Föstudagur 26. nóvember, 2021
-2.3 C
Reykjavik

Greina frá síðustu augnablikunum fyrir slysið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sam­göngu­ör­ygg­is­ráð Banda­ríkj­anna (NTSB) rannsakar nú orsök þyrluslyssins sem varð á sunnudaginn í Kaliforníu þar sem níu manns létust, meðal annars körfuboltamaðurinn Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans, Gianna.

Í frétt CNN segir að þyrluflugamaðurinn sem flaug þyrlunni hafi greint flugumferðarstjórn að hann væri að hækka flugið til að forðast þoku og ský en afar slæmt skyggni var í Kaliforníu þegar slysið varð. Þetta er meðal þess sem kom fram í síðustu samskiptum flugmannsins við flugumferðarstjórn.

Þegar flugumferðarstjórn óskaði eftir frekari upplýsingum frá flugmanninum kom ekkert svar. Þessu greindu NTSB frá í gær.

Jennifer Homendy, nefndarmaður í NTSB, segir að á meðan á samtali flugmannsins við flugumferðarstjórn hafi staðið hafi hann fengið fyrirmæli um að bíða með að halda flugi áfram. Flugmaðurinn sveimaði í hringi í um 12 mínútur áður en fluginu far haldið áfram.

Homendy greindi þá frá því að síðustu samskiptin hefðu átt sér stað klukkan 9:45 að staðartíma. Klukkan 10:00 hrapaði þyrlan í útjaðri Los Angeles.

Hópurinn var á leið til Thousand Oaks þar sem Gianna átti að spila á körfuboltaleik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -