Laugardagur 1. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Þorleifur Örn rifjar upp erfið ár: „Ég passaði hvergi inn og ég lét heiminn finna fyrir því“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur getið sér gott orð úti í heimi og var valinn í fyrra leikstjóri ársins í Þýskalandi þar sem hann var búsettur með hléum í rúman áratug. Hann er nú genginn til liðs við Þjóðleikhúsið og mun í vetur setja upp Rómeó og Júlíu. Í nýjasta tölublaði Mannlífs lítur hann um öxl, ræðir uppvaxtarárin í faðmi frægra foreldra og í leikhúsinu, edrúmennskuna, ástina og sorgina vegna systurmissis. Sjálfur segir hann hafa verið mikill vandræðaunglingur.

„Ég hraktist til og frá í kerfinu og kom mér og öðrum í töluvert mikinn vanda. Ég skipti ört um skóla og það voru alltaf einhver slagsmál og vesen á mér. Núna þegar ég á sjálfur börn þá hugsa ég með hryllingi til þess hve erfitt það hefur verið fyrir foreldra mína og allar áhyggjurnar sem þau hljóta að hafa haft. Auðvitað bitnaði vandi minn líka oft á litlu systkinum mínum.

Þegar ég var yngri leið mér alltaf eins og ég passaði hvergi inn og ég lét heiminn finna fyrir því. Hins vegar átti ég alltaf skjól í foreldrum mínum. Það er auðveldara að mæta skólastjóranum þegar Þórhildur Þorleifsdóttir er mætt til þess að taka slaginn með þér. Hún var eins og skriðdreki.“

Lestu nánar um málið í Mannlífi

Þorleifur Örn byrjaði að drekka á unglingsaldri. Hann man eftir fyrsta skiptinu sem hann smakkaði áfengi. „Ég fór heim til félaga míns sem bjó í Arnarnesinu. Foreldrar hans höfðu verið með partí kvöldið áður og við fundum rommflösku með 80% vínanda sem við drukkum og svo sofnuðum við undir brúnni við Reykjanesbrautina. Þetta var ekki mjög gloríus. Það er frekar sorglegt að hugsa til þess.“

Hann byrjaði líka að reykja þegar hann var 13 ára. „Töffararnir reyktu og ég fylgdist með þeim, tók ákvörðun og keypti mér pakka. Ég reykti hann allan, hóstandi og spúandi, og reykti svo pakka á dag samfleytt í 17 ár. Ég var svona „allt eða ekkert maður“. Að sumu leyti er ég enn þá þannig í dag; vonandi þó eitthvað mildari.“

Fjölskylda Þorleifs flutti til Spánar þegar hann var 15 ára og árið eftir til Þýskalands „Ég komst í félagsskap sem hafði aðgang að sterkari efnum og brátt fór sambland þeirra og áfengis út í algert stjórnleysi.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Þorleif í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -