Miðvikudagur 22. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Leifur Garðars ráðinn sem deildarstjóri unglingadeildar Stapaskóla: „Fólk var varla að trúa þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leifur Garðarsson, sem rekinn var sem körfuknattleiksdómari fyrir að senda óviðeigandi skilaboð til ungs kvenkyns körfuknattleikmann hefur nú verið ráðinn sem deildarstjóri unglingadeildar Stapaskóla í Reykjanesbæ.

Sjá einnig: Leifur Garðarsson hættir sem skólastjóri eftir óviðeigandi samskipti við konu

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs hefur Gróa Axelsdóttir ráðið Leif sem deildarstjóra unglingadeildar Stapaskóla. Á hann að hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Leifur starfaði áður sem knattspyrnuþjálfari, körfuknattleiksdómari og skólastjóri Áslandsskóla.

Á bingókvöldi körfuknattleiksliðar Njarðvíkur í gærkvöldi kvisaðist út sá orðrómur að Leifur hefði verið ráðinn og samkvæmt heimildum Mannlífs var fólk í ákveðnu sjokki enda Leifur afar umdeildur. „Það varð eiginlega allt brjálað, þetta gekk mann af manni þarna í bingóinu og fólk var varla að trúa þessu,“ sagði heimildarmaður Mannlífs. Segir hann ennfremur að foreldrar við skólann trúi honum ekki fyrr en hann sýni þeim skjáskot af samskiptum við aðila sem kemur að málinu, sem staðfestir ráðninguna. Þá hefur Mannlíf eftir áreiðanlegum heimildum að foreldrar barna í skólanum séu búnir að vera ræða saman og muni ákveða það á fundi á mánudaginn, hvort þau muni tilkynni skólastjórnendum skólans það að ef að Leifur Garðarsson verði ráðinn til starfa við skólann, taki þau börn sín úr skólanum.

Árið 2011 var Leifur rekinn sem þjálfari knattspyrnuliðs Víkings eftir að hann sendi fyrir slysni leikmönnum liðsins Excel skjal þar sem hann útlistaði álit sitt á hverjum og einum leikmanni. Þá sakaði Fotbolti.net hann um að villa á sér heimildir á Facebook undir nafninu Albert Örn Jónsson, en sá karakter varði Leif í hvívetna á samfélagsmiðlum. Albert er ekki að finna í þjóðskrá.

Sjá einnig: Leifur áður verið rekinn – Sagður hafa varið sjálfan sig með fölsuðum aðgangi á Facebook

- Auglýsing -

Heimildir Mannlífs herma að gengið hefði verið frá ráðningunni og að bæjarstjóra Reykjanesbæjar sé kunnugt um það en sé ósáttur og muni funda um málið um helgina.

Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla vildi lítið tjá sig um málið þegar Mannlíf hringdi í hana við vinnslu fréttarinnar. „Ég hef í raun ekkert um þetta að segja. Ég er ennþá að ganga frá ráðningum þannig að það er allt saman í ferli hjá okkur.“

Hér er skjáskot frá innri vef Stapaskóla þar sem Gróa tilkynnir starfsmönnum skólans um ráðninguna:

- Auglýsing -


Þegar blaðamaður Mannlífs hringdi í aðstoðarskólastjóra skólans, Jón Hauk Hafsteinsson, vildi hann ekki tjá sig um málið. „Ég get engu svarað. Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla, þú verður að heyra í fræðslustjóranum eða skólastjóra.“

Hvorki náðist í forstöðumann fræðslusviðs Reykjanesbæjar, Helga Arnarson né Kjartan Má Kjartansson við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -