Sunnudagur 8. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Krefjast rannsóknar á njósnum um Bezos

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum og annars staðar hefji rannsókn á því hvort Jeff Bezos, eigandi Amazon og einn ríkasti maður heims, var fórnarlamb njósna af hálfu Sádi Arabíu.

Agnés Callamard og David Kaye, ráðgjafar SÞ á sviði ólögmætra aftaka og tjáningarfrelsis, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum vegna gagna sem þau hafa undir höndum og varða mögulega aðkomu krónprinsins Mohammed bin Salaman að njósnum um Bezos.

Vísbendingar eru um að njósnabúnaður hafi verið sendur í iphone Bezos, með myndskeiði sem honum barst frá krónprinsinum í gegnum WhatsApp. Að sögn sérfræðinganna eru njósnirnar liður í því að hafa áhrif á, ef ekki þagga, gagnrýninn fréttaflutning Washington Post, sem er í eigu Bezos.

Callamard og Kaye segja ásakanirnar í takt við aðrar fregnir af njósnum stjórnvalda í Sádi Arabíu á gagnrýnendum og öðrum sem stjórnvöldum þykja mikilvægir. Þá séu þær mikilvægar í ljósi ásakana um að krónprinsinn hafi átt aðkomu að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem m.a. starfaði fyrir Washington Post.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -