Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Dómari Dancing With the Stars látinn: „Sárt saknað af fjölskyldu, vinum og öllum sem þekktu hann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Len Goodman, fyrrum dómari í þáttunum Dancing With the Stars og Strictly Come Dancing, er látinn, 78 ára að aldri.

„Það er með mikilli sorg sem ég tilkynni andlát Len Goodman en hann lést á friðsælan hátt, 78 ára að aldri,“ skrifaði talsmaður hans í dag. „Ástkær eiginmaður, pabbi og afi sem verður sárt saknað af fjölskyldu, vinum og öllum sem þekktu hann.“

Samkvæmt BBC, sagði umboðsmaður Goodman að dansdómarinn hafi barist við krabbamein í beinum og að hann hafi látist á sjúkrahúsi 22. apríl, „umkringdur fjölskyldu sinni.“

Goodman, sem byrjaði sem atvinnudansari á unglingsárum, var dómari í hinum vinsælu dansþáttum á BBC, Strictly Come Dancing, frá upphafi 2004 til 2016. Á sama tíma varð Goodman stjarna í Bandaríkjunum sem dómari þáttanna Dancing With the Stars frá árinu 2005.

Það var svo í nóvember í fyrra, 17 árum eftir að hann hóf að dæma í Dancing With the Stars, að hann tilkynnti um brotthvarf sitt úr þáttunum.

„Þó að við séum öll mjög spennt og hlökkum til úrslitanna í næstu viku, erum við einnig svolítið sorgmædd,“ sagði Goodman í þættinum 14. nóvember síðastliðinn. „Þetta verður síðasta þáttaserían sem ég dæmi í Dancing With the Stars. Ég hef verið í þættinum frá upphafi, 2005. Það hefur verið gríðarleg ánægja að vera partur af svo indælum þætti. Ég hef ákveðið að eyða meiri tíma með barnabörnunum og fjölskyldu í Bretlandi.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -