Fimmtudagur 9. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Illugi varar við svikahröppum sem ganga í hús: „Þeim væri heldur engin þægð í slíkri söfnun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Illugi Jökulsson varar við mönnum sem gangi í hús og safni peningum í nafni bræðrabarna hans.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson segir menn ganga í hús og biðja um peninga í nafni barna Hrafns, bróður hans, sem lést árið 2022. Segir hann enga slíka söfnun í gangi og varar við þeim á Facebook.

Færsluna má lesa hér:

„Hér er tilkynning sem má dreifa svo hún komi fyrir augu sem flestra.

Börnunum hans Hrafns bróður míns hefur borist til eyrna að einn eða tveir menn gangi um þessar mundir í hús eða gefi sig jafnvel að fólki á götum úti, biðji um fé og segist vera að safna peningum til styrktar þeim fjórum. Af því tilefni vilja þau að fram komi að engin slík söfnun er í gangi á þeirra vegum, þau vita ekkert um þetta og þeim væri heldur engin þægð í slíkri söfnun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -