Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Mikael Máni gefur út þriðju plötu sína – Strætisvagnar áhrifavaldar í tónlistarsköpuninni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Smekkleysa gefur út þriðju plötu gítarleikarans Mikaels Mána, INNERMOST, 18. nóvember næstkomandi á geisladisk og merktum vínyl í takmörkuðu upplagi (001-100). 

Samkvæmt tilkynningu frá Smekkleysu er INNERMOST konsept-plata, hugleiðing um æskuna og áhrif tónlistar. Lögin eru samin um táningsár Mikaels, hlutina sem mótuðu hann og gerðu þetta tímabil að mikilvægum stökkpalli út í fullorðinsárin. Í tónsmíðaferlinu og í útsetningum kafaði Mikael í tónlistina sem hann hlustaði mest á á þeim árum, oftast á löngum strætóferðum á leið í og úr skóla í strætó 3. Til þess að endurspegla það hélt bandið örtónleika í gömlum strætisvagni sem teknir voru upp á myndband, þar voru spiluð tvö lög plötunnar, en annað lagið heitir Bus Song (Strætólagið).


INNERMOST var tekin upp með kvintett Mikaels í júní 2022, eins og áður sagði semur Mikael tónlistina að undanskildu einu tökulagi eftir Sykurmolana, Birthday (Ammæli). Auk Mikaels eru í hljómsveitinni Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Henrik Linder á bassagítar, Lilja María Ásmundsdóttir á píanó og metalafón og Tómas Jónsson á hljómborð. Strengjakvartett skipaður Unu Sveinbjarnardóttur, Yasney Rojano Cruz, Guðrúnu Hrund Harðardóttur og Júlíu Mogensen spilar auk þess inn á 3 lög á plötunni. Um upptökustjórn sá Hilmar Jensson, Albert Finnbogason hljóðmaður og með-upptökustjórn og Hoffe Stanow  hljóðjöfnun.

Útgágudaginn 18. nóvember verður haldinn sérstakur viðburður í Smekkleysu Plötubúð, Hverfisgötu 32, kl.17-19. Mikael Máni og Hilmar Jensson gítarleikari, sem sá um upptökustjórn á plötunni, munu leika lög af plötunni ásamt eldra efni í nýjum útsetningum. Hilmar kenndi Mikael fyrir 10 árum síðan, þegar hann var í FÍH og var gamall gítar Hilmars í mörg ár aðalgítar Mikaels. Mikael ákvað að biðja Hilmar að stjórna upptökum á plötunni eftir að hann dreymdi draum þar sem hann og Hilmar voru saman við upptökur í stúdíói. Eftir að hann vaknaði fannst honum þetta vera áhugaverður draumur,  þar sem hann vissi að Hilmar hafði aldrei séð um upptökustjórn nema á plötum sem hann spilaði líka sjálfur inn á. Það varð úr að Mikael talaði við Hilmar sem var til í slaginn.  

Útgáfutónleikar verða síðan haldnir sunnudaginn 7. janúar, kl. 17:00 í Hannesarholti með hljómsveit Mikaels sem spilaði inn á plötuna.

- Auglýsing -

Mikael Máni gaf út sína fyrstu breiðskífu Bobby árið 2018, konsept-plötu um líf umdeilda skákmeistarans Bobby Fischer, þar sem Skúli Sverrisson og Magnús Trygvason Eliassen leika með honum. Platan fékk mikla athygli jafnt innanlands sem erlendis og hefur lögum plötunnar verið streymt meira en 1.300.000 sinnum. Önnur plata hans, Nostalgia Machine þróaði hljóðheim Mikaels enn frekar, en hún var tekin upp með einum virtasta upttökustjóra í jazz-tónlistinni í dag, Matt Pierson: Matt hefur unnið með Pat Metheny, Brad Mehldau og vinnur nú með Samara Joy. Platan fékk viðurkenningu frá Cerys Matthews, var valin jazz plata ársins hjá Morgunblaðinu og var tilnefnd til Kraumsverðlaunanna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -