Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Það er bara allt farið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veiðiréttarhafar eru á meðal þeirra aðila í ferðaþjónustu sem horfa upp á algjört hrun. Einn þeirra er eigandi Fish partner sem hefur þungar áhyggjur af ástandinu.

Ítarlegri umfjöllun í helgarblaðinu Mannlíf.

Kristján Páll Rafnsson er eigandi Fish partner, sem er einn stærsti ferðaskipuleggjandinn á Íslandi þegar kemur að veiðiferðum. Fish partner gerir að stórum hluta út á urriðasvæðin á Þingvöllum á vorin. Þar eru bestu mánuðirnir apríl, maí og inn í júní. „Það er bara allt farið,“ segir hann um bókanir erlendra veiðimanna yfir það tímabil.
Kristján segir að flestir þeir sem eru komnir yfir sextugt hafi afbókað ferðir allt fram í ágúst. Það séu oft veiðimenn sem kaupa fulla þjónustu. Yngri veiðimennirnir gætu komið með skömmum fyrirvara.

Aðspurður segist Kristján eiga í góðum samskiptum við landeigendur og að allir skilji hvað við er að eiga. „Ef allt fer á versta veg þá verða allir að taka á þessu saman. Það eru allir á sömu blaðsíðu.“

Kristján á von á því að reyna að herja betur á innalandsmarkað í vor og sumar, en Fish partner hefur síðustu daga verið að auglýsa veiðileyfi á samfélagsmiðlum með miklum afslætti. Hann segir raunar að aðsóknin hafi verið slík að vefur fyrirtækisins hafi hrunið. „Við erum víkingar og munum standa okkur,“ segir hann spurður hvernig hann meti framtíð fyrirtækisins.

Nánar er fjallað um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Texti / Baldur Guðmundsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -