Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðný María fagnar lagi númer 80 – Skrifar ævisögu sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný María Arnþórsdóttir fagnar lagi númer 80 en hún hefur séð alfarið um allt sem snýr að lögunum, útsetningunum, markaðssetningu og fleiru.

Söngkonan og gleðigjafinn Guðný María skrifaði færslu á Facebook þar sem hún fagnar nýjasta lagi sínu, „Give me five“ en það ku vera hið átttugasta lag hennar frá því að hún fór að gefa út lög fyrir fimm árum síðan. Telur hún upp allt það sem hún þarf að gera svo að lögin geti litið dagsins ljós. Greinilega dugnaðarforkur hér á ferð.

Þá segist hún einnig eiga hamingjusamt einkalíf og uppljóstrar því að hún sé að skrifa ævisögu sína. Þá má geta þess að hún er nýbyrjuð á TikTok-samfélagsmiðlaforritinu en alls hafa yfir 17. þúsund manns horft á brot úr laginu „Fly Away“ á aðeins örfáum dögum. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan og horfa á nýjasta myndband hennar en það er við lagið „Ég róleg er“ og er sannkallaður sumarsmellur.

„“Give me five“ sem er lag númer 80 sem ég gef út á síðast liðnum 5 árum,

samkvæmt skjölum hjá Stef. Skemmtileg tilviljun að lagið heiti þetta, en mig hefur lengi vantað svona smell,, til að syngja í útskriftaveislum og þegar þú hefur staðið þið vel, launahækkun eða what ever …. 🙂
Þetta eru 80 lög, sem ég hef gefið út, ja, samið, ásamt texta við, útsett eða ákveðið hraða lagsins, í hvaða tóntegund ég mun syngja það og hvernig. Tekið lögin upp, ákveðið hvaða hljófæri ég muni nota við undirspil, spila það inn, syngja það, radda líka ef ég vil. Blanda lagið, setja effekta á það, þótt ég setji ekki neitt á söngrödd mína ennþá. Þá geri ég vidióin, ákveð hvar ég muni taka þau upp, hvernig búningi ég verði í, hvort annað fólk verði með mér og hvað það geri þar. Þá syng ég lagið í vidióunum, klippi það til og laga. Að síðustu kem ég því á youtube….
Jafnframt er ég í skóla, stundum líka á sumrin, vinn heimanám í tónlistinni, held mér í líkamlegu, andlegu og raddlegu formi
Þá treð ég upp með lögin sjálf, mæti með græur, stundum geri ég vidió sérstaklega fyrir fólk, allt krefst þetta sérstakrar vinnu.
Eða sem eitthvað sérstakt. Auðvitað er ég umboðsmaður minn líka og markaðsstjóri, þótt ég mætti gera meira af því.
Guðný María á líka hamingjusamt einkalíf, og er að skrifa æfisögu sína, en þakklátust er hún þó fyrir þegar fólk segir að lögin hennar hjálpi þeim til að verða hamingjusamara, já, gefi sumum jafnvel kjark til að lifa eða feisa veröldina, sem er oft mjög sársaukafull. ❤
Viðlag þessa lags ætla ég að skrifa hér sem ég geri aldrei :
„Give me, give me, give me five,
congratulation, you survive,
into, into, greater live,

give me, give me, give me five “

Þetta er það dásamlegasta sem ég hef gert, takk fyrir að vera þú í lífinu mínu.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -