Föstudagur 3. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Verkalýðshreyfingin mótmælti vinnusóttkví: „Menn geri bara það sem er algjörlega nauðsynlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tillögur almannavarna um vinnusóttkví hafa verið slegnar út af borðinu. Það var verkalýðshreyfingin sem setti sig upp á móti fyrirkomulaginu. Þessu er greint frá á Vísi í dag.

Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið í einangrun og sóttkví síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir leita nú leiða til að geta haldið atvinnulífinu á floti næstu vikurnar.

Á gamlársdag kynntu almannavarnir hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag þar sem atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sinna starfi sínu í svokallaðri vinnusóttkví.

Verkalýðshreyfingin mótmælti tillögu almannavarna harðlega og í kjölfarið var hugmyndin dregin til baka. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segist líta svo á að þessar tillögur  séu „algjörlega út af borðinu“. Hún segir viðræður ekki í gangi um að endurvekja hugmyndirnar.

Fyrirkomulag vinnusóttkvíar er því enn með þeim hætti að fyrirtæki sem fara með mikilvæga starfsemi geta sótt um það sérstaklega hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra megi sinna vinnu í sóttkví. Hingað til hefur leyfið verið mjög þröngt túlkað og aðeins sérlega mikilvæg starfsemi fengið undanþáguna.

Almannavarnir sjá fram á afar erfiðan janúarmánuð. Hingað til hefur mannekla hjá þeim verið slík að erfiðlega hefur gengið að sinna öllum fyrirspurnum atvinnurekenda um að fá að kalla starfsfólk sitt til starfa í vinnusóttkví. Það var ein stærsta ástæðan fyrir því að fara átti þá leið að setja valdið í hendur atvinnurekenda.

- Auglýsing -

Víðir Reynisson segist í samtali við Vísi hafa miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu í heild næstu vikurnar. Hann bendir á löndin í kringum okkur, sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar er staðan orðin alvarleg og mikil stöðnun vegna fjölda fólks í einangrun. Víðir segir að janúar verði erfiður í samfélaginu og að það eina í stöðunni sé að við reynum að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst.

„Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -