Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Taktu pláss

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Ósk Heiðu Sveinsdóttur

Þín reynsla og rödd er einstök. Leyfðu henni að heyrast. Það er það sem gerir þig áhugaverða/n.

Ég starfa í markaðsmálum þar sem ég kem að því að byggja upp og sinna staðfærslu vörumerkja, auknu samtali við markaðinn og í leiðum til aðgreiningar. Ég þekki kostina við það að nýta verkfæri vörumerkjauppbyggingar, fyrir þína persónulegu vegferð í átt að þínum markmiðum.

Öflugar fyrirmyndir eru mjög mikilvægar og einnig að láta óhikað til þín taka í tengslum við það sem skiptir þig máli. Hvert stefnir þú? Það má stefna langt og það má segja það upphátt! Ég dáist að fólki sem þorir að láta til sín taka, fólki sem veit fyrir hvað það stendur og talar ekki bara – heldur gerir! Fólkið sem gustar af, sem sættir sig ekki við meðvirkni og hefur kjark til þess að standa alltaf með sjálfu sér.

· Taktu allt það pláss sem þú þarft og vilt, það má. Það fólk sem skiptir máli hrífst með, þeir sem kunna ekki að meta það, tuða og fara. Og veistu, það er bara hið besta mál.
· Alltaf stækka – gera meira. Því meira sem þú reynir á þig, því meiri verður þinn fag- og persónulegi vöxtur.
· Aldrei gera minna úr þér eða draga úr þínum krafti til að láta öðrum líða betur. Þegar þú ert með rétta fólkinu, þá hvetur það þig áfram!

Láttu bara vaða, hafðu trú á þér og þínum hæfileikum, ekki láta óöryggi stoppa þig í að rétta upp hönd þegar tækifærin bjóðast. Það er notalegt inni í þægindarammanum, en töfrarnir og lærdómurinn gerast fyrir utan hann. Með athygli kemur gagnrýni, stundum rýni til gagns en stundum alls ekki. Áskorunin er að skilja á milli. Þegar þú kemst í kynni við fólk sem getur gefið gagnlega og faglega rýni, þá er það verðmætt. Hunsaðu hitt. Lykillinn er að vera alltaf sönn/sannur, það er miklu áhugaverðara. Stattu með þínum ákvörðunum. Birtu greinina, haltu fyrirlesturinn, bjóddu þig fram og hafðu samband við fólk sem þig langar að kynnast. Það eru töfrar í tengslanetinu.

- Auglýsing -

Ég trúi staðfastlega á mikilvægi þess að stíga út fyrir þægindarammann, segja já við tækifærum og alltaf teygja sig aðeins lengra og halda áfram að læra. Þessi grein var hluti af opnunarerindi FKA Framtíðar í upphafi starfsárs, þema ársins er „enginn filter“.

Höfundur er formaður FKA Framtíðar og forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -