Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Meistaranám í iðnaðarlíftækni

Háskóli Íslands og lyfjafyrirtækið Alvotech hafa gert með sér samkomulag um þverfaglegt samstarf varðandi nýja námsleið en frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands. Fyrir utan kennara við Háskóla Íslands munu sérfræðingar og vísindamenn frá Alvotech koma að kennslu nokkurra námskeiða en Alvotech styrkir námið til að koma því á laggirnar. Umsóknarfrestur í námið er til 15. apríl.

 

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvotech var stofnað árið 2013 og var hátæknisetrið formlega opnað árið 2016. Það er staðsett innan Vísindagarða Háskóla Íslands en þeir voru stofnaðir til að efla samstarf fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla um nýsköpun og skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla.

„Þess vegna er ákaflega mikilvægt að koma á sterku samstarfi á milli fyrirtækisins og Háskóla Íslands,“ segir Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Alvotech. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og stefnir fyrirtækið að því að vera leiðandi á sínu sviði á næstu árum. „Átta af tíu söluhæstu lyfjum í dag eru líftæknilyf; þetta er framtíðin,“ segir Sesselja.

Fyrirtækið styrkir meistaranámið til að koma því á laggirnar en að sögn Sesselju getur verið erfitt að koma af stað nýrri námsleið sem og kostnaðarsamt.

Mikilvægt fyrir báða aðila

„Samstarfssamningur var gerður 8. mars árið 2018 á milli Háskóla Íslands og Alvotech og í kjölfarið var sett á laggirnar samstarfsnefnd og meistaranám í iðnaðarlíftækni sem var eitt af þeim verkefnum sem sett var á oddinn til að ríða á vaðið í samstarfinu. Þar sem þetta samstarf byggir á því að efla kennslu, þjálfun, rannsóknir og nýsköpun fannst okkur eitt brýnasta verkefnið vera að koma af stað námi sem tengir saman þennan nýja og spennandi líftækniiðnað og akademíuna. Okkur hefur á einu ári tekist að setja saman þetta meistaranám í iðnaðarlíftækni,“ segir Sesselja en umsóknarfrestur í námið er til 15. apríl og hefst kennsla í haust.

„Þetta nám er ákaflega mikilvægt fyrir báða aðila og brautryðjandi námsleið í þeirri nýju hugsun að tengja saman atvinnulífið og akademíuna.“

„Þetta nám er ákaflega mikilvægt fyrir báða aðila og brautryðjandi námsleið í þeirri nýju hugsun að tengja saman atvinnulífið og akademíuna. Við munum þannig nýta hæfileika og styrkleika bæði háskólans og Alvotech og gefa nemendum þá tækifæri til að vinna verkefni við báðar stofnanir. Starfsfólk Alvotech mun kenna á sumum námskeiðum en til að keyra þetta allt áfram var Jens Guðmundur Hjörleifsson, doktor í lífefnafræði, ráðinn sem lektor og akademískur umsjónarmaður námsins.“

Jens segir að hann muni halda utan um námið og passa upp á að allir spottar gangi upp hvað varðar bóklegt akademísk nám og tengingu við líftæknifyrirtæki úti í atvinnulífinu.

„Stór liður námsins er áhersla á líftæknilyf en námið er einnig byggt upp fyrir möguleika á annarri sérhæfingu innan líftækninnar. Við höfum mjög breiða línu valnámskeiða og munu umsjónarkennarar hjálpa nemendum við val námskeiða eftir þeirra áhugasviði. Þó að Alvotech styrki námið fyrstu árin þá er meginmarkmiðið að efla líftækniiðnað á Íslandi og stefnt er á samstarf við mörg önnur líftæknifyrirtæki í landinu. Þetta verður gott fyrir samfélagið í heild sinni.“

Sesselja segir að auðvitað sé hluti af þessu að fá vel menntað fólk til starfa hjá Alvotech og öðrum líftæknifyrirtækjum en að ekki megi gleyma því að síðan megi búast við aukinni samvinnu á milli háskólans og atvinnulífsins og að sprotafyrirtæki verði stofnuð. „Þá verða til nýjar hugmyndir og rannsóknir eflast á sviðinu. Þetta er eitthvað sem við viljum byggja verulega góðar stoðir undir.“

Ákveðið frelsi

Meistaranámið í iðnaðarlíftækni er þverfaglegt samstarf á milli Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnnámi í raun- eða lífvísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði eða öðru sambærilegu námi. Kennsla mun að mestu leyti fara fram á ensku.

„Þetta þverfaglega nám miðar að því að tengja saman verkfræði, raunvísindi og heilbrigðisvísindi,“ segir Sesselja.

Nemendur þurfa að taka ákveðinn fjölda kjarnanámskeiða en svo er líka fjöldi valnámskeiða. Jens segir að nemendur geti svo valið 30 eða 60 eininga rannsóknaverkefni.

„Þau geta orðið til innan akademíunnar eða fyrirtækis; það er ákveðið frelsi þar. Umsjón með öllum rannsóknarverkefnum verður hjá akademískum starfsmönnum HÍ en nemendum verður gert kleift að vinna verkefnin að hluta eða í heild sinni í samstarfi við og hjá fyrirtækjum undir leiðsögn starfsmanna þeirra.“

Hvað er líftækni?

Jens útskýrir að bóluefnaframleiðsla, líftæknilyf, ensímþróun, hreinsun lífefna úr náttúrunni og erfðabreytingar á plöntum í landbúnaði mætti taka sem hagnýt dæmi sem tengjast líftækni.

„Þær miklu þróanir í aðferðum á greiningum á erfðamengjum en einnig þróun á aðferðum til að nýta frumur til framleiðslu á próteinum hefur verið ákveðinn hornsteinn í líftækni. Nú er hægt að gera flókna hluti á stuttum tíma sem áður gat spannað heilan starfsferil. Það þykir til dæmis ekkert stórvirki í dag að greina heilu erfðamengin. Þessi hraða þróun hefur leitt til vöntunar á lífvísindamenntuðu fólki. Meistaragráða í iðnaðarlíftækni er hugsuð til að mæta þessum skorti.”

Mikill vaxtarbroddur

Sesselja segist telja að framtíðin sé björt varðandi líftæknilyf og rekstur Alvotech.

„Fyrirtækið er að leita að um 100 nýjum starfsmönnum til að vinna í hátæknisetrinu þannig að það eru gríðarlega fjölbreytt störf í boði. Það er að minnsta kosti mikill vaxtarbroddur. Síðan er okkur mikið í mun að það myndist hérna gott umhverfi fyrir líftækni. Draumur okkar er að hafa líftækniklasa í mjög góðu samstarfi við Háskóla Íslands þar sem til dæmis sprotafyrirtæki geti fengið að blómstra,“ segir hún.

„Með þessu námi opnun við einnig fyrir fólk að fara síðar í frekara framhaldsnám í tengdum greinum,“ segir Jens.

Sesselja bætir við: „Við viljum hvetja öll líftæknifyrirtæki á landinu til að koma að náminu og bjóða upp á verkefni. Líftækni er framtíðarvísindagrein og við viljum endilega hvetja nemendur sem hyggja á frekara nám að skoða þetta nýja meistaranám.“

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Háskóla Íslands og Alvotech

Mynd / Hallur Karlsson

 

Einkennist af grípandi melódíum, fallegum söng og einlægum textum

Valborg Ólafsdóttir er ung og efnileg tónlistarkona sem var að gefa út sína fyrstu plötu sem nefnist einfaldlega Valborg Ólafs.

Þó að þetta sé fyrsta plata Valborgar þá er hún samt kunnug íslensku tónlistarlífi og hefur komið víða við. Valborg var í hljómsveitinni The Lovely Lion og tók hún einnig þátt í The Voice sem vakti mikla athygli.

Nýja plata Valborgar einkennist af grípandi melódíum, fallegum söng og einlægum textum sem samtvinnast í einkennandi hljóðheim. Hægt er að hlusta á plötuna á Spotify.

Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóðverk af Einari Vilberg sem einnig mixaði og masteraði plötuna. Lög og textar eru samin af Valborgu sem sér einnig um söng og spilar á gítar. Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru Árni Guðjónsson, Orri Guðmundsson og Baldvin Freyr Þorsteinsson.

Valborg og hljómsveit tóku sig til í febrúar og gerðu þrjú myndbönd með lögum sem eru á plötunni. Þessi myndbönd eru framleidd af Blindspot og verða öll aðgengileg á Youtube á næstu misserum. Eitt þessara laga, Golden Sky, er nú þegar komið þar inn.

Nú æfir hljómsveitin fyrir fyrsta útgáfuteitið sem haldið verður á Midgard á Hvolsvelli 18. apríl. Þar verður platan öll flutt sem og nýtt efni. Einnig verður platan til sölu þar á vínyl og geisladisk.

Miðasala á viðburðinn er hafin á tix.is.

„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar“

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir.

Tónlistarkonan GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði eftir að fyrsta plata hennar, Hvað ef, sló hressilega í gegn og sópaði til sín verðlaunum. Tilviljun olli því að hún fetaði tónlistarbrautina eftir að annar framtíðardraumur varð að engu.

Guðrún prýðir forsíðu Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Guðrún ætlaði sér ekki að verða tónlistarkona heldur atvinnufótboltakona þegar hún var yngri. Slitin krossbönd bundu enda á þann draum og það var ekki fyrr en þá sem Guðrún hellti sér af fullum krafti út í tónlistina með þessum glæsilega árangri.

„Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn.“

„Ég ætlaði mér alltaf að komast í nám út til Bandaríkjanna á skólastyrk út á fótboltann. Ég hafði í rauninni ekki annað markmið á þeim tíma. Rétt áður en ég byrjaði í menntaskólanum sleit ég hins vegar krossband í fætinum og gat ekki spilað um tíma. En ég fór í aðgerð og stefndi alltaf á að koma aftur inn í fótboltann því ég hafði svo mikinn metnað. Stuttu eftir að ég komst aftur að spila gerðist það sama aftur og ég þurfti í aðra aðgerð. Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn,“ segir Guðrún meðal annars í viðtalinu.

Ekki missa af Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Hætti lífi sínu til að ná ljósmyndinni

|
Kelly og Kody eru ferðabloggarar og halda úti Instagramösíðunni Positravelty.|

Bandaríska parið Kelly og Kody hafa verið gagnrýnd harkalega fyrir mynd sem þau birtu á Instagram í byrjun mánaðar.

Myndin sem um ræðir hefur vakið mikla athygli sökum þess að á henni má sjá Kelly hanga fram af sundlaugabrún og af myndinni að dæma hefði hátt fall geta beðið hennar ef eitthvað hefði farið útskeiðis.

Síðan myndin var birt hafa fjölmargir skrifað athugasemdir við myndina og dreift henni áfram.

Margt fólk er hrifið af myndinni en ansi margir hafa bent á að Kelly hafi augljóslega hætt lífi sínu fyrir myndina. Fólk hefur þá bent á að eflaust munu einhverjir reyna að leika þetta eftir.

„Þið eruð að kenna fólki hvernig á að haga sér heimskulega og hætta lífi sínu,“ skrifaði einn netverji við myndina.

„Ég elska þessa mynd en ég held að áhættan hafi ekki verið þess virði,“ skrifaði annar.

„Af hverju er það alltaf konan sem hættir sér fyrir myndirnar, aldrei sér maður karlmanninn hanga fram af klettabrún,“ benti annar á.

Kelly og Kody hafa fullvissað fólk um að þau hafi farið varlega. Við myndina, sem tekin var í bænum Ubud á Bali, skrifa þau meðal annars að þeim hafi þótt afar gaman að undirbúa og taka myndina. „Kody var með gott tak á mér. Við treystum hvort öðru algjörlega.“

Instagram-færsluna umdeildu má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

🇺🇸 Our greatest strength in life, our most important principle, is discernment. Only you can know your body, feel the space around you and understand your capabilities. We would all do well to remember this, knowing that not every action, style or path we witness through others is or should be, replicated. At the end of the day we are to hold ourselves accountable for the decisions that we make. ※ 🇵🇦 La mejor fortaleza en la vida, el moral más importante, es discernimiento. Solo puedes entender tu cuerpo, sentir el espacio que te rodea y comprender tus capacidades. Haríamos bien en recorder este, sabiendo que no toda acción, estilo o camino que presenciamos por otros es o debe ser, replicado. Al final del dia, somos responsables de las decisiones que hacemos. ※ Thank you @kayonjungleresort for an unforgettable experience! ※ ※ #balitravel #couplesgoals #ilovetravel #bestplaces #baligasm #ubud #balitravel #novios #junglelife #viajeros #wetravel #travelinspo #adventurous #indonesiaparadise #speechlessplaces #infinitypool #welltraveled #earthpix #baliholiday

A post shared by KELLY + KODY (@positravelty) on

Fjölbreytt páskablað Húsa og híbýla er komið út

|||
|||

Páskablað Húsa og híbýla er komið út. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu og áhugaverðu efni.

Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla er meðal annars að finna uppskriftir að gómsætum hátíðarréttum frá Lindu Benediktsdóttur, Berglindi Guðmundsdóttur, Hönnu Hlíf Bjarnadóttur og Þóru Breiðfjörð.

Leirlistamaðurinn Þóra Breiðfjörð á heimilið sem prýðir forsíðu blaðsins. Inni í blaðinu er að finna uppskrift að þessum hrísgrjónavefjum frá Þóru.

Í blaðinu er einnig að finna innlit inn á falleg heimili, meðal annars á heimili Hildar Erlu, ljósmyndara og flugfreyju. Þar fá hlýlegir náttúrutónar að njóta sín.

Í blaðinu er að finna myndir af fallegu heimili Hildar Erlu, ljósmyndara og flugfreyju.
Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður, sýnir lesendum svo það sem henni þykir vænst um á hlýlegu heimili fjölskyldunnar þar sem þeirra persónulegi stíll fær að njóta sín.

Meðfylgjandi er uppskrift að páskasteik Lindu Benediktsdóttur.

Mynd / Hákon Björnsson

Páskadagssteikin:

meðalstórt lambalæri
3-4 hvítlauksgeirar til að stinga í lærið
ferskt rósmarín
¾ dl ólífuolía
1 tsk. þurrkuð steinselja
1 tsk. þurrkað rósmarín
1 tsk. þurrkað óreganó
1 tsk. sítrónupipar
1 tsk. salt
1 tsk. paprika
8 bökunarkartöflur
5-6 hvítlauksgeirar til að setja í fatið
börkur af 1 sítrónu

  1. Skerið nokkur göt um allt lambalærið, skerið hvítlaukinn í grófar sneiðar og stingið þeim inn í götin ásamt rósmaríni. Setjið ólífuolíu í skál ásamt kryddi, blandið saman og berið olíuna svo á lambalærið, passið að setja vel inn í götin líka. Setjið lærið á bakka og lokið með plastfilmu, látið marinerast inn í kæli í a.m.k. 2 klst., helst yfir nótt.
  2. Takið lambalærið út úr ofninum og leyfið því að ná stofuhita áður en það er sett í ofninn.
  3. Kveikið á ofninum og stillið á 200⁰C.
  4. Skolið kartöflurnar vel og vandlega, skerið niður í þær um ⅔ með 2 mm millibili, passið að skera alls ekki kartöflurnar í sundur. Bragðbætið með salti og ólífuolíu, nuddið þær þannig að olían og saltið fari niður í skurðina. Raðið kartöflunum í stórt eldfast mót í kringum lambalærið. Raðið hvítlauksgeirum og ferskum rósmarínstilkum um mótið líka. Bætið við meiri ólífuolíu og kryddum ef ykkur finnst vanta. Bakið inn í ofni í 1 klst. og 20 mín. en fylgist vel með, ef lærið byrjar að brúnast of mikið þá smellið þið álpappír yfir. Leyfið lærinu að standa í 10 mín. áður en það er skorið. Skreytið með fersku rósmaríni og sítrónuberki.

 

„Stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi“

Stórsýningin LIFANDI HEIMILI 2019 verður haldin í Laugardalshöll 17. til 19. maí. Sýningunni verður skipt upp í sýningarnar Nútímaheimilið og Barnið. Það er viðburðarfyrirtækið Vista Expo sem stendur að sýningunni.

„Sýningin Lifandi heimili er stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi en um er að ræða sölusýningu þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða,“ segir Ómar Már Jónsson hjá Vista Expo.

„Á sýningunni verður hægt að skoða hvað er að koma nýtt inn á markaðinn, tæknilausnir, nýjustu línurnar í húsgögnum og húsbúnaði og fleira. Á útisvæði sýningarinnar verður síðan sérstakt sumarþema; vörur og þjónusta sem tengjast garðinum og sumrinu,“ segir Ómar.

„Á sýningunni verður hægt að skoða hvað er að koma nýtt inn á markaðinn.“

Um er að ræða þriggja daga sýningu sem hefst á föstudegi. Föstudagurinn er sérstakur fyrirtækjadagur fyrir hönnuði, arkitekta, framkvæmdaaðila og aðra fagaðila markaðarins. Þá er laugardagur og sunnudagur fyrir almenning.

Sýningin var síðast haldin í maí árið 2017 og heppnaðist gríðarlega vel. „Þar kynntu um 100 sýnendur vörur sínar og þjónustu og er áætlað um 24 þúsund manns hafi mætt yfir sýningarhelgina. Sýningin sló í gegn og voru bæði sýnendur og gestir mjög ánægðir með helgina,“ útskýrir Ómar. Hann segir mikla áherslu vera lagða á að skapa skemmtilega upplifun fyrir alla fjölskylduna.

„Um sýningarhelgina verður þétt dagskrá af uppákomum sem höfðar til allra í fjölskyldunni. Ekki má gleyma því að á útisvæði sýningarinnar verður sérstakt leiksvæði með leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina og verður frítt í öll leiktæki.“

10.000 gestir mættu á sýninguna Barnið 2016

Sýningin Barnið 2019 verður haldin samhliða sýningunni Lifandi heimili og fer fram á sama tíma í Höllinni.

„BARNIÐ 2019 er einstök sölusýning sem höfðar til verðandi foreldra, nýbakaða foreldra og tengdra aðila. Á síðustu sýningu voru mörg fyrirtæki með sérstök sýningartilboð og leiddu kannanir sem við létum gera í ljós að um 60% gesta sýningarinnar keyptu einhvers konar vörur eða þjónustu meðan á sýningunni stóð,“ segir Ómar um sýninguna sem var síðast haldin í Hörpu í september 2016. „Þar kynntu um 40 sýnendur vörur sínar og þjónustu og mættu um 10.000 gestir.“

Ómar bætir við: „Maður hafði áætlað að stærstur hluti gesta á þá sýningu yrði kvenfólk sem væru með ung börn eða ættu von á sér en svo var ekki. Það sem kom svo skemmtilega á óvart var það að við sáum algjörlega svipað hlutfall af verðandi og nýbökuðum pöbbum, þannig að skiptingin var mjög svipuð milli kynjanna. Það gaf til kynna að samfélagið okkar hefur breyst til batnaðar.“

Ómar bendir svo áhugasömum á heimasíðu sýningarinnar, www.lifandiheimili.is, en þar er að finna frekari upplýsingar um sýningarnar.

 Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Peningurinn sem er af einskærri ósvífni stolið af félagsmönnum“

||
||

„Það er ekki í lagi að atvinnurekendur geti leikið sér með að stela af fólki laun. Þetta er einfaldlega glæpsamlegt.“

„Þetta eru mikið til sömu fyrirtæki og við rukkuðum árið á undan. Það er mikil þörf á að gera þessa háttsemi refsiverða,“ er þá haft eftir Tryggva Marteinssyni kjaramálafulltrúa hjá Eflingu.

Mynd / Hallur Karlsson

Grannkonan góða

Lífsreynslusaga úr Vikunni.

Fyrir tveimur árum flutti móðir mín í blokk. Hún hafði ákveðið að minnka við sig eftir að pabbi dó og þetta var falleg íbúð, fullkomin fyrir eina manneskju. Í byrjun gekk allt vel og mamma var mjög ánægð en svo flutti ný kona í húsið og þá breyttist allt.

Grannkonan bjó á móti mömmu og fljótlega fór hún að koma yfir í tíma og ótíma. Hún var mikill sjúklingur að eigin sögn og alltaf var eitthvað nýttt að henni. Fyrst var hún með krabbamein í ristli svo var það komið í magann, næst í heilann og svo í beinin. Hún hafði alltaf þjáðst af gigt og ofnæmi, verið með mígreni frá unga aldri og eyrnabólgur. Hún hafði ávallt nýja sorgarsögu að segja. Út af fyrir sig hefði það verið í lagi ef heimsóknirnar hefðu eingöngu snúist um að tala en svo var ekki. Í hvert sinn bað hún mömmu um hjálp við eitthvað.

Hún var líka óskaplega gleymin. Mamma var alltaf að hleypa henni inn eftir að hún hafði gleymt lyklunum sínum. Hún fékk svo að sitja inni hjá henni meðan beðið var eftir að sonurinn kæmi með aukalykla og opnaði íbúðina. Sífellt meiri truflun var að þessu fyrir mömmu og hún fékk oft ekki frið heima hjá sér dag eftir dag vegna grannkonunnar.

Fegurðardrottning

Þegar hún var ung hafði þessi kona verið áberandi í þjóðlífinu um tíma og flogið hátt eins og þar stendur. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann. Eftir það starfaði hún sem fyrirsæta um tíma. Hún giftist manni í góðri stöðu og bjó lengi erlendis. Þegar þau hjónin skildu flutti hún heim. Mamma fékk að heyra langar og átakanlegar sögur af því hversu illa maðurinn hafði farið með hana og hvernig hann hafði séð til þess að hún færi slypp og snauð út úr skiptunum.

Hvernig sem því var nú háttað var að minnsta kosti víst að konan átti enga peninga. Sonur hennar keypti handa henni íbúðina á móti mömmu en að öðru leyti lifði hún á örorkubótum. Þær gáfu ekki rúm til að leyfa sér mikið og allt var grannkonunni ofboðslega erfitt. Oft bað hún mömmu að hjálpa sér við að greiða sér, naglalakka neglurnar eða einhver önnur smáviðvik. Svo var hún farin að þvo henni um hárið, setja í hana rúllur og hjálpa henni að hreinsa húðina.

Smátt og smátt jukust kröfurnar. Grannkonan  bað mömmu æ oftar að fara út í búð fyrir sig, keyra sig til vinkvenna, lækna eða í hárgreiðslu. Hún var líka farin að kalla á mömmu þegar hún vildi flytja til húsgögn en hún var alltaf að breyta uppröðun í íbúð sinni. Reglulega kom hún og fékk lánaða mjólk, morgunkorn, hveiti eða eitthvað annað. Brátt var hún farin að mæta á matmálstímum og sat um að sníkja mat af mömmu.

Hélt uppteknum hætti

Ég fann fljóltega að þetta var farið að leggjast þungt á mömmu. Hún vorkenndi konunni en hafði enga orku til að sinna svona krefjandi manneskju. Mamma mín er rúmlega sjötug og konan á svipuðum aldri. Ég reyndi allt hvað ég gat að telja mömmu á að segja konunni einfaldlega að þetta gengi of langt en hún guggnaði ævinlega á því. Þess í stað var hún farin að fara út snemma á morgnana og laumast heim seinnipartinn.

„Hún vorkenndi konunni en hafði enga orku til að sinna svona krefjandi manneskju.“

Oft sat hún inni hjá sér með ljósin slökkt og þorði ekki að kveikja á sjónvarpi eða hlusta á tónlist af ótta við grannkonan heyrði og kæmi yfir. Væri dyrabjöllunni hringt þorði mamma ekki fyrir sitt litla líf að svara og lét sem hún væri ekki heima. Þegar ég komst að þessu vissi ég að við svo búið mætti ekki standa.

Daginn eftir fór ég sjálf yfir og talaði við konuna og benti henni á að móðir mín væri fullorðin kona og stríddi við ýmsa kvilla líka. Það væri þess vegna ekki hægt að leggja á hana alls konar snúninga og vinnu í þágu annarra. Konan hlustaði á mig og sagðist skilja það ósköp vel. Hún væri bara svo ein í heiminum og mamma mín einstaklega greiðvikin og góð. Ég er harðari af mér en mamma svo ég sagði henni beint út að það gæfi engum leyfi til að misnota góðvild hennar. Sjálf ætti hún son og tengdadóttur og barnabörn og gæti líklega leita til þeirra. Jú, hún viðurkenndi það og lofaði að gera meira af því hér eftir. Hún var klökk þegar hún sagði þetta en ég lét engan bilbug á mér finna. Mamma átti betra skilið en að búa við hálfgert umsátursástand.

Ég hélt að þar með væri málið leyst en svo var aldeilis ekki. Nokkrum vikum seinna komst ég að því að konan hélt áfram að sitja um mömmu og biðja hana um greiða. Eini munurinn var að nú byrjaði hún allar beiðnir á: „Heldur þú að dóttur þinni þætti nokkuð of mikið ef þú gerðir mér smágreiða?“ Og mamma gaf alltaf eftir og gerði það sem beðið var um. Sameiginlegt þvottahús var í kjallara blokkarinnar og oft setti mamma í vél fyrir grannkonu sína, hengdi upp fyrir hana þvott og tók hann niður og færði henni. Reyndar var hún hætt að biðja mömmu að flytja húsgögn en mamma sótti fyrir hana pakka á pósthúsið og borgaði aðflutningsgjöld sem hin borgaði ekki til baka.

Hringt í soninn

Nú var mér algjörlega nóg boðið. Ég hafði upp á símanúmerinu hjá syninum og hringdi í hann. Ég benti honum á að móðir hans væri augljóslega mikið veik og nær ósjálfbjarga. Það hefði hingað til lent á mömmu minni að sinna henni nánast frá morgni til kvölds á kostnað hennar heilsu. Nú vildi ég að lát yrði á þessu. Ef konan gæti ekki búið ein yrðu þau að leggja drög að því að koma henni á stofnun eða ráða manneskju til að sinna henni. Hann hlustaði kurteislega á mig og sagðist mundu kanna málið.

Næstu daga fylgdist ég vel með og mamma fékk algjöran frið frá grannkonu sinni. Ég var farin að halda að málið væri leyst þegar ég frétti að konan var farin að herja á aðra manneskju í húsinu. Sonurinn hafði greinilega bannað henni að plaga mömmu svo hún var farin að hringja hjá konunni á hæðinni fyrir ofan þegar hún gleymdi lyklunum og setjast upp hjá henni.

„Mamma er auðvitað dauðfegin að vera laus og geta aftur gengið ófeimin um íbúðina sína.“

Ég vona sannarlega að sú kona hafi meira bein í nefinu en mamma og láta hlutina ekki ganga eins langt. Mamma er auðvitað dauðfegin að vera laus og geta aftur gengið ófeimin um íbúðina sína. Ég veit þó ekki hve lengi sú dýrð stendur því ég gæti vel trúað konunni til að byrja aftur að biðja hana um greiða ef ekki gengur vel að fá þá frá öðrum íbúum hússins.

Ég er líka mjög hissa á að félagsþjónustan skuli ekki gera meira fyrir hana. Hvort sem konan ýkir sjúkdóma sína og sjúkdómasögu eða ekki er augljóst að hún er ósjálfbjarga að mjög mörgu leyti. Ég hef sjálf séð að hún á mjög erfitt með gang og másar eins og físibelgur í hvert sinn sem hún þarf að ganga meira en nokkur skref. Ég veit að hún fær heimilishjálp en þyrfti mun meiri aðstoð. En mamma er alla vega laus í bili og er á meðan er.

„Drengnum mínum var sagt að ég væri vondur maður”

Rapparinn Haukur H var að senda frá sér ansi tilfinningaþrungið lag og myndband sem ber heitið Mínu blóði.

Lagið fjallar um umgengnismál sem Haukur H stóð í við barnsmóður sína í fjögur ár. En honum og drengnum hans var meinað að hitta hvorn annan. „Drengnum mínum var sagt að ég, faðir hans væri vondur maður og þess vegna mætti hann ekki hitta mig,“ segir hann. Þetta endaði með því að móðir drengsins var svipt forræðinu.

Eftir fjögurra ára erfiða baráttu fékk Haukur H loksins strákinn sinn. „Hann þekkti mig ekki neitt þegar ég fékk hann. Hann hafði lifað í þeirri trú um að faðir hans væri vondur maður. Stráknum mínum vegnar virkilega vel í dag,“ segir Haukur þakklátur.

Textinn í laginu er virkilega beinskeyttur og góður.

Sveinn Andri æsti sig í dómsal

Sveinn Andri Sveinsson er á lausu

Sveinn Andri segist ekki ætla að koma nálægt kröfu Arion banka á hendur WOW air.

Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, segist ekki ætla að nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins, að því er fram kemur á vef RÚV. Þetta staðhæfði lögmaðurinn í dag í í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar krafa Arion banka um að Sveinn Andri víki sem skiptastjóri í þrotabúi WOW air var tekin fyrir.

Í samtali við Mannlíf í síðustu viku staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri , hæstaréttarlögmaður og þá nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air, yrði settur af vegna vanhæfis. Haraladur staðfesti einnig að það tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

„Ég vil að öðru leyti ekki tjá mig um þetta. Málið er bara í farvegi og við ætlum ekki að reka það í fjölmiðlum,“ sagði Haraldur í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu, en Arion banki er, eins og kunnugt er, einn af stærstu kröfuhöfunum í þrotabú flugfélagsins WOW air.

Í dag sagði Sveinn Andri að kröfu Arion banka mætti rekja til persónulegrar óvildar til sín þar sem hann ræki mál sín af hörku. Skaut hann svo föstum skotum á Ólaf Eiríksson, lögmann Arion banka vegna málsins að dómari í málinu, Símon Sigvaldason bað Svein Andra vinsamlegast að gæta orða sinna. Í kjölfarið baðst Sveinn Andri afsökunar á því að hafa æst sig.

Von er á úrskurði á föstudag.

Mynd / Kristinn Magnússon

Í mál vegna Boeing 737 Max flugvéla

Fyrirtækið sakað um að hafa lagt áherslu á gróða á kostnað heiðarleika og öryggis.

Hluthafar í Boeing hafa höfðað mál á hendur fyrirtækinu á þeim forsendum að það hafi ekki verið heiðarlegt vegna öryggisbúnaðar Boeing 737 Max flugvéla, en eins og kunnugt er urðu tvö mannskæð flugslys með nokkra mánaða millibili sem eru rakin til bilunar í búnaði slíkra véla. Annars vegar flugslys í Eþíópíu í síðasta mánuði þegar allir 157 farþegar um borð létust og hins vegar þegar flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október.

Samkvæmt lögsókninni á Boeing að hafa lagt áherslu á gróða og stækkunarmöguleika fyrirtækisins á kostnað heiðarleika og öryggis, að því er fram kemur á vefsíðu Reuters. Hluthafinn Richard Seeks sakar Boeing um að hafa flýtt fyrir framleiðsluferli 737 Max til að geta keppt við samkeppnisaðilann Airbus og um leið hafi fyrirtækið vanrækt að hafa aukabúnað með vélunum, búnað sem hefði geta komið í veg fyrir fyrrnefnd slys.

Eins og greint hefur verið frá á Mannlífi hefur Icelandair tekið sínar Boeing 737 Max flugvélar úr rekstri um óákveðinn tíma. Icelandair mun ekki fljúga nýjum flugvélum sínum þangað til búið verður að ganga úr skugga um að öryggi þeirra sé tryggt. Flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund áður en Icelandair tók sína ákvörðun. Allt fram að tilkynningunni var það afstaða Icelandair að flugvélarnar væru öruggar og að ekki væri ástæða til að kyrrsetja vélarnar.

Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Komið í ljós hver mun leika Díönu í The Crown

Leikkonan sem mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í þáttunum The Crown þykir ansi lík prinsessunni í útliti.

Netflix-þættirnir The Crown hafa notið mikilla vinsælda síðan þeir komu fyrst út árið 2016. Þætt­irn­ir fjalla um líf Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar og fjöl­skyldu henn­ar. Aðdáendur þáttanna hafa undanfarið velt vöngum yfir því hver mun leika Díönu í fjórðu seríu þáttanna.

Í gær var greint frá því að búið er að ráða leikkonu í hlutverkið.

Í frétt The Guardian segir að leikkonan sem mun fara með hlutverk Díönu hafi heillað þau sem annast leikaraval strax upp úr skónum.

Leikkonan sem um ræðir er 23 ára og heitir Emma Corrin og er nýgræðingur í leiklistarheiminum en er mikill aðdáandi þáttanna The Crown. „Ég hef verið límd við þættina síðan fyrsta þátturinn var sýndur,“ var haft eftir Emmu.

Höfundur þáttanna, Peter Morgan, segir Emmu afar hæfileikaríka og búa yfir sakleysislegu yfirbragði líkt og Díana gerði. „Hún heillaði okkur um leið og hún kom inn í áheyrnarprufu.“

Leikaravalið hefur vakið töluverða athygli en Emma þykir nokkuð lík Díönu í útliti.

Hörbrúnn er móðins um þessar mundir

Náttúrulegir og hlýlegir litatónar eru að verða meira áberandi þessi misserin, kaldir tónar eru víkja fyrir hlýlegum litum.

Það getur komið vel út að velja keimlíka litatóna í sama rými og mála jafnvel hillur og skenk til dæmis í sama lit eða svipuðum tón og veggina. Það skapar dýpt og hlýleika, það er að segja ef litirnir eru hlýlegir og mjúkir, ef þannig má komast að orði.

Ritstjórn Húsa og híbýla valdi hlýlegan brúngráan lit nýlega sem fer örugglega vel á flest rými. Liturinn fæst í BYKO.

Myndir / BYKO

Nú má heita Systa og Lynd en ekki Sukki

Mannanafnanefnd samþykkti tvö eiginnöfn með úrskurðum þann 25. mars. Það eru kvenkynseiginnöfnin Lynd og Systa. Nefndin hafnaði þá eiginnöfnunum Valthor (kk), Thurid (kvk) og Sukki (kk).

Í úrskurði mannanafnanefnd um nafnið Sukki segir meðal annars: „Eiginnafnið Sukki er dregið af nafnorðinu sukk, sem merkir ‘svall, óregla; eyðslusemi, óráðsía’ eða ‘hávaði, háreysti’. Nafnorðið sem nafnið er dregið af hefur því mjög neikvæða merkingu.“ Þá segir að nafnið geti hugsanlega orðið barni til ama.

Nöfnunum Valthor og Thurid var hafnað á grundvelli þess að þau ritast ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensk máls.

Nöfnin Systa og Lynd voru samþykkt og færð á mannanafnaskrá.

 

Sonur Ragnars Lýðssonar: „Frásagnir Vals Lýðssonar af kvöldinu örlagaríka eru orðnar ansi margar“

Ingi R. Ragnarsson

„Sannleikanum hafa ekki verið gerð næg skil,“ skrifar Ingi R. Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar sem lést af völdum bróður síns á bæn­um Gýgjar­hóli II í fyrra.

 

Þann 24. september var Valur Lýðsson dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars 2018, á bæn­um Gýgjar­hóli II í Blá­skóga­byggð. Ríkissaksóknari áfrýjaði þeim dómi og hófst aðalmeðferð í máinu Landsrétti í gær.

Ingi R. Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, tjáir sig um málið í langri færslu á Facebook. Færsluna skrifar hann undir yfirskriftinni „Morðið að Gýgjarhóli – Sannleikurinn“.

Svona hefst færsla Inga: „Frásagnir Vals Lýðssonar af kvöldinu örlagaríka eru orðnar ansi margar og mis skrautlegar. Upphaflega ætlaði hann að halda sig við að hann hefði komið að föður mínum um morguninn og að hann myndi óljóst eftir átökum. Hann minnti þó að faðir minn hefði átt upptökin og að þeir hefðu skilið sáttir um nóttina. Hann hefði svo komið að honum látnum um morguninn“.

Ingi skrifar þá að blóðferlarannsókn á vettvangi og krufning á líki föður hans hafi leitt í ljós að fátt passaði við frásögn Vals.

„Lögreglan áætlaði mjög fljótlega að föður mínum hefði verið komið að óvörum, hann sleginn mjög þungu höggi og strax fallið niður á fjóra fætur. Það getur lögreglan ályktað út frá blóðslettum á vettvangi, meðal annars á þvottavél. Þar traðkar Valur á pabba sem liggur á fjórum fótum, þar til pabbi missir hendurnar undan sér og fellur í gólfið. Blóðslettur sem spýttust út um munnvik föður míns og áverkar á andliti sýna að Valur traðkar á höfði föður míns eftir að hann fellur. Höggin eru það mörg og það þung að andlit föður míns var mjög illa farið,“ skrifar hann meðal annars og vísar svo í niðursöður rannsóknar réttarmeinafræðingssins Sebastians Kunz.

„Réttarmeinafræðingur staðfesti að það voru engir áverkar, mar eða nokkur skapaður hlutur á föður mínum sem benti til þess að hann hefði slegið til Vals eða varið sig. Andlit föður míns var blátt og afmyndað. Pabbi liggur þvert í gegnum anddyrið á Gýgjarhóli og lögregluna grunaði strax í upphafi að hann hefði verið sleginn með barefli í upphafi atlögunnar. Gerð var ítarleg leit en henni var síðan hætt á þeim forsendum að réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt væri að valda áverkum föður míns með berum höndum og fótum. Þá er árásin talin svo ofboðslega heiftúðug að lögreglan taldi barefli hvort sem er ekki hafa mikið að segja við málsmeðferð.“

Ingi skrifar svo að þrátt fyrir að Valur hafi breytt frásögn sinni nokkrum sinnum þá hefur hún aldrei passað við það sem sönnunargögn hafa leitt í ljós. „Þrátt fyrir endalausar hagræðingar Vals á frásögn sinni þessa nótt, er hún ekki enn farin að ríma við sönnunargögnin á vettvangi og krufningu föður míns.“

Í lok færslunnar kemur þá fram að Inga hafi þótt mikilvægt að skrifa og birta grein um málið.

„Fólk hefur einnig ekki meðtekið að um væri að ræða tilhæfulausa árás á mann sem var á förum þessa nótt.“

„Fólk hefur keypt sögusagnir af atburðum þessarar nætur og hefur ekki ennþá meðtekið að Valur sé fær um svona ofbeldisverk. Fólk hefur einnig ekki meðtekið að um væri að ræða tilhæfulausa árás á mann sem var á förum þessa nótt. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá er siðblindur einstaklingur undantekningin á því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þegar annar einstaklingurinn er siðlaus þá þurfa tveggja hliða deilur ekki að koma til. Heiðarlegri og réttsýnni menn en pabbi eru vandfundnir, þó hann hafi haft nóg af göllum eins og hver annar. Sannleikanum hafa ekki verið gerð næg skil opinberlega og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá get ég ekki látið síðustu orðin um föður minn vera nafnlausan rógburð frá Val Lýðssyni og fylgjum hans og því settist ég við skriftir.“

Færslu Inga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Er alltaf að komast nær sínum eigin stíl

Ísak Marvins er myndlistarmaður á uppleiði. Eftir þrjú ár í grafískri hönnun stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Krot ehf. Ísak gaf út nokkrar fatalínur sem seldust upp ásamt því að hanna vinnustofur fyrir fyrirtæki.

 

Ísak Marvin segist vera fyrst og fremst myndlistarmaður en verkin sem hann málar eru stór og setur hann í þau mikla orku.

„Ég mála á mjög „expressioniskan“ hátt. Stærð málverkanna skiptir mig miklu máli og mér líður best þegar ég er að mála stór verk, það er svo mikið frelsi. Mig langar auðvitað að fara lengra og það kemur með tímanum en ég tel það vera eðlilega þróun listamannsins að vilja eitthvað stærra og meira en maður sjálfur,“ útskýrir hann og bætir við að einnig hefur hann mikinn áhuga á því að smíða skúlptúra úr allskonar efnum en þau verk eru enn á tilraunarstigi.

Eftir námið í grafískri hönnun var hann farinn að mála á fullu og var búinn að breyta dimmum og köldum bílskúrnum hjá mömmu sinni í vinnustofu.

„Mér bauðst að fara til Berlín í stutt og gott nám sem gekk vel, kom svo heim og sárvantaði nýja vinnuaðstöðu og það leiddi að því að ég fór í samstarf við fasteignafélag um stofnum Artsalir-Studios sem eru fjölnota vinnustofur að Bíldshöfða 18, ætlaðar fyrir allskyns starfsemi og þar er ég með nýju vinnustofuna mína. Svo auðvitað mála ég eins og enginn sé morgundagurinn.

„Þar sem ég þvældist um safnið í flýti labbaði ég fram hjá sal fullum af verkum eftir Mark Rothko og það var þá sem list höfðaði í fyrsta skipti til mín af fullum þunga“

Uppgötvaði listina í London

Ísak hefur alltaf verið að mála og teikna alveg frá því hann gat haldið sjálfur á blýanti og pensli sem barn. „Ég var mikið hjá ömmum mínum og öfum sem barn og þar var ég yfirleitt að skapa, bæði mála og teikna en einnig að smíða hina og þessa hluti, það kom allt bara svo náttúrulega hjá mér og gerir enn. Þegar ég var um 10 ára þá byrjaði ég að fikta mig áfram í graffinu og þannig þróaðist ég alltaf meira og meira yfir í myndlistina,“ rifjar hann upp.

En þegar Ísak virkilega uppgötvaði list var þegar hann var staddur í London í námsferð 2016. Hann var búin að týna hópnum sínum en þá rambaði hann inná Tate Museum. „Þar sem ég þvældist um safnið í flýti labbaði ég fram hjá sal fullum af verkum eftir Mark Rothko og það var þá sem list höfðaði í fyrsta skipti til mín af fullum þunga. Síðan þá hef ég helgað mig myndlistinni.“

Ísak málar gjarnan stór verk.

Fyrirmyndirnar koma úr mörgum ólíkum áttum

Fyrst var það auðvitað Mark Rothko sem kveikti áhugann og þaðan kemur hluti af því að vilja mála stór verk. Á tímabili var ég kallaður „Sakki Pollock“ vegna þess að ég málaði mikið eins og Jackson Pollock og eftir það hef ég safnað saman hugmyndum frá mörgum helstu listmálurum heims og tek það sem höfðar til mín frá hverjum og einum,“ segir hann.

„Einnig hefur Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður og Lúðvík Karlsson listamaður, sem er einnig þekktur sem Liston, haft áhrif á mig með kennslu sinni og verkum.“

Eðli listamanna að halda sýningar

Ásamt því að vera í Myndlistarskólanum í Reykjavík er ísak að mála á fullu ný verk á nýju vinnustofunni sinni hjá Artsalir-studios og segir hann að hann er alltaf að komast nær sínum eigin stíl og hlakkar mikið til að sýna þessi nýju verk sýn. Framtíðin er spennandi hjá Ísaki og er hann alltaf að vinna að því að koma sjálfum sér á framfæri og taka ferilinn og sjálfan sig á næsta stig. Einnig er hann alltaf að vinna í næstu sýningu.

„Það er í eðli listamanna að halda sýningar og vilja sýna verkin sín,“ segir hann. „Ég stefni á að næsta sýning verði eftir rúmlega tvo mánuði en ég er enn að vinna í smáatriðunum. Einnig er ég að vinna að því að byggja upp gott umhverfi í kringum Artsalir-studios,“ segir hann. En Ísak er einnig með augun á Berlín vegna verkefnis sem hann sótti um að fá að taka þátt í og mun það leiða af sér sýningu árið 2020. „Ég hef alltaf elt innsæið og ég hvet aðra til að gera það sama. Svo auðvitað ef ykkur vantar stúdíó, þá endilega verið í sambandi.“

Eflaust ellimerki að kjósa fræðandi bækur

|
|

Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi og formaður Hinsegin daga, kýs bækur sem veita innsýn í samfélag og sögu.

„Í sannleika sagt þá les ég allt of lítið og er alltaf að reyna að taka mig á í þeim efnum enda hef ég mjög gaman af lestri góðra bóka,“ segir Gunnlaugur Bragi.

„Fyrst eftir að ég lauk háskólanámi fannst mér tilhugsunin um meiri lestur svolítið erfið og því las ég einna helst auðlesna krimma eða annað í þeim dúr á ferðalögum. Á síðustu árum hef ég hins vegar sífellt meiri þörf fyrir að lesa fræðandi bækur, bækur sem veita mér nýja þekkingu og betri innsýn í samfélag og sögu. Eflaust er það einhvers konar ellimerki en ég tek því fagnandi. Bækurnar sem koma strax upp í hugann sem þær áhrifamestu sem ég hef lesið eru einmitt bækur af þessum toga.“

Sláandi frásögn

„Fyrst ber þar að nefna trílógíu hins sænska Jonas Gardell, Þerraðu aldrei tár án hanska. Verandi virkur þátttakandi í baráttunni fyrir áframhaldandi sýnileika og auknum réttindum hinsegin fólks í samfélaginu finnst mér afar mikilvægt að fræðast um fyrri tíma. Sagan má aldrei gleymast en ég trúi því líka að hluta svarsins við því hvert við stefnum sé einmitt að finna í því hvaðan við erum að koma.

Og það er einmitt það sem þessi trílógía gerir. Þarna er á ferð sláandi fyrstu handar frásögn um unga menn sem finna ást í örmum hvor annars snemma á níunda áratugnum. Þarna spila m.a. inn í trúarbrögð, fordómar, einmanaleiki og sorg en ekki síst HIV-faraldurinn. Upp úr bókunum þremur voru svo gerðir sjónvarpsþættir sem m.a. vöktu mikla athygli á RÚV fyrir nokkrum árum.“

Saga sem gleymist seint

„Önnur bók sem hafði mikil áhrif á mig og hefur fylgt mér allar götur síðan er bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn eftir Heinz Heger sem kom út árið 1972 en í íslenskri þýðingu árið 2013. Þar er sögð saga Josef Kohout sem árið 1939 var handtekinn af Gestapo, leynilögreglu nasista, ákærður fyrir alvarlegan saurlifnað og dæmur til þrælkunar.

Þar var Kohout einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem látnir voru bera bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Sárafátt hefur varðveist sem lýsir aðbúnaði hinsegin fólks í fangabúðunum en Kohout lifði þrælkunina af og í dag er saga hans líklega frægust þeirra sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Átakanleg frásögn sem ég spændi í mig í flugi fyrir nokkrum árum og hefur átt sérstakan stað í hjarta mér síðan.“

Hlúum að framtíðarlandinu

Skoðun

Eftir / Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Að undanförnu hefur mikið gengið á í íslenskri ferðaþjónustu. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að umræðan snúist fyrst og fremst um áskoranir skammtímans, hvaða afleiðingar þær kunni að hafa og hvernig þurfi að bregðast við þeim. En það er mikilvægt að gleyma ekki sýninni til langs tíma. Allt sem við gerum í dag hefur áhrif inn í framtíðina.

Ferðaþjónusta verður áfram grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar. Ferðamenn munu ekki hverfa eins og síldin þó að fjöldi þeirra sveiflist milli ára. Sú uppbygging sem hefur orðið um allt land með tilkomu ferðaþjónustunnar mun halda áfram. Hvers vegna?

Áfangastaðurinn Ísland er einfaldlega kominn á kortið sem ferðamannaland. Við búum yfir náttúru og menningu sem ferðamenn hafa áhuga á og reynslan hefur sýnt að slíkur áfangastaður á góða möguleika á að byggja upp sterka langtímaferðaþjónustu.

Stóra tækifærið fyrir íslenska ferðaþjónustu, og mikilvægt tækifæri fyrir samfélagið allt, er að ná jafnvægi í greininni til framtíðar með um 3-5% fjölgun ferðamanna á ári, líkt og við sjáum í alþjóðlegum tölum um vöxt ferðamennsku. Sú framtíðarsýn mun byggja undir efnahagslegan stöðugleika og bætt lífskjör allra í samfélaginu.

Sameiginleg sýn inn í framtíðina

Til þess að þessi sýn geti raungerst þarf að halda vel á spöðunum á næstu mánuðum og árum. Ferðaþjónustuaðilar hafa áður tekist á við sveiflur og munu leggja mikið á sig til að vinna úr þeim vanda á næstu mánuðum og árum. En það er einnig nauðsynlegt að mæta því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir af falli WOW air og verkfallsaðgerðum með skynsamlegum aðgerðum af hálfu opinberra aðila.

Ferðaþjónustan hefur drifið lífskjarabætur undanfarinna ára með því að búa til fordæmalausar aðstæður í efnahagslífinu þar sem vöru- og þjónustujöfnuður hefur verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að íslenska hagkerfið hefur líkst því þýska meira en því gríska á undanförnum árum sem hefur lagt grunninn að þeirri uppsveiflu og kaupmáttaraukningu sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Það er því skynsamleg ráðstöfun fyrir stjórnvöld að stíga inn og taka utan um atvinnugreinina með hvetjandi ráðstöfunum nú þegar gefur harkalega á bátinn til að hún komist sem fyrst upp úr öldudalnum.

Það er mikilvægt fyrir allt samfélagið að það takist að stytta þann tíma sem tekur ferðaþjónustuna að vinna úr áföllunum, því sterk íslensk ferðaþjónusta er allra hagur. Það sést ekki síst á landsbyggðinni þar sem uppbygging atvinnutækifæra hefur tekið stakkaskiptum frá því sem áður var.

Það er þróun sem er mikilvægt að haldi áfram og styðja þarf við. Styrkur ferðaþjónustu á landsbyggðinni er forsenda þess að við getum boðið ferðamönnum að upplifa einstaka náttúru landsins alls, byggt upp fleiri áfangastaði sem léttir álagið af vinsælustu stöðunum og færir fólki verðmæti í heimabyggð.

Ferðaþjónustulandið Ísland er komið til að vera. Það eru góðar fréttir fyrir okkur öll.

Vann með heimsþekktu tónlistarfólki í London

|
|

Tónlistarmaðurinn Gísli vinnur nú að nýrri plötu sem verður hans fjórða plata í fullri lengd og er væntanleg seinna á árinu. Platan hefur fengið heitið The Skeleton Crew, sem þýðir lágmarks mannskapur til að framkvæma hluti.

„Mér fannst þetta viðeigandi þar sem ég spila á öll hljóðfærin á plötunni sjálfur, tek allt upp og mixa heima í stúdíóinu mínu í Höfnum á Reykjanesi,“ segir hann.

Áður var Gísli á samningi hjá útgáfufyrirtækinu EMI UK í nokkur ár þar sem hann gaf út meðal annars lagið How about that sem naut mikilla vinsælda. Eftir það vann hann m.a. við að semja og útsetja fyrir aðra, mest í London en líka í Ameríku og Noregi þar sem hann bjó í mörg ár áður en hann fluttist til London. Í London starfaði hann með ýmsu áhugaverðu tónlistarfólki eins og Mick Jones úr hljómsveitinni The Clash og tónlistarkonunum Carhey Dennis og Duffy.

Fyrir skömmu sendi Gísli frá sér lagið Tidal Wave sem hefur hefur fengið góða spilun hérlendis.

Hægt er að hlusta á það á Albumm.is.

Fjölskylda Jóns Þrastar frábiður sér aðstoð miðla og sjáenda

||
Leitað er eftir Jóni Þresti í almenningsgarði í Norður Dublin

Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan í byrjun febrúar, hefur afþakkað aðstoð miðla og annarra sem telja sig hafa yfirnáttúrlega burði til að segja til um hvar hann er niðurkominn. Fjölskyldunni hefur borist fjöldi slíkra ábendinga sem sumar hverjar hafa gengið mjög nærri fjölskyldunni.

Jóns Þrastar hefur verið leitað í Dublin síðan hann gekk af hótelherbergi sínu í Dublin þann 8. febrúar.

Fjölskylda Jóns Þrastar segir í yfirlýsingu að henni hafi borist fjölmargar stuðnings- og samúðarkveðjur vegna málsins, jafnt frá fjölskyldu, vinum og bláókunnugum. Margar þessar kveðjur hafi veitt fjölskyldunni ómetanlegan stuðning í leitinni.

Hins vegar hafi einnig borist fjöldi skilaboða frá fólki sem skilgreinir sem miðla eða sjáendur og telja sig vita hvar Jón Þröstur er niður kominn. Slíkum skilaboðum fari sífellt fjölgandi og benda þau öll í sitt hvora áttina. Er svo komið að fjölskyldan hefur séð sig tilneydda til að frábiðja sér slík skilaboð.

„Við virðum afstöðu ykkar og lífstíl en ef þið væruð í okkar sporum hljótið þið að skilja hvað það er gríðarlega sársaukafullt að fá skilaboð á nokkurra daga fresti frá fólki sem fullyrðir að okkar elskulegi bróðir sé fastur undir grjóthnullungi í námu eða þaðan af verra. Ef svo ólíklega vill til að við viljum óska eftir aðstoð miðla, sjáenda eða annarra með yfirnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra,

segir í yfirlýsingunni. Hins vegar eru þeir sem hafa mögulega hitt Jón Þröst á förnum vegi hvattir til þess að hafa samband.

 

Meistaranám í iðnaðarlíftækni

Háskóli Íslands og lyfjafyrirtækið Alvotech hafa gert með sér samkomulag um þverfaglegt samstarf varðandi nýja námsleið en frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands. Fyrir utan kennara við Háskóla Íslands munu sérfræðingar og vísindamenn frá Alvotech koma að kennslu nokkurra námskeiða en Alvotech styrkir námið til að koma því á laggirnar. Umsóknarfrestur í námið er til 15. apríl.

 

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvotech var stofnað árið 2013 og var hátæknisetrið formlega opnað árið 2016. Það er staðsett innan Vísindagarða Háskóla Íslands en þeir voru stofnaðir til að efla samstarf fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla um nýsköpun og skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla.

„Þess vegna er ákaflega mikilvægt að koma á sterku samstarfi á milli fyrirtækisins og Háskóla Íslands,“ segir Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Alvotech. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og stefnir fyrirtækið að því að vera leiðandi á sínu sviði á næstu árum. „Átta af tíu söluhæstu lyfjum í dag eru líftæknilyf; þetta er framtíðin,“ segir Sesselja.

Fyrirtækið styrkir meistaranámið til að koma því á laggirnar en að sögn Sesselju getur verið erfitt að koma af stað nýrri námsleið sem og kostnaðarsamt.

Mikilvægt fyrir báða aðila

„Samstarfssamningur var gerður 8. mars árið 2018 á milli Háskóla Íslands og Alvotech og í kjölfarið var sett á laggirnar samstarfsnefnd og meistaranám í iðnaðarlíftækni sem var eitt af þeim verkefnum sem sett var á oddinn til að ríða á vaðið í samstarfinu. Þar sem þetta samstarf byggir á því að efla kennslu, þjálfun, rannsóknir og nýsköpun fannst okkur eitt brýnasta verkefnið vera að koma af stað námi sem tengir saman þennan nýja og spennandi líftækniiðnað og akademíuna. Okkur hefur á einu ári tekist að setja saman þetta meistaranám í iðnaðarlíftækni,“ segir Sesselja en umsóknarfrestur í námið er til 15. apríl og hefst kennsla í haust.

„Þetta nám er ákaflega mikilvægt fyrir báða aðila og brautryðjandi námsleið í þeirri nýju hugsun að tengja saman atvinnulífið og akademíuna.“

„Þetta nám er ákaflega mikilvægt fyrir báða aðila og brautryðjandi námsleið í þeirri nýju hugsun að tengja saman atvinnulífið og akademíuna. Við munum þannig nýta hæfileika og styrkleika bæði háskólans og Alvotech og gefa nemendum þá tækifæri til að vinna verkefni við báðar stofnanir. Starfsfólk Alvotech mun kenna á sumum námskeiðum en til að keyra þetta allt áfram var Jens Guðmundur Hjörleifsson, doktor í lífefnafræði, ráðinn sem lektor og akademískur umsjónarmaður námsins.“

Jens segir að hann muni halda utan um námið og passa upp á að allir spottar gangi upp hvað varðar bóklegt akademísk nám og tengingu við líftæknifyrirtæki úti í atvinnulífinu.

„Stór liður námsins er áhersla á líftæknilyf en námið er einnig byggt upp fyrir möguleika á annarri sérhæfingu innan líftækninnar. Við höfum mjög breiða línu valnámskeiða og munu umsjónarkennarar hjálpa nemendum við val námskeiða eftir þeirra áhugasviði. Þó að Alvotech styrki námið fyrstu árin þá er meginmarkmiðið að efla líftækniiðnað á Íslandi og stefnt er á samstarf við mörg önnur líftæknifyrirtæki í landinu. Þetta verður gott fyrir samfélagið í heild sinni.“

Sesselja segir að auðvitað sé hluti af þessu að fá vel menntað fólk til starfa hjá Alvotech og öðrum líftæknifyrirtækjum en að ekki megi gleyma því að síðan megi búast við aukinni samvinnu á milli háskólans og atvinnulífsins og að sprotafyrirtæki verði stofnuð. „Þá verða til nýjar hugmyndir og rannsóknir eflast á sviðinu. Þetta er eitthvað sem við viljum byggja verulega góðar stoðir undir.“

Ákveðið frelsi

Meistaranámið í iðnaðarlíftækni er þverfaglegt samstarf á milli Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnnámi í raun- eða lífvísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði eða öðru sambærilegu námi. Kennsla mun að mestu leyti fara fram á ensku.

„Þetta þverfaglega nám miðar að því að tengja saman verkfræði, raunvísindi og heilbrigðisvísindi,“ segir Sesselja.

Nemendur þurfa að taka ákveðinn fjölda kjarnanámskeiða en svo er líka fjöldi valnámskeiða. Jens segir að nemendur geti svo valið 30 eða 60 eininga rannsóknaverkefni.

„Þau geta orðið til innan akademíunnar eða fyrirtækis; það er ákveðið frelsi þar. Umsjón með öllum rannsóknarverkefnum verður hjá akademískum starfsmönnum HÍ en nemendum verður gert kleift að vinna verkefnin að hluta eða í heild sinni í samstarfi við og hjá fyrirtækjum undir leiðsögn starfsmanna þeirra.“

Hvað er líftækni?

Jens útskýrir að bóluefnaframleiðsla, líftæknilyf, ensímþróun, hreinsun lífefna úr náttúrunni og erfðabreytingar á plöntum í landbúnaði mætti taka sem hagnýt dæmi sem tengjast líftækni.

„Þær miklu þróanir í aðferðum á greiningum á erfðamengjum en einnig þróun á aðferðum til að nýta frumur til framleiðslu á próteinum hefur verið ákveðinn hornsteinn í líftækni. Nú er hægt að gera flókna hluti á stuttum tíma sem áður gat spannað heilan starfsferil. Það þykir til dæmis ekkert stórvirki í dag að greina heilu erfðamengin. Þessi hraða þróun hefur leitt til vöntunar á lífvísindamenntuðu fólki. Meistaragráða í iðnaðarlíftækni er hugsuð til að mæta þessum skorti.”

Mikill vaxtarbroddur

Sesselja segist telja að framtíðin sé björt varðandi líftæknilyf og rekstur Alvotech.

„Fyrirtækið er að leita að um 100 nýjum starfsmönnum til að vinna í hátæknisetrinu þannig að það eru gríðarlega fjölbreytt störf í boði. Það er að minnsta kosti mikill vaxtarbroddur. Síðan er okkur mikið í mun að það myndist hérna gott umhverfi fyrir líftækni. Draumur okkar er að hafa líftækniklasa í mjög góðu samstarfi við Háskóla Íslands þar sem til dæmis sprotafyrirtæki geti fengið að blómstra,“ segir hún.

„Með þessu námi opnun við einnig fyrir fólk að fara síðar í frekara framhaldsnám í tengdum greinum,“ segir Jens.

Sesselja bætir við: „Við viljum hvetja öll líftæknifyrirtæki á landinu til að koma að náminu og bjóða upp á verkefni. Líftækni er framtíðarvísindagrein og við viljum endilega hvetja nemendur sem hyggja á frekara nám að skoða þetta nýja meistaranám.“

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Háskóla Íslands og Alvotech

Mynd / Hallur Karlsson

 

Einkennist af grípandi melódíum, fallegum söng og einlægum textum

Valborg Ólafsdóttir er ung og efnileg tónlistarkona sem var að gefa út sína fyrstu plötu sem nefnist einfaldlega Valborg Ólafs.

Þó að þetta sé fyrsta plata Valborgar þá er hún samt kunnug íslensku tónlistarlífi og hefur komið víða við. Valborg var í hljómsveitinni The Lovely Lion og tók hún einnig þátt í The Voice sem vakti mikla athygli.

Nýja plata Valborgar einkennist af grípandi melódíum, fallegum söng og einlægum textum sem samtvinnast í einkennandi hljóðheim. Hægt er að hlusta á plötuna á Spotify.

Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóðverk af Einari Vilberg sem einnig mixaði og masteraði plötuna. Lög og textar eru samin af Valborgu sem sér einnig um söng og spilar á gítar. Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru Árni Guðjónsson, Orri Guðmundsson og Baldvin Freyr Þorsteinsson.

Valborg og hljómsveit tóku sig til í febrúar og gerðu þrjú myndbönd með lögum sem eru á plötunni. Þessi myndbönd eru framleidd af Blindspot og verða öll aðgengileg á Youtube á næstu misserum. Eitt þessara laga, Golden Sky, er nú þegar komið þar inn.

Nú æfir hljómsveitin fyrir fyrsta útgáfuteitið sem haldið verður á Midgard á Hvolsvelli 18. apríl. Þar verður platan öll flutt sem og nýtt efni. Einnig verður platan til sölu þar á vínyl og geisladisk.

Miðasala á viðburðinn er hafin á tix.is.

„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar“

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir.

Tónlistarkonan GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði eftir að fyrsta plata hennar, Hvað ef, sló hressilega í gegn og sópaði til sín verðlaunum. Tilviljun olli því að hún fetaði tónlistarbrautina eftir að annar framtíðardraumur varð að engu.

Guðrún prýðir forsíðu Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Guðrún ætlaði sér ekki að verða tónlistarkona heldur atvinnufótboltakona þegar hún var yngri. Slitin krossbönd bundu enda á þann draum og það var ekki fyrr en þá sem Guðrún hellti sér af fullum krafti út í tónlistina með þessum glæsilega árangri.

„Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn.“

„Ég ætlaði mér alltaf að komast í nám út til Bandaríkjanna á skólastyrk út á fótboltann. Ég hafði í rauninni ekki annað markmið á þeim tíma. Rétt áður en ég byrjaði í menntaskólanum sleit ég hins vegar krossband í fætinum og gat ekki spilað um tíma. En ég fór í aðgerð og stefndi alltaf á að koma aftur inn í fótboltann því ég hafði svo mikinn metnað. Stuttu eftir að ég komst aftur að spila gerðist það sama aftur og ég þurfti í aðra aðgerð. Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn,“ segir Guðrún meðal annars í viðtalinu.

Ekki missa af Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Hætti lífi sínu til að ná ljósmyndinni

|
Kelly og Kody eru ferðabloggarar og halda úti Instagramösíðunni Positravelty.|

Bandaríska parið Kelly og Kody hafa verið gagnrýnd harkalega fyrir mynd sem þau birtu á Instagram í byrjun mánaðar.

Myndin sem um ræðir hefur vakið mikla athygli sökum þess að á henni má sjá Kelly hanga fram af sundlaugabrún og af myndinni að dæma hefði hátt fall geta beðið hennar ef eitthvað hefði farið útskeiðis.

Síðan myndin var birt hafa fjölmargir skrifað athugasemdir við myndina og dreift henni áfram.

Margt fólk er hrifið af myndinni en ansi margir hafa bent á að Kelly hafi augljóslega hætt lífi sínu fyrir myndina. Fólk hefur þá bent á að eflaust munu einhverjir reyna að leika þetta eftir.

„Þið eruð að kenna fólki hvernig á að haga sér heimskulega og hætta lífi sínu,“ skrifaði einn netverji við myndina.

„Ég elska þessa mynd en ég held að áhættan hafi ekki verið þess virði,“ skrifaði annar.

„Af hverju er það alltaf konan sem hættir sér fyrir myndirnar, aldrei sér maður karlmanninn hanga fram af klettabrún,“ benti annar á.

Kelly og Kody hafa fullvissað fólk um að þau hafi farið varlega. Við myndina, sem tekin var í bænum Ubud á Bali, skrifa þau meðal annars að þeim hafi þótt afar gaman að undirbúa og taka myndina. „Kody var með gott tak á mér. Við treystum hvort öðru algjörlega.“

Instagram-færsluna umdeildu má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

🇺🇸 Our greatest strength in life, our most important principle, is discernment. Only you can know your body, feel the space around you and understand your capabilities. We would all do well to remember this, knowing that not every action, style or path we witness through others is or should be, replicated. At the end of the day we are to hold ourselves accountable for the decisions that we make. ※ 🇵🇦 La mejor fortaleza en la vida, el moral más importante, es discernimiento. Solo puedes entender tu cuerpo, sentir el espacio que te rodea y comprender tus capacidades. Haríamos bien en recorder este, sabiendo que no toda acción, estilo o camino que presenciamos por otros es o debe ser, replicado. Al final del dia, somos responsables de las decisiones que hacemos. ※ Thank you @kayonjungleresort for an unforgettable experience! ※ ※ #balitravel #couplesgoals #ilovetravel #bestplaces #baligasm #ubud #balitravel #novios #junglelife #viajeros #wetravel #travelinspo #adventurous #indonesiaparadise #speechlessplaces #infinitypool #welltraveled #earthpix #baliholiday

A post shared by KELLY + KODY (@positravelty) on

Fjölbreytt páskablað Húsa og híbýla er komið út

|||
|||

Páskablað Húsa og híbýla er komið út. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu og áhugaverðu efni.

Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla er meðal annars að finna uppskriftir að gómsætum hátíðarréttum frá Lindu Benediktsdóttur, Berglindi Guðmundsdóttur, Hönnu Hlíf Bjarnadóttur og Þóru Breiðfjörð.

Leirlistamaðurinn Þóra Breiðfjörð á heimilið sem prýðir forsíðu blaðsins. Inni í blaðinu er að finna uppskrift að þessum hrísgrjónavefjum frá Þóru.

Í blaðinu er einnig að finna innlit inn á falleg heimili, meðal annars á heimili Hildar Erlu, ljósmyndara og flugfreyju. Þar fá hlýlegir náttúrutónar að njóta sín.

Í blaðinu er að finna myndir af fallegu heimili Hildar Erlu, ljósmyndara og flugfreyju.
Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður, sýnir lesendum svo það sem henni þykir vænst um á hlýlegu heimili fjölskyldunnar þar sem þeirra persónulegi stíll fær að njóta sín.

Meðfylgjandi er uppskrift að páskasteik Lindu Benediktsdóttur.

Mynd / Hákon Björnsson

Páskadagssteikin:

meðalstórt lambalæri
3-4 hvítlauksgeirar til að stinga í lærið
ferskt rósmarín
¾ dl ólífuolía
1 tsk. þurrkuð steinselja
1 tsk. þurrkað rósmarín
1 tsk. þurrkað óreganó
1 tsk. sítrónupipar
1 tsk. salt
1 tsk. paprika
8 bökunarkartöflur
5-6 hvítlauksgeirar til að setja í fatið
börkur af 1 sítrónu

  1. Skerið nokkur göt um allt lambalærið, skerið hvítlaukinn í grófar sneiðar og stingið þeim inn í götin ásamt rósmaríni. Setjið ólífuolíu í skál ásamt kryddi, blandið saman og berið olíuna svo á lambalærið, passið að setja vel inn í götin líka. Setjið lærið á bakka og lokið með plastfilmu, látið marinerast inn í kæli í a.m.k. 2 klst., helst yfir nótt.
  2. Takið lambalærið út úr ofninum og leyfið því að ná stofuhita áður en það er sett í ofninn.
  3. Kveikið á ofninum og stillið á 200⁰C.
  4. Skolið kartöflurnar vel og vandlega, skerið niður í þær um ⅔ með 2 mm millibili, passið að skera alls ekki kartöflurnar í sundur. Bragðbætið með salti og ólífuolíu, nuddið þær þannig að olían og saltið fari niður í skurðina. Raðið kartöflunum í stórt eldfast mót í kringum lambalærið. Raðið hvítlauksgeirum og ferskum rósmarínstilkum um mótið líka. Bætið við meiri ólífuolíu og kryddum ef ykkur finnst vanta. Bakið inn í ofni í 1 klst. og 20 mín. en fylgist vel með, ef lærið byrjar að brúnast of mikið þá smellið þið álpappír yfir. Leyfið lærinu að standa í 10 mín. áður en það er skorið. Skreytið með fersku rósmaríni og sítrónuberki.

 

„Stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi“

Stórsýningin LIFANDI HEIMILI 2019 verður haldin í Laugardalshöll 17. til 19. maí. Sýningunni verður skipt upp í sýningarnar Nútímaheimilið og Barnið. Það er viðburðarfyrirtækið Vista Expo sem stendur að sýningunni.

„Sýningin Lifandi heimili er stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi en um er að ræða sölusýningu þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða,“ segir Ómar Már Jónsson hjá Vista Expo.

„Á sýningunni verður hægt að skoða hvað er að koma nýtt inn á markaðinn, tæknilausnir, nýjustu línurnar í húsgögnum og húsbúnaði og fleira. Á útisvæði sýningarinnar verður síðan sérstakt sumarþema; vörur og þjónusta sem tengjast garðinum og sumrinu,“ segir Ómar.

„Á sýningunni verður hægt að skoða hvað er að koma nýtt inn á markaðinn.“

Um er að ræða þriggja daga sýningu sem hefst á föstudegi. Föstudagurinn er sérstakur fyrirtækjadagur fyrir hönnuði, arkitekta, framkvæmdaaðila og aðra fagaðila markaðarins. Þá er laugardagur og sunnudagur fyrir almenning.

Sýningin var síðast haldin í maí árið 2017 og heppnaðist gríðarlega vel. „Þar kynntu um 100 sýnendur vörur sínar og þjónustu og er áætlað um 24 þúsund manns hafi mætt yfir sýningarhelgina. Sýningin sló í gegn og voru bæði sýnendur og gestir mjög ánægðir með helgina,“ útskýrir Ómar. Hann segir mikla áherslu vera lagða á að skapa skemmtilega upplifun fyrir alla fjölskylduna.

„Um sýningarhelgina verður þétt dagskrá af uppákomum sem höfðar til allra í fjölskyldunni. Ekki má gleyma því að á útisvæði sýningarinnar verður sérstakt leiksvæði með leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina og verður frítt í öll leiktæki.“

10.000 gestir mættu á sýninguna Barnið 2016

Sýningin Barnið 2019 verður haldin samhliða sýningunni Lifandi heimili og fer fram á sama tíma í Höllinni.

„BARNIÐ 2019 er einstök sölusýning sem höfðar til verðandi foreldra, nýbakaða foreldra og tengdra aðila. Á síðustu sýningu voru mörg fyrirtæki með sérstök sýningartilboð og leiddu kannanir sem við létum gera í ljós að um 60% gesta sýningarinnar keyptu einhvers konar vörur eða þjónustu meðan á sýningunni stóð,“ segir Ómar um sýninguna sem var síðast haldin í Hörpu í september 2016. „Þar kynntu um 40 sýnendur vörur sínar og þjónustu og mættu um 10.000 gestir.“

Ómar bætir við: „Maður hafði áætlað að stærstur hluti gesta á þá sýningu yrði kvenfólk sem væru með ung börn eða ættu von á sér en svo var ekki. Það sem kom svo skemmtilega á óvart var það að við sáum algjörlega svipað hlutfall af verðandi og nýbökuðum pöbbum, þannig að skiptingin var mjög svipuð milli kynjanna. Það gaf til kynna að samfélagið okkar hefur breyst til batnaðar.“

Ómar bendir svo áhugasömum á heimasíðu sýningarinnar, www.lifandiheimili.is, en þar er að finna frekari upplýsingar um sýningarnar.

 Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Peningurinn sem er af einskærri ósvífni stolið af félagsmönnum“

||
||

„Það er ekki í lagi að atvinnurekendur geti leikið sér með að stela af fólki laun. Þetta er einfaldlega glæpsamlegt.“

„Þetta eru mikið til sömu fyrirtæki og við rukkuðum árið á undan. Það er mikil þörf á að gera þessa háttsemi refsiverða,“ er þá haft eftir Tryggva Marteinssyni kjaramálafulltrúa hjá Eflingu.

Mynd / Hallur Karlsson

Grannkonan góða

Lífsreynslusaga úr Vikunni.

Fyrir tveimur árum flutti móðir mín í blokk. Hún hafði ákveðið að minnka við sig eftir að pabbi dó og þetta var falleg íbúð, fullkomin fyrir eina manneskju. Í byrjun gekk allt vel og mamma var mjög ánægð en svo flutti ný kona í húsið og þá breyttist allt.

Grannkonan bjó á móti mömmu og fljótlega fór hún að koma yfir í tíma og ótíma. Hún var mikill sjúklingur að eigin sögn og alltaf var eitthvað nýttt að henni. Fyrst var hún með krabbamein í ristli svo var það komið í magann, næst í heilann og svo í beinin. Hún hafði alltaf þjáðst af gigt og ofnæmi, verið með mígreni frá unga aldri og eyrnabólgur. Hún hafði ávallt nýja sorgarsögu að segja. Út af fyrir sig hefði það verið í lagi ef heimsóknirnar hefðu eingöngu snúist um að tala en svo var ekki. Í hvert sinn bað hún mömmu um hjálp við eitthvað.

Hún var líka óskaplega gleymin. Mamma var alltaf að hleypa henni inn eftir að hún hafði gleymt lyklunum sínum. Hún fékk svo að sitja inni hjá henni meðan beðið var eftir að sonurinn kæmi með aukalykla og opnaði íbúðina. Sífellt meiri truflun var að þessu fyrir mömmu og hún fékk oft ekki frið heima hjá sér dag eftir dag vegna grannkonunnar.

Fegurðardrottning

Þegar hún var ung hafði þessi kona verið áberandi í þjóðlífinu um tíma og flogið hátt eins og þar stendur. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann. Eftir það starfaði hún sem fyrirsæta um tíma. Hún giftist manni í góðri stöðu og bjó lengi erlendis. Þegar þau hjónin skildu flutti hún heim. Mamma fékk að heyra langar og átakanlegar sögur af því hversu illa maðurinn hafði farið með hana og hvernig hann hafði séð til þess að hún færi slypp og snauð út úr skiptunum.

Hvernig sem því var nú háttað var að minnsta kosti víst að konan átti enga peninga. Sonur hennar keypti handa henni íbúðina á móti mömmu en að öðru leyti lifði hún á örorkubótum. Þær gáfu ekki rúm til að leyfa sér mikið og allt var grannkonunni ofboðslega erfitt. Oft bað hún mömmu að hjálpa sér við að greiða sér, naglalakka neglurnar eða einhver önnur smáviðvik. Svo var hún farin að þvo henni um hárið, setja í hana rúllur og hjálpa henni að hreinsa húðina.

Smátt og smátt jukust kröfurnar. Grannkonan  bað mömmu æ oftar að fara út í búð fyrir sig, keyra sig til vinkvenna, lækna eða í hárgreiðslu. Hún var líka farin að kalla á mömmu þegar hún vildi flytja til húsgögn en hún var alltaf að breyta uppröðun í íbúð sinni. Reglulega kom hún og fékk lánaða mjólk, morgunkorn, hveiti eða eitthvað annað. Brátt var hún farin að mæta á matmálstímum og sat um að sníkja mat af mömmu.

Hélt uppteknum hætti

Ég fann fljóltega að þetta var farið að leggjast þungt á mömmu. Hún vorkenndi konunni en hafði enga orku til að sinna svona krefjandi manneskju. Mamma mín er rúmlega sjötug og konan á svipuðum aldri. Ég reyndi allt hvað ég gat að telja mömmu á að segja konunni einfaldlega að þetta gengi of langt en hún guggnaði ævinlega á því. Þess í stað var hún farin að fara út snemma á morgnana og laumast heim seinnipartinn.

„Hún vorkenndi konunni en hafði enga orku til að sinna svona krefjandi manneskju.“

Oft sat hún inni hjá sér með ljósin slökkt og þorði ekki að kveikja á sjónvarpi eða hlusta á tónlist af ótta við grannkonan heyrði og kæmi yfir. Væri dyrabjöllunni hringt þorði mamma ekki fyrir sitt litla líf að svara og lét sem hún væri ekki heima. Þegar ég komst að þessu vissi ég að við svo búið mætti ekki standa.

Daginn eftir fór ég sjálf yfir og talaði við konuna og benti henni á að móðir mín væri fullorðin kona og stríddi við ýmsa kvilla líka. Það væri þess vegna ekki hægt að leggja á hana alls konar snúninga og vinnu í þágu annarra. Konan hlustaði á mig og sagðist skilja það ósköp vel. Hún væri bara svo ein í heiminum og mamma mín einstaklega greiðvikin og góð. Ég er harðari af mér en mamma svo ég sagði henni beint út að það gæfi engum leyfi til að misnota góðvild hennar. Sjálf ætti hún son og tengdadóttur og barnabörn og gæti líklega leita til þeirra. Jú, hún viðurkenndi það og lofaði að gera meira af því hér eftir. Hún var klökk þegar hún sagði þetta en ég lét engan bilbug á mér finna. Mamma átti betra skilið en að búa við hálfgert umsátursástand.

Ég hélt að þar með væri málið leyst en svo var aldeilis ekki. Nokkrum vikum seinna komst ég að því að konan hélt áfram að sitja um mömmu og biðja hana um greiða. Eini munurinn var að nú byrjaði hún allar beiðnir á: „Heldur þú að dóttur þinni þætti nokkuð of mikið ef þú gerðir mér smágreiða?“ Og mamma gaf alltaf eftir og gerði það sem beðið var um. Sameiginlegt þvottahús var í kjallara blokkarinnar og oft setti mamma í vél fyrir grannkonu sína, hengdi upp fyrir hana þvott og tók hann niður og færði henni. Reyndar var hún hætt að biðja mömmu að flytja húsgögn en mamma sótti fyrir hana pakka á pósthúsið og borgaði aðflutningsgjöld sem hin borgaði ekki til baka.

Hringt í soninn

Nú var mér algjörlega nóg boðið. Ég hafði upp á símanúmerinu hjá syninum og hringdi í hann. Ég benti honum á að móðir hans væri augljóslega mikið veik og nær ósjálfbjarga. Það hefði hingað til lent á mömmu minni að sinna henni nánast frá morgni til kvölds á kostnað hennar heilsu. Nú vildi ég að lát yrði á þessu. Ef konan gæti ekki búið ein yrðu þau að leggja drög að því að koma henni á stofnun eða ráða manneskju til að sinna henni. Hann hlustaði kurteislega á mig og sagðist mundu kanna málið.

Næstu daga fylgdist ég vel með og mamma fékk algjöran frið frá grannkonu sinni. Ég var farin að halda að málið væri leyst þegar ég frétti að konan var farin að herja á aðra manneskju í húsinu. Sonurinn hafði greinilega bannað henni að plaga mömmu svo hún var farin að hringja hjá konunni á hæðinni fyrir ofan þegar hún gleymdi lyklunum og setjast upp hjá henni.

„Mamma er auðvitað dauðfegin að vera laus og geta aftur gengið ófeimin um íbúðina sína.“

Ég vona sannarlega að sú kona hafi meira bein í nefinu en mamma og láta hlutina ekki ganga eins langt. Mamma er auðvitað dauðfegin að vera laus og geta aftur gengið ófeimin um íbúðina sína. Ég veit þó ekki hve lengi sú dýrð stendur því ég gæti vel trúað konunni til að byrja aftur að biðja hana um greiða ef ekki gengur vel að fá þá frá öðrum íbúum hússins.

Ég er líka mjög hissa á að félagsþjónustan skuli ekki gera meira fyrir hana. Hvort sem konan ýkir sjúkdóma sína og sjúkdómasögu eða ekki er augljóst að hún er ósjálfbjarga að mjög mörgu leyti. Ég hef sjálf séð að hún á mjög erfitt með gang og másar eins og físibelgur í hvert sinn sem hún þarf að ganga meira en nokkur skref. Ég veit að hún fær heimilishjálp en þyrfti mun meiri aðstoð. En mamma er alla vega laus í bili og er á meðan er.

„Drengnum mínum var sagt að ég væri vondur maður”

Rapparinn Haukur H var að senda frá sér ansi tilfinningaþrungið lag og myndband sem ber heitið Mínu blóði.

Lagið fjallar um umgengnismál sem Haukur H stóð í við barnsmóður sína í fjögur ár. En honum og drengnum hans var meinað að hitta hvorn annan. „Drengnum mínum var sagt að ég, faðir hans væri vondur maður og þess vegna mætti hann ekki hitta mig,“ segir hann. Þetta endaði með því að móðir drengsins var svipt forræðinu.

Eftir fjögurra ára erfiða baráttu fékk Haukur H loksins strákinn sinn. „Hann þekkti mig ekki neitt þegar ég fékk hann. Hann hafði lifað í þeirri trú um að faðir hans væri vondur maður. Stráknum mínum vegnar virkilega vel í dag,“ segir Haukur þakklátur.

Textinn í laginu er virkilega beinskeyttur og góður.

Sveinn Andri æsti sig í dómsal

Sveinn Andri Sveinsson er á lausu

Sveinn Andri segist ekki ætla að koma nálægt kröfu Arion banka á hendur WOW air.

Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, segist ekki ætla að nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins, að því er fram kemur á vef RÚV. Þetta staðhæfði lögmaðurinn í dag í í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar krafa Arion banka um að Sveinn Andri víki sem skiptastjóri í þrotabúi WOW air var tekin fyrir.

Í samtali við Mannlíf í síðustu viku staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri , hæstaréttarlögmaður og þá nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air, yrði settur af vegna vanhæfis. Haraladur staðfesti einnig að það tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

„Ég vil að öðru leyti ekki tjá mig um þetta. Málið er bara í farvegi og við ætlum ekki að reka það í fjölmiðlum,“ sagði Haraldur í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu, en Arion banki er, eins og kunnugt er, einn af stærstu kröfuhöfunum í þrotabú flugfélagsins WOW air.

Í dag sagði Sveinn Andri að kröfu Arion banka mætti rekja til persónulegrar óvildar til sín þar sem hann ræki mál sín af hörku. Skaut hann svo föstum skotum á Ólaf Eiríksson, lögmann Arion banka vegna málsins að dómari í málinu, Símon Sigvaldason bað Svein Andra vinsamlegast að gæta orða sinna. Í kjölfarið baðst Sveinn Andri afsökunar á því að hafa æst sig.

Von er á úrskurði á föstudag.

Mynd / Kristinn Magnússon

Í mál vegna Boeing 737 Max flugvéla

Fyrirtækið sakað um að hafa lagt áherslu á gróða á kostnað heiðarleika og öryggis.

Hluthafar í Boeing hafa höfðað mál á hendur fyrirtækinu á þeim forsendum að það hafi ekki verið heiðarlegt vegna öryggisbúnaðar Boeing 737 Max flugvéla, en eins og kunnugt er urðu tvö mannskæð flugslys með nokkra mánaða millibili sem eru rakin til bilunar í búnaði slíkra véla. Annars vegar flugslys í Eþíópíu í síðasta mánuði þegar allir 157 farþegar um borð létust og hins vegar þegar flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október.

Samkvæmt lögsókninni á Boeing að hafa lagt áherslu á gróða og stækkunarmöguleika fyrirtækisins á kostnað heiðarleika og öryggis, að því er fram kemur á vefsíðu Reuters. Hluthafinn Richard Seeks sakar Boeing um að hafa flýtt fyrir framleiðsluferli 737 Max til að geta keppt við samkeppnisaðilann Airbus og um leið hafi fyrirtækið vanrækt að hafa aukabúnað með vélunum, búnað sem hefði geta komið í veg fyrir fyrrnefnd slys.

Eins og greint hefur verið frá á Mannlífi hefur Icelandair tekið sínar Boeing 737 Max flugvélar úr rekstri um óákveðinn tíma. Icelandair mun ekki fljúga nýjum flugvélum sínum þangað til búið verður að ganga úr skugga um að öryggi þeirra sé tryggt. Flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund áður en Icelandair tók sína ákvörðun. Allt fram að tilkynningunni var það afstaða Icelandair að flugvélarnar væru öruggar og að ekki væri ástæða til að kyrrsetja vélarnar.

Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Komið í ljós hver mun leika Díönu í The Crown

Leikkonan sem mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í þáttunum The Crown þykir ansi lík prinsessunni í útliti.

Netflix-þættirnir The Crown hafa notið mikilla vinsælda síðan þeir komu fyrst út árið 2016. Þætt­irn­ir fjalla um líf Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar og fjöl­skyldu henn­ar. Aðdáendur þáttanna hafa undanfarið velt vöngum yfir því hver mun leika Díönu í fjórðu seríu þáttanna.

Í gær var greint frá því að búið er að ráða leikkonu í hlutverkið.

Í frétt The Guardian segir að leikkonan sem mun fara með hlutverk Díönu hafi heillað þau sem annast leikaraval strax upp úr skónum.

Leikkonan sem um ræðir er 23 ára og heitir Emma Corrin og er nýgræðingur í leiklistarheiminum en er mikill aðdáandi þáttanna The Crown. „Ég hef verið límd við þættina síðan fyrsta þátturinn var sýndur,“ var haft eftir Emmu.

Höfundur þáttanna, Peter Morgan, segir Emmu afar hæfileikaríka og búa yfir sakleysislegu yfirbragði líkt og Díana gerði. „Hún heillaði okkur um leið og hún kom inn í áheyrnarprufu.“

Leikaravalið hefur vakið töluverða athygli en Emma þykir nokkuð lík Díönu í útliti.

Hörbrúnn er móðins um þessar mundir

Náttúrulegir og hlýlegir litatónar eru að verða meira áberandi þessi misserin, kaldir tónar eru víkja fyrir hlýlegum litum.

Það getur komið vel út að velja keimlíka litatóna í sama rými og mála jafnvel hillur og skenk til dæmis í sama lit eða svipuðum tón og veggina. Það skapar dýpt og hlýleika, það er að segja ef litirnir eru hlýlegir og mjúkir, ef þannig má komast að orði.

Ritstjórn Húsa og híbýla valdi hlýlegan brúngráan lit nýlega sem fer örugglega vel á flest rými. Liturinn fæst í BYKO.

Myndir / BYKO

Nú má heita Systa og Lynd en ekki Sukki

Mannanafnanefnd samþykkti tvö eiginnöfn með úrskurðum þann 25. mars. Það eru kvenkynseiginnöfnin Lynd og Systa. Nefndin hafnaði þá eiginnöfnunum Valthor (kk), Thurid (kvk) og Sukki (kk).

Í úrskurði mannanafnanefnd um nafnið Sukki segir meðal annars: „Eiginnafnið Sukki er dregið af nafnorðinu sukk, sem merkir ‘svall, óregla; eyðslusemi, óráðsía’ eða ‘hávaði, háreysti’. Nafnorðið sem nafnið er dregið af hefur því mjög neikvæða merkingu.“ Þá segir að nafnið geti hugsanlega orðið barni til ama.

Nöfnunum Valthor og Thurid var hafnað á grundvelli þess að þau ritast ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensk máls.

Nöfnin Systa og Lynd voru samþykkt og færð á mannanafnaskrá.

 

Sonur Ragnars Lýðssonar: „Frásagnir Vals Lýðssonar af kvöldinu örlagaríka eru orðnar ansi margar“

Ingi R. Ragnarsson

„Sannleikanum hafa ekki verið gerð næg skil,“ skrifar Ingi R. Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar sem lést af völdum bróður síns á bæn­um Gýgjar­hóli II í fyrra.

 

Þann 24. september var Valur Lýðsson dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars 2018, á bæn­um Gýgjar­hóli II í Blá­skóga­byggð. Ríkissaksóknari áfrýjaði þeim dómi og hófst aðalmeðferð í máinu Landsrétti í gær.

Ingi R. Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, tjáir sig um málið í langri færslu á Facebook. Færsluna skrifar hann undir yfirskriftinni „Morðið að Gýgjarhóli – Sannleikurinn“.

Svona hefst færsla Inga: „Frásagnir Vals Lýðssonar af kvöldinu örlagaríka eru orðnar ansi margar og mis skrautlegar. Upphaflega ætlaði hann að halda sig við að hann hefði komið að föður mínum um morguninn og að hann myndi óljóst eftir átökum. Hann minnti þó að faðir minn hefði átt upptökin og að þeir hefðu skilið sáttir um nóttina. Hann hefði svo komið að honum látnum um morguninn“.

Ingi skrifar þá að blóðferlarannsókn á vettvangi og krufning á líki föður hans hafi leitt í ljós að fátt passaði við frásögn Vals.

„Lögreglan áætlaði mjög fljótlega að föður mínum hefði verið komið að óvörum, hann sleginn mjög þungu höggi og strax fallið niður á fjóra fætur. Það getur lögreglan ályktað út frá blóðslettum á vettvangi, meðal annars á þvottavél. Þar traðkar Valur á pabba sem liggur á fjórum fótum, þar til pabbi missir hendurnar undan sér og fellur í gólfið. Blóðslettur sem spýttust út um munnvik föður míns og áverkar á andliti sýna að Valur traðkar á höfði föður míns eftir að hann fellur. Höggin eru það mörg og það þung að andlit föður míns var mjög illa farið,“ skrifar hann meðal annars og vísar svo í niðursöður rannsóknar réttarmeinafræðingssins Sebastians Kunz.

„Réttarmeinafræðingur staðfesti að það voru engir áverkar, mar eða nokkur skapaður hlutur á föður mínum sem benti til þess að hann hefði slegið til Vals eða varið sig. Andlit föður míns var blátt og afmyndað. Pabbi liggur þvert í gegnum anddyrið á Gýgjarhóli og lögregluna grunaði strax í upphafi að hann hefði verið sleginn með barefli í upphafi atlögunnar. Gerð var ítarleg leit en henni var síðan hætt á þeim forsendum að réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt væri að valda áverkum föður míns með berum höndum og fótum. Þá er árásin talin svo ofboðslega heiftúðug að lögreglan taldi barefli hvort sem er ekki hafa mikið að segja við málsmeðferð.“

Ingi skrifar svo að þrátt fyrir að Valur hafi breytt frásögn sinni nokkrum sinnum þá hefur hún aldrei passað við það sem sönnunargögn hafa leitt í ljós. „Þrátt fyrir endalausar hagræðingar Vals á frásögn sinni þessa nótt, er hún ekki enn farin að ríma við sönnunargögnin á vettvangi og krufningu föður míns.“

Í lok færslunnar kemur þá fram að Inga hafi þótt mikilvægt að skrifa og birta grein um málið.

„Fólk hefur einnig ekki meðtekið að um væri að ræða tilhæfulausa árás á mann sem var á förum þessa nótt.“

„Fólk hefur keypt sögusagnir af atburðum þessarar nætur og hefur ekki ennþá meðtekið að Valur sé fær um svona ofbeldisverk. Fólk hefur einnig ekki meðtekið að um væri að ræða tilhæfulausa árás á mann sem var á förum þessa nótt. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá er siðblindur einstaklingur undantekningin á því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þegar annar einstaklingurinn er siðlaus þá þurfa tveggja hliða deilur ekki að koma til. Heiðarlegri og réttsýnni menn en pabbi eru vandfundnir, þó hann hafi haft nóg af göllum eins og hver annar. Sannleikanum hafa ekki verið gerð næg skil opinberlega og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá get ég ekki látið síðustu orðin um föður minn vera nafnlausan rógburð frá Val Lýðssyni og fylgjum hans og því settist ég við skriftir.“

Færslu Inga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Er alltaf að komast nær sínum eigin stíl

Ísak Marvins er myndlistarmaður á uppleiði. Eftir þrjú ár í grafískri hönnun stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Krot ehf. Ísak gaf út nokkrar fatalínur sem seldust upp ásamt því að hanna vinnustofur fyrir fyrirtæki.

 

Ísak Marvin segist vera fyrst og fremst myndlistarmaður en verkin sem hann málar eru stór og setur hann í þau mikla orku.

„Ég mála á mjög „expressioniskan“ hátt. Stærð málverkanna skiptir mig miklu máli og mér líður best þegar ég er að mála stór verk, það er svo mikið frelsi. Mig langar auðvitað að fara lengra og það kemur með tímanum en ég tel það vera eðlilega þróun listamannsins að vilja eitthvað stærra og meira en maður sjálfur,“ útskýrir hann og bætir við að einnig hefur hann mikinn áhuga á því að smíða skúlptúra úr allskonar efnum en þau verk eru enn á tilraunarstigi.

Eftir námið í grafískri hönnun var hann farinn að mála á fullu og var búinn að breyta dimmum og köldum bílskúrnum hjá mömmu sinni í vinnustofu.

„Mér bauðst að fara til Berlín í stutt og gott nám sem gekk vel, kom svo heim og sárvantaði nýja vinnuaðstöðu og það leiddi að því að ég fór í samstarf við fasteignafélag um stofnum Artsalir-Studios sem eru fjölnota vinnustofur að Bíldshöfða 18, ætlaðar fyrir allskyns starfsemi og þar er ég með nýju vinnustofuna mína. Svo auðvitað mála ég eins og enginn sé morgundagurinn.

„Þar sem ég þvældist um safnið í flýti labbaði ég fram hjá sal fullum af verkum eftir Mark Rothko og það var þá sem list höfðaði í fyrsta skipti til mín af fullum þunga“

Uppgötvaði listina í London

Ísak hefur alltaf verið að mála og teikna alveg frá því hann gat haldið sjálfur á blýanti og pensli sem barn. „Ég var mikið hjá ömmum mínum og öfum sem barn og þar var ég yfirleitt að skapa, bæði mála og teikna en einnig að smíða hina og þessa hluti, það kom allt bara svo náttúrulega hjá mér og gerir enn. Þegar ég var um 10 ára þá byrjaði ég að fikta mig áfram í graffinu og þannig þróaðist ég alltaf meira og meira yfir í myndlistina,“ rifjar hann upp.

En þegar Ísak virkilega uppgötvaði list var þegar hann var staddur í London í námsferð 2016. Hann var búin að týna hópnum sínum en þá rambaði hann inná Tate Museum. „Þar sem ég þvældist um safnið í flýti labbaði ég fram hjá sal fullum af verkum eftir Mark Rothko og það var þá sem list höfðaði í fyrsta skipti til mín af fullum þunga. Síðan þá hef ég helgað mig myndlistinni.“

Ísak málar gjarnan stór verk.

Fyrirmyndirnar koma úr mörgum ólíkum áttum

Fyrst var það auðvitað Mark Rothko sem kveikti áhugann og þaðan kemur hluti af því að vilja mála stór verk. Á tímabili var ég kallaður „Sakki Pollock“ vegna þess að ég málaði mikið eins og Jackson Pollock og eftir það hef ég safnað saman hugmyndum frá mörgum helstu listmálurum heims og tek það sem höfðar til mín frá hverjum og einum,“ segir hann.

„Einnig hefur Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður og Lúðvík Karlsson listamaður, sem er einnig þekktur sem Liston, haft áhrif á mig með kennslu sinni og verkum.“

Eðli listamanna að halda sýningar

Ásamt því að vera í Myndlistarskólanum í Reykjavík er ísak að mála á fullu ný verk á nýju vinnustofunni sinni hjá Artsalir-studios og segir hann að hann er alltaf að komast nær sínum eigin stíl og hlakkar mikið til að sýna þessi nýju verk sýn. Framtíðin er spennandi hjá Ísaki og er hann alltaf að vinna að því að koma sjálfum sér á framfæri og taka ferilinn og sjálfan sig á næsta stig. Einnig er hann alltaf að vinna í næstu sýningu.

„Það er í eðli listamanna að halda sýningar og vilja sýna verkin sín,“ segir hann. „Ég stefni á að næsta sýning verði eftir rúmlega tvo mánuði en ég er enn að vinna í smáatriðunum. Einnig er ég að vinna að því að byggja upp gott umhverfi í kringum Artsalir-studios,“ segir hann. En Ísak er einnig með augun á Berlín vegna verkefnis sem hann sótti um að fá að taka þátt í og mun það leiða af sér sýningu árið 2020. „Ég hef alltaf elt innsæið og ég hvet aðra til að gera það sama. Svo auðvitað ef ykkur vantar stúdíó, þá endilega verið í sambandi.“

Eflaust ellimerki að kjósa fræðandi bækur

|
|

Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi og formaður Hinsegin daga, kýs bækur sem veita innsýn í samfélag og sögu.

„Í sannleika sagt þá les ég allt of lítið og er alltaf að reyna að taka mig á í þeim efnum enda hef ég mjög gaman af lestri góðra bóka,“ segir Gunnlaugur Bragi.

„Fyrst eftir að ég lauk háskólanámi fannst mér tilhugsunin um meiri lestur svolítið erfið og því las ég einna helst auðlesna krimma eða annað í þeim dúr á ferðalögum. Á síðustu árum hef ég hins vegar sífellt meiri þörf fyrir að lesa fræðandi bækur, bækur sem veita mér nýja þekkingu og betri innsýn í samfélag og sögu. Eflaust er það einhvers konar ellimerki en ég tek því fagnandi. Bækurnar sem koma strax upp í hugann sem þær áhrifamestu sem ég hef lesið eru einmitt bækur af þessum toga.“

Sláandi frásögn

„Fyrst ber þar að nefna trílógíu hins sænska Jonas Gardell, Þerraðu aldrei tár án hanska. Verandi virkur þátttakandi í baráttunni fyrir áframhaldandi sýnileika og auknum réttindum hinsegin fólks í samfélaginu finnst mér afar mikilvægt að fræðast um fyrri tíma. Sagan má aldrei gleymast en ég trúi því líka að hluta svarsins við því hvert við stefnum sé einmitt að finna í því hvaðan við erum að koma.

Og það er einmitt það sem þessi trílógía gerir. Þarna er á ferð sláandi fyrstu handar frásögn um unga menn sem finna ást í örmum hvor annars snemma á níunda áratugnum. Þarna spila m.a. inn í trúarbrögð, fordómar, einmanaleiki og sorg en ekki síst HIV-faraldurinn. Upp úr bókunum þremur voru svo gerðir sjónvarpsþættir sem m.a. vöktu mikla athygli á RÚV fyrir nokkrum árum.“

Saga sem gleymist seint

„Önnur bók sem hafði mikil áhrif á mig og hefur fylgt mér allar götur síðan er bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn eftir Heinz Heger sem kom út árið 1972 en í íslenskri þýðingu árið 2013. Þar er sögð saga Josef Kohout sem árið 1939 var handtekinn af Gestapo, leynilögreglu nasista, ákærður fyrir alvarlegan saurlifnað og dæmur til þrælkunar.

Þar var Kohout einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem látnir voru bera bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Sárafátt hefur varðveist sem lýsir aðbúnaði hinsegin fólks í fangabúðunum en Kohout lifði þrælkunina af og í dag er saga hans líklega frægust þeirra sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Átakanleg frásögn sem ég spændi í mig í flugi fyrir nokkrum árum og hefur átt sérstakan stað í hjarta mér síðan.“

Hlúum að framtíðarlandinu

Skoðun

Eftir / Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Að undanförnu hefur mikið gengið á í íslenskri ferðaþjónustu. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að umræðan snúist fyrst og fremst um áskoranir skammtímans, hvaða afleiðingar þær kunni að hafa og hvernig þurfi að bregðast við þeim. En það er mikilvægt að gleyma ekki sýninni til langs tíma. Allt sem við gerum í dag hefur áhrif inn í framtíðina.

Ferðaþjónusta verður áfram grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar. Ferðamenn munu ekki hverfa eins og síldin þó að fjöldi þeirra sveiflist milli ára. Sú uppbygging sem hefur orðið um allt land með tilkomu ferðaþjónustunnar mun halda áfram. Hvers vegna?

Áfangastaðurinn Ísland er einfaldlega kominn á kortið sem ferðamannaland. Við búum yfir náttúru og menningu sem ferðamenn hafa áhuga á og reynslan hefur sýnt að slíkur áfangastaður á góða möguleika á að byggja upp sterka langtímaferðaþjónustu.

Stóra tækifærið fyrir íslenska ferðaþjónustu, og mikilvægt tækifæri fyrir samfélagið allt, er að ná jafnvægi í greininni til framtíðar með um 3-5% fjölgun ferðamanna á ári, líkt og við sjáum í alþjóðlegum tölum um vöxt ferðamennsku. Sú framtíðarsýn mun byggja undir efnahagslegan stöðugleika og bætt lífskjör allra í samfélaginu.

Sameiginleg sýn inn í framtíðina

Til þess að þessi sýn geti raungerst þarf að halda vel á spöðunum á næstu mánuðum og árum. Ferðaþjónustuaðilar hafa áður tekist á við sveiflur og munu leggja mikið á sig til að vinna úr þeim vanda á næstu mánuðum og árum. En það er einnig nauðsynlegt að mæta því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir af falli WOW air og verkfallsaðgerðum með skynsamlegum aðgerðum af hálfu opinberra aðila.

Ferðaþjónustan hefur drifið lífskjarabætur undanfarinna ára með því að búa til fordæmalausar aðstæður í efnahagslífinu þar sem vöru- og þjónustujöfnuður hefur verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að íslenska hagkerfið hefur líkst því þýska meira en því gríska á undanförnum árum sem hefur lagt grunninn að þeirri uppsveiflu og kaupmáttaraukningu sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Það er því skynsamleg ráðstöfun fyrir stjórnvöld að stíga inn og taka utan um atvinnugreinina með hvetjandi ráðstöfunum nú þegar gefur harkalega á bátinn til að hún komist sem fyrst upp úr öldudalnum.

Það er mikilvægt fyrir allt samfélagið að það takist að stytta þann tíma sem tekur ferðaþjónustuna að vinna úr áföllunum, því sterk íslensk ferðaþjónusta er allra hagur. Það sést ekki síst á landsbyggðinni þar sem uppbygging atvinnutækifæra hefur tekið stakkaskiptum frá því sem áður var.

Það er þróun sem er mikilvægt að haldi áfram og styðja þarf við. Styrkur ferðaþjónustu á landsbyggðinni er forsenda þess að við getum boðið ferðamönnum að upplifa einstaka náttúru landsins alls, byggt upp fleiri áfangastaði sem léttir álagið af vinsælustu stöðunum og færir fólki verðmæti í heimabyggð.

Ferðaþjónustulandið Ísland er komið til að vera. Það eru góðar fréttir fyrir okkur öll.

Vann með heimsþekktu tónlistarfólki í London

|
|

Tónlistarmaðurinn Gísli vinnur nú að nýrri plötu sem verður hans fjórða plata í fullri lengd og er væntanleg seinna á árinu. Platan hefur fengið heitið The Skeleton Crew, sem þýðir lágmarks mannskapur til að framkvæma hluti.

„Mér fannst þetta viðeigandi þar sem ég spila á öll hljóðfærin á plötunni sjálfur, tek allt upp og mixa heima í stúdíóinu mínu í Höfnum á Reykjanesi,“ segir hann.

Áður var Gísli á samningi hjá útgáfufyrirtækinu EMI UK í nokkur ár þar sem hann gaf út meðal annars lagið How about that sem naut mikilla vinsælda. Eftir það vann hann m.a. við að semja og útsetja fyrir aðra, mest í London en líka í Ameríku og Noregi þar sem hann bjó í mörg ár áður en hann fluttist til London. Í London starfaði hann með ýmsu áhugaverðu tónlistarfólki eins og Mick Jones úr hljómsveitinni The Clash og tónlistarkonunum Carhey Dennis og Duffy.

Fyrir skömmu sendi Gísli frá sér lagið Tidal Wave sem hefur hefur fengið góða spilun hérlendis.

Hægt er að hlusta á það á Albumm.is.

Fjölskylda Jóns Þrastar frábiður sér aðstoð miðla og sjáenda

||
Leitað er eftir Jóni Þresti í almenningsgarði í Norður Dublin

Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan í byrjun febrúar, hefur afþakkað aðstoð miðla og annarra sem telja sig hafa yfirnáttúrlega burði til að segja til um hvar hann er niðurkominn. Fjölskyldunni hefur borist fjöldi slíkra ábendinga sem sumar hverjar hafa gengið mjög nærri fjölskyldunni.

Jóns Þrastar hefur verið leitað í Dublin síðan hann gekk af hótelherbergi sínu í Dublin þann 8. febrúar.

Fjölskylda Jóns Þrastar segir í yfirlýsingu að henni hafi borist fjölmargar stuðnings- og samúðarkveðjur vegna málsins, jafnt frá fjölskyldu, vinum og bláókunnugum. Margar þessar kveðjur hafi veitt fjölskyldunni ómetanlegan stuðning í leitinni.

Hins vegar hafi einnig borist fjöldi skilaboða frá fólki sem skilgreinir sem miðla eða sjáendur og telja sig vita hvar Jón Þröstur er niður kominn. Slíkum skilaboðum fari sífellt fjölgandi og benda þau öll í sitt hvora áttina. Er svo komið að fjölskyldan hefur séð sig tilneydda til að frábiðja sér slík skilaboð.

„Við virðum afstöðu ykkar og lífstíl en ef þið væruð í okkar sporum hljótið þið að skilja hvað það er gríðarlega sársaukafullt að fá skilaboð á nokkurra daga fresti frá fólki sem fullyrðir að okkar elskulegi bróðir sé fastur undir grjóthnullungi í námu eða þaðan af verra. Ef svo ólíklega vill til að við viljum óska eftir aðstoð miðla, sjáenda eða annarra með yfirnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra,

segir í yfirlýsingunni. Hins vegar eru þeir sem hafa mögulega hitt Jón Þröst á förnum vegi hvattir til þess að hafa samband.

 

Raddir