Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Julian Assange og gerendameðvirknin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Spáið í því að maður eins og Julian Assange fær að brotna niður í prísund dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Maður sem benti á og uppljóstraði ofbeldi og spillingu ríkis er orðin most wanted. Svo lifum við í samfélagi þar sem við segjumst ekki umbera ofbeldi í samböndum, á vinnustöðum og í samfélagi. Við segjumst ekki umbera spillingu en svo neyðumst við til þess því við erum svo vanmáttug. Samt erum við svona kjósarasamfélag, við kjósum fulltrúa á þing, einstaklinga sem eiga að koma fram og vinna fyrir heildina.

Við trúum því að einstaklingar og hópar innan þings eigi að koma fram af heilindum og einmitt benda á ofbeldið og spillinguna í orðræðu sem heyrist en samt fær Julian að brotna niður og brátt verður hann framseldur og myrtur af stóra bróðir sem stýrir öllu með harðneskju og hnefa.

Það er bara tímaspursmál, hann mun deyja fyrir það eitt að draga fram gögn og birta á miðlum sem staðfesta ofbeldi þessa bróður sem blandar sér í öll mál og hirðir allt með valdi, kjafti og klóm. Kosnir fulltrúar í þessu kjósarasamfélagi segja ekki neitt, hvorki í pontu né á hádegisverðafundum sem varðir eru af MP5 og Glock17 vopnuðum tindátum.
Engin segir neitt, fréttamenn sem gera bara það sem þeim er sagt á pólitískum fréttamiðlum segja ekki neitt, fréttamenn, fréttakonur og fréttakvár segja ekki neitt, þeir eiga með öllu réttu að standa vörð um uppljóstrarann og hóta verkfalli, skrifa eins og vindurinn um ofbeldi stóra bróður en þeir þegja og horfa á tærnar á sér, þeir eru skömmustulegir og svo þegar Julian mun verða „bráðkvaddur“ í amerískum steypukassa mun fréttafólkið skammast sín fyrir að ekki hafa staðið upp. Þingfólkið í kjósarasamfélaginu mun skammast sín og við munum þjást fyrir gerandameðvirkni okkar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -