Þriðjudagur 25. janúar, 2022
4.8 C
Reykjavik

„Covid hefur reynst mörgum erfitt – ekki síst sú einangrun og óvissa sem hefur fylgt heimsfaraldri“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Fyrir utan aukna eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu í kjölfar Covid, þá hefur sú mikla og nauðsynlega umræða í fjölmiðlum varðandi kynbundið og kynferðislegt ofbeldi einnig haft áhrif. Í kjölfar slíkrar umræðu eykst yfirleitt eftirspurn eftir viðtölum hjá þeim sérfræðingum sem sinna þolendum í slíkum málum. Það er í raun af hinu góða, þar sem slík umræða verður oft til þess að fólks leitar loks eftir aðstoð,“ segir Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur við Domus Mentis-geðheilsustöð. Við ræddum við hana um stöðu geðheilbrigðismála á Covid-tímum.

Að sinna geðheilbrigði er hluti af því að hugsa vel um sjálfan sig

„Það getur alveg verið stórt skref fyrir marga að hafa samband við sálfræðing eða aðra sérfræðinga á geðheilbrigðissviðinu. Sem betur fer þá verður sífellt viðurkenndara að það að sinna geðheilbrigði sé hluti af því að hugsa vel um sjálfan sig. En ég myndi hvetja þá sem eru að taka sín fyrstu skref til að hafa samband, það er yfirleitt auðveldara en fólk heldur.“

Þóra segir að geðheilbrigðiskerfið hafi verið að kljást við biðlista í þó nokkurn tíma. Þau vilji mæta fólki þegar það þarf á því að halda. Eins þegar fólk getur ekki fengið viðeigandi þjónustu vegna fjárhags, en sálfræðimeðferð krefst þess að fólk komi í regluleg viðtöl, allra helst einu sinni í viku til að byrja með. Kostnaður við meðferðina getur verið mjög íþyngjandi og því eru ekki allir sem geta sótt þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu.

Samtalið beinist að heimsfaraldrinum og hvernig geðheilbrigðisþjónustan hafi náð utan um aukna eftirspurn eftir þjónustunni.

„Við sjáum að Covid hefur reynst mörgum erfitt, ekki síst sú einangrun og óvissa sem hefur fylgt heimsfaraldri. Ég held að flestir sem sinna geðheilbrigðisþjónustu hafi orðið varir við aukna eftirspurn frá því að heimsfaraldurinn hóf yfirreið sína.

Í fyrstu vorum við jú bjartsýn á að með samtakamætti þá myndum við sigra þessa veiru á nokkrum vikum, hugsanlega nokkrum mánuðum. Nú, næstum tveimur árum seinna, erum við nánast í sömu stöðu og í upphafi. Það þýðir jú áframhaldandi óvissu og ákveðna ógn, ógn við eigin heilsu, afkomu og annað.

- Auglýsing -

Þetta eru því álagstímar og mikilvægt að fólk hlúi að geðheilsunni. Það er ýmislegt hægt að gera til þess, kannski fyrst og fremst að sinna grunnþörfum okkar, það eru svefn, hreyfing, næring og svo eru það félagslegu samskiptin.“

Ein af afleiðingum Covid eru mjög breyttar vinnuaðstæður

„Þetta hljómar kannski einfalt en staðreyndin er sú að þegar við erum undir álagi þá eru það þessir grunnþættir sem fjúka oft fyrstir út í veður og vind. Ekki síst þegar ein af afleiðingum Covid eru mjög breyttar vinnuaðstæður.

Nú þegar fjarvinna verður sífellt algengari er hætta á því að rútínan verði ekki í eins föstum skorðum þegar við þurfum ekki að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma. Fólk hefur meira frelsi til að sinna verkefnum sínum á ólíkum tímum.

- Auglýsing -

En það er mikilvægt að reyna að setja skýr skil á milli vinnutíma/vinnustaðar og frítíma/heimilis. Og reyna að hafa hlutina í eins föstum skorðum og mögulegt er. Svo má ekki gleyma því að sinna félagslegum tengslum og gera eitthvað skemmtilegt.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -