Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Vandræðagangur með nýjan forsetaritara: Gleymdist að auglýsa

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vandræðagangur er með ráðningu á nýjum forsetaritara í stað Örnólfs Thorssonar, sem hefur ákveðið að hætta störfum. Gert var ráð fyrir að nýr aðili tæki við starfinu þann1. mars, eftir rúma viku en engar líkur eru á því að það gangi eftir.

Starf forsetaritara var auglýst um miðjan nóvember 2020. Upphaflega var umsóknarfrestur gefinn til 6 desember. Mikill áhugi er á starfinu og sóttu nærri 60 manns um. Síðan uppgötvaðist að gleymst hafði að auglýsa starfið í Lögbirtingi. Vegna þeirrar handvammar var umsóknarfrestur framlengdur til 6 janúar. Allan tímann var fullyrt að Örnólfur Thorsson, núverandi forsetaritari, léti af störfum 1. mars og þá tæki eftirmaður hans við.

Örnólfur Thorsson er á förum frá forseta Íslands en illa gengur að finna arftakann.

Verkefnið er ekki í höndum ráðningarskristofu heldur er sérstök hæfisnefnd sem á að annast ferlið Í henni sitja tveir starfsmenn forsætisráðuneytis og Örnólfur. Formaður nefndarinnar er Páll Þórhallsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Enn hefur hæfisnefndin ekki tekið viðtöl við neina af umsækjendum. af því má ljóst vera að nýr forsetaritari getur ekki tekið við starfinu 1 mars eins og til stóð. Þetta þýðir líka að umsækjendur eru búnir að bíða í tvo og hálfan mánuð án þess að heyra nokkuð frá embættinu.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er nú fyrirhugað að taka viðtöl við umsækjendur í næstu viku. Hermt er að sumir þeirra séu langþreyttir á biðinni.

Forsetaritari gegnir því ábyrgðarstarfi að vera starfsmannastjóri embættis forseta Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -