Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Steinar náði þjófi en engin hjálp: „Ég hefði getað verið sleginn niður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðsögumaðurinn Steinar Sveinsson telur það mildi að honum hafi ekki verið gert mein eftir nærri klukkutíma samskipti sín við Neyðarlínun meðan hann stóð sjálfur yfir innbrotsþjófi. Á endanum gafst Steinar upp og leyfði þjófnum að fara.

Steinar lýsir reynslu sinni í færslu á Facebook og tengir hana við nýlegan fréttaflutning af hönnunargalla í tölvukerfi neyðarlínunar sem olli því að símtal um eld í húsbíl skilaði sér ekki til lögreglu. Þá gafst innhringjandinn upp án þess að nokkur hjá lögreglu svaraði og lögreglan fékk ekki að vita af málinu fyrr en daginn eftir. Í brunanum lést maður og hundar hans. Steinar fékk heldur aldrei samband við lögreglu í sínum samskiptum við Neyðarlínuna.

„Ég stóð eitt sinn yfir innbrotsþjófi og hringdi í Neyðarlínuna. Gaf upp nafn og heimilisfang og lýsti aðstæðum sem mér þóttu nógu alvarlegar til að ímynda mér að fljótt yrði brugðist við. Mér er sagt að hinkra aðeins og slít þá símtalinu enda í aðstæðum þar sem ég tel mig þurfa að hafa athyglina vakandi. Aldrei kemur lögreglan og ég hringi aftur. Sama scenario og aldrei kemur lögreglan. Ég hringi í þriðja sinn og kvarta dáldið og þá kom loks skýrt fram hjá Neyðarlínunni að ,,hinkraðu aðeins” þýðir að flytja á símtalið til lögreglunnar,” segir Steinar sem furðar sig á því að gert væri ráð fyrir að hann þekkti vinnuferli Neyðarlínunnar. 

„Spurði mig eftir á af hverju var þá verið að fá allar upplýsingar frá mér þar ef átti hvort eð er að flytja símtalið annað, og spurði mig af hverju málinu var ekki fylgt eftir við lögreglu og hún send á staðinn þegar samtalið slitnar, ég hefði getað verið sleginn niður eða gert mein? Hálf fannst mér þetta undarlegt allt og óviðbúið að eiga við fólk í erfiðum aðstæðum. Þetta tók allt upp undir klukkutíma, ég kynntist innbrotsþjófinum og lét hann að lokum rölta bara. Þetta er gott að hafa í huga en væntanlega ganga flest mál vel upp hjá Neyðarlínunni og hlutirnir í góðu ferli því ekki heyrir maður mikið af svona uppákomum blessunarlega, segir Steinar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -