2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Walter White einn eftirminnilegasti karakter sjónvarpssögunnar“

Jón Gunnar Geirdal almannatengill er mikill áhugamaður um sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Hér segir hann frá fjórum þáttaröðum sem tilvalið er að horfa á í hámi.

 

Breaking Bad
„Ef þú átt þessa snilldarþætti eftir þá er þetta skylduáhorf og rúmlega. Stórkostleg sería og Walter White einn eftirminnilegasti karakter sjónvarpssögunnar. Væntanleg er El Camino-kvikmyndin sem heldur áfram með söguna, bíð spenntur og eins gott að hún verði í lagi.“

Fleabag
„Ein allra besta sería sem ég hef horft á. Guardian setti hana í áttunda sæti yfir „bestu allra tíma“-þætti á 21. öldinni, ætli hún myndi ekki rata á topp 5 hjá mér. Phoebe Waller-Bridge stórfengleg í þessari drepfyndnu dramedíu og líka væntanlega kvikmynd, #getekkibeðið“.

AUGLÝSING


Mindhunter

„David Fincher, fjöldamorðingjar og upphaf prófílera hjá FBI, fullkomin uppskrift að snilldinni sem þessir þættir eru. Sería 2 enn betri en sú fyrsta sem var mögnuð – fluga á vegg í viðtölum við Son of Sam, Charles Manson og marga fleiri. Dásamlega „dark“ og drungalegt Netflix-skylduáhorf.“

OJ: Made in America
„Ótrúlega vel gerðir heimildaþættir og þá sérstaklega síðasti þátturinn sem sýndi manni hvað varð um OJ eftir sýknunina alræmdu. Heimildamyndafíkla-must-see og rúmlega.“

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is