnum annarra á öðrum fjölmiðlum. Ekkert birtist á rikismiðlinum annað en endurómun áróðurs hinna fjölmiðlanna. Áróðurs sem Þóra vissulega skipulagði á bakvið tjöldin.“

Páll spyr:

„Ætli þessi vinnubrögð séu það sem Þóra mun hugsa um þegar hún horfir á verðlaunagripinn og furðar sig á að ekki skuli allir kunna að meta það. Ég skil að lögreglan kunni ekki að meta það. Sjálfum verður mér óglatt og sérstaklega eftir lestur gagnanna þar sem einbeitur ásetningur Þóru kemur fram. Ekki skil ég hvernig fólk sem lendir undir í lífinu eða aðstandendur þeirra muni geta leitað til ríkisfjölmiðilsins til að vekja athygli á aðstæðum sínum þegar bæði útvarpsstjóri og fréttastjóri útnefna sakborning i lögreglumáli, sem misnotað hefur slíkan aðila, til að ritstýra slíkum málum. Sorglegt.“

Hann ritar að endingu:

„Eftir sem áður legg ég traust mitt á að lögreglan upplýsi málið i heild sinni. Ljóst er að enginn hjá ríkisfjölmiðlinum ætlar að axla ábyrgð eða draga úr skaðanum. Þvert á móti er öllum upplýsingum sem varpa ljósi á gjörðir þessa hóps sópað undir teppið og klifað á rangfærslunni i þeirri von um að i hundraðasta sinn verði hún sönn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -