- Auglýsing -
Lögfræðingurinn Sigurður G. Guðjónsson náði einu af markmiðum sínum nýlega:
,,Sjö þúsund kílómetrar að baki og markmiði ársins í útihjólreiðum náð með því meðal annars að taka hringveginn með tíu dagleiðum, liðlega 1.300 kílómetrar,“ segir hann og bætir við:
,,Strava hefur skráð þetta allt. Hjólaferðirnar voru 138. 155 kílómetrar hjólaðir á viku að meðaltali. Hver ferð að meðaltali 3,54 tímar eða 324 tímar í heildina. Lengsti hjólatúrinn var 183 kílómetrar og samanlögð hækkun 56.458 metrar.“
Sigurður segir að árangurinn sé tilkominn vegna ,,áratuga reglulegar æfingar en ekki ,,átök” – venjulegur matur, þar á meðal Honey Nut Cheerios, en ekki fæðubótarefni.“
En hver er tilgangurinn?
,,Tilgangurinn með öllu þessum hjólaferðum er sá einn að hafa gaman af lífinu og styrkja undirtökin í glímunni við hækkandi aldur.“