Fimmtudagur 9. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sigurlaug fékk meðferð við hvítblæði: „Ég fékk strax hina alræmdu göngubakteríu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurlaug Hauksdóttir greindist með hvítblæði haustið 2016 og í nýjasta tölublaði Mannlífs gerir hún grein fyrir því hvernig hún hafi í kjölfarið verið bitinn af hinni alræmdu göngubakteríu: 

Sigurlaug Hauksdóttir fékk meðferð við hvítblæði árið 2016 sem gekk vel og í kjölfarið hefur hún upplifað mikil ævintýri í alls kyns gönguferðum með nokkrum gönguklúbbum. Þegar hún er beðin um að segja frá eftirminnilegustu ferðinni innanlands á hún erfitt með að velja en velur loks þverun Íslands sem voru nokkrar ferðir yfir fjögurra ára tímabil. „Ég tel mig hafa kynnst betur landinu eins og það er með öllum sínum náttúruperlum en líka landinu sem er að fjúka burt.“

„Mín beið löng og erfið meðferð hérlendis. Með hjálp Ýmis, sonar míns, ákvað ég að fara í viðtal hjá bandarískum sérfræðingi í Atlanta þar sem ég uppgötvaði tilvist tilraunameðferðar í Evrópu við hvítblæðinu. Eftir smá grúsk um tilraunina afþakkaði ég meðferðina hérlendis og fór í tilraunameðferð við Ríkisspítala Kaupmannahafnar þar sem ég losnaði algjörlega við krabbameinið. Ég gat meira að segja unnið allan tímann á meðan á lyfjagjöf stóð fyrir utan einn dag í upphafi meðferðarinnar.

Ég ákvað að halda upp á þennan glæsta árangur með gönguferð til Sikileyjar og Vindeyja, sem eru eldfjallaeyjar norðan við Sikiley, haustið 2017. Ég hafði verið í líkamsrækt í áratugi en lítið sem ekkert í göngum. Ég hoppaði því á námskeið hjá Einari Skúlasyni hjá Veseni og vergangi og þessi mánuður hjá honum gerði útslagið. Ég fékk strax hina alræmdu göngubakteríu sem ég er afskapalega þakklát fyrir að hafa í dag. Ég hlakkaði þvílíkt til að taka upp þráðinn í göngunum eftir að ég kom úr Sikileyjarferðinni. Einar er snillingur í að taka á móti nýliðum eins og mér. Það er svo ánægjulegt að taka þátt í göngunum hans því hann er ekki bara upplýsandi heldur líka svo félagslyndur og með rosalega góða nærveru. Svo uppgötvar maður nánast sjálfum sér að óvörum að vera kominn í fínasta form eftir nokkra vikna námskeið. Hjá honum kynntist ég fjölmörgum náttúruperlum, margar hverjar í næsta nágrenni við Reykjavík, sem voru svo fallegar að ég átti erfitt með að trúa því að þær hefðu alltaf verið þarna án þess að ég hefði vitað af þeim eða sótt þær heim; perlum eins og Móskarðshnjúkum, Henglinum, göngustígum á Reykjanesinu og bara litlu fjöllunum hér í kring. Hann gaf mér líka sjálfstraust til að fara á jökla og í lengri ferðir á sumrin. Það hef ég síðan óspart nýtt mér eins og fara með honum á Hornstrandir, á Kjöl, Látraströnd og Rauðasand. Auk þess hef ég farið í ótal aðrar ferðir með öðrum fararstjórum.“

Sigurlaug Hauksdóttir
Þverunin. Úr ferð 2021. Sundsprettur tekinn í Herðubreiðarlindum.

Viðtalið við Sigurlaugu Hauksdóttur má lesa í heild sinni á blaðsíðu 24 í nýjasta tölublaði Mannlífs:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -