Miðvikudagur 22. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Hin 18 ára KUSK sigraði Músíktilraunir 2022 – Semur, syngur og framleiðir flest sín lög

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannanafnið KUSK, gerði sér lítið fyrir og sigraði Músíktilraunir 2022 en lokakvöld keppninnar var haldið í Norðurljósasal Hörpu í gær. KUSK er 18 ára og gerir raftónlist.

Rúv sagði frá því í dag að hafnfirski rapparinn Gunni Karls hafi lent í öðru sæti en í því þriðja var póst-pönkbandið Samehead. Sú hljómsveit sem valin var hljómsveit fólksins var Bí Bí og Joð en kosið var í símakosningu.

KUSK semur, syngur og framleiðir flest lögin sín, hlaut aukreitis verðlaunin rafheili músíktilrauna og viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku. Söngkona Bí Bí og Joð, Svanhildur Guðný Hjördísardóttir, hlaut verðlaunin söngvari músíktilrauna.

Þá fóru verðlaunin fyrir besta bassaleikinn og besta hljómborðsleikinn fóru til skagfirsku veiðimanna-prog hljómsveitarinnar Project Reykjavík. Voru það bassaleikarinn Friðrik Örn Sigþórsson og Magnús Þór Sveinsson hljómborðsleikari sem hlutu verðlaunin.

Oliver Devaney, gítarleikari Samehead fékk svo viðurkenningu fyrir gítarleik og Mikael Magnússon, trommari þungarokksbandsins Merkúr var valinn trommari músíktilrauna.

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Snúðu þér með KUSK:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -