Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Persónuleg og góð þjónusta í fyrirrúmi

Megináhersla Granítsteina er persónuleg þjónusta í öllum þeim ólíku verkefnum sem viðskiptavinir biðja um að sögn Sigurðar Hjalta Magnússonar hjá Granítsteinum ehf.

Granítsteinar er steinsmiðja sem hóf rekstur sinn árið 2008. Fyrirtækið framleiðir borðplötur, sólbekki, vatnsbretti og steinklæðningar ásamt ýmiskonar sérsmíði, annars vegar legsteinaframleiðslu og uppsetningu á þeim og hins vegar þjónustu kringum legsteina. Við litum inn hjá Granítsteinum og hittum Sigurð Hjalta Magnússon þar á bæ og fengum nánari upplýsingar um hvað er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

„Megináhersla Granítsteina ehf. er persónuleg og góð þjónusta við viðskiptavini okkar, og aðstoða þá við útfærslu á öllum þeim ólíku verkefnum sem þeir biðja um, og höfum við hingað til getað orðið við óskum allra,“ segir Sigurður.
„Við framleiðum úr efnum hvaðanæva úr heiminum, til að mynda, graníti, marmara, kvars frá Ítalíu, Suður-Ameríku, Belgíu og Kína og að auki höfum við unnið úr íslenskum efnum eins og blágrýti og grágrýti.

Við erum einnig í nánu samstarfi við aðila á Ítalíu sem gera okkur kleift að útvega efni, hluti og vörur úr námum þaðan, úr áður óþekktum stærðum. Granítsteinar hafa einnig sinnt sérpöntunum á flísum og veggklæðningum úr steini.“
Sigurður hvetur fólk til að heimsækja þau í Helluhraun 2, fá ráðgjöf og skoða úrvalið. „Skoða öll efnin úr steini, ásamt legsteinum og fylgihlutum. Við reynum að verða við óskum allra eins og kostar er og njótum þess að þjóna viðskiptavinum okkar, í stóru sem smáu,“ segir Sigurður Hjalti glaður í bragði.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Granítsteina

Myndir / Úr einkasafni Granítsteina

 

Líður best í sveitinni sinni – Hvítársíðu í Borgarfirði

Anna Laufey Sigurðardóttir er löggiltur fasteigna- og skipasali hjá Fasteignasölunni Nýtt heimili. Hún er ekkja, þriggja barna móðir, amma og hundaeigandi og er búsett í Skerjafirði.

„Ég hef fengið að vera hluti af þessu yndislega samfélagi frá árinu 1995. Hér er gott að vera, stutt í göngustíginn við sjávarsíðuna með Nauthólsvík til austurs og Ægisíðuna til vesturs. Ég þarf þó að fara að minnka við mig en er ekki enn þá viss um það hvert mig langar að flytja því það verður erfitt að hverfa frá þessum dásamlega stað,“ segir Anna Laufey brosandi en hún er fædd og uppalin í Vesturbænum. „Þar hef ég alltaf notið mín vel. Íþróttir og útivist eru stór þáttur í lífi mínu en ég stundaði hlaup og fjallgöngur af krafti áður fyrr. Í seinni tíð hafa skíði og sund veitt mér útrás fyrir hreyfiþörfina. Einnig hef ég verið að stílisera og hef mjög gaman að því. Tvö eldri börnin mín stunda framhaldsnám og eru búsett erlendis sem stendur en yngsta barnið er enn í heimahúsum og stundar nám við Háskólann í Reykjavík.“

Hvað heillar þig mest við starfið? „Starf fasteignasala er fjölbreytt og skemmtilegt. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á arkitektúr og hönnun og því er alltaf jafngaman að koma í ný hús og kynnast sögu þeirra. Það er yfirleitt stórt skref í lífi fólks að breyta til og skipta um samastað. Þess vegna hef ég mikla ánægju af því að hjálpa þeim sem þurfa að finna nýtt og gott heimili þar sem því  líður vel, því ég veit hversu miklu máli það skiptir.“

Getur þú lýst þínum stíl? „Ég er hrifin að jarðlitum, gömlum hlutum til dæmis erfðagripum í bland við nýja hluti. Náttúrulegum efnum og fallegri myndlist. Það skiptir mestu máli að heimilið passi lífsmáta fjölskyldunnar, sé notalegt og praktískt. Ég á mér nokkra uppáhaldsarkitekta en held að hjónin Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Stúdíó Granda standi upp úr.“

Hver er þinn uppáhaldshönnuður? „Hans Wegner, Arne Jacobsen og Gunther Lambert eru í uppáhaldi, falleg og tímalaus hönnun þeirra. Auk þess er ég líka hrifin af mörgu sem Heimili og Hugmyndir selja, til dæmis frá Eddy Versmissen, Flamant og Chehoma.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast? „Ég hefði ekkert á móti því að eiga myndir eftir Georg Guðna og Kristján Davíðsson.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Uppáhaldsliturinn minn í fatavali er blár en í húsgögnum og málningu höfða til mín jarðlitir, gráir tónar, svartur og brúnir tónar í bland við ljósa liti.“

Hvar líður þér best? „Mér líður best í sveitinni minni, Hvítársíðu í Borgarfirði. Hér heima er uppáhaldsstaðurinn minn heiti potturinn á pallinum.“

Hvað heillar þig mest við haustin? „Haustlitirnir eru yndislegir.  Ég fór á hverju hausti með mömmu til Þingvalla til að njóta þeirra. Ég kaupi erikur á haustin og set í alla potta á pallinum og fyrir utan húsið. Innandyra eru kertin ómissandi.  Ekkert er eins róandi og gott eins og að kveikja á kertum á kvöldin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Svalasti veitingastaðurinn er að sjálfsögðu Krauma við Deildatunguhver í Borgarfirði. Eftir að hafa slakað á í pottunum og gufu og gert sig fína er fátt sem toppar það að setjast að snæðingi hjá þeim. Hreint og gott hráefni, salatið ræktað á staðnum og það bragðbesta sem ég hef smakkað. Yndisleg upplifun.“

Að lifa lífinu lifandi er að … stunda útivist og njóta náttúrunnar í gleði með fjölskyldu og góðum vinum.

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Heillandi og glæsileg hæð á eftirsóknaverðum stað

||||
||||

Við Klapparstíg 29 á eftirsóttum stað í 101 Reykjavík er þessi glæsilega hæð, staðsett í húsi sem tilheyrir gamla tímanum.

Valdimar Poulsen, danskur járnsteypumeistari, lét byggja húsið árið 1928 og er það hið virðulegasta. Hönnuður hússins var Guðmundur H. Þorláksson byggingameistari. Húsið er steinsteypt þriggja hæða hús með risi og fallegum bogadregnum svölum og gluggum í miðjunni. Klapparstígur er blönduð gata. Þar hefur lengi ægt saman alls konar iðnaði og verslun í bland við íbúabyggð. Við Klapparstíginn hófu starfsemi sína á fyrri hluta aldarinnar margir af brautryðjendum íslensks iðnaðar.

Iðandi mannlíf og menning
Eignin er staðsett við Klapparstíg á milli Hverfisgötu og Laugavegar, sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár, til móts við Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að fólk. Endurbæturnar styðja betur við verslun og þjónustu sem veitt er á svæðinu, auk þess að krydda mannlífið. Laugavegurinn er ein helsta verslunargata Reykjavíkur og við nærliggjandi götur er fjöldi verslana, kaffihúsa, veitingastaða, gallería og önnur starfsemi sem hvetur til iðandi mannlífs og menningar.

Hvítlakkaðar fulningahurðir og gluggaumgjörðir upprunalegar
Hæðin hefur fengið að halda upprunalegu skipulagi og útliti sem gerir hana virðulegri og rýmið er opið og skemmtilegt. Hvítlakkaðar fulningahurðir og gluggaumgjörðir eru allar upprunalegar og gefa ákveðna upplifun til fortíðar. Gipslistar og rósettur prýða loftin og sveipa hæðina rómantík. Hæðin er einkar rúmgóð og vel skipulögð. Stórt hol tengir saman rými hæðarinnar sem er vel skipulagt. Á hæðinni eru þrjár, stórar og bjartar samliggjandi stofur. Stofurnar eru í sinni upprunalegu mynd og hurðirnar fegra rýmið enn frekar. Óhætt er að segja að stofurnar séu djásn eignarinnar og bjóða upp á fjölmarga möguleika. Rósettur og gipslistar setja fallegan svip á rýmið og undirstrika glæsileika stofanna. Miðjustofan er með bogadregnum gluggum sem eru sérstaklega fallegir, bæði innan sem utan og gera rýmið að innanverðu skemmtilegra. Gengið er inn í allar stofurnar frá holi.

Rómantískt frá gamla tímanum
Eldhúsið er gamaldags með rómantísku ívafi, hvítar innréttingar eru í forgrunni á móti ljósbláum lit á veggjum og inn af eldhúsi er geymsla sem áður var stigi á efri hæð og þaðan er útgengt á snotrar svalir. Svarti og hvíti liturinn er í forgrunni á baðherberginu sem er vandað. Fallegar hvítar og svartar flísar með hreyfingu prýða baðherbergið sem tóna vel saman.

Hæðinni fylgja þrjú rúmgóð, björt og hugguleg svefnherbergi, sem öll liggja saman á hæðinni. Einfaldleikinn ræður þar ríkjum og notagildið til staðar. Það má með sanni segja að eignin bjóði upp á fjölbreytta möguleika hvort sem það fyrir heimili eða atvinnutengda starfsemi því að staðsetningin er frábær fyrir þá sem eru heillaðir að 101 Reykjavík.

Eignin er til sölu á Híbýli fasteignasölu á 93 milljónir og hún er 189,7 fermetrar að stærð. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða gegnum netfangið: [email protected]. Einnig veita Ólafur Már Ólafsson, löggiltur fasteignasali s. 865-8515, netfang: [email protected] og Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali s. 864-8800, netfang: [email protected]. Sjón er sannarlega sögu ríkari.

Olíuverð stýrir Íslandi

Mynd/Pixabay

Heimsmarkaðsverð á olíu er ráðandi þáttur í efnahagslegum uppgangi og erfiðleikum Íslendinga. Það hefur áhrif á heimilin í landinu, sjávarútvegsfyrirtæki, flutningsfyrirtæki og sérstaklega flugfélög. Það hefur áhrif á verðbólguþróun og þar af leiðandi kaupmátt og vaxtakjör.

Ísland hefur um margt notið góðs af rússíbanareið olíuverðsins á heimsmarkaði á undanförnum árum. Verðið var í 130 Bandaríkjadölum á tunnuna árið 2011 og hélst hátt alveg fram til ársins 2014.  Þá hrundi það á skömmum tíma og var komið niður í 25 Bandaríkjadali í byrjun árs 2016.

Á sama tíma var ferðaþjónustan að vaxa hratt, fjármagnshöft voru enn fyrir hendi, hagvöxtur var gríðarlegur ár eftir ár og staða þjóðarbússins batnaði verulega.

En nú eru blikur á lofti. Á einu ári hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um rúmlega 50 prósent. Það hefur sett ferðaþjónustugeirann í uppnám, sérstaklega vegna versnandi rekstrarskilyrða íslensku flugfélaganna, sem þurfa að kaupa mikið af eldsneyti á vélar sínar. Það hefur hækkað rekstrarkostnað heimila, sem flest þurfa að treysta á bíla til að koma sér á milli staða í daglegu amstri. Og það hefur ýtt við verðbólgudraugnum, sem hefur sofið værum blundi árum saman. Hann er ekki vaknaður, en hann er að rumska.

Af hverju er heimsmarkaðsverðið á olíu að hækka svona mikið á svona skömmum tíma? Ein helsta ástæðan eru þær viðskiptaþvinganir sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti á Íran.

Fjallað er ítarlega um áhrif heimsmarkaðsverðs á olíu á íslenskt efnahagskerfi og samfélag í Mannlífi dagsins. Hægt er að lesa þá umfjöllun í heild sinni á vef Kjarnans hér.

Fljótlegir eftirréttir

|
|

Sumum vex í augum að búa til eftirrétti en það þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Hér eru einfaldar uppskriftir þar sem ávextir og ber eru í aðalhlutverki. Gott er að bera fram svolítinn rjóma eða ís á eftirréttina og þá er kominn fullkominn endir á góðri máltíð.

Súkkulaðisæla á pönnu (20 mín.)
fyrir 2-3
Þessi réttur er fyrir sælkera sem vantar eitthvað sætt og gott helst strax. Þegar rétturinn kemur út úr ofninum eru ískúlur settar ofan á hann, skeiðum dreift á gesti eða heimilismenn og einfaldlega ráðist á súkkulaðibombuna. En auðvitað má setja sæluna á diska fyrir hvern og einn.

50 g smjör
40 g hrásykur
50 g hveiti
3 tsk. kakó
25 g dökkt súkkulaði í bitum
25 g hvítt súkkulaði í bitum
¼ tsk. sjávarsalt

Hitið ofninn í 200°C. Gott er að nota litla pönnu sem má fara í ofn en ef hún er ekki til staðar notið þá lítið eldfast mót. Bræðið smjörið annaðhvort á pönnunni eða í skál í örbylgjuofni. Ef þið notið pönnuna gerið þið allt á henni. Bræðið smjörið og takið síðan pönnuna af hitanum. Blandið sykri, hveiti og kakói saman í skál. Hrærið því saman við smjörið á pönnunni. Bætið vanilludropum út í ásamt súkkulaðinu. Stráið að síðustu smávegis salti yfir og bakið í ofni í 8-10 mínútur. Berið strax fram, til dæmis með ís.

Bakaðar plómur með kókosflögum (45 mín.)
fyrir 6-8
Þetta er einstaklega bragðgóður réttur og einfaldur í gerð. Hráefnið fær að njóta sín en ekkert jafnast á við litla eða stóra rjómaslettu til að fullkomna allt saman. Fyrirhafnarlítill réttur sem er fljótlegt að skella í þó svo að bökunartíminn sé í lengri kantinum.

8 plómur
3 tsk. sykur
1 tsk. vanilluduft eða 1 vanillustöng
1 kanilstöng
handfylli kókosflögur

Hitið ofninn í 180°C. Skerið plómurnar til helminga og raðið í eldfast mót. Ef þið náið steinunum ekki auðveldlega úr, bakið þá með og takið úr þegar plómurnar eru tilbúnar. Blandið sykri og vanilludufti saman og stráið yfir plómurnar. Ef vanillustöng er notuð, skerið hana eftir endilöngu og skafið fræin úr og dreifið um mótið. Setjið kanilstöngina líka í mótið. Setjið kókósflögurnar á þurra heita pönnu og ristið þar til þær fá á sig brúnan lit. Hrærið í á meðan og fylgist vel með því þær brenna auðveldlega. Bakið plómurnar í 30 til 40 mínútur. Stráið kókosflögunum yfir plómurnar þegar þær koma út úr ofninum. Gott er að bera þeyttan rjóma fram með þessum rétti.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Veikir flugliðar mæta þögninni

Gagnrýna viðbrögð Icelandair og stéttarfélags.

Fjórir flugliðar Icelandair leituðu á sjúkrahús eftir að hafa fundið fyrir veikindum í flugi frá Edmonton á laugardag. Mannlíf fjallaði í síðasta tölublaði um fjölda flugatvika frá árinu 2016 þar sem starfsfólk flugfélagsins hefur jafnvel verið óvinnufært í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir svipuðum einkennum á flugi.

Blaðamaður hafði samband við starfsmenn sem leituðu á sjúkrahús eftir flugið frá Edmonton en þeir vildu ekki tjá sig um atvikið, lýsa einkennum eða hvort þeir væru á batavegi og bentu blaðamanni á að ræða við Icelandair.

Mannlíf hefur staðfestar heimildir fyrir því að í a.m.k. einu tilfelli hafi fundist eiturefnið TCP í hársýni flugliða sem veiktist í flugi.

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, vildi ekki tjá sig sérstaklega um málefni einstakra starfsmanna. „Það virðist vera sem flestir séu að jafna sig, ég veit ekki betur,“ sagði hann í samtali við Mannlíf. Hann sagði jafnframt að ekkert væri hægt að útiloka um orsakir slíkra atvika og benti á að þau komi reglulega upp hjá flestum flugfélögum og megi yfirleitt rekja til lélegs loftflæðis vegna stífla í loftræstikerfi.

Mannlíf hefur staðfestar heimildir fyrir því að í a.m.k. einu tilfelli hafi fundist eiturefnið TCP í hársýni flugliða sem veiktist í flugi.

Fékk engar upplýsingar
Mannlíf hefur rætt við fjölda starfsmanna Icelandair í tengslum við málið m.a. flugliða sem ekki hafa getað snúið aftur til vinnu eftir að hafa fundið fyrir svipuðum einkennum í flugi. Einn starfsmaður gagnrýnir flugfélagið fyrir léleg viðbrögð í hans tilfelli. Hann hafi ekki fengið neina aðstoð eða upplýsingar frá vinnuveitanda sínum um hvert ætti að leita með sín mál. Þá segist viðkomandi hafa mætt háði og m.a. verið spurður hvort mögulega væri um þynnku að ræða.

„Það er ekki sagt eitt aukatekið orð, það eru allt of miklir hagsmunir,“

Starfsmaðurinn kallar eftir vitundarvakningu meðal almennings og Icelandair um veikindi flugáhafna vegna mengaðs lofts í rýmum flugvéla sem tekið er í gegnum hreyfla. Fyrirbærið hafi verið þekkt í flugheiminum áratugum saman og sé kallað Airotoxic-heilkennið.

Vill að Flugfreyjufélagið stígi fram
Flugliði sem Mannlíf ræddi við er harðorður í garð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og vill að stéttarfélagið sé leiðandi í umræðunni um þessi mál þannig að bæði almenningur og flugáhafnir séu upplýst um hættuna sem getur stafað af lélegum loftgæðum um borð í flugvélum. „Það er ekki sagt eitt aukatekið orð, það eru allt of miklir hagsmunir,“ segir starfsmaðurinn og bendir á að stjórnendur stéttarfélagsins séu einnig starfsmenn flugfélaganna.Fyrir tveimur vikum sagðist Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, ekki vilja tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Síðan þá hefur hvorki ítrekuðum símtölum né tölvupósti verið svarað.

Nýr tölvupóstur sendur á starfsfólk
Eftir að Mannlíf ræddi við Icelandair í tengslum við dularfull veikindi flugliða sendi félagið starfsmönnum sínum tilkynningu í tölvupósti.
Farið er yfir aðgerðir flugfélagsins til að tryggja öryggi starfsmanna og tekið fram að atvikin séu misjöfn og tengist ekki einstökum flugvélum. Skoðanir hafi ekki sýnt fram á skert loftgæði.
Staðfest er eitt tilfelli þar sem sýni úr áhafnarmeðlimi var jákvætt fyrir TCP (rokgjarnt lífrænt efnasamband) sem má finna í mörgum tegundum smurolíu. Upptök efnisins í sýninu hefur ekki verið staðfest. Tekið er fram að ekki hefur mælst TCP um borð í vélum félagsins sem nota slíkar tegundir olíu.

„Vikan er heiðarlegasta tímarit landsins”

Sigga Beinteins hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein af okkar ástsælustu söngkonum en hún er um þessar mundir í óða önn að skipurleggja sína níundu jólatónleika. Sigga hefur margoft verið viðmælandi Vikunnar en blaðinu lýsir hún sem því heiðarlegasta hér á landi.

„Ég hef aldrei neitað Vikunni um viðtal,” segir Sigga þegar blaðakona biður hana að rifja upp kynni sín af blaðinu. „Það er alltaf gaman að vera í viðtali á Vikunni enda tel ég blaðið það heiðarlegasta á íslenskum markaði hvort sem um er að ræða blöð sem koma út viku- eða mánaðarlega. Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að fjölmiðlafólk skrifi eða hafi eftir manni hluti sem ég hefði síður viljað að séu skrifaðir eða birtir en blöðin ekki virt þær óskir að vettvangi. Að mínu mati er Vikan ekki eitt þeirra tímarita enda hefur mín upplifun alltaf verið mjög góð þegar kemur að Vikunni og því fjölmiðlafólki sem þar starfar.”

Það er óhætt að segja nóg sé um að vera hjá Siggu þessa stundina því örfáum dögum fyrir útgáfu afmælisblaðsins stóð hljómsveitin Stjórnin fyrir stórtónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói.

„Já það var öllu tjaldað til en tilefni tónleikanna er 30 ára afmæli Stjórnarinnar.“

„Við fengum til liðs við okkur fjölbreyttan hóp af frábæru listafólki en sérstakir gestir voru þau Svala Björgvins, Daði Freyr, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Erna Hrönn. Ásamt þeim fengum við til liðs við okkur brass sveit sem gerðu lögin okkar enn veglegri og ég get sagt þér að það var alveg frábært að heyra lögin lifna við eftir að búið var að útsetja þau fyrir blásara. Í undirbúningsvinnu fyrir tónleikana týndum við jafnframt til gömul plagöt af bandinu í gegnum tíðina ásamt búningum sem við höfðum til sýnis í andyrinu, þetta var algjör veisla.”

Stjórnin var stofnuð árið 1988 af Grétari Örvarssyni en seinna sama ár gekk Sigga til liðs við sveitina. „Ég tók við af þáverandi söngkonu henni Öldu Björk Ólafsdóttur sem að ákvað að hefja sólóferil í Bretlandi. Ég var á þessum tíma að syngja í sýningu á Hótel Íslandi og Stjórnin sá um að spila á böllunum sem haldin voru á eftir þessum sýningunni. Á einhverjum tímapunkti barst til tals að Alda ætli að flytja út og í kjölfarið var mér boðin hennar staða í bandinu. Boðið þáði ég nánast á staðnum og hef verið söngkona bandsins alla tíð síðan.”

Þrátt fyrir að vera hokin af reynslu viðurkennir Sigga að óhjákvæmilega geri alltaf nokkur fiðrildi vart við sig rétt áður en stigið er á svið.

„Ég er alltaf stressuð fyrir tónleika og þá sérstaklega svona stórtónleika eins og við héldum núna síðast, ég held það muni aldrei fara frá mér.“

„Maður vill reyna að gera allt alveg upp á hundrað og rúmlega það. Við bjuggum þó að því að hafa spilað lögin mikið í sumar og höfðum því rifjað lagalistann vel upp áður en til kastanna kom. Það var því ekkert nema ánægjulegt að skapa skemmtilega tónleika fyrir gestina sem mættu.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta eintaki Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Birgitta um Írafárs-ævintýrið: „Ég gekk oft fram af mér“

Birgitta Haukdal er óneitanlega í uppáhaldi hjá Íslendingum á öllum aldri, enda erfitt að falla ekki fyrir útgeislun hennar og einlægni. Birgitta sló eftirminnilega í gegn í kringum aldamótin og gerði allt vitlaust með hljómsveitinni Írafári. Eftir mikla keyrslu og tímabil sem hún lýsir sem rússíbanareið tóku þau þá ákvörðun um að hætta á toppnum. Síðustu ár hefur Birgitta einbeitt sér að öðru en á þessum tíma hefur hún stofnað fjölskyldu, búið erlendis og flutt til baka, skrifað barnabækur og unnið að fjölbreyttum verkefnum. Fyrr á árinu kom Írafár saman aftur og óhætt að fullyrða að um endurkomu aldarinnar hafi verið að ræða.

Stórtónleikar Írafárs fóru fram 2. júní síðastliðinn þar sem gestum varð ljóst að meðlimir sveitarinnar hefðu engu gleymt. Birgitta segir það ólýsanlega tilfinningu að standa frammi fyrir fullum Eldborgarsal og fá að flytja tónlistina sína, ekki síst þar sem ættingjar og vinir voru á staðnum. Meðal gesta var níu ára sonur Birgittu, Víkingur Brynjar. „Hann var algjörlega stjarfur að sögn pabba síns allan tímann en þetta var í fyrsta sinn sem hann sá mig á heilum tónleikum en ekki bara að flytja eitt og eitt lag. Eftir tónleikana spurði ég hvernig honum hefði fundist og hann var í skýjunum með þetta. Hann viðurkenndi þó að hafa verið mjög stressaður fyrir mína hönd og þegar ég spurði hann nánar út í það var svarið, „ég var svo hræddur um að þú myndir ruglast, mamma“,“ segir Birgitta og hlær.

Meðlimir Írafárs ákváðu að koma einnig fram á Þjóðhátíð og kveðja svo á Menningarnótt. „Við komum þar fram, til þess að segja svo að við værum farin aftur. Við vitum ekki hvort við erum að kveðja í ár eða í 10 ár. En okkur fannst þetta flott, koma fram með eitthvað geggjað og bakka svo út aftur þar til næst.“

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Birgitta segist finna mikinn mun á því að koma fram núna og á þeim árum sem þau voru á toppnum. „Þá var þetta atvinna mín númer eitt, tvö og þrjú og alltaf svo ótrúlega mikið að gera. Þetta var algjör rússíbanareið, enda varð svo mikil sprenging í kringum okkur. Ég var út um allt, dag eftir dag, og náði í raun ekki að njóta. Hausinn var stilltur á vinnustillingu og þetta var bara keyrsla. Inn á milli þegar ég fékk frí var ég bara í bómull að reyna halda viti og passa upp á röddina. En í dag er ég að gera þetta frekar mér til skemmtunar en atvinnu. Það er svo mikill munur að geta staðið og andað augnablikinu að sér og notið þess. Það spilar að sjálfsögðu inn í að ég er orðin eldri og þroskaðri og farin að átta mig á þessum forréttindum.“

Rússíbanareið er orðið sem Birgitta notar yfir árin sem Írafár var upp á sitt besta og ekki af ástæðulausu. Hún tekur fram að árin 2002 og 2003 hafi verið sérstaklega þétt. „Þetta ár var ég bara í ruglinu. Ég var að spila út um allt með Írafári, var í öllum viðtölum, og í raun bara í alls staðar þar sem hægt var að vera. Ég lék í Grease á þessum tíma og fór oft beint eftir sýningar til að syngja á böllum. Á daginn var ég svo að æfa fyrir Eurovision og fór í þá ferð. Inn á milli reyndi ég semja tónlist. Þetta var algjör bilun og mjög erfiður tími í minningunni en rosalega skemmtilegur líka. Mjög dýrmæt reynsla sem ég myndi aldrei vilja skipta út fyrir eitthvað annað. Ég gekk hins vegar oft fram af mér og hélt að ég gæti tekið meira að mér en raun var og þá lenti ég á vegg. Þótt það sé gaman að hugsa til baka sæki ég ekki í svona læti aftur.“

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Birgittu Haukdal, en hún prýðir forsíðu sérstakrar afmælisútgáfu Vikunnar sem væntanleg er í verslanir í dag.

/Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
/Myndir: Aldís Pálsdóttir

Árshátíð í upplausn eftir að í ljós kom að flugið er á næsta ári

Starfsmenn Coca-Cola á Íslandi héldu að þeir væru á leið erlendis í árshátíðarferð í dag þar til í ljós kom að flugið er ekki fyrr en á næsta ári.

Hópur starfsmanna Cola-Cola á Íslandi situr nú fastur á Leifsstöð eftir að í ljós kom að flug sem hópurinn á bókað vegna árshátíðarferðar til Berlín er ekki fyrr en á næsta ári. Hópurinn hélt að hann ætti að fljúga út í dag, 4. október 2018 en þegar hópurinn kom upp á Leifsstöð kom í ljós að flugið hafði verið bókað 4. október 2019.

Einn starfsmaður Coca-Cola á Íslandi segir í samtali við DV að um 30 starfsmenn hafi mætt um klukkan 4:00 í morgun upp á flugvöll og sagði stemmninguna slæma í hópnum eftir að upp komst um klúðrið.

Hluti hópsins bíður nú á Joe and the Juice á neðri hæð Leifsstöðvar á meðan reynt er að leysa málin á meðan sumir eru farnir heim.

Á vef Coca-Cola á Íslandi kemur fram að þjónusta fyrirtækisins verði skert í dag og á morgun vegna árshátíðarferðarinnar. „Við höfum gert okkar besta til að undirbúa þennan dag þannig að þú, viðskiptavinur góður, finnir sem minnst fyrir þessari skerðingu,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Fékk ekki inngöngu í eftirpartýið

Breska leikkonan Claire Foy fékk ekki inngöngu í eftirpartý eftir Emmy-hátíðina þrátt fyrir að halda á Emmy-verðlaunagrip sínum.

Leikkonunni Claire Foy var meinaður aðgangur í eftirpartý eftir Emmy-verðlaunahátíðina í síðasta mánuði. Fyrr um kvöldið hlaut Foy Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í Netflix-seríunni the Crown þar sem hún leikur Elísabet Englandsdrottningu. En þrátt fyrir að hafa verið áberandi á verðlaunahátíðinni sjálfri fékk hún ekki inngöngu í eftirpartýið því hún gleymdi boðskortinu sínu.

Þessu greindi hún frá í The Tonight Show með Jimmy Fallon í gær. Hún sagði þetta hafa verið afar vandræðalegt, sérstaklega í ljósi þess að hún hélt á Emmy-verðlaunagripnum.

Hárgreiðslumaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Jonathan Van Ness kom Foy þó til aðstoðar á endanum og sannfærði dyraverði um að Foy ætti svo sannarlega heima í eftirpartýinu.

 

Eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar

Kafarinn Þorgeir Jónsson rifjar upp daginn sem hann fann lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað. Bíómynd byggð á málinu verður frumsýnd í næstu viku.

Í Mannlífi sem kemur út á morgun ræðir kafarinn Þorgeir Jónsson þann örlagaríka dag 11. febrúar árið 2004 þegar hann fann lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað fyrir hreina tilviljun. Líkfundurinn varð fljótlega að einu umfangsmesta sakamáli hérlendis og leiddi til dóma yfir þremur mönnum.

„Það lá á botninum alveg upp við bryggjuna og ég sá strax að þetta var manneskja, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum. Mér brá virkilega við þessa sýn, skoðaði aðstæður lítillega en fór svo upp til að láta vita og biðja um að hringt yrði á lögregluna,“ rifjar Þorgeir upp.

Bíómynd sem byggð er á þessum atburðum verður frumsýnd í næstu viku. Ari Alexander Ergis Magnússon leikstýrir myndinni.

„Ég hef áhuga á mannlega þættinum í svona málum, ekki lögreglumálum sem slíkum. Það vill gleymast að gerendur í sakamálum eru líka manneskjur með tilfinningar, eiga maka, börn, foreldra, afa og ömmur,“ segir Ari.

Mynd / Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir

„Ekkert hræddur um að móðga fólk“

Halldór Halldórsson, sem flestir þekkja einfaldlega sem Dóra DNA, er einn af landsins bestu grínistum. Dóri hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir að hafa verið heima með Flosa, yngsta son sinn, í 18 mánuði.

„Þegar maður á þrjú börn þá er tíminn sem þau eru á sínum menntastofnunum ómetanlegur og það hefur kennt mér að nýta og skipuleggja hann vel. Síðan Flosi byrjaði á leikskóla hef ég notið þess að vinna skipulagðan vinnudag,“ segir Dóri. „Venjulegur dagur hjá mér hefst á því að ég fer á kaffihúsið Bismút klukkan níu, kjafta við gesti og gangandi í um hálftíma. Þaðan fer ég svo á skrifstofuna og skrifa en ég er með margvísleg verkefni í gangi. Ég er að vinna að gerð ýmissa handrita og verkefna með Hafsteini Gunnari, skrifa uppistandsefni, skáldsögu og fleira. Það að skrifa er uppáhaldið mitt. Mér líður aldrei betur, ekkert finnst mér auðveldara og ekkert liggur jafnvel fyrir mér. Svo reyni ég að enda alla daga á einhverri hreyfingu, hlaupum, lyftingum eða hnefaleikum. Síðustu ár hef ég notað september og október til að gera tilraunir á mataræði. Núna er ég á ketó-mataræðinu í þriðja sinn og ætla að skipta yfir í 20/4 í október.“

Ekkert bannað og ekkert mun verða bannað

Eins og margir vita er Dóri hluti af Mið-Íslandi hópnum, teymi sem samanstendur af nokkrum bestu grínistum landsins. „Mið-Ísland er alltaf jafn vel sótt. Við tökum þetta ár frá ári og sýnum þar til fólk hættir að mæta. Við hefjum haustin á því að halda prufusýningar þar sem við prófum efni sem við höfum párað hjá okkur. Svo mótum við það betur og frumsýnum í janúar. Við eigum tíu ára starfsafmæli í ár, sem er nettur skellur.“

Síðustu misseri hefur átt sér stað ákveðin umræða varðandi grín og að „ekkert megi“ lengur. Sjálfur segist Dóri ekki finna mikinn mun á viðhorfi fólks varðandi þetta.
„Ég get ekki sagt það. Það er ekki endilega það að fólk sé orðið viðkvæmara, það er bara ekki móttækilegt fyrir ákveðnu gríni. Sérstaklega gríni sem er á kostnað minnihlutahópa eða gríni sem fer nálægt eða yfir landamæri kynbundins ofbeldis. En það er ekkert vandamál hjá okkur, við höfum alltaf verið smekklegir, að mér finnst. Aldrei stuðað neinn svo harkalega að honum hefur fundist það tilefni til að segja það upphátt. Þannig erum við bara, sumt grín er bara best í lokuðum hópi. Það er einhver bylgja núna af sérstaklega karlmönnum sem finnst allt bannað. Það er ekkert bannað og ekkert mun verða bannað. Fólk er bara duglegra við að láta heyra í sér, þegar því finnst eitthvað ekki í lagi. Þegar einhver segir að eitthvert grín sé ófyndið eða óviðeigandi eru það ekki ritskoðunartilburðir, alls ekki. Að vera ósáttur við eitthvað er ekki að banna það eða krefjast þess að það sé bannfært. Ég segi oft brandara sem eru á mörkum þess að vera ósmekklegir, í húmor þá elska ég þessi landamæri. Og ef þeir ganga fram af fólki, þá hætti ég að segja þá og biðst afsökunar er þess þarf. Það er hressandi að hafa rangt fyrir sér og svo má ekki gleyma að brandarar eru bara brandarar.“

Dóri segir þá félaga í Mið-Íslandi ekki vitund hrædda við að móðga fólk. „Það væri heldur takmarkaður grínisti sem lifir við þann ótta. Við leyfum okkur að grínast með hvað sem er, sérstaklega okkar á milli. En enginn okkar hefur áhuga á því að vera ósmekklegur eða ógeðslegur. Sjálfum leiðist mér þessi tilhneiging í ákveðnum grínistum að reyna ganga fram af fólki. Sumir elska þannig grín og gjöri þeim svo vel – það er eitthvað fyrir alla og það er æðislegt. En eins og staðan er núna er enginn okkar og enginn af þeim grínistum sem eru í okkar mengi á þeim skónum.“

Leiklistarbaktería á háu stigi

Dóri verður að eigin sögn aldrei stressaður fyrir sýningar. „Ekki ef ég veit að efnið sem ég er að flytja er gott. Að koma fram hefur aldrei vafist fyrir mér, oft líður mér best þannig, ótrúlegt en satt. En það er mjög stressandi að fara fram með nýtt efni sem þú veist ekkert hvernig verður tekið, en það er líka uppáhaldið mitt. Maður hefur stundum dottið í gír, þar sem allt verður fyndið og heilinn á manni fer á milljón. Ég hef samið heilu brandarana af fingrum fram, flókna brandara með „call-backs“ á sviði, það er ótrúleg tilfinning. Ég hef einnig yfirgefið sviðið í vígahug til þess að gera út um áhorfanda sem var með frammíköll og dónaskap. Hræðilegt. En þú manst alltaf best eftir því þegar þú hefur skitið á þig. Og ég hef skitið vel á mig í uppistandi. Man eftir sérstaklega einu giggi á árshátíð kvikmyndagerðarfólks fyrir löngu. Það var ömurlegt. Fyrsta skiptið sem ég bombaði – mun aldrei gleyma því.“

Dóri hefur ekki aðeins látið til sín taka í uppistöndum og grín-sketchum, heldur einnig á hvíta tjaldinu. Hann lék nokkuð stórt hlutverk í vinsælustu kvikmynd landsins þessa dagana, Lof mér að falla. Hann er að eigin sögn kominn með leiklistarbakteríu á háu stigi, seint og löngu eftir listaháskólaárin. „Mig langar mikið til að leika meira, bæði grín, drama og hvað sem er. Mér fannst ótrúlega gaman að leika í Lof mér að falla. Leika persónu af húð og hári og pæla í því hvernig hún er og hvað hefur mótað hana. Vonandi fæ ég fleiri svoleiðis verkefni upp í hendurnar,“ segir Dóri DNA að lokum.

 

Viðtalið birtist upphaflega í Vikunni.

/Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
/Myndir: Hallur Karlsson

Taylor Swift með opnunaratriðið á AMA

Taylor Swift mun opna American Music Awards hátíðina og er tilnefnd til fjögurra verðlauna.

Söngkonan Taylor Swift mun verða með opnunaratriðið á American Music Awards (AMA) í ár. Swift er einnig tilnefnd til fjögurra verðlauna á hátíðinni sem fer fram þann 9. október í Los Angeles.

Swift tilkynnti þetta sjálf á Instgram í gær og fékk köttinn sinn, Meredith, með sér í lið en hann virtist ekkert of spenntur.

Swift kom  seinast fram á AMA hátíðinni árið 2014 og hreppti þá verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði tónlistar. Hún hefur í gegnum tíðina hlotið 19 verðlaun á AMA.

Þeir listamenn sem munu einnig koma fram á hátíðinni eru Carrie Underwood, Imagine Dragons, Cardi B, Post Malone og Ty Dolla $ign svo eitthvað sé nefnt.

Tracee Ellis Ross mun verða kynnir hátíðarinnar.

https://www.instagram.com/p/BobkTlxHo51/?utm_source=ig_web_copy_link

Ætla að mótmæla þeim sem mótmæla

Nú hefur verið boðað til mótmæla þar sem mótmælendum verður mótmælt.

Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til friðsamlegrar samstöðuvöku á föstudaginn fyrir utan Sláturhús Suðurlands. Dýravinir eru hvattir til að koma og „dreifa eins mikilli samúð og ást“ og þeir geta á meðan lömbin eru sendar til slátrunar.

„Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir á Facebook. Þá er tekið fram að um friðsamlegan viðburð sé að ræða og því sé óvild gagnvart starfsfólki SS ekki liðin.

En nú hefur verið boðað til mótmæla vegna samstöðufundarins og virðast einhverjar kjötætur ætla að mæta fyrir utan SS á föstudaginn og grilla kjöt.

Samtökin Reykjavík Animal Save svara í sömu mynt og ætla að mótmæla mótmælunum.

„Á föstudaginn ætla veganar Íslands að mótmæla fyrir utan SS Selfossi. Nokkrir grashræddir ætla að mótmæla mótmælunum. Kjötætur og grasætur, mætum og mótmælum mótmælendum mótmælenda. Sýnum samstöðu með því að aðeins að pæla í hlutunum og þeim sem vilja smá umræðu í stað þess að fara að væla þegar einhver ætlar að taka af þér sviðakjammann þinn,“ segir í Facebook-færslu þar sem boðað er til mótmæla gegn mótmælum samstöðufundarins.

Samstöðufundurinn og mótmælin verða fyrir utan Sláturhús Suðurness á föstudaginn klukkan 14.00.

Varði kvöldinu í að telja seðla á Íslandi

Bardagakappinn Floyd Mayweather nýtur lífsins á Íslandi. Kvöldið hans fór í að telja seðla.

Bardagakappinn Floyd Mayweather er staddur á Íslandi en hann sagði frá því á Instagram í gær að förinni væri heitið til Íslands. Í dag naut hann lífsins í Bláa Lóninu og varði svo kvöldinu í að telja seðla.

„Lífið snýst um að upplifa mismunandi hluti. Svo ég ákvað að fara að skoða Ísland,“ skrifaði Mayweather m.a. við myndband sem hann deildi á Instagram í morgun. Hann sagði landið vera þekkt fyrir heita hveri og þess vegna væri tilvalið að byrja Íslandsheimsóknina á að fara í Bláa Lónið. Svo birti hann mynd af sér í lóninu með kísilmaska í andlitinu.

Kvöldinu virðist hann svo hafa varið í að telja seðla en Mayweather hefur það gott fjárhagslega og er metinn á um 700 milljónir dollara. Hann birti mynd af sér á Instagram í kvöld sem tekin er á hóteli Bláa Lónsins, á myndinni stillir hann sér upp umvafinn seðlabúntum.

View this post on Instagram

#BlueLagoon #Iceland

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on

Embla gerir til ótrúleg listaverk á andlit sitt

Embla Gabríela Wigum notar andlit sitt sem striga til að skapa mögnuð listaverk.

Hin 19 ára Embla Gabríela Wigum býr til ótrúleg listaverk á andlit sitt og deilir myndum með fylgjendum sínum á Instagram. Embla fer óhefðbundnar leiðir í förðun eins og sjá má á myndunum sem hún deilir.

Spurð út í hvenær hún byrjaði að fikta með snyrtivörur og förðun segir Embla áhugann alltaf hafa verið til staðar. „Ég hef haft áhuga á förðun síðan ég man eftir mér. En áhuginn byrjaði fyrir alvöru þegar ég eignaðist mína fyrstu augnskuggapallettu 15 ára gömul. Þá ákvað ég að stefna á förðunarnám og ég fór í Reykjavík Makeup School í september í fyrra, samhliða því að vera í menntaskóla. Eftir það hefur áhuginn bara aukist.“

Embla segir innblásturinn koma úr öllum áttum. „Oft fæ ég innblástur frá öðrum förðunarfræðingum á Instagram en innblásturinn getur líka komið úr umhverfinu. Til dæmis hef ég gert mörg „lúkk“ sem eru innblásin af náttúrunni,“ segir Embla sem vinnur þá ýmist með litasamsetningar úr náttúrunni eða teiknar hreinlega landslag á andlit sitt svo dæmi séu tekin.

Þegar Embla er spurð út í hvort hún eigi sér uppáhalds förðun sem hún sjálf hefur gert á hún erfitt með að svara. „Ein af þeim förðunum sem ég er ánægðust er förðunin þar sem ég málaði himinn og ský á bringuna á mér. Það tók mig langan tíma og ég var alveg að gefast upp. En ég var mjög ánægð með útkomuna þannig það var alveg þess virði.“

Embla hefur lagt það í vana sinn að mynda þá förðun sem hún gerir og deila myndunum á Instagram. Svo þrífur hún förðunina yfirleitt fljótlega af. „Það getur verið leiðinlegt að þrífa förðun af sem ég er búin að eyða kannski mörgum klukkustundum í. En það er líka það skemmtilega við förðun, maður getur gert hvað sem manni dettur í hug og svo fer það alltaf af í lok dagsins.“

„Það getur verið leiðinlegt að þrífa förðun af sem ég er búin að eyða kannski mörgum klukkustundum í.“

Spurð út í hennar uppáhaldsförðunarfræðinga nefnir Embla þau James Charles, Abby Roberts, Keilidh mua og Sarina Nepstad sem dæmi. „Það eru svo miklu fleiri sem ég fylgist með en þessi eru í mestu uppáhaldi.“

Dásamlegur bleikjubrauðréttur

Flestir eru alveg vitlausir í brauðrétti og klárast þeir yfirleitt alltaf fyrst í veislum. Það er líka tilvalið að hafa slíka rétti í matinn fyrir fjölskylduna. Hér bjóðum við upp á brauðrétt með fiski sem aldeilis hentar vel sem kvöldmatur.  Hér er á ferðinni dásamlegu brauðréttur sem kom sérstaklega vel út í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Það þarf smá undirbúning og fyrirhöfn til að útbúa hann en er alveg þess virði. Tilvalið er að nota afganga af bleikju eða laxi frá kvöldinu áður í réttinn.

Brauðréttur með bleikju með kasjúhnetupestói, grillaðri papriku og döðlum

Fyrir 4-6

500 g bleikja (u.þ.b. 2 lítil flök)
3 tsk. kryddblanda að eigin vali t.d. krydd lífsins frá pottagöldrum
1 msk olía til steikingar
5 brauðsneiðarað
1 rauðlaukur
4 msk sýrður rjómi (18%)
safi úr einni sítrónu
2 dl niðurskornar döðlur
1 krukka grilluð paprika
fræ úr einu granatepli, má sleppa

Skerið flökinn í hæfilega bita, kryddið og steikið með roðinu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Passið að ofelda þau ekki, látið kólna. Skerið skorpuna af brauðinu og geymið. Setjið brauðsneiðarnar í litlum bitum í skál. Skerið lauk og blandið saman við ásamt sýrðum rjóma, sítrónusafa og niðurskonrum döðlum. Setjið blönduna í eldfastmót og raðið grillaðri papriku og bleikjunni í bitum yfir. Á þessu stigi er ágætt að leyfa réttinum að bíða í litla stund og búa til pestóið og brauðteningana.

Kasjúhnetupestó
1 askja konfekt- eða kirsuberjatómatar
10 döðlur
8 svartar ólífur
hnefafylli fersk basilíka
hnefafylli kasjúhnetur
1 dl góð ólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar
nýmalaður pipar eftir smekk

Skerið tómatana til helminga og skafið innan úr þeim. Setjið tómatana og allt sem á að fara í kasjúhnetupestóið í matvinnsluvél og látið vélina ganga í smástund þar til allt hefur samlagast.

Ristaðir brauðteningar
skorpa af 5 brauðsneiðum
2 msk. fínt söxuð basilíka, smá sleppa
1 tsk. paprikuduft
3 tsk. olía

Skerið skorpuna sem skorin var af brauðinu í teninga og setjið í skál. Hellið olíunni yfir og kryddið. Blandið vel saman. Steikið við frekar háan hita í stuttan tíma eða þar til teningarnir eru orðnir gullinbrúnir og stökkir. Kælið.

Setjið svolítið af kasjúhnetupestóinu yfir bleikjuréttinn, dreifið ristuðu brauðteningunum yfir og skreytið að lokum með granateplafræjum ef vill. Berið afganginn af pestóinu fram með brauðréttinum

Ristaða brauðteninga má búa til úr hvaða brauðtegund sem er,bæði úr grófu og fínu brauði. Tilvalið er að frysta afgangsbrauð og afskorna skorpu sem er að renna út á tíma og nota í brauðteningagerðina. Bæði er hægt að steikja þá á pönnu í nokkrar mínútur eða raða þeim á ofnplötu og baka í ofni í u.þ.b. 10 mínútur við 180°C. Upplagt er að nota ristaða brauðteninga út á salöt eða í súpur.

Twitter logar vegna gjaldþrots Primera Air

Óánægðir viðskiptavinir Primera Air láta í sér heyra á Twitter.

Flugfélagið Primera Air er gjaldþrota og hefur öllum ferðum félagsins verið aflýst. Mikil óvissa hefur ríkt meðal viðskiptavina félagsins síðan tilkynnt var um gjaldþrotið á vefsíðu félagsins.

Twitter hefur logað síðan og spurningarnar hlaðast upp á Twitter-síðu Primera Air. Óánægðir viðskiptavinir vilja vita hvort þeir fái endurgreiðslu og farþegar sem eru strandaglópar vegna gjaldþrotsins leita svara.

Meðfylgjandi eru nokkur tvít óánægðra netverja.


Þess má geta að á vef Samgöngustofu kemur fram að farþegar kunna að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.

Arion banki tapar háum fjárhæðum á falli Primera Air

Arion banki hefur tilkynnt að „vegna ófyrirséðra atburða“ verði afkoma bankans allt að 1,8 milljörðum króna lakari á þriðja ársfjórðungi.

Umræddir atburðir eru gjaldþrot flugfélagsins Primera Air sem tilkynnti í gær að félagið hefði hætt rekstri. Í afkomuviðvörun frá Arion banka segir að bankinn muni niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem hafi neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi. Áhrifin mun i nema á bilinu 1,3 – 1,8 millörðum króna, að teknu tilliti til skatta.

Uppgjör fyrir þriðja ársfjörðung verður birt í lok október. Í afkomuviðvöruninni segir að um einstakt tilvik sé að ræða sem hafi ekki áhrif á reglulegar tekjur bankans og almennan rekstrarkostnað.

Primera Air er gjaldþrota

 

Jón Gnarr segist ætla í framboð í Barselóna

Spænski miðillinn El Periodico segir frá framboði Jóns Gnarrs.

„Það er mér heiður að tilkynna að ég ætla að bjóða mig fram sem borgarstjóra Barselóna 2019,“ skrifar Jón Gnarr meðal annars á Twitter. Hann tekur þá fram að þeir sem kjósi hann fái ókeypis penna.

Spænski miðillinn El Periodico fjallar um málið. Þar kemur fram að nú sé grínistinn Jón Gnarr kominn fram á sjónarsviðið og sé í framboði til borgarstjóra Barselóna. Þar segir einnig að grín Jón Gnarrs hafi farið úr böndunum á sínum tíma sem endaði með því að hann varð borgarstjóri Reykjavíkur.

Í frétt El Periodico segir að Jón sé orðinn þreyttur á pólitík heimalands síns og ætli því að sjá hvað setur í Barselóna.

 

Persónuleg og góð þjónusta í fyrirrúmi

Megináhersla Granítsteina er persónuleg þjónusta í öllum þeim ólíku verkefnum sem viðskiptavinir biðja um að sögn Sigurðar Hjalta Magnússonar hjá Granítsteinum ehf.

Granítsteinar er steinsmiðja sem hóf rekstur sinn árið 2008. Fyrirtækið framleiðir borðplötur, sólbekki, vatnsbretti og steinklæðningar ásamt ýmiskonar sérsmíði, annars vegar legsteinaframleiðslu og uppsetningu á þeim og hins vegar þjónustu kringum legsteina. Við litum inn hjá Granítsteinum og hittum Sigurð Hjalta Magnússon þar á bæ og fengum nánari upplýsingar um hvað er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

„Megináhersla Granítsteina ehf. er persónuleg og góð þjónusta við viðskiptavini okkar, og aðstoða þá við útfærslu á öllum þeim ólíku verkefnum sem þeir biðja um, og höfum við hingað til getað orðið við óskum allra,“ segir Sigurður.
„Við framleiðum úr efnum hvaðanæva úr heiminum, til að mynda, graníti, marmara, kvars frá Ítalíu, Suður-Ameríku, Belgíu og Kína og að auki höfum við unnið úr íslenskum efnum eins og blágrýti og grágrýti.

Við erum einnig í nánu samstarfi við aðila á Ítalíu sem gera okkur kleift að útvega efni, hluti og vörur úr námum þaðan, úr áður óþekktum stærðum. Granítsteinar hafa einnig sinnt sérpöntunum á flísum og veggklæðningum úr steini.“
Sigurður hvetur fólk til að heimsækja þau í Helluhraun 2, fá ráðgjöf og skoða úrvalið. „Skoða öll efnin úr steini, ásamt legsteinum og fylgihlutum. Við reynum að verða við óskum allra eins og kostar er og njótum þess að þjóna viðskiptavinum okkar, í stóru sem smáu,“ segir Sigurður Hjalti glaður í bragði.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Granítsteina

Myndir / Úr einkasafni Granítsteina

 

Líður best í sveitinni sinni – Hvítársíðu í Borgarfirði

Anna Laufey Sigurðardóttir er löggiltur fasteigna- og skipasali hjá Fasteignasölunni Nýtt heimili. Hún er ekkja, þriggja barna móðir, amma og hundaeigandi og er búsett í Skerjafirði.

„Ég hef fengið að vera hluti af þessu yndislega samfélagi frá árinu 1995. Hér er gott að vera, stutt í göngustíginn við sjávarsíðuna með Nauthólsvík til austurs og Ægisíðuna til vesturs. Ég þarf þó að fara að minnka við mig en er ekki enn þá viss um það hvert mig langar að flytja því það verður erfitt að hverfa frá þessum dásamlega stað,“ segir Anna Laufey brosandi en hún er fædd og uppalin í Vesturbænum. „Þar hef ég alltaf notið mín vel. Íþróttir og útivist eru stór þáttur í lífi mínu en ég stundaði hlaup og fjallgöngur af krafti áður fyrr. Í seinni tíð hafa skíði og sund veitt mér útrás fyrir hreyfiþörfina. Einnig hef ég verið að stílisera og hef mjög gaman að því. Tvö eldri börnin mín stunda framhaldsnám og eru búsett erlendis sem stendur en yngsta barnið er enn í heimahúsum og stundar nám við Háskólann í Reykjavík.“

Hvað heillar þig mest við starfið? „Starf fasteignasala er fjölbreytt og skemmtilegt. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á arkitektúr og hönnun og því er alltaf jafngaman að koma í ný hús og kynnast sögu þeirra. Það er yfirleitt stórt skref í lífi fólks að breyta til og skipta um samastað. Þess vegna hef ég mikla ánægju af því að hjálpa þeim sem þurfa að finna nýtt og gott heimili þar sem því  líður vel, því ég veit hversu miklu máli það skiptir.“

Getur þú lýst þínum stíl? „Ég er hrifin að jarðlitum, gömlum hlutum til dæmis erfðagripum í bland við nýja hluti. Náttúrulegum efnum og fallegri myndlist. Það skiptir mestu máli að heimilið passi lífsmáta fjölskyldunnar, sé notalegt og praktískt. Ég á mér nokkra uppáhaldsarkitekta en held að hjónin Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Stúdíó Granda standi upp úr.“

Hver er þinn uppáhaldshönnuður? „Hans Wegner, Arne Jacobsen og Gunther Lambert eru í uppáhaldi, falleg og tímalaus hönnun þeirra. Auk þess er ég líka hrifin af mörgu sem Heimili og Hugmyndir selja, til dæmis frá Eddy Versmissen, Flamant og Chehoma.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast? „Ég hefði ekkert á móti því að eiga myndir eftir Georg Guðna og Kristján Davíðsson.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Uppáhaldsliturinn minn í fatavali er blár en í húsgögnum og málningu höfða til mín jarðlitir, gráir tónar, svartur og brúnir tónar í bland við ljósa liti.“

Hvar líður þér best? „Mér líður best í sveitinni minni, Hvítársíðu í Borgarfirði. Hér heima er uppáhaldsstaðurinn minn heiti potturinn á pallinum.“

Hvað heillar þig mest við haustin? „Haustlitirnir eru yndislegir.  Ég fór á hverju hausti með mömmu til Þingvalla til að njóta þeirra. Ég kaupi erikur á haustin og set í alla potta á pallinum og fyrir utan húsið. Innandyra eru kertin ómissandi.  Ekkert er eins róandi og gott eins og að kveikja á kertum á kvöldin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Svalasti veitingastaðurinn er að sjálfsögðu Krauma við Deildatunguhver í Borgarfirði. Eftir að hafa slakað á í pottunum og gufu og gert sig fína er fátt sem toppar það að setjast að snæðingi hjá þeim. Hreint og gott hráefni, salatið ræktað á staðnum og það bragðbesta sem ég hef smakkað. Yndisleg upplifun.“

Að lifa lífinu lifandi er að … stunda útivist og njóta náttúrunnar í gleði með fjölskyldu og góðum vinum.

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Heillandi og glæsileg hæð á eftirsóknaverðum stað

||||
||||

Við Klapparstíg 29 á eftirsóttum stað í 101 Reykjavík er þessi glæsilega hæð, staðsett í húsi sem tilheyrir gamla tímanum.

Valdimar Poulsen, danskur járnsteypumeistari, lét byggja húsið árið 1928 og er það hið virðulegasta. Hönnuður hússins var Guðmundur H. Þorláksson byggingameistari. Húsið er steinsteypt þriggja hæða hús með risi og fallegum bogadregnum svölum og gluggum í miðjunni. Klapparstígur er blönduð gata. Þar hefur lengi ægt saman alls konar iðnaði og verslun í bland við íbúabyggð. Við Klapparstíginn hófu starfsemi sína á fyrri hluta aldarinnar margir af brautryðjendum íslensks iðnaðar.

Iðandi mannlíf og menning
Eignin er staðsett við Klapparstíg á milli Hverfisgötu og Laugavegar, sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár, til móts við Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að fólk. Endurbæturnar styðja betur við verslun og þjónustu sem veitt er á svæðinu, auk þess að krydda mannlífið. Laugavegurinn er ein helsta verslunargata Reykjavíkur og við nærliggjandi götur er fjöldi verslana, kaffihúsa, veitingastaða, gallería og önnur starfsemi sem hvetur til iðandi mannlífs og menningar.

Hvítlakkaðar fulningahurðir og gluggaumgjörðir upprunalegar
Hæðin hefur fengið að halda upprunalegu skipulagi og útliti sem gerir hana virðulegri og rýmið er opið og skemmtilegt. Hvítlakkaðar fulningahurðir og gluggaumgjörðir eru allar upprunalegar og gefa ákveðna upplifun til fortíðar. Gipslistar og rósettur prýða loftin og sveipa hæðina rómantík. Hæðin er einkar rúmgóð og vel skipulögð. Stórt hol tengir saman rými hæðarinnar sem er vel skipulagt. Á hæðinni eru þrjár, stórar og bjartar samliggjandi stofur. Stofurnar eru í sinni upprunalegu mynd og hurðirnar fegra rýmið enn frekar. Óhætt er að segja að stofurnar séu djásn eignarinnar og bjóða upp á fjölmarga möguleika. Rósettur og gipslistar setja fallegan svip á rýmið og undirstrika glæsileika stofanna. Miðjustofan er með bogadregnum gluggum sem eru sérstaklega fallegir, bæði innan sem utan og gera rýmið að innanverðu skemmtilegra. Gengið er inn í allar stofurnar frá holi.

Rómantískt frá gamla tímanum
Eldhúsið er gamaldags með rómantísku ívafi, hvítar innréttingar eru í forgrunni á móti ljósbláum lit á veggjum og inn af eldhúsi er geymsla sem áður var stigi á efri hæð og þaðan er útgengt á snotrar svalir. Svarti og hvíti liturinn er í forgrunni á baðherberginu sem er vandað. Fallegar hvítar og svartar flísar með hreyfingu prýða baðherbergið sem tóna vel saman.

Hæðinni fylgja þrjú rúmgóð, björt og hugguleg svefnherbergi, sem öll liggja saman á hæðinni. Einfaldleikinn ræður þar ríkjum og notagildið til staðar. Það má með sanni segja að eignin bjóði upp á fjölbreytta möguleika hvort sem það fyrir heimili eða atvinnutengda starfsemi því að staðsetningin er frábær fyrir þá sem eru heillaðir að 101 Reykjavík.

Eignin er til sölu á Híbýli fasteignasölu á 93 milljónir og hún er 189,7 fermetrar að stærð. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða gegnum netfangið: [email protected]. Einnig veita Ólafur Már Ólafsson, löggiltur fasteignasali s. 865-8515, netfang: [email protected] og Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali s. 864-8800, netfang: [email protected]. Sjón er sannarlega sögu ríkari.

Olíuverð stýrir Íslandi

Mynd/Pixabay

Heimsmarkaðsverð á olíu er ráðandi þáttur í efnahagslegum uppgangi og erfiðleikum Íslendinga. Það hefur áhrif á heimilin í landinu, sjávarútvegsfyrirtæki, flutningsfyrirtæki og sérstaklega flugfélög. Það hefur áhrif á verðbólguþróun og þar af leiðandi kaupmátt og vaxtakjör.

Ísland hefur um margt notið góðs af rússíbanareið olíuverðsins á heimsmarkaði á undanförnum árum. Verðið var í 130 Bandaríkjadölum á tunnuna árið 2011 og hélst hátt alveg fram til ársins 2014.  Þá hrundi það á skömmum tíma og var komið niður í 25 Bandaríkjadali í byrjun árs 2016.

Á sama tíma var ferðaþjónustan að vaxa hratt, fjármagnshöft voru enn fyrir hendi, hagvöxtur var gríðarlegur ár eftir ár og staða þjóðarbússins batnaði verulega.

En nú eru blikur á lofti. Á einu ári hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um rúmlega 50 prósent. Það hefur sett ferðaþjónustugeirann í uppnám, sérstaklega vegna versnandi rekstrarskilyrða íslensku flugfélaganna, sem þurfa að kaupa mikið af eldsneyti á vélar sínar. Það hefur hækkað rekstrarkostnað heimila, sem flest þurfa að treysta á bíla til að koma sér á milli staða í daglegu amstri. Og það hefur ýtt við verðbólgudraugnum, sem hefur sofið værum blundi árum saman. Hann er ekki vaknaður, en hann er að rumska.

Af hverju er heimsmarkaðsverðið á olíu að hækka svona mikið á svona skömmum tíma? Ein helsta ástæðan eru þær viðskiptaþvinganir sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti á Íran.

Fjallað er ítarlega um áhrif heimsmarkaðsverðs á olíu á íslenskt efnahagskerfi og samfélag í Mannlífi dagsins. Hægt er að lesa þá umfjöllun í heild sinni á vef Kjarnans hér.

Fljótlegir eftirréttir

|
|

Sumum vex í augum að búa til eftirrétti en það þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Hér eru einfaldar uppskriftir þar sem ávextir og ber eru í aðalhlutverki. Gott er að bera fram svolítinn rjóma eða ís á eftirréttina og þá er kominn fullkominn endir á góðri máltíð.

Súkkulaðisæla á pönnu (20 mín.)
fyrir 2-3
Þessi réttur er fyrir sælkera sem vantar eitthvað sætt og gott helst strax. Þegar rétturinn kemur út úr ofninum eru ískúlur settar ofan á hann, skeiðum dreift á gesti eða heimilismenn og einfaldlega ráðist á súkkulaðibombuna. En auðvitað má setja sæluna á diska fyrir hvern og einn.

50 g smjör
40 g hrásykur
50 g hveiti
3 tsk. kakó
25 g dökkt súkkulaði í bitum
25 g hvítt súkkulaði í bitum
¼ tsk. sjávarsalt

Hitið ofninn í 200°C. Gott er að nota litla pönnu sem má fara í ofn en ef hún er ekki til staðar notið þá lítið eldfast mót. Bræðið smjörið annaðhvort á pönnunni eða í skál í örbylgjuofni. Ef þið notið pönnuna gerið þið allt á henni. Bræðið smjörið og takið síðan pönnuna af hitanum. Blandið sykri, hveiti og kakói saman í skál. Hrærið því saman við smjörið á pönnunni. Bætið vanilludropum út í ásamt súkkulaðinu. Stráið að síðustu smávegis salti yfir og bakið í ofni í 8-10 mínútur. Berið strax fram, til dæmis með ís.

Bakaðar plómur með kókosflögum (45 mín.)
fyrir 6-8
Þetta er einstaklega bragðgóður réttur og einfaldur í gerð. Hráefnið fær að njóta sín en ekkert jafnast á við litla eða stóra rjómaslettu til að fullkomna allt saman. Fyrirhafnarlítill réttur sem er fljótlegt að skella í þó svo að bökunartíminn sé í lengri kantinum.

8 plómur
3 tsk. sykur
1 tsk. vanilluduft eða 1 vanillustöng
1 kanilstöng
handfylli kókosflögur

Hitið ofninn í 180°C. Skerið plómurnar til helminga og raðið í eldfast mót. Ef þið náið steinunum ekki auðveldlega úr, bakið þá með og takið úr þegar plómurnar eru tilbúnar. Blandið sykri og vanilludufti saman og stráið yfir plómurnar. Ef vanillustöng er notuð, skerið hana eftir endilöngu og skafið fræin úr og dreifið um mótið. Setjið kanilstöngina líka í mótið. Setjið kókósflögurnar á þurra heita pönnu og ristið þar til þær fá á sig brúnan lit. Hrærið í á meðan og fylgist vel með því þær brenna auðveldlega. Bakið plómurnar í 30 til 40 mínútur. Stráið kókosflögunum yfir plómurnar þegar þær koma út úr ofninum. Gott er að bera þeyttan rjóma fram með þessum rétti.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Veikir flugliðar mæta þögninni

Gagnrýna viðbrögð Icelandair og stéttarfélags.

Fjórir flugliðar Icelandair leituðu á sjúkrahús eftir að hafa fundið fyrir veikindum í flugi frá Edmonton á laugardag. Mannlíf fjallaði í síðasta tölublaði um fjölda flugatvika frá árinu 2016 þar sem starfsfólk flugfélagsins hefur jafnvel verið óvinnufært í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir svipuðum einkennum á flugi.

Blaðamaður hafði samband við starfsmenn sem leituðu á sjúkrahús eftir flugið frá Edmonton en þeir vildu ekki tjá sig um atvikið, lýsa einkennum eða hvort þeir væru á batavegi og bentu blaðamanni á að ræða við Icelandair.

Mannlíf hefur staðfestar heimildir fyrir því að í a.m.k. einu tilfelli hafi fundist eiturefnið TCP í hársýni flugliða sem veiktist í flugi.

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, vildi ekki tjá sig sérstaklega um málefni einstakra starfsmanna. „Það virðist vera sem flestir séu að jafna sig, ég veit ekki betur,“ sagði hann í samtali við Mannlíf. Hann sagði jafnframt að ekkert væri hægt að útiloka um orsakir slíkra atvika og benti á að þau komi reglulega upp hjá flestum flugfélögum og megi yfirleitt rekja til lélegs loftflæðis vegna stífla í loftræstikerfi.

Mannlíf hefur staðfestar heimildir fyrir því að í a.m.k. einu tilfelli hafi fundist eiturefnið TCP í hársýni flugliða sem veiktist í flugi.

Fékk engar upplýsingar
Mannlíf hefur rætt við fjölda starfsmanna Icelandair í tengslum við málið m.a. flugliða sem ekki hafa getað snúið aftur til vinnu eftir að hafa fundið fyrir svipuðum einkennum í flugi. Einn starfsmaður gagnrýnir flugfélagið fyrir léleg viðbrögð í hans tilfelli. Hann hafi ekki fengið neina aðstoð eða upplýsingar frá vinnuveitanda sínum um hvert ætti að leita með sín mál. Þá segist viðkomandi hafa mætt háði og m.a. verið spurður hvort mögulega væri um þynnku að ræða.

„Það er ekki sagt eitt aukatekið orð, það eru allt of miklir hagsmunir,“

Starfsmaðurinn kallar eftir vitundarvakningu meðal almennings og Icelandair um veikindi flugáhafna vegna mengaðs lofts í rýmum flugvéla sem tekið er í gegnum hreyfla. Fyrirbærið hafi verið þekkt í flugheiminum áratugum saman og sé kallað Airotoxic-heilkennið.

Vill að Flugfreyjufélagið stígi fram
Flugliði sem Mannlíf ræddi við er harðorður í garð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og vill að stéttarfélagið sé leiðandi í umræðunni um þessi mál þannig að bæði almenningur og flugáhafnir séu upplýst um hættuna sem getur stafað af lélegum loftgæðum um borð í flugvélum. „Það er ekki sagt eitt aukatekið orð, það eru allt of miklir hagsmunir,“ segir starfsmaðurinn og bendir á að stjórnendur stéttarfélagsins séu einnig starfsmenn flugfélaganna.Fyrir tveimur vikum sagðist Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, ekki vilja tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Síðan þá hefur hvorki ítrekuðum símtölum né tölvupósti verið svarað.

Nýr tölvupóstur sendur á starfsfólk
Eftir að Mannlíf ræddi við Icelandair í tengslum við dularfull veikindi flugliða sendi félagið starfsmönnum sínum tilkynningu í tölvupósti.
Farið er yfir aðgerðir flugfélagsins til að tryggja öryggi starfsmanna og tekið fram að atvikin séu misjöfn og tengist ekki einstökum flugvélum. Skoðanir hafi ekki sýnt fram á skert loftgæði.
Staðfest er eitt tilfelli þar sem sýni úr áhafnarmeðlimi var jákvætt fyrir TCP (rokgjarnt lífrænt efnasamband) sem má finna í mörgum tegundum smurolíu. Upptök efnisins í sýninu hefur ekki verið staðfest. Tekið er fram að ekki hefur mælst TCP um borð í vélum félagsins sem nota slíkar tegundir olíu.

„Vikan er heiðarlegasta tímarit landsins”

Sigga Beinteins hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein af okkar ástsælustu söngkonum en hún er um þessar mundir í óða önn að skipurleggja sína níundu jólatónleika. Sigga hefur margoft verið viðmælandi Vikunnar en blaðinu lýsir hún sem því heiðarlegasta hér á landi.

„Ég hef aldrei neitað Vikunni um viðtal,” segir Sigga þegar blaðakona biður hana að rifja upp kynni sín af blaðinu. „Það er alltaf gaman að vera í viðtali á Vikunni enda tel ég blaðið það heiðarlegasta á íslenskum markaði hvort sem um er að ræða blöð sem koma út viku- eða mánaðarlega. Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að fjölmiðlafólk skrifi eða hafi eftir manni hluti sem ég hefði síður viljað að séu skrifaðir eða birtir en blöðin ekki virt þær óskir að vettvangi. Að mínu mati er Vikan ekki eitt þeirra tímarita enda hefur mín upplifun alltaf verið mjög góð þegar kemur að Vikunni og því fjölmiðlafólki sem þar starfar.”

Það er óhætt að segja nóg sé um að vera hjá Siggu þessa stundina því örfáum dögum fyrir útgáfu afmælisblaðsins stóð hljómsveitin Stjórnin fyrir stórtónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói.

„Já það var öllu tjaldað til en tilefni tónleikanna er 30 ára afmæli Stjórnarinnar.“

„Við fengum til liðs við okkur fjölbreyttan hóp af frábæru listafólki en sérstakir gestir voru þau Svala Björgvins, Daði Freyr, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Erna Hrönn. Ásamt þeim fengum við til liðs við okkur brass sveit sem gerðu lögin okkar enn veglegri og ég get sagt þér að það var alveg frábært að heyra lögin lifna við eftir að búið var að útsetja þau fyrir blásara. Í undirbúningsvinnu fyrir tónleikana týndum við jafnframt til gömul plagöt af bandinu í gegnum tíðina ásamt búningum sem við höfðum til sýnis í andyrinu, þetta var algjör veisla.”

Stjórnin var stofnuð árið 1988 af Grétari Örvarssyni en seinna sama ár gekk Sigga til liðs við sveitina. „Ég tók við af þáverandi söngkonu henni Öldu Björk Ólafsdóttur sem að ákvað að hefja sólóferil í Bretlandi. Ég var á þessum tíma að syngja í sýningu á Hótel Íslandi og Stjórnin sá um að spila á böllunum sem haldin voru á eftir þessum sýningunni. Á einhverjum tímapunkti barst til tals að Alda ætli að flytja út og í kjölfarið var mér boðin hennar staða í bandinu. Boðið þáði ég nánast á staðnum og hef verið söngkona bandsins alla tíð síðan.”

Þrátt fyrir að vera hokin af reynslu viðurkennir Sigga að óhjákvæmilega geri alltaf nokkur fiðrildi vart við sig rétt áður en stigið er á svið.

„Ég er alltaf stressuð fyrir tónleika og þá sérstaklega svona stórtónleika eins og við héldum núna síðast, ég held það muni aldrei fara frá mér.“

„Maður vill reyna að gera allt alveg upp á hundrað og rúmlega það. Við bjuggum þó að því að hafa spilað lögin mikið í sumar og höfðum því rifjað lagalistann vel upp áður en til kastanna kom. Það var því ekkert nema ánægjulegt að skapa skemmtilega tónleika fyrir gestina sem mættu.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta eintaki Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Birgitta um Írafárs-ævintýrið: „Ég gekk oft fram af mér“

Birgitta Haukdal er óneitanlega í uppáhaldi hjá Íslendingum á öllum aldri, enda erfitt að falla ekki fyrir útgeislun hennar og einlægni. Birgitta sló eftirminnilega í gegn í kringum aldamótin og gerði allt vitlaust með hljómsveitinni Írafári. Eftir mikla keyrslu og tímabil sem hún lýsir sem rússíbanareið tóku þau þá ákvörðun um að hætta á toppnum. Síðustu ár hefur Birgitta einbeitt sér að öðru en á þessum tíma hefur hún stofnað fjölskyldu, búið erlendis og flutt til baka, skrifað barnabækur og unnið að fjölbreyttum verkefnum. Fyrr á árinu kom Írafár saman aftur og óhætt að fullyrða að um endurkomu aldarinnar hafi verið að ræða.

Stórtónleikar Írafárs fóru fram 2. júní síðastliðinn þar sem gestum varð ljóst að meðlimir sveitarinnar hefðu engu gleymt. Birgitta segir það ólýsanlega tilfinningu að standa frammi fyrir fullum Eldborgarsal og fá að flytja tónlistina sína, ekki síst þar sem ættingjar og vinir voru á staðnum. Meðal gesta var níu ára sonur Birgittu, Víkingur Brynjar. „Hann var algjörlega stjarfur að sögn pabba síns allan tímann en þetta var í fyrsta sinn sem hann sá mig á heilum tónleikum en ekki bara að flytja eitt og eitt lag. Eftir tónleikana spurði ég hvernig honum hefði fundist og hann var í skýjunum með þetta. Hann viðurkenndi þó að hafa verið mjög stressaður fyrir mína hönd og þegar ég spurði hann nánar út í það var svarið, „ég var svo hræddur um að þú myndir ruglast, mamma“,“ segir Birgitta og hlær.

Meðlimir Írafárs ákváðu að koma einnig fram á Þjóðhátíð og kveðja svo á Menningarnótt. „Við komum þar fram, til þess að segja svo að við værum farin aftur. Við vitum ekki hvort við erum að kveðja í ár eða í 10 ár. En okkur fannst þetta flott, koma fram með eitthvað geggjað og bakka svo út aftur þar til næst.“

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Birgitta segist finna mikinn mun á því að koma fram núna og á þeim árum sem þau voru á toppnum. „Þá var þetta atvinna mín númer eitt, tvö og þrjú og alltaf svo ótrúlega mikið að gera. Þetta var algjör rússíbanareið, enda varð svo mikil sprenging í kringum okkur. Ég var út um allt, dag eftir dag, og náði í raun ekki að njóta. Hausinn var stilltur á vinnustillingu og þetta var bara keyrsla. Inn á milli þegar ég fékk frí var ég bara í bómull að reyna halda viti og passa upp á röddina. En í dag er ég að gera þetta frekar mér til skemmtunar en atvinnu. Það er svo mikill munur að geta staðið og andað augnablikinu að sér og notið þess. Það spilar að sjálfsögðu inn í að ég er orðin eldri og þroskaðri og farin að átta mig á þessum forréttindum.“

Rússíbanareið er orðið sem Birgitta notar yfir árin sem Írafár var upp á sitt besta og ekki af ástæðulausu. Hún tekur fram að árin 2002 og 2003 hafi verið sérstaklega þétt. „Þetta ár var ég bara í ruglinu. Ég var að spila út um allt með Írafári, var í öllum viðtölum, og í raun bara í alls staðar þar sem hægt var að vera. Ég lék í Grease á þessum tíma og fór oft beint eftir sýningar til að syngja á böllum. Á daginn var ég svo að æfa fyrir Eurovision og fór í þá ferð. Inn á milli reyndi ég semja tónlist. Þetta var algjör bilun og mjög erfiður tími í minningunni en rosalega skemmtilegur líka. Mjög dýrmæt reynsla sem ég myndi aldrei vilja skipta út fyrir eitthvað annað. Ég gekk hins vegar oft fram af mér og hélt að ég gæti tekið meira að mér en raun var og þá lenti ég á vegg. Þótt það sé gaman að hugsa til baka sæki ég ekki í svona læti aftur.“

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Birgittu Haukdal, en hún prýðir forsíðu sérstakrar afmælisútgáfu Vikunnar sem væntanleg er í verslanir í dag.

/Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
/Myndir: Aldís Pálsdóttir

Árshátíð í upplausn eftir að í ljós kom að flugið er á næsta ári

Starfsmenn Coca-Cola á Íslandi héldu að þeir væru á leið erlendis í árshátíðarferð í dag þar til í ljós kom að flugið er ekki fyrr en á næsta ári.

Hópur starfsmanna Cola-Cola á Íslandi situr nú fastur á Leifsstöð eftir að í ljós kom að flug sem hópurinn á bókað vegna árshátíðarferðar til Berlín er ekki fyrr en á næsta ári. Hópurinn hélt að hann ætti að fljúga út í dag, 4. október 2018 en þegar hópurinn kom upp á Leifsstöð kom í ljós að flugið hafði verið bókað 4. október 2019.

Einn starfsmaður Coca-Cola á Íslandi segir í samtali við DV að um 30 starfsmenn hafi mætt um klukkan 4:00 í morgun upp á flugvöll og sagði stemmninguna slæma í hópnum eftir að upp komst um klúðrið.

Hluti hópsins bíður nú á Joe and the Juice á neðri hæð Leifsstöðvar á meðan reynt er að leysa málin á meðan sumir eru farnir heim.

Á vef Coca-Cola á Íslandi kemur fram að þjónusta fyrirtækisins verði skert í dag og á morgun vegna árshátíðarferðarinnar. „Við höfum gert okkar besta til að undirbúa þennan dag þannig að þú, viðskiptavinur góður, finnir sem minnst fyrir þessari skerðingu,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Fékk ekki inngöngu í eftirpartýið

Breska leikkonan Claire Foy fékk ekki inngöngu í eftirpartý eftir Emmy-hátíðina þrátt fyrir að halda á Emmy-verðlaunagrip sínum.

Leikkonunni Claire Foy var meinaður aðgangur í eftirpartý eftir Emmy-verðlaunahátíðina í síðasta mánuði. Fyrr um kvöldið hlaut Foy Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í Netflix-seríunni the Crown þar sem hún leikur Elísabet Englandsdrottningu. En þrátt fyrir að hafa verið áberandi á verðlaunahátíðinni sjálfri fékk hún ekki inngöngu í eftirpartýið því hún gleymdi boðskortinu sínu.

Þessu greindi hún frá í The Tonight Show með Jimmy Fallon í gær. Hún sagði þetta hafa verið afar vandræðalegt, sérstaklega í ljósi þess að hún hélt á Emmy-verðlaunagripnum.

Hárgreiðslumaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Jonathan Van Ness kom Foy þó til aðstoðar á endanum og sannfærði dyraverði um að Foy ætti svo sannarlega heima í eftirpartýinu.

 

Eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar

Kafarinn Þorgeir Jónsson rifjar upp daginn sem hann fann lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað. Bíómynd byggð á málinu verður frumsýnd í næstu viku.

Í Mannlífi sem kemur út á morgun ræðir kafarinn Þorgeir Jónsson þann örlagaríka dag 11. febrúar árið 2004 þegar hann fann lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað fyrir hreina tilviljun. Líkfundurinn varð fljótlega að einu umfangsmesta sakamáli hérlendis og leiddi til dóma yfir þremur mönnum.

„Það lá á botninum alveg upp við bryggjuna og ég sá strax að þetta var manneskja, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum. Mér brá virkilega við þessa sýn, skoðaði aðstæður lítillega en fór svo upp til að láta vita og biðja um að hringt yrði á lögregluna,“ rifjar Þorgeir upp.

Bíómynd sem byggð er á þessum atburðum verður frumsýnd í næstu viku. Ari Alexander Ergis Magnússon leikstýrir myndinni.

„Ég hef áhuga á mannlega þættinum í svona málum, ekki lögreglumálum sem slíkum. Það vill gleymast að gerendur í sakamálum eru líka manneskjur með tilfinningar, eiga maka, börn, foreldra, afa og ömmur,“ segir Ari.

Mynd / Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir

„Ekkert hræddur um að móðga fólk“

Halldór Halldórsson, sem flestir þekkja einfaldlega sem Dóra DNA, er einn af landsins bestu grínistum. Dóri hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir að hafa verið heima með Flosa, yngsta son sinn, í 18 mánuði.

„Þegar maður á þrjú börn þá er tíminn sem þau eru á sínum menntastofnunum ómetanlegur og það hefur kennt mér að nýta og skipuleggja hann vel. Síðan Flosi byrjaði á leikskóla hef ég notið þess að vinna skipulagðan vinnudag,“ segir Dóri. „Venjulegur dagur hjá mér hefst á því að ég fer á kaffihúsið Bismút klukkan níu, kjafta við gesti og gangandi í um hálftíma. Þaðan fer ég svo á skrifstofuna og skrifa en ég er með margvísleg verkefni í gangi. Ég er að vinna að gerð ýmissa handrita og verkefna með Hafsteini Gunnari, skrifa uppistandsefni, skáldsögu og fleira. Það að skrifa er uppáhaldið mitt. Mér líður aldrei betur, ekkert finnst mér auðveldara og ekkert liggur jafnvel fyrir mér. Svo reyni ég að enda alla daga á einhverri hreyfingu, hlaupum, lyftingum eða hnefaleikum. Síðustu ár hef ég notað september og október til að gera tilraunir á mataræði. Núna er ég á ketó-mataræðinu í þriðja sinn og ætla að skipta yfir í 20/4 í október.“

Ekkert bannað og ekkert mun verða bannað

Eins og margir vita er Dóri hluti af Mið-Íslandi hópnum, teymi sem samanstendur af nokkrum bestu grínistum landsins. „Mið-Ísland er alltaf jafn vel sótt. Við tökum þetta ár frá ári og sýnum þar til fólk hættir að mæta. Við hefjum haustin á því að halda prufusýningar þar sem við prófum efni sem við höfum párað hjá okkur. Svo mótum við það betur og frumsýnum í janúar. Við eigum tíu ára starfsafmæli í ár, sem er nettur skellur.“

Síðustu misseri hefur átt sér stað ákveðin umræða varðandi grín og að „ekkert megi“ lengur. Sjálfur segist Dóri ekki finna mikinn mun á viðhorfi fólks varðandi þetta.
„Ég get ekki sagt það. Það er ekki endilega það að fólk sé orðið viðkvæmara, það er bara ekki móttækilegt fyrir ákveðnu gríni. Sérstaklega gríni sem er á kostnað minnihlutahópa eða gríni sem fer nálægt eða yfir landamæri kynbundins ofbeldis. En það er ekkert vandamál hjá okkur, við höfum alltaf verið smekklegir, að mér finnst. Aldrei stuðað neinn svo harkalega að honum hefur fundist það tilefni til að segja það upphátt. Þannig erum við bara, sumt grín er bara best í lokuðum hópi. Það er einhver bylgja núna af sérstaklega karlmönnum sem finnst allt bannað. Það er ekkert bannað og ekkert mun verða bannað. Fólk er bara duglegra við að láta heyra í sér, þegar því finnst eitthvað ekki í lagi. Þegar einhver segir að eitthvert grín sé ófyndið eða óviðeigandi eru það ekki ritskoðunartilburðir, alls ekki. Að vera ósáttur við eitthvað er ekki að banna það eða krefjast þess að það sé bannfært. Ég segi oft brandara sem eru á mörkum þess að vera ósmekklegir, í húmor þá elska ég þessi landamæri. Og ef þeir ganga fram af fólki, þá hætti ég að segja þá og biðst afsökunar er þess þarf. Það er hressandi að hafa rangt fyrir sér og svo má ekki gleyma að brandarar eru bara brandarar.“

Dóri segir þá félaga í Mið-Íslandi ekki vitund hrædda við að móðga fólk. „Það væri heldur takmarkaður grínisti sem lifir við þann ótta. Við leyfum okkur að grínast með hvað sem er, sérstaklega okkar á milli. En enginn okkar hefur áhuga á því að vera ósmekklegur eða ógeðslegur. Sjálfum leiðist mér þessi tilhneiging í ákveðnum grínistum að reyna ganga fram af fólki. Sumir elska þannig grín og gjöri þeim svo vel – það er eitthvað fyrir alla og það er æðislegt. En eins og staðan er núna er enginn okkar og enginn af þeim grínistum sem eru í okkar mengi á þeim skónum.“

Leiklistarbaktería á háu stigi

Dóri verður að eigin sögn aldrei stressaður fyrir sýningar. „Ekki ef ég veit að efnið sem ég er að flytja er gott. Að koma fram hefur aldrei vafist fyrir mér, oft líður mér best þannig, ótrúlegt en satt. En það er mjög stressandi að fara fram með nýtt efni sem þú veist ekkert hvernig verður tekið, en það er líka uppáhaldið mitt. Maður hefur stundum dottið í gír, þar sem allt verður fyndið og heilinn á manni fer á milljón. Ég hef samið heilu brandarana af fingrum fram, flókna brandara með „call-backs“ á sviði, það er ótrúleg tilfinning. Ég hef einnig yfirgefið sviðið í vígahug til þess að gera út um áhorfanda sem var með frammíköll og dónaskap. Hræðilegt. En þú manst alltaf best eftir því þegar þú hefur skitið á þig. Og ég hef skitið vel á mig í uppistandi. Man eftir sérstaklega einu giggi á árshátíð kvikmyndagerðarfólks fyrir löngu. Það var ömurlegt. Fyrsta skiptið sem ég bombaði – mun aldrei gleyma því.“

Dóri hefur ekki aðeins látið til sín taka í uppistöndum og grín-sketchum, heldur einnig á hvíta tjaldinu. Hann lék nokkuð stórt hlutverk í vinsælustu kvikmynd landsins þessa dagana, Lof mér að falla. Hann er að eigin sögn kominn með leiklistarbakteríu á háu stigi, seint og löngu eftir listaháskólaárin. „Mig langar mikið til að leika meira, bæði grín, drama og hvað sem er. Mér fannst ótrúlega gaman að leika í Lof mér að falla. Leika persónu af húð og hári og pæla í því hvernig hún er og hvað hefur mótað hana. Vonandi fæ ég fleiri svoleiðis verkefni upp í hendurnar,“ segir Dóri DNA að lokum.

 

Viðtalið birtist upphaflega í Vikunni.

/Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
/Myndir: Hallur Karlsson

Taylor Swift með opnunaratriðið á AMA

Taylor Swift mun opna American Music Awards hátíðina og er tilnefnd til fjögurra verðlauna.

Söngkonan Taylor Swift mun verða með opnunaratriðið á American Music Awards (AMA) í ár. Swift er einnig tilnefnd til fjögurra verðlauna á hátíðinni sem fer fram þann 9. október í Los Angeles.

Swift tilkynnti þetta sjálf á Instgram í gær og fékk köttinn sinn, Meredith, með sér í lið en hann virtist ekkert of spenntur.

Swift kom  seinast fram á AMA hátíðinni árið 2014 og hreppti þá verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði tónlistar. Hún hefur í gegnum tíðina hlotið 19 verðlaun á AMA.

Þeir listamenn sem munu einnig koma fram á hátíðinni eru Carrie Underwood, Imagine Dragons, Cardi B, Post Malone og Ty Dolla $ign svo eitthvað sé nefnt.

Tracee Ellis Ross mun verða kynnir hátíðarinnar.

https://www.instagram.com/p/BobkTlxHo51/?utm_source=ig_web_copy_link

Ætla að mótmæla þeim sem mótmæla

Nú hefur verið boðað til mótmæla þar sem mótmælendum verður mótmælt.

Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til friðsamlegrar samstöðuvöku á föstudaginn fyrir utan Sláturhús Suðurlands. Dýravinir eru hvattir til að koma og „dreifa eins mikilli samúð og ást“ og þeir geta á meðan lömbin eru sendar til slátrunar.

„Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir á Facebook. Þá er tekið fram að um friðsamlegan viðburð sé að ræða og því sé óvild gagnvart starfsfólki SS ekki liðin.

En nú hefur verið boðað til mótmæla vegna samstöðufundarins og virðast einhverjar kjötætur ætla að mæta fyrir utan SS á föstudaginn og grilla kjöt.

Samtökin Reykjavík Animal Save svara í sömu mynt og ætla að mótmæla mótmælunum.

„Á föstudaginn ætla veganar Íslands að mótmæla fyrir utan SS Selfossi. Nokkrir grashræddir ætla að mótmæla mótmælunum. Kjötætur og grasætur, mætum og mótmælum mótmælendum mótmælenda. Sýnum samstöðu með því að aðeins að pæla í hlutunum og þeim sem vilja smá umræðu í stað þess að fara að væla þegar einhver ætlar að taka af þér sviðakjammann þinn,“ segir í Facebook-færslu þar sem boðað er til mótmæla gegn mótmælum samstöðufundarins.

Samstöðufundurinn og mótmælin verða fyrir utan Sláturhús Suðurness á föstudaginn klukkan 14.00.

Varði kvöldinu í að telja seðla á Íslandi

Bardagakappinn Floyd Mayweather nýtur lífsins á Íslandi. Kvöldið hans fór í að telja seðla.

Bardagakappinn Floyd Mayweather er staddur á Íslandi en hann sagði frá því á Instagram í gær að förinni væri heitið til Íslands. Í dag naut hann lífsins í Bláa Lóninu og varði svo kvöldinu í að telja seðla.

„Lífið snýst um að upplifa mismunandi hluti. Svo ég ákvað að fara að skoða Ísland,“ skrifaði Mayweather m.a. við myndband sem hann deildi á Instagram í morgun. Hann sagði landið vera þekkt fyrir heita hveri og þess vegna væri tilvalið að byrja Íslandsheimsóknina á að fara í Bláa Lónið. Svo birti hann mynd af sér í lóninu með kísilmaska í andlitinu.

Kvöldinu virðist hann svo hafa varið í að telja seðla en Mayweather hefur það gott fjárhagslega og er metinn á um 700 milljónir dollara. Hann birti mynd af sér á Instagram í kvöld sem tekin er á hóteli Bláa Lónsins, á myndinni stillir hann sér upp umvafinn seðlabúntum.

View this post on Instagram

#BlueLagoon #Iceland

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on

Embla gerir til ótrúleg listaverk á andlit sitt

Embla Gabríela Wigum notar andlit sitt sem striga til að skapa mögnuð listaverk.

Hin 19 ára Embla Gabríela Wigum býr til ótrúleg listaverk á andlit sitt og deilir myndum með fylgjendum sínum á Instagram. Embla fer óhefðbundnar leiðir í förðun eins og sjá má á myndunum sem hún deilir.

Spurð út í hvenær hún byrjaði að fikta með snyrtivörur og förðun segir Embla áhugann alltaf hafa verið til staðar. „Ég hef haft áhuga á förðun síðan ég man eftir mér. En áhuginn byrjaði fyrir alvöru þegar ég eignaðist mína fyrstu augnskuggapallettu 15 ára gömul. Þá ákvað ég að stefna á förðunarnám og ég fór í Reykjavík Makeup School í september í fyrra, samhliða því að vera í menntaskóla. Eftir það hefur áhuginn bara aukist.“

Embla segir innblásturinn koma úr öllum áttum. „Oft fæ ég innblástur frá öðrum förðunarfræðingum á Instagram en innblásturinn getur líka komið úr umhverfinu. Til dæmis hef ég gert mörg „lúkk“ sem eru innblásin af náttúrunni,“ segir Embla sem vinnur þá ýmist með litasamsetningar úr náttúrunni eða teiknar hreinlega landslag á andlit sitt svo dæmi séu tekin.

Þegar Embla er spurð út í hvort hún eigi sér uppáhalds förðun sem hún sjálf hefur gert á hún erfitt með að svara. „Ein af þeim förðunum sem ég er ánægðust er förðunin þar sem ég málaði himinn og ský á bringuna á mér. Það tók mig langan tíma og ég var alveg að gefast upp. En ég var mjög ánægð með útkomuna þannig það var alveg þess virði.“

Embla hefur lagt það í vana sinn að mynda þá förðun sem hún gerir og deila myndunum á Instagram. Svo þrífur hún förðunina yfirleitt fljótlega af. „Það getur verið leiðinlegt að þrífa förðun af sem ég er búin að eyða kannski mörgum klukkustundum í. En það er líka það skemmtilega við förðun, maður getur gert hvað sem manni dettur í hug og svo fer það alltaf af í lok dagsins.“

„Það getur verið leiðinlegt að þrífa förðun af sem ég er búin að eyða kannski mörgum klukkustundum í.“

Spurð út í hennar uppáhaldsförðunarfræðinga nefnir Embla þau James Charles, Abby Roberts, Keilidh mua og Sarina Nepstad sem dæmi. „Það eru svo miklu fleiri sem ég fylgist með en þessi eru í mestu uppáhaldi.“

Dásamlegur bleikjubrauðréttur

Flestir eru alveg vitlausir í brauðrétti og klárast þeir yfirleitt alltaf fyrst í veislum. Það er líka tilvalið að hafa slíka rétti í matinn fyrir fjölskylduna. Hér bjóðum við upp á brauðrétt með fiski sem aldeilis hentar vel sem kvöldmatur.  Hér er á ferðinni dásamlegu brauðréttur sem kom sérstaklega vel út í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Það þarf smá undirbúning og fyrirhöfn til að útbúa hann en er alveg þess virði. Tilvalið er að nota afganga af bleikju eða laxi frá kvöldinu áður í réttinn.

Brauðréttur með bleikju með kasjúhnetupestói, grillaðri papriku og döðlum

Fyrir 4-6

500 g bleikja (u.þ.b. 2 lítil flök)
3 tsk. kryddblanda að eigin vali t.d. krydd lífsins frá pottagöldrum
1 msk olía til steikingar
5 brauðsneiðarað
1 rauðlaukur
4 msk sýrður rjómi (18%)
safi úr einni sítrónu
2 dl niðurskornar döðlur
1 krukka grilluð paprika
fræ úr einu granatepli, má sleppa

Skerið flökinn í hæfilega bita, kryddið og steikið með roðinu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Passið að ofelda þau ekki, látið kólna. Skerið skorpuna af brauðinu og geymið. Setjið brauðsneiðarnar í litlum bitum í skál. Skerið lauk og blandið saman við ásamt sýrðum rjóma, sítrónusafa og niðurskonrum döðlum. Setjið blönduna í eldfastmót og raðið grillaðri papriku og bleikjunni í bitum yfir. Á þessu stigi er ágætt að leyfa réttinum að bíða í litla stund og búa til pestóið og brauðteningana.

Kasjúhnetupestó
1 askja konfekt- eða kirsuberjatómatar
10 döðlur
8 svartar ólífur
hnefafylli fersk basilíka
hnefafylli kasjúhnetur
1 dl góð ólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar
nýmalaður pipar eftir smekk

Skerið tómatana til helminga og skafið innan úr þeim. Setjið tómatana og allt sem á að fara í kasjúhnetupestóið í matvinnsluvél og látið vélina ganga í smástund þar til allt hefur samlagast.

Ristaðir brauðteningar
skorpa af 5 brauðsneiðum
2 msk. fínt söxuð basilíka, smá sleppa
1 tsk. paprikuduft
3 tsk. olía

Skerið skorpuna sem skorin var af brauðinu í teninga og setjið í skál. Hellið olíunni yfir og kryddið. Blandið vel saman. Steikið við frekar háan hita í stuttan tíma eða þar til teningarnir eru orðnir gullinbrúnir og stökkir. Kælið.

Setjið svolítið af kasjúhnetupestóinu yfir bleikjuréttinn, dreifið ristuðu brauðteningunum yfir og skreytið að lokum með granateplafræjum ef vill. Berið afganginn af pestóinu fram með brauðréttinum

Ristaða brauðteninga má búa til úr hvaða brauðtegund sem er,bæði úr grófu og fínu brauði. Tilvalið er að frysta afgangsbrauð og afskorna skorpu sem er að renna út á tíma og nota í brauðteningagerðina. Bæði er hægt að steikja þá á pönnu í nokkrar mínútur eða raða þeim á ofnplötu og baka í ofni í u.þ.b. 10 mínútur við 180°C. Upplagt er að nota ristaða brauðteninga út á salöt eða í súpur.

Twitter logar vegna gjaldþrots Primera Air

Óánægðir viðskiptavinir Primera Air láta í sér heyra á Twitter.

Flugfélagið Primera Air er gjaldþrota og hefur öllum ferðum félagsins verið aflýst. Mikil óvissa hefur ríkt meðal viðskiptavina félagsins síðan tilkynnt var um gjaldþrotið á vefsíðu félagsins.

Twitter hefur logað síðan og spurningarnar hlaðast upp á Twitter-síðu Primera Air. Óánægðir viðskiptavinir vilja vita hvort þeir fái endurgreiðslu og farþegar sem eru strandaglópar vegna gjaldþrotsins leita svara.

Meðfylgjandi eru nokkur tvít óánægðra netverja.


Þess má geta að á vef Samgöngustofu kemur fram að farþegar kunna að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.

Arion banki tapar háum fjárhæðum á falli Primera Air

Arion banki hefur tilkynnt að „vegna ófyrirséðra atburða“ verði afkoma bankans allt að 1,8 milljörðum króna lakari á þriðja ársfjórðungi.

Umræddir atburðir eru gjaldþrot flugfélagsins Primera Air sem tilkynnti í gær að félagið hefði hætt rekstri. Í afkomuviðvörun frá Arion banka segir að bankinn muni niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem hafi neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi. Áhrifin mun i nema á bilinu 1,3 – 1,8 millörðum króna, að teknu tilliti til skatta.

Uppgjör fyrir þriðja ársfjörðung verður birt í lok október. Í afkomuviðvöruninni segir að um einstakt tilvik sé að ræða sem hafi ekki áhrif á reglulegar tekjur bankans og almennan rekstrarkostnað.

Primera Air er gjaldþrota

 

Jón Gnarr segist ætla í framboð í Barselóna

Spænski miðillinn El Periodico segir frá framboði Jóns Gnarrs.

„Það er mér heiður að tilkynna að ég ætla að bjóða mig fram sem borgarstjóra Barselóna 2019,“ skrifar Jón Gnarr meðal annars á Twitter. Hann tekur þá fram að þeir sem kjósi hann fái ókeypis penna.

Spænski miðillinn El Periodico fjallar um málið. Þar kemur fram að nú sé grínistinn Jón Gnarr kominn fram á sjónarsviðið og sé í framboði til borgarstjóra Barselóna. Þar segir einnig að grín Jón Gnarrs hafi farið úr böndunum á sínum tíma sem endaði með því að hann varð borgarstjóri Reykjavíkur.

Í frétt El Periodico segir að Jón sé orðinn þreyttur á pólitík heimalands síns og ætli því að sjá hvað setur í Barselóna.

 

Raddir