Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Tapað milljónum vegna heilbrigðiseftirlitsins: „Verið að vinna með rassgatinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigvaldi Jóhannsson, betur þekktur sem Silli kokkur, segir vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ekki vera góð.

Þegar nýir veitingastaðir ætla opna þurfa þeir samþykki heilbrigðseftirlits þess bæjarfélags sem þeir starfa í fyrir ýmsum hlutum og er gott samstarf á milli veitingastaða og heilbrigðiseftirlits mikilvægt fyrir almenning. Stundum kemur þó upp ósætti og hafa sumir veitingamenn sagt að erfiðara sé að vinna með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur en öðrum slíkum eftirlitum á Íslandi. Silli kokkur hefur síðan í júlí reynt að opna nýjan veitingastað, sem heitir einmitt Silli Kokkur, á Höfðabakka 1 en segir að vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur geri honum erfitt fyrir.

„Eins og staðan er í dag þá eru þeir að draga þetta og draga þetta og þetta tekur það langan tíma að þetta er farið að kosta mig fleiri milljónir,“ sagði Silli í samtali við Mannlíf.

En af hverju er málið að dragast á langinn?

„Það sem er að þessu er að til þess að fá leyfi þá þarf ég að láta teikna upp veitingastaðinn og skila inn teikningu til Heilbrigðiseftirlitsins. Útlit og hönnun á staðnum, hvar tæki eiga að vera, að það sé allt í samræmi við það sem á að vera. Allt í góðu. Ég fæ arkitekt til að teikna þetta fyrir mig sem er vanur að teikna upp veitingastaði. Við teiknum þetta eins og við sáum þetta fyrir okkur, allt gott og blessað. Svo skilum við því inn í byrjun júlí og rétt fyrir versló þá fáum við sent frá þeim að það sé svo mikið sumarfrí, svo miklar annir, verið að taka upp nýtt kerfi og því sé enginn búinn að taka þetta mál að sér,“ og hefur Silli skilning á að ekki sé hægt að afgreiða allt um og leið og það berst. 

„Svo aðra eða þriðju vikuna í ágúst þá kemur svar frá Heilbrigðiseftirlitinu með einhverjum fimm til átta athugasemdum, út af teikningu. Við lögum það, bætum og breytum eins og þeir biðja um. Einhver svona smátriði og við lagfærum þetta og skilum inn teikningunni aftur. Það er haldinn fundur einu sinni í viku þannig að vikuna eftir þá fáum við átta ný atriði,“ og að sögn Silla eru það atriði sem voru öll til staðar á fyrstu teikningu sem skilað var inn en engar athugasemdir bárust við.

- Auglýsing -

„Við förum yfir þetta og breytum og lögum og bætum. Skilum því inn. Bíðum í rúmar tvær vikur og þá fáum við aftur fimm eða sex athugasemdir. Glænýjar, frá upprunalegri teikningu eins og hún lá fyrir í fyrsta skipti,” og sagði Silli að nú hafi liðið þrjár vikur frá seinustu skilum þeirra til eftirlitsins og hann ekkert heyrt til baka.

„Mjög gott, því ég var í Kópavogi,” sagði Silli þegar hann var spurður hvernig samstarf hans við heilbrigðiseftirlit hafi verið í gegnum tíðina. „Mér finnst þetta vera eins og það sé verið að vinna með rassgatinu. Þetta er fólk sem á að vera leiðbeina okkur en ekki setja stein í vegi okkar. Ef þú værir að opna veitingastað í dag og vissir ekki neitt og ætlaðir að hringja í Heilbrigðiseftirlitið til að fá svör um hvað ættu að vera margir vaskar eða hvernig hitt og þetta ætti að vera þá fengiru engin svör. Það eru menn í veitingageiranum sem skrá matarvagna í öðru bæjarfélagi því þeir nenna ekki að standa í stappi við þá í Reykjavík.”

En hefur Silli einhverja útskýringu á af hverju það sé svona mikill munur á bæjarfélögunum?

- Auglýsing -

„Ég veit það ekki, ekki nema það sé meira fólk sem er ekki starfi sínu vaxið eða ferlarnir eru of flóknir. Það er ekki eðlilegt að þegar þú horfir á teikningu þá finniru ný og ný atriði. Ef þú ert í vinnunni og ert að vinna rétt þá ferðu yfir teikninguna og skilar öllum atriðunum í einu svo ég geti lagfært það.”

„Þetta er allavega búið að kosta mig þrjár milljónir í leigu núna meðan hef beðið eftir að þeir vinni málið,” sagði Silli varðandi hvort hann hafi leitað til lögfræðings vegna málsins. „Það er oft sagt að sumir veitingastaðir séu farnir á hausinn áður en þeir opna. Ég skil það ef þetta er vinnslan hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Maður er allur af vilja gerður og vill gera hlutina vel en ég er ekki fimm ára. Það þarf ekki að skammta mig fimm atriði í einu. Það er mikið undir, lífsviðurværi mitt er undir.”

Mannlíf hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og bar kvartanir Silla undir starfsmann þar. Hann sagði að það gæti verið að eitthvað hafi misfarist en hann þyrfti að skoða málið betur til að geta tjáð sig um það með vissu og bað Mannlíf að hafa samband í næstu viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -