Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Steini kynntist ástinni í Kenía: „Það small eitthvað saman hjá okkur Carol“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Upphafið má rekja til algjörrar tilviljunar,“ segir Unnsteinn, Steini eins og hann er jafnan kallaður, og bætir við: „Ég var að spjalla við vinkonu mína á Facetime og hún vildi endilega kynna mig fyrir vinkonu sinni. Ég tók ekki vel í það. Ég var ekki að leita mér að konu, alls ekki á biðilsbuxunum, og sýndi því hugmynd vinkonu minnar lítinn áhuga. En áður en ég fékk rönd við reist hafði hún boðið umræddri vinkonu sinni, Caroline, í spjallið.“

Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti á Mýrum ræðir við blaðamann í nýjasta helgarblaði Mannlífs. Unnsteinn fann ástina í Caroline Wanjiku Mwangi, förðunarfræðingi frá Keníu.

Hann segir frá afdrifaríkri ferð sinni til Keníu í Afríku, tilurð ferðarinnar og þeim vendingum sem líf hans tók í kjölfarið; hjörtunum sem fundu hvort annað, bónorði og að lokum brúðkaupi í kenískum anda.

 

Caroline, Carol, og Steini skynjuðu þegar leið á spjallið að þau kunnu sérdeilis vel við hvort annað. „Það small eitthvað saman hjá okkur Carol,“ segir Steini og bætir við að þau hafi að loknu því spjalli ákveðið að tengjast á Facebook, eins og gjarna tíðkast um þessar mundir.

Þrátt fyrir að höf og álfur skildu Steina og Caroline að var það þeim engin hindrun, enda ótal leiðir samskipta í boði í samfélagi manna nú um stundir.

- Auglýsing -

En samskipti, eða fjarskipti, með þessum nýju leiðum kunna að blekkja og sýna aðra mynd en striginn inniber og því fóru þau ekki í grafgötur um að þau renndu í raun blint í sjóinn.

 

Viðtalið má í heild sinni finna í nýjasta helgarblaði Mannlífs.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -