Föstudagur 3. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Skúli snýr sér að sölu íbúða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi og forstjóri WOW flugfélagsins, stefnir á fasteignasölu á næstunni. Markmiðið er að selja ódýrar íbúðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þær voru áður hótelherbergi Base hótel en hefur nú verið breytt í litlar íbúðir.

Skúli segist sjálfur hafa fulla trú á Suðurnesjunum og fullyrðir að svæðið muni rísa á ný eftir Covid-kreppuna. Íbúðirnar sem hann ætlar nú að selja eru í tveimur byggingum sem áður hýstu Base hótel. Þær eru flestar tveggja herbergja og kosta frá 14,9 milljónum króna. Vonir standa til að fyrstu íbúðirnar verði afhendar í byrjun næsta árs.

Fyrrum WOW-eigandinn Skúli seldi einbýlishús sitt, Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi, til Arionbanka og fékk bankinn húsið afhent 11. september. Bankinn keypti húsið á 550 milljónir króna, en á því hvíldu 449 milljónir króna, sem Skúli tók að láni hjá bankanum 21. september 2018, um það leyti sem hlutafjárútboð WOW air stóð yfir. Skúli kemur því út í plús við sölu hússins.

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, og Gríma Björg Thorarensen, innanhússhönnuður, eru flutt úr glæsihúsinu á Seltjarnarnesinu. Þau búa nú í heilsársbústað sínum við Hvammsvík samkvæmt heimildum Mannlífs. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -