Sunnudagur 15. september, 2024
5.2 C
Reykjavik

Handþvottur – besta sýkingarvörnin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það margborgar sig að vera duglegur við að þvo hendurnar, enda safna þær fjölda baktería yfir daginn. Með því að þvo þér reglulega um hendurnar verndar þú bæði sjálfan þig og aðra í kringum þig fyrir bakteríum sem geta valdið pestum og sjúkdómum og á sama tíma hjálpar þú til við að vinna gegn sýklalyfjaónæmi.

Bakteríur á höndum geta valdið alls konar veikindum, t.d. magapestum og flensu. Handþvottur er ein okkar besta vörn gegn þeim og öðrum á borð við Covid-19 sem nú er í heimsfréttunum.

Handþvottur á vef Landslæknisembættisins.
Leiðbeiningar til almennings vegna Covid-19.

En hvenær á maður að þvo hendurnar og hvernig?

  • Áður, á meðan og eftir að þú höndlar matvæli.
  • Áður en þú borðar.
  • Áður og eftir að þú hlúir að einhverjum sem er með magapest.
  • Áður og eftir að þú meðhöndlar sár.
  • Eftir að þú ferð á salernið.
  • Eftir að þú skiptir um bleyju eða skeinir barni.
  • Áður en þú snýtir þér, hóstar eða hnerrar.
  • Eftir að þú snertir dýr, dýramat eða dýraúrgang.
  • Eftir að þú höndlar með gæludýrafæði.
  • Eftir að þú höndlar með rusl.

Rannsóknir hafa sýnt að það er árangursríkara að nota vatn og sápu en bara vatn, en það skiptir engu hvort vatnið er heitt eða kalt eða hvort sápan er í föstu eða fljótandi formi. Þá er ekki þörf á því að kaupa sérstaka bakteríudrepandi sápu. Ef þú hefur ekki aðgang að vatni má nota handspritt, sem inniheldur a.m.k. 60% alkóhól.

- Auglýsing -

Þegar hendurnar eru afgreiddar er ekki vitlaust að huga að þeim hlutum sem við snertum oft yfir daginn, t.d. símann en samkvæmt rannsóknum taka allt að 60% einstaklinga símtækið með sér á salernið. Hann má þrífa með sótthreinsandi efnum.

Hér fyrir neðan má finna fræðslumyndband frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum sem sýnir m.a. hvernig þvo ber hendurnar með sem bestum árangri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -