Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Vill nýta Tónaflóðssviðið betur: „Tónlistarlífið okkar þarf dálítið boozt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Egill Helgason segir skort vera á tónleikastöðum í Reykjavík og vill að sviðið sem hýsti Tónaflóðstónleika Rásar 2 verði nýtt betur.

Sjónvarpsstjarnan Egill Helgason, sem sjálfur er flinkur píanisti, segir í Facebook-færslu að mikið fyrirtæki sé að koma upp hinu glæsilega Tónaflóðssviði, hljóðgræum og ljósum „á hinum annars gersamlega vannýtta Arnarhóli þar sem aldrei er hræða“ en að tónleikarnir séu stuttir. Stingur hann upp á að sviðið verði nýtt betur, svona þegar það er komið upp á annað borð, til dæmis með því að byrja tónleika klukkan 12 og hætta að miðnætti. „Datt þetta sisvona í hug.“ Segir hann að lokum að tónlistarlífið okkar þurfi „dálítið boozt“ eftir Covid-19 heimsfaraldurinn.

Vangaveltur Egils má lesa hér fyrir neðan.

„Menn leggja mikið á sig til að koma upp glæsilegu sviði, hljóðgræjum og ljósum á hinum annars gersamlega vannýtta Arnarhóli þar sem aldrei er hræða. Þetta er rándýrt fyrirtæki en tónleikarnir stuttir. Væri ekki hægt að nýta þetta betur þegar það er komið upp á annað borð? Til dæmis með því að hafa heils dags tónlistarhátíð á Hólnum? Byrja 12 og hætta 12. Datt þetta sisvona í hug. (Ég hef svosem áður sagt að mér þykja tónleikarnir á Arnarhóli of stórir fyrir Menningarnóttina, kæfa dálítið hina smærri viðburði, en þetta mætt gera í tengslum við Menningarnótt – eða ekki?) Tónlistarlífið okkar þarf dálítið boozt – eftir kóvíð og allt það. Og já, það er skortur á tónleikastöðum í bænum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -