Fimmtudagur 12. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Atli prófessor telur kynþáttahatur á Íslandi vera sýnilegt: „Hundgömul klisja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil umræða hefur verið undanfarnar vikur og mánuði um hælisleitendur og hefur orðræðan í þeirri umræðu þótt grimm. Telja sumir að umræðan eigi meira skylt við kynþáttahatur en eitthvað annað. Einn af þeim er prófessorinn og heimspekingurinn Atli Harðarson en hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Íslenskt kynþáttahatur virðist komið út úr skápnum og fleiri og fleiri opinbera smásálarskap sinn á Facebook og víðar,“ skrifar Atli um málið en hann hefur starfað hjá Háskóla Íslands síðan 2014 og sem prófessor frá árinu 2021. „Þetta hatur er ef til vill ekki allt sömu gerðar. Sumt af því sem beinist gegn flóttamönnum bendir til að samviska margra nái ekki vel að festa svefn. Opinbera línan nú um stundir virðist vera að segja við hælisleitendur: „Við getum því miður ekki tekið við ykkur því hér er allt fullt og vantar húsnæði og aðrar bjargir.“ Þetta er ekki nema svona rétt mátulega trúlegt. Helst þarf að bæta einhverju við söguna til að samviskan hrökkvi ekki upp með andfælum.“

„Ein handhægasta viðbótin sem liggur á lausu er hundgömul klisja um að fólk sem er öðru vísi á litinn sé óþjóðlýður. Með því að tönnlast á henni er ögn auðveldara að láta nauðleitarmenn synjandi frá sér fara.“

Þingkonan Brynja Dan Gunnarsdóttir tekur í sama streng og Atli og setti það í samhengi við rasísk ummæli Helga Helgasonar, fyrrverandi kennara Menntaskólans að Laugarvatni.

„Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -