Sunnudagur 15. september, 2024
7.4 C
Reykjavik

120 mannshvörf á Íslandi síðan 1945

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannshvörf valda bæði óhug og samkennd meðal íslensku þjóðarinnar, enda íbúar fáir, sambýlið þétt og allir þekkja alla eða tengjast. Okkur finnst óhugnanlegt að einstaklingur geti horfið eins og jörðin hafi gleypt hann án nokkurrar skýringar. Hin óleysta gáta um hvað gerðist, hvers vegna og hvernig veldur ættingjum og vinum hugarangri og umræðan um mannshvörf og þá einstaklinga sem horfnir eru lifa lengi með fólki og leita ítrekað upp í umræðu og umfjöllun. Sumir lögreglumenn telja fulla þörf á að stofna „cold case“ deild, sem meðal annars gæti skoðað eldri mannshvörf.

Mannlíf fjallar um tíu mannshvörf frá árinu 1945. Til viðbótar er fjallað um eitt mál þar sem Íslendingur sneri heim eftir að hafa verið talinn látinn í 12 ár.

„Lögregluembættin annast leit þegar einstaklingur hverfur, við komum ekki inn í mannshvarfsmál fyrr en formlegri leit er hætt og einhverjir mánuðir eru liðnir frá því, “ segir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri í greiningardeild ríkislögreglustjóra. „Við tryggjum að viðkomandi lögregluembætti fylli út alþjóðleg skjöl, svokölluð AM- og PM skjöl, um hinn horfna. Það er okkar aðkoma að mannshvörfum.“

Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri í greiningardeild ríkislögreglustjóra.

Á skjölin sem byggja á stöðlum Interpol eru skráðar ítarlegar upplýsingar um hinn horfna sem nýtast kennslanefnd við að bera kennsl á viðkomandi, þar á meðal almennar upplýsingar, eins og nafn og fæðingardagur, sérkenni á borð við ör og húðflúr auk upplýsinga um lækni og tannlækni viðkomandi. Runólfur segir skjölin þó ekki fyllt út í öllum leitarmálum. „Ef vísbendingar eru um að hvarfið hafi verið með vilja, getur verið að skjölin séu ekki útfyllt og viðkomandi fari því ekki á horfinna manna skrá.

Þegar líkamsleifar finnast fer síðan ákveðið ferli í gang og við aðstoðum lögregluembættin við þau mál. Tæknideild lögreglunnar og lögregluembætti bera hitann og þungann af málunum. Við tryggjum að réttarmeinarannsókn fari fram og hvaða kennsl eru möguleg: er hægt að fara í tannlæknastaðfestingu, þarf að fara í DNA eða er mögulegt að taka fingraför, það eru þessi þrjú helstu kennsl,“ segir Runólfur. „Það er allur gangur á því hversu langan tíma tekur að bera kennsl á líkamsleifar. Það er meginreglan að hægt sé að ná DNA-sýni og tíminn að fá það greint tekur ekki langan tíma, getur hlaupið á vikum, mesta lagi mánuðum. Tæknideildin hér heldur utan um DNA-sýni, en við fáum staðfestingu og leitum til Svíþjóðar með þau. Það hefur hins vegar komið upp sú umræða að við getum farið að sinna þessari greiningu hér á landi.“

Mannshvörf á horfinna manna skrá

Hér fyrir neðan má sjá tvö af þeim tíu mannhvarfsmálum sem Mannlíf fjallar um, þessir einstaklingar eru á horfinna manna skrá.

- Auglýsing -
Elísabet Bahr Ingólfsson
Matthias Hinz og Thomas Grundt

Nánar er fjallað um mannshvörf í Mannlífi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -