Laugardagur 30. september, 2023
4.1 C
Reykjavik

20 ára bið Aðalsteins senn á enda: „Okkur þótti það svo fyndið og ógeðslegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tæknifræðingurinn, faðirinn og „költhetjan“ Aðalsteinn Möller ræðir um Graveslime.

Aðalsteinn Möller er fljótt á litið venjulegur fjölskyldufaðir. Hann er 43 ára, giftur tveggja barna faðir og á kött sem heitir Loppa. Hann er tæknifræðingur og útivistarmaður mikill. En það sem ekki allir vita að hann er bassaleikari „költ“ hljómsveitarinnar Graveslime. Hljómsveitin gaf út eina plötu fyrir 20 árum og seldist platan upp á þeim tíma. En Graveslime hélt aldrei útgáfutónleika því að sveitin hætti áður platan kom út. Lengi hefur fólk hundelt meðlimi sveitarinnar og grátbeðið þá um að gefa plötuna út í fleiri eintökum, setja hana á netið og síðast en ekki síst að halda útgáfutónleika. Nú mun draumur þessa fólks rætast því platan er þegar komin á netið, vínyl-útgáfa komin út og útgáfutónleikar á KEX Hostel 31. ágúst. Mannlíf heyrði í Aðalsteini og spjallaði við hann í tilefni tónleikana.

Platan kom út árið 2003 á geisladisk en hljómsveitin hætti rúmu hálfu ári áður,“ sagði Aðalsteinn um af hverju hljómsveitin væri að halda útgáfutónleika 20 árum eftir útgáfu. „Þegar við ákváðum að gefa plötuna út á vínyl fyrir rúmu ári síðan föttuðum við að hún ætti 20 ára afmæli. Því var þetta rakið dæmi og mjög kómískt að halda útgáfutónleika núna 20 árum seinna sem aldrei urðu,“ en hvaðan kemur eiginlega þetta furðulega Graveslime nafn?

„Nafnið verður til í einhverju partíi eða djammi og okkur þótti það svo fyndið og ógeðslegt að við urðum að stofna bandið,“ en í Graveslime eru þeir Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Ólafur Steinsson og Birkir Fjalar Viðarsson ásamt Aðalsteini

Graveslime eru miklir vinir

„American Sleeper er uppáhalds lagið mitt,“ sagði Aðalsteinn um hvort hann eigi sér uppáhalds lag á plötunni. „Textinn finnst mér mjög flottur og lagið segir ákveðna sögu. Það er líka mjög langt og bæði hart og silkimjúkt í senn sem gerir söguna meira lifandi en svo er svo mikið landslag í laginu. Svo spilaði Gulli Óttars úr Þeysurunum „epískt“ gítarsóló í enda lagsins sem ég alltaf gæsahúð yfir.“

Margir myndu halda að hljómsveit sem nefnir plötu Roughness and Toughness að hlýtur innihalda nokkuð vel „harða“ einstaklinga en Aðalstein segir svo ekki vera.

- Auglýsing -

„Nafnið er alls ekki lýsandi fyrir meðlimina,“ sagði hann hlæjandi „Enginn okkar er neitt sérstaklega harður eða grófur en kannski vorum við Kolli heldur grófir persónuleikar hér áður. Við vorum allavegana ekki allra á þessum tíma. Óli er og var allra manna yndi.“

En hvaða íslensku tónlistarmenn eru að heilla Aðsteinn mest, fyrir utan Graveslime?

„Tja, við erum bara að spila 20 ára gamalt efni svo við erum ekkert að gerast í dag en það er svo mikið af flottum böndum sem eru að gera geggjaða hluti eins og Godchilla, Góðæri, Kælan Mikla, Skoffín en svo elska ég líka rólegt eins og GDRN og Bríet.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -