Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kærir vegna líkamsárása á geðdeild – Hrafn sendir lögmann á Landspítalann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans vegna líkamsárása sem hann varð fyrir á geðdeild spítalans.

Rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Hrafn Jökulsson hefur nú kært stjórnendur Landspítalans vegna tveggja líkamsárása sem hann varð fyrir er hann var nauðungarvistaður á geðdeild spítalans í fyrra. Mannlíf fjallaði um málið á sínum tíma. Þá sagði Hrafn frá árásunum en það var annar vistmaður deildarinnar sem réðist í tvígang á hann og rotaði í fyrra skiptið. „Hnefar hans voru eins og stunguskólfur. Ég hef aldrei séð slíka hnefa og þetta var enginn venjulegur beljaki sem var ákveðinn í því að drepa mig,“ sagði Hrafn í samtali við Mannlíf í desember 2021. Þá var hann hissa á að ekki hafi verið gripið fyrr inn í árásirnar, að ekki væru til einhverjir sérstakir verkferlar. „Hann fékk næði til að undirbúa sig fyrir báðar árásirnar. Ég furða mig á því að það virðast engir verkferlar til eða viðbragðsáætlun til að bregðast við eftir fyrri árásina, sem var mjög alvarleg. Ég hef aldrei verið steinrotaður áður og ég skil ekki hvers vegna maðurinn var ekki færður eitthvað annað. Það er guðs mildi að hann náði ekki að klára þriðju árásina, þar sem aumingjans maðurinn hafði bitið það í sig að koma mér af jörðinni.“

Sjá einnig: Hrafn Jökulsson tvívegis barinn alvarlega á Landspítalanum: „Hann ætlaði að drepa mig“

Kærir stjórnendur LHS

Fyrir stundu birti Hrafn ljósmynd af honum og Reimari Péturssyni lögmanni hans, fyrir utan lögregluna við Hverfsgötu og birti eftirfarandi texta með:

„1. ÉG ÁKÆRI… STJÓRNENDUR LANDSPÍTALANS

- Auglýsing -
Við Reimar Pétursson, lögmaður minn, fórum að heilsa uppá vini okkar við Hverfisgötu í dag, þar sem ég gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni. — Hinn 9. nóvember hið sögulega ár 2021 varð ég fyrir tveimur alvarlegum líkamsárásum á deild 32, LHS & lá eftir steinrotaður.

Ekki erfi ég þetta við árásarmanninn — hann var í öðrum heimi — og ekki dettur mér í hug að kæra starfsmenn á vettvangi, en STJÓRNENDUR LHS skulu fá að svara fyrir lífshættulega atburðarásina…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -