Mánudagur 29. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Einar orðlaus þegar hann sá dagblöðin – Er íslenska að deyja út?

Einari K. Guðfinnssyni, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, brá heldur betur í brún þegar hann opnaði blöðin í morgun. Hann er verulega sár fyrir hönd íslenskunnar að ekki sér hægt að gera betur.

Tilefni skrifa Einars á Facebook eru flennistórar auglýsingar dagblaðanna um afsláttardaginn „Black Friday“. Þingmaðurinn fyrrverandi furðar sig á því hvers vegna ekki hafi verið hægt að gefa deginum heiti á íslensku. „Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég barði augum forsíður dagblaðanna núna áðan. Sama fyrirsögn í báðum blöðunum og báðar á ensku; ellefu dögum eftir árlegan Dag íslenskrar tungu. Mér létti þó ósegjanlega þegar ég áttaði mig á því að þetta voru auglýsingar vegna verslunarhátíðar sem nýlega hefur hafið innreið sína hér á landi; illu heilli þó undir enskum formerkjum.- En ég vitna í sjálfan Jónas: Allt er í heiminum hverfult og hvar er þín fornaldar frægð?,“ ritar Einar.

Fjölmargir taka undir orð Einars og segja flestir það óskiljanlegt því auðveldlega megi íslenska heiti afsláttardagsins. Anna Pétursdóttir er ein þeirra. „Það mætti nú gjarnan nefna þennan ameríska söludag „svartan föstudag“. Við íslendingar gætum þá sagt, „ja nú er það svart „. Ísenskan á alltaf svar,“ segir Anna. 

Martha Örnólfsdóttir gagnrýnir einnig enskunotkun í auglýsingum. „Það mætti auðveldlega íslenska þetta… og ég vil að það verði sett í lög að skillti og merkingar á Íslandi séu á íslensku en svo sé heimilt að hafa önnur tungumál fyrir neðan íslenska textann með smærra letri,“ segir Martha. 

Kosningakvíði Páls Magnússonar

Ekki hefur kveðið mikið að Páli Magnússyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, það sem af er kjörtímabilinu. Páll er rólyndismaður allajafna en glímir þó við reiði endrum og eins, svo sem kom fram í viðtali við hann fyrir margt löngu. Mesta athygli hefur Páll vakið með því að fara í fýlu þegar hann fékk ekki ráðherrastól í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur hann leikið stórt og umdeilt hlutverk í klofningi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. En nú hefur Páll tekið til hendinni og leggur til „… lítið skref í átt að því að stuðla að meiri sátt í sam­fé­lag­inu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið,“ eins og hann orðar það við Morgunblaðið.  Með frum­varp­inu skal kveða á um að þegar ein­stak­ur aðili kaup­ir hlut í öðru útgerðarfyr­ir­tæki, sem á fiski­skip með afla­hlut­deild, hvort sem keypt­ur er minni-  eða meirihluti, reiknist það hlut­fall afla­heim­ilda við það sem fyr­ir var í eigu kaup­anda. Fremur ótrúlegt er að félagar hans samþykki frumvarpið og líklegt að kosningakvíði ráði framtakssemi þingmannsins. Svo vísað sé til frægs nafna Páls þá má getra ráð fyrir að Palli sé einn í flokknum …

„Nóg komið af því að skipstjórar láti stjórnast endalaust af útgerðunum“

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir löngu kominn tíma á það að íslenskir skipstjórar hætti að láta útgerðirnar endalaust stjórna sér. Það er ástæðan fyrir því að félagið tók þátt í að kæra Svein Geir Arnasson, skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar ÍS, fyrir frægan Covid-túr fyrstitogararns sem Mannlíf greindi fyrst frá.

Sjóprófum vegna túrsins alræmda er lokið. Endurriti sjóprófanna verður nú komið til Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Samgöngustofu og Rannsóknarnefndar sjóslysa. Samkvæmt heimildum Mannlífs gekk málsvörn skipstjórans og útgerðarinnar mikið út á það að þar sem ekki hefði verið um neitt staðfest Covid-smit um borð í togaranum að ræða hafi ekki verið nein ástæða til að snúa skipinu við. Það gerðu þeir þrátt fyrir að umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum hafði ítrekað beðið um að skipið kæmi í land til Covid-skimana.

Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Vestfjarða furða sig á þeirri gjá sem virðist vera á milli brúar og vélarrúms Júlíusar annars vegar og skipverjanna á dekki hins vegar. Það kemur fram í tilkynningu sem félagið gaf frá sér.

„Efnislega um veiðiferðina má segja að ljóst sé að Covid hafi verið blákaldur raunveruleiki okkar manna á dekki frá fyrstu dögum veiðiferðarinnar sem reyndi verulega á þá bæði andlega og líkamlega. Af spurningum lögmanna sjóprófsþola og vitnisburði vélstjóra virðist vera um annan veruleika að ræða bæði í vél og í brú. Þar álitu menn að um einhverja pest væri að ræða. Samskiptaleiðir um borð eru augljóslega ekki skilvirkar, en virðast upplýsingar um Covid ekki hafa ratað hvorki í vél né í brú,“ segir í tilkynningunni.

Þetta rímar við þá staðreynd hversu lítið var ritað í sjódagbók togarans um Covid þrátt fyrir að skipverjarnir deildu skipinu með veirunni skæðu í þrjár vikur með þeim afleiðingum að þeir smituðust næstum allir. Samt þráaðist útgerðin við að afhenda sjódagbókina í undanfara sjóprófanna. Þegar svo kom að prófunum fyrir rétti neituðu Sveinn skipstjóri og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, að bera vitni þar sem þeir eru sakborningar í lögreglurannsókn. Sveinn mætti til prófanna engu að síður og sat í salnum á meðan undirmenn hans vitnuðu um túrinn. Það gerði Valdimar Steinþórsson útgerðarstjóri einnig.

Í tilkynningu Verkalýðsfélags Vestfjarða kemur fram að það sé ljóst að Sveinn skipstjóri ætli sér að taka skellinn þrátt fyrir að vitnisburðir í sjóprófi bendi til þess að hann hafi ekki tekið sínar ákvarðanir án aðkomu annarra.

Sautján skip­stjórar hjá útgerðarfyrirtækinu Sam­herja sendu frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem þeir segja umræðu um COVID-19 smit um borð í tog­ar­anum Júl­íus Geir­munds­syni hafa skaðað ímynd sjó­manna­stétt­ar­inn­ar. Þar gagrýndu þeir harðlega að stéttarfélag skipstjóra hafi kært sinn eigin félagsmann, Svein skipstjóra, til lögreglu.

Nokkur stétt­ar­fé­lög stóðu saman að lög­reglu­kæru á hendur Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vör, útgerð Júl­í­usar Geir­munds­son­ar, og kröfð­ust einnig sjó­prófs í mál­inu. Félögin eru Verka­lýðs­fé­lags Vest­fjarða, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­sam­band Íslands, VM – félag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Félags skip­stjórn­ar­manna sem Árni stýrir. Hann segir augljóst að útgerðin hafi komið að ákvarðanatökum Covid-túrsins og skýrir aðkomu félagsins að lögreglukærunni með eftirfarandi hætti:

„Við viljum láta reyna á öldruð sjómannalög og það er ljóst að útgerðin er ekki stikkfrí í þessu máli. Ég talaði við skipstjórann á fyrstu stigum málsins og spurði hann að því hvort hann hafi ekki fengið einhverjar leiðbeiningar og leiðsögn frá útgerðinni. Hann sagðist hafa verið í stöðugu sambandi við útgerðina allan túrinn en svo vildi hann ekki segja meira. Það er nóg komið af því að skipstjórar láti stjórnast endalaust af útgerðunum. Það er ástæða númer 1, 2, 3 og 4 fyrir því hvers vegna við förum í þessa kæru því þetta hefur hvílt mjög þung á manni,“ segir Árni.

Þetta eru Samherjastjórarnir sem gagnrýna stéttarfélagið sitt: 

Pálmi Gauti Hjörleifsson, skipstjóri

Kristján Salmannsson, skipstjóri

Oliver Karlsson, stýrimaður

Guðmundur Freyr Guðmundsson, skipstjóri

Markús Jóhannesson, skipstjóri

Árni R Jóhannesson, stýrimaður

Ásgeir Pálsson, skipstjóri

Oddur Jóhann Brynjólfsson, skipstjóri

Gauti Valur Hauksson, stýrimaður

Sigtryggur Gíslason, skipstjóri

Angantýr Arnar Árnason, skipstjóri

Guðmundur Þ Jónsson, skipstjóri

Birkir Hreinsson, skipstjóri

Hákon Þröstur Guðmundsson, skipstjóri

Hjörtur Valsson, skipstjóri

Guðmundur Ingvar Guðmundsson, skipstjóri

Björn Már Björnsson, stýrimaður

Beðið eftir sálfræðingi á DV

Tobba Marinós

Tobba Marinósdóttir, ritstjóri DV, var í afskaplega einlægu og skemmtilegu viðtali hjá Sölva Tryggvasyni þar sem hún fór yfir lífshlaup sitt og störf. Hún ræddi meðal annars starfið á DV og rifjaði upp tíma í tíð Mikaels Torfasonar ritstjóra þar sem blaðamenn hefðu haft handboltakylfur undir borðum. Hún lýsti því álagi sem fylgir blaðamennsku á DV og því sálarstríði sem fólk þar glímir við í erfiðum málum. „Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem rit­stjóri var að biðja um að okk­ur yrði út­vegaður sál­fræðing­ur,“ sagði Tobba í þættinum hjá Sölva um það þegar hún hóf störf fyrir rúmlega hálfu ár. Vandinn er sá að blaðamenn DV eru ennþá án sálfræðings, þrátt fyrir álagið …

 

Gunnar Smári segir World Class þrælakistu sem ríkið ætti að taka yfir – Starfsmenn með 200 þúsund

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

Björn Leifsson, eigandi World Class, segist í viðtali við Vísi íhuga það nú alvarlega að reka alla starfsmenn á mánudaginn. Þeir séu nú 350 talsins. Þeir kosti 90 milljónir á mánuði. Hann segist hafa tapað ríflega milljarð króna vegna faraldsins og svo virðist sem hann geti ekki opnað á ný á næstunni.

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir að í ljósi þessa þá sé eina vitið að ríkið taki yfir reksturinn. Hann sé hvort sem er oftast tengdur sundlaugum á vegum hins opinbera. Hann segir áherslur sem fylgja World Class auk þess óheilbrigðar. Ljóst er að hugmyndin er ekki óvinsæl meðal meðlima hópsins.

Inn á Facebook-hópi Sósíalista er þessari hugmynd varpað fram, að ríkið taki stöðvarnar til sín. Því svarar Gunnar Smári. „Löngu tímabært. Heimskulegt að láta Bjössa í World class selja líkamsrækt sem eitthvað sexí og smart við sundlaugarnar. Þær voru byggðar upp sem almannaþjónustu og þar á að vera heilsurækt sem gengur út á hollustu og heilbrigðan lífsstíl, ekki einhver Gillzenegger-þvæla. Burt með Wold class – inn með Náttúrulækningafélagið, eða eitthvað slíkt sem á djúpar rætur í heilbrigðum hugmyndum um hollustu og heilsu.“

Annar bendir á að 90 milljónir deilt með 350 starfsmönnum sé ekki há laun. Því svarar Gunnar Smári: „Um 200 þús. kr. útborgaðar eftir skatta og gjöld á mann. Þrælakista. Frábært að verið sé að loka henni. Til hamingju Ísland.“

Rögnvaldur segir Víði „drulluslappan“: „Jólahefðirnar verða því miður bara að fara í aftursætið“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, er nú drulluslappur í einangrun sýktur af Covid-19. Í morgun sendi hann baráttukveðjur til kollega sinna hjá almannavörnum í baráttunni gegn því að ný bylgja faraldursins fari af stað hérlendis.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, er talsvert kvíðinn fyrir þeim smittölum sem nú eru að birtast. Hann mælir gegn öllum hópamyndunum á næstunni. „Við verðum að biðja fólk um að bíða með öll veisluhöld og jólastúss. Þetta ár er bara allt öðruvísi en önnur ár og jólahefðirnar verða því miður bara að fara í aftursætið. Það ætlar sér enginn að smita en þar sem þetta er svo lúmkst verðum við að halda öllum hópamyndunum niðri. Ég skil vel að þetta er erfitt en á meðan það er enn að greinast veira þá finnur hún sér leið,“ segir Rögnvaldur.

Víðir greindist með Covid-19 á miðvikudaginn. Hann þarf vart að kynna þar sem hann hefur skipað hið víðfræga þríeyki sem leitt hefur þjóðina í baráttunni við Covid-19. Víðir fór í sína þriðju sóttkví snemma vikunnar og greindist svo á endanum með sjúkdóminn. Í fyrstu var hann einkennalaus í einangruninni en breyting varð á því í gær.

Í fyrstu bylgu kórónuveirufaraldursins þurfti Víðir að dvelja á hóteli, fjarri fjölskyldu sinni, eftir að smit kom upp. Þá sendi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2, Víði í sóttkví eftir að hún smitaðist.

Hjá almannavarnadeildinni var ákveðið að gera tilraun á Víði og skima hann daglega fyrir Covid. Rögnvaldur er feginn að svo hafi verið gert því veiran sé svo lúmsk. „Víðir okkar var sem betur fer greindur snemma í ferlinu. Þá var hann eldhress í vinnunni, eins og hann á að sér að vera, en á sama tíma alveg bráðsmitandi. Svo var það ekki fyrr en daginn eftir sem hann fór að finna fyrir smá einkennum og núna er hann bara drulluslappur. Hann sendi okkur skilaboð í morgun og hvatti okkur til dáða. Hann mælir alls ekki með því að veikjast af þessu og ég tek alveg undir það,“ segir Rögnvaldur sem sjálfiur smitaðist af Covid fyrir mánuði síðan.

Róbert bað um sjónvarp og landsmenn táruðust: „Vel gert, þú ert góður maður“

Færsla Róberts Árna Sigþórssonar inn á Brask og brall virðist hafa brætt hjörtu flestra sem sáu hana. Hún sýnir vel hve mikill samtakamáttur landsmanna getur verið þegar á reynir. Róbert var harla vongóður þegar hann óskaði eftir sjónvarpi fyrir veikan eldri mann sem hann kynntist vegna vinnu sinnar. Sá gamli er með krabbamein og sjónvarp hans ónýtt.

Róbert skrifar innan hópsins: „Nú langar mig að reyna á mátt FEISBÚKKS…Ég var í dag vinnu minnar vegna heima hjá gömlum manni sem á rosalega bágt með tvenns konar krabbamein. …Sjónvarpið hans gamalt og ónýtt og enginn afgangur til kaupa á nýju. því langar mig að athuga hvort einhver hér eigi fyrir manninn tæki sem er ekki í notkun og mætti fara til mannsins?? Ég myndi koma og sækja það og fara með til hans. Tegund og aldur skiptir engu máli, bara að það virki og sé 32″ – 42″ að stærð,“ skrifar hann.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér. Tugir Íslendinga buðu fram aðstoð sína og vildi hjálpa gamla manninum. Margir sögðust hafa tárast og hrósuðu Róbert. Sá fyrsti sem skrifar athugasemd segir: „Ég skal borga helming ef þú finnur eh notað“ og sá næsti bætir við það: „Skal borga hinn helminginn.“. Að lokum var sjónvarp sem ung kona bauð fyrir valinu.

Flestir skrifa þó athugasemd til að tjá hughrif. „Þú ert með fallegt hjartalag vinur,“ skrifar einn. Annar segir þetta hinn rétta jólaanda. „Elska þessa gjafmildi hjá löndum mínum. Megið þið eiga extra spes yndisleg jól!“

Þriðji segir: „Vel gert, þú ert góður maður“ meðan annar segir: „Ég er nú bara með ryk í augunum eftir þennan lestur“.

Svona mætti lengi telja en einn athugasemd kjarnar málið líklega best: „Það er yndislegt og ómetanlegt að sjá hve margir hlaupa til og eru tilbúnir til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Ég er svo stolt af þeim sem alltaf hlaupa upp til handa og fóta þegar á bjátar hjá fólkinu í landinu okkar hvort sem það er flóttastúlkan okkar frá Afríku eða gamall fátækur Íslendingur.“

Örnólfur kveður brátt forsetaembættið: „Allt hefur sinn tíma segir predikarinn“

Örnólfur Thorsson er á förum frá forseta Íslands en illa gengur að finna arftakann.

Embætti forseta Íslands hefur auglýst eftir nýjum forsetaritara sem taka á við starfinu 1. mars næstkomandi og leysa þá af Örnólf Thorsson sem hefur þjónað forsetum landsins í rúma tvo áratugi.

Örnólfur hefur starfað hjá embætti Forseta íslands í yfir tuttugu ár, þar af sem forsetaritari frá árinu 2005. Hann verður arftaka sínum til halds og trausts fram á sumarlok næsta árs en hverfur þá til annarra starfa. Aðspurður um tíma sinn hjá embættinu og að hvað verkefnum hann muni síðan snúa sér svarar Örnólfur þessu til. „Það kemur í ljós eins og maður segir. Ég er búinn að vera hérna nokkuð lengi þannig að mér hlýtur að hafa liðið nokkuð vel. Allt hefur sinn tíma segir predikarinn. Nú er tímabært að hverfa að öðrum verkefnum,“ segir Örnólfur.

Embætti forsetaritara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Samkvæmt auglýsingunni stýrir forsetaritari embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Hann stýrir fjármálum, mannauði og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Æskilegt þykir að umsækjendur um starfið hafi staðgóða þekkingu á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu ásamt því að hafa góða tungamálakunnáttu.

Fyrir hönd forsetaembættisins annars forsetaritari  samskipti við Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðla og sendiherra erlendra ríkja. Hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu eru þær að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, búi yfir fjölþættri reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, mannauðsstjórnun og stefnumótun, leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða fullt starf og er skipað til þess til fimm ára í senn. Ef þú hefur áhuga á starfinu getur þú sótt um á netfangið [email protected].

Simmi Vill segir réttlætið á Íslandi bara fyrir þá ríku

|||||
Sigmar Vilhjálmsson Mynd / Hallur Karlsson

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill, telur það ekki á færi hvers sem er að sækja réttlæti fyrir íslenskum dómstólum. Það sé í raun aðeins fyrir þá ríku.

Sigmar hefur staðið í áralöngum deilum við fyrrverandi viðskiptafélaga sinn, Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftast er kenndur við Subway, vegna reksturs þeirra á Hamborgarafabrikkunni á sínum tíma. Hann segist hafa þurft að punga út 26 milljónum króna í dómsmálin gegn Skúla og enn sjái ekki fyrir endann á fjárútlátunum því Hæstiréttur hefur vísað málinu aftur heim í hérað vegna formgalla. „Það sem er erfitt við minnihlutaverndina er að sá sem sækir rétt sinn, sem er ég í þessu tilfelli, ég þarf að vera aflögufær um ansi mikið fjármagn til að standa á rétti mínum og þess vegna hafa menn ekki lagt í þessa vegferð,“ sagði Sigmar í samtali við Vísi.

Sigmar segir að það verði að laga í íslensku dómskerfi að einungis þeir sem eigi peninga geti farið í mál. Það eigi ekki að vera forréttindi hinna ríku. „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin, þú ert með viðskiptafélaga sem þú treystir og svo gómarðu hann bara með höndina ofan í kökukrúsinni. Ég kæri og þarf þar af leiðandi að kosta það dómsmál og ég vinn það í héraði og þá eru mér dæmdar málsbætur, en ég fæ ekki greiddar málsbætur því hann áfrýjar. Ég þarf þá að hafa líka efni á vörninni upp landsréttinn, þar vinn ég aftur og dæmdar málsbætur og hann áfrýjar til Hæstaréttar og ég þarf aftur að borga. Ég fæ aldrei til baka neitt sem ég legg út, ég þarf að hafa efni á öllum þremur dómstigunum ef ég ætla að standa á rétti mínum. Og Hæstiréttur sendir málið aftur til baka vegna formgalla, mistaka, hjá réttinum og ég þarf að borga það þá í annað skiptið. Þetta er orðin engin smá upphæð og það er ekki á færi allra minnihluta að reka svona mál og það finnst mér eitthvað sem á að skoða,“ segir Sigmar og bætir við:

„Það eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem eiga peninga sem eiga að geta leitað réttar síns. Þetta er eitthvað mál sem ég mun örugglega fara með eitthvað lengra þegar þessu er máli er lokað. Það er ekki réttarríkið sem ég held að sé réttlátt, að eingöngu þeir sem eiga pening geta farið í mál, alls ekki.“

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sakar ráðherra um að stela frá Áslaugu Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd / Aldís Pálsdóttir

Hilmar Freyr Kristinsson, bankamaður og áberandi ungur Sjálfstæðismaður, segir umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, stela hönnun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

Hilmar er mikill stuðningsmaður hennar en hann hefur verið virkur í flokknum um árabil. Ásakanir hans sýna ef til vill bresti í samstarfi flokkanna. Tístið er lækað af helstu bandamönnum Áslaugar innan flokksins sem og bróður hennar. Því telja nokkuð líklegt að Áslaug sé sammála Hilmari.

Hilmar segir á Twitter að það væri betra að Guðmundur hermdi eftir hugmyndum Áslaugar en ekki bara útlit á kosningaáróðri á samfélagsmiðlum.

Áslaug hefur lagt mikla áherslu á þessi mál enda næstyngsti ráðherra sögunnar. Hilmar birtir mynd máli sínu til stuðnings sem sjá má hér fyrir neðan.

Ljóst er að enginn höfundarréttur er á hönnuninni en þó er það eðli spurning hvort þarna hafi Guðmundur farið yfir strikið. Sitt sýnist hverjum.

Prófessor riðlast á nafni Ólínu

Hannes Hómsteinn. Mynd / Ernir Eyjólfsson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er einhver stríðsglaðasti fræðimaður sem um getur í seinni tíma sögu Íslendinga. Hann leggur lykkju á leið sína til að taka þátt í ritdeilu dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um aðför íslenskra stjórnvalda að Nóbelsskáldinu Halldóri Kiljan Laxness, sem að sögn var skákað út af Bandaríkjamarkaði með bækur sínar. Hannes Hólmsteinn ritar grein í Morgunblaðið þar sem hans innlegg er að andúð stjórnvalda á skáldinu hafi ekkert haft að segja með það bækur hans hurfu af markaði í Bandaríkjunum, eins og Ólína og Halldór Guðmundsson, ævisagnahöfundur skáldsins, hafa haldið og stutt með gögnum. Hannes Hólmsteinn er reyndar líka ævisöguhöfundur skáldsins og skrifaði umdeilda þriggja binda ritröð þar sem heimildavinna var nokkuð úr lagi gengin.

Hannes er sjálfur fórnarlamb þess að fólk hefur snúið út úr nafni hans. Það vekur því sérstaka athygli að prófessorinn riðlast á nafni Ólínu og kallar hana ýmist Ólínu Þ. Kjerúlf eða einfaldlega Kjerúlf. „Þau Kjerúlf og Halldór vitna til gagna úr bandarískum skjalasöfnum …“, skrifar Hannes Hólmsteinn. Yfirleitt er það talið einkenni um lélega málefnastöðu þegar menn taka til við að hræra í nöfnum fólks …

Sigmundur þarf að velja á milli Gunnars Braga eða kvenna

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og áhrifamaður í Miðflokknum, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að ef flokkurinn ætli sér að bæta fylgið þá verði flokkurinn að losa sig við Gunnar Braga Sveinsson. Halldór segir margar konur ekki geta hugsað sér að kjósa Miðflokkinn vegna hans og ofan á það sé hann óvinsæll meðal bænda.

Gunnar Bragi hefur verið nánasti bandamaður Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og kann það að skýra ástæðu þess að lögum flokksins var breytt, að svo virðist, til að tryggja honum varaformannssæti flokksins. Vígdís Hauksdóttir hugðist bjóða sig fram en nú hefur embætti varaformanns lagt niður og þingflokksformaðurinn mun gegna skyldum hans.

Halldór telur ljóst að aukalandsþingið haldið til þess að tryggja stöðu Gunnars Braga Sveinssonar. „Sannarlega tel ég að það hafi verið brýnt að ákveða hver staða Gunnars Braga Sveinssonar ætti að vera. Það kom þó hvergi fram í beinni tillögu, hvað þá að það væri sagt. Í viðræðum við flokksmenn um þetta hef ég heyrt til skiptis að staða hans hefði verið tryggð óbreytt eða að með þessu hafi flokkurinn losnað við hann. Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna, sem ég tel að flokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveinssonar við næstu alþingiskosningar,“ skrifar Halldór.

Halldór segir að það sé alltaf það sama nefnt þegar viðkomandi segist ekki vilja Gunnar Braga. Hann segir þó ekki hver sú ástæða er. „Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokksins til sveitarstjórnar á Austurlandi á sinn hátt. Næstum án undantekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna,“ segir Halldór.

Ofan á þetta segir hann að Gunnar Bragi fæli bændur frá flokknum. „Bændur hliðhollir Miðflokknum hafa margir sagt það sama við mig, að viðbættri gagnrýni á forystu Gunnars sem utanríkisráðherra, að láta samþykkja viðskiptabann á Rússland að beiðni ESB, sem hefur kostað íslenskan landbúnað og sjávarútveg marga milljarða á ári, samhliða því að Evrópubandalagslönd hafa nær engan skaða borið af ákvörðuninni. Einnig að ekki hefði endanlega verið lokið í hans ráðherratíð að afturkalla umsókn um inngöngu í ESB, sem væntanleg Samfylkingarvinstristjórn mun auðveldlega geta endurnýjað og náð fram.“

Eva segir kerfið hafa brugðist Gísla Rúnari: „Hvað ætli margir séu að deyja?“

Gísli Rúnar Jónsson

„Heilbrigðiskerfið brást honum alveg,“ sagði Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, fósturdóttir Gísla Rúnars í einlægu viðtali við Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.

Eva fjallaði um sjálfsvíg og geðsjúkdóma en hún hefur, síðan Gísli tók eigið líf í sumar, vakið athygli á geðheilbrigðismálum og sjálfsvígum.

Systkinin tóku sameiginlega ákvörðun um að Eva stigi fram og segði frá sem hún gerði í viðtali við Fréttablaðið. „Pabbi var mikil þjóðargersemi. Við ákváðum að þetta væri ekki tabú, við vildum bara ræða þetta,“ sagði Eva.

Hún greindi frá því að þegar Gísli dó hafi hann skilið lyfseðlana sína eftir á borðinu svo auðvelt væri að sjá. Eftir að hafa rýnt í seðlana komst Eva að því að aukaverkanirnar frá lyfjunum, sem pabbi hennar var á við geðhvarfasýki tvö, væru sjálfsvígshugsanir.

„Eftir jólin í fyrra var hann orðinn mjög þungur.“ Eva tók það að sér að hjálpa honum að halda jólin. Gísli var óvirkur alkóhólisti fór að misnota geðlyfin sem hann neytti við geðsjúkdómi og var lagður á Vog í meðferð. Eftirfylgnin hafi hins vegar brugðist vegna COVID.

Eva tók fram að hún væri ekki sérfræðingur en hún upplifi að saga margra sé þannig að þeir sem fari í meðferð og falli aftur eigi á hættu á að taka eigið líf.

Hún rifjaði upp að Gísli hafði rætt við sig um lyfin og að þau færu illa í hann. Hann virtist vera orðinn svolítið hræddur um sig og fór að biðja börnin sín að tékka á sér. Erla sagði það hafa verið mjög óþægilegt og hún hafi orðið hrædd um hann.

„Hvað ætli margir séu að deyja af því kerfið er ekki að virka?,“ spurði Eva og minntist á allt fólkið sem væri á biðlistana eftir að komast að í geðheilbrigðiskerfinu.

„Við þurfum að fara að bjarga fólki. Við eigum ekki að telja hve marga við höfum misst heldur hve mörgum við getum bjargað“

Minningarsjóður í nafni Gísla

Fjölskyldan hefur nú að stofnað sjóð í minningu Gísla Rúnars og vilja styrkja samtök á borð við  Píetasamtökin og önnur geðhjálparsamtök.

Þau hafa sett í sölu fjölnotagrímur með leikhústákninu sem sýnir kómedíuna og tragedíuna, sem lýsir ævi og störfum Gísla mjög vel. Á grímunum eru svo setningar sem hægt er tengja við Gísla, „Fór í banka ekki banka“ og „Afsakið hlé“ og á þriðju grímunni stendur „Sagan þín er ekki búin“. Salan á grímunum fer fram á vef Gísla Rúnars.

„Ég veit hann er hérna með okkur og ætlar að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ sögðu Eva og Róbert Óliver börn Gísla Rúnars.

Þorleifur varar við netræningjum: „Þeir sem ætla sér eitthvað misjafnt nýta sér þessa daga“

Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar varar við svikum á stórum útsöludögum á internetinu. Póst og fjarskiptastofnun sérhæfir sig meðal annars í eftirliti í netöryggi.

„Þeir sem ætla sér eitthvað misjafnt nýta sér þessa herferðardaga til að svíkja út peninga,“ sagði Þorleifur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2.

Hann segir algengt að fólk sem hefur verslað á netinu geti lent í því að svikafyrirtæki sendi þeim áminningar um að greiða sendingarkostnað af vörum sem það hefur verslað á netinu. Síðurnar séu þá oftar en ekki eftirlíkingar af vefsíðunni sem viðkomandi verslaði á. Á síðunum er neytandinn beðinn um kreditkortanúmer til að greiða sendingarkostnað af vörum sem viðkomandi hefur verslað og þá geta ræningjarnir bæði svikið út peninga og eru líka með kreditkortanúmerið undir höndunum.

Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki sem slík sendi smáskilaboð með vefslóð sem leiðir fólk á svikasíður þar sem það er leitt í gegnum sambærilegt ferli.

Þorleifur segir bestu leiðina til að verjast slíkum netárásum vera að taka því rólega í innkaupum. Hann hvetur fólk til að horfa á orðalag, það gefur í skyn að eitthvað sé rangt. Eins á fólk ekki að láta tímapressu hafa áhrif á sig, það sé gott merki um svikasíðu.

Risa útsöludagurinn svartur föstudagur eða Black Friday er á morgun og eru nettilboð gríðarlega algeng á erlendum og íslenskum vefsíðum þessa dagana. Snjallir neytendur hafa nýtt sér þessa daga að klára jólagjafainnkaupin á betra verði og fara rólegri inn í aðventuna.

Gylfi minnist snillings: „Honum voru fyrirgefnir allir misbrestirnir í lífinu“

Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðingur minnist knattspyrnusnillingsins Diego Maradona með upprifjun á því þegar leiðir þeirra lágu saman. Hann segir að knattspyrnumanninum hafi verið fyrirgefnir allir misbrestirnir í lífinu.

Gylfi ritar um knattspyrnugoðið í færslu á Facebook. „Þá er Maradona fallinn frá, sá mikli snillingur. Hann ólst upp í mikilli fátækt í Buenos Aires og varð besti leikmaður sögunnar að margra mati, þrátt fyrir að vera fáránlega einfættur og kunna ekki að skalla. Þá var á þessum árum leyfð ótrúleg harka og hann óspart sparkaður niður. Honum fylgdi hjörð vina og vandamanna sem hann hélt uppi meðan á atvinnumennskunni stóð. Honum voru fyrirgefnir allir/flestir misbrestirnir í lífinu sem fylgja svona skjótum frama – í Argentínu er hann sem heilagur maður. Það má að mörgu leyti rekja til uppruna hans,“ segir Gylfi.

Gylfi hitti þennan ótrúlega íþróttamanna á ferðalagi. „Hann studdi byltinguna á Kúbu og var mikill aðdáandi Che Guevara. Þegar líkaminn var kominn í algjört rugl leitaði hann ósjaldan til Kúbu til lækninga og spjallaði löngum stundum við Fídel Castro í leiðinni. Ég rakst raunar einu sinni á kappann. Vorum á leiðinni frá Buenos Aires til Madrid eftir að hafa heimsótt afkvæmið. Í flugvélinni var argentíska landsliðið með Maradona þáverandi þjálfara liðsins innanborðs. Þarna fór ósköp venjulegur maður, laus við alla stjörnustæla – lágvaxinn en ansi hnöttóttur. Við vorum svo samferða í rútunni og upp rúllustigann á flugvellinum í Madrid, og síðan í gegnum vegabréfskoðunina. Ég leyfði Maradona að vera á undan mér og sá að vökul augu þess sem vegabréfið skoðaði taka smá kipp. Á þessum árum var „selfie“ óþekkt!,“ segir Gylfi og bætir við:

„Var í Napolí fyrir löngu síðan. Spurði þjónninn á hótelinu um Maradona en þá var neysla kappans umtöluð. Þjónninn ungi svaraði alvarlegur í bragði og ekki laust við að hann táraðist. „Afi minn fór á völlinn að sjá Napolí tapa árum saman, svo kom Maradona og Napolí eignaðist alvöru fótboltalið og afi minn dó glaður maður. For that I am forever grateful to mister Maradona. Mér er alveg sama hvað um hann er sagt að öðru leyti.“

Ævar gaf sig fram við lögreglu

Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem var fórnarlamb Guðlaugs Þór Einarssonar MMA-bardagakappa, gaf sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði leitað hans frá því fyrir helgi.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að Ævar sé í haldi lögreglunnar og hið sama má segja um Guðlaug Þór bardagakappa sem hnepptur var í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag, sama dag og Ævar lét sig hverfa og lögreglan lýsti eftir honum.

Ljóst þykir að leitin að Ævari tengist rannsókn á ofbeldisverkum í undirheimunum undanfarið. Ráðist var á hann líkt og Mannlíf greindi frá. Þá gekk MMA-bardagamaðurinn Guðlaugur Þór Einarsson í skrokk á honum og birti af því myndband á Facebook-síðu sinni.

Björn fengið nóg af COVID-efasemdum: „Svona fólk á að loka inni á meðan unnið er á veirunni“

Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, hefur þekktur fyrir að segja það sem margir höfðu hugsað. Það á við nú líkt og fyrri daginn. Á Facebook segir hann nú endanlega búinn að missa þolinmæðina fyrir þeim sem tala gegn sóttvarnaraðgerðum.

Hlut Íslendinga, um ríflega þúsund manns, trúir ekki á veiruna eða í það minnsta sóttvarnaraðgerðir ef marka má fjölda meðlima í hópnum Coviðspyrnan. Þeir hafa þó furðumarga fulltrúa á Alþingi, en bæði Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen hafa talað gegn sóttvarnaraðgerðum. Ljóst er að ef þau eru í atkvæðaveiðum þá er þetta ekki stór pollur.

Sjá einnig: Íslendingar sem trúa ekki á COVID æfir yfir grímuskyldu: „Þetta stefnir bara í eina átt“

Nú er svo blikur á lofti um að margra mánaða martröð sé ekki lokið vegna nýsmita. Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur hefur áhyggjur og segir vísbendingar séu nú um að smitum fari fjölgandi og

Björn veit hver ber ábyrgð á því. „Fjöldi smita á uppleið aftur? Þá getum við þakkað það konuhálfvitanum í Hafnarfirði, sem meinaði lögreglunni að rækja starf sitt í almannaþágu og öðrum sambærilegum hálfvitum sem sífellt vitna til frelsis einstaklinganna – þá væntanlega þess frelsis að það sé þeirra einkamál hvort þeir smitist – og smiti svo aðra í framhaldinu,“ skrifar Björn.

Hann segir þetta komið út fyrir allan þjófabálk. Því væri réttast að loka þetta fólk inni á stofnun við hæfi. „Svona fólk á auðvitað að loka inni á meðan unnið er á veirunni – í almannaþágu. Þvílíkt pakk! Þvílík lífsskoðun að öðrum komi heimskupör þess aldrei neitt við!“

 

Harmleikur í skjóli barnaverndar – Andlát ungbarns til rannsóknar

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát ungabarns sem lést á vistheimili barna á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Andlátið átti sér stað fyrir nærri tveimur mánuðum og lögreglan verst allra frétta af rannsókninni að öðru leyti en því að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Ekki liggur því fyrir á þessari stundu hvernig andlát barnsins bar að og er beðið eftir niðurstöðu krufningar erlendiis frá.

Dauðsfallið varð á vistheimili barna á vegum Barnavendar Reykjavíkur, úrræði sem kallast Mánaberg, þar sem fram fer meðferð í foreldrafærni. Eftir því sem Mannlíf kemst næst átti harmleikurinn sér stað í þartilgerðri gæsluíbúð. Íbúðin er sérstakt úrræði þar sem foreldrar barna eru undir sérstöku eftiriliti með það að markmiði að leiðbeina þeim hvernig bera eigi virðingu fyrir börnum sínum. Í íbúðinni fyrir tveimur mánuðum var barnafjölskylda í meðferð með ungt barn sitt og í nærliggjandi íbúð mátti finna gæslumann á vegum barnaverndar sem hefur það hlutverk að líta reglulega við hjá fjölskyldunni.

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékkst það staðfest að málið væri til rannsóknar en engar upplýsingar veittar um gang hennar. Forsvarsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, jafnt framkvæmdastjóri sem og formaður, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Mannbroddar – dýrastir hjá Lyfju, ódýrastir hjá Stoð

Það er ýmislegt sem við getum gert til þess að létta á heilbrigðiskerfinu. Eitt af því er að grípa til varna í hálkunni. Hálkuslys eru ansi tíð og ekki gengur að treysta einungis á söltun og söndun sveitarfélaganna. Í huga margra eru mannbroddar eitthvað sem aðeins eldra fólk þarf að nota. Þessu hugarfari þarf að breyta. Með því að smella broddum undir skóna má koma í veg fyrir hundruð slysa á vetri og í veg fyrir áverka sem í sumum tilfellum valda örorku eins og t.d. höfuðáverkar. Sýnum ábyrgð. Neytendavaktin tók saman nokkrar sambærilegar týpur. Sumar eru 8 broddar og aðrar 10. Ódýrasta týpan er á 1.470  kr. og sú dýrasta á 3.416 kr. 

GGsport:

GGsport selur 10 brodda, hálkubrodda sem kallast City Track og eru ætlaðir til daglegrar notkunar innanbæjar. Þeir eru sagðir auðveldir og þægilegir í notkun og að auðvelt sé að smeygja þeim á skóna.

Verð: 2.990 kr.

 

 

Everest

Verslunin Everest er með týpu, 10 brodda, sem er sögð henta vel á hálu malbiki og að þægilegt og einfalt sé að setja þá á skóna.

Verð: 2.995 kr.

 

Lyfja

Mannbroddar sem einfalt er að setja undir skó, segir Lyfja. Koma í geymslupoka sem gott er að geyma mannbroddana í. 10 brodda. Lyfja er með dýrustu broddana af þeim sem neytendavaktin skoðaði.

Verð: 3.416 kr. 

Dynjandi

Verslunin býður þessa 8 brodda mannbrodda. Frekari lýsing er ekki á sýðunni en verslunin Dynandi selur viðurkenndan öryggisbúnað svo þetta hlýtur að vera tipp topp.

Verð: 1.972 kr.

Stoð

Stoð ehf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði. Fyrirtækið býður 8 brodda, mannbrodda, sömu týpu og Dynjandi. Stoð býður best:

Verð: 1.470  kr.

 

Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður fetar nýjar slóðir: „Allt sem kemur frá náttúrunni heillar mig“

Mynd / Lisa Town Model Fyrirsæta / Sydney

„Mér finnst gaman að vinna með íslensk hráefni. Allt sem kemur frá náttúrunni heillar mig,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, fatahönuður og listakona, sem hefur upp á síðkastið fetað nýjar slóðir með umhverfisvænar vinnsluaðferðir og sjálfbærni að leiðarljósi.

Mynd / Lisa Town Fyrirsæta / Sydney

„Ég vinn aðallega með náttúruleg efni og núna er ég aðeins farin að flétta endurvinnslu inn í hönnunina mína. Ég hef til dæmis verið að sanka að mér alls konar áhugaverðum hlutum á vinnustofuna mína, þar á meðal gömlum flíkum og endurnýti þær í eigin vörur. Þetta geri ég af því að mér finnst það hreinlega spennandi. Auk þess er það auðvitað bara í takt við tímann að framleiða vörur með umhverfisvænni aðferðum. Við þurfum að vera sjálfbær og huga miklu betur að umhverfinu,“ segir Ásta og brosir.

Ásta útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fachhochschule fur Gestaltung Pforzheim í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar um nokkurra ára skeið fluttist hún heim og fór að hanna föt undir eigin merki, ásta créative clothes. „Ég hef verið að hanna kjóla, skinnhúfur, lúffur og handprjónaðar peysur frekar með áherslu á konur en karla, þótt ég hafi nú gert eitthvað af prjónapeysum í gegnum tíðina sem henta fyrir bæði kyn,“ lýsir hún.

„Ég vil að flíkurnar sem ég hanna líti út fyrir að hafa verið úti í náttúrunni. Að þær hafi yfir sér náttúrulegan blæ.“

Hún segist meðal annars vinna með alls kyns textíl og íslensk hráefni, til dæmis íslenska ull sem sé bæði einstök í útliti og hlý. „Annars mætti segja að veðraðar flíkur séu mitt þema,“ segir hún. „Ég vil að flíkurnar sem ég hanna líti út fyrir að hafa verið úti í náttúrunni. Að þær hafi yfir sér náttúrulegan blæ.“

Mynd / Lisa Town Fyrirsæta / Birta Hallsteins

Jafnframt því að framleiða fatnað undir eigin merki fæst Ásta við skartgripagerð og listsköpun sem eru, rétt eins og fötin, innblásin af íslenskri náttúru. Hún segist stundum vera spurð að því hvers vegna fatahönnuður hafi leiðst út í listsköpun, hvort þetta sé ekki tvennt ólíkt, en fyrir henni sé þetta þvert á móti nátengt.

Ásta Guðmundsdóttir, fatahönuður og listakona.

„Sem dæmi nota ég líka mikið af óhefðbundum efnum bæði í hönnun mína, innsetningar og myndverk, eins og afganga, þræði og hrosshár. Það má segja að allt sem kemur frá náttúrunni heilli mig.“

En hvar má nálgast verk eftir hana?

„Í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í nýju vefversluninni okkar kirs.is. Kirsuberjatréð er orðin 28 ára gömul verslun með stóran kúnnahóp út um allan heim og það er gaman að á vefnum skuli þeim nú gefast færi á að sjá brot af því sem er í boði,“ segir hún og bætir við að nánari upplýsingar um hana sjálfa megi fá á astaclothes.is og á Instagram og Facebook undir ásta créative clothes.

Asta Creative Clothes í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

Einar orðlaus þegar hann sá dagblöðin – Er íslenska að deyja út?

Einari K. Guðfinnssyni, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, brá heldur betur í brún þegar hann opnaði blöðin í morgun. Hann er verulega sár fyrir hönd íslenskunnar að ekki sér hægt að gera betur.

Tilefni skrifa Einars á Facebook eru flennistórar auglýsingar dagblaðanna um afsláttardaginn „Black Friday“. Þingmaðurinn fyrrverandi furðar sig á því hvers vegna ekki hafi verið hægt að gefa deginum heiti á íslensku. „Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég barði augum forsíður dagblaðanna núna áðan. Sama fyrirsögn í báðum blöðunum og báðar á ensku; ellefu dögum eftir árlegan Dag íslenskrar tungu. Mér létti þó ósegjanlega þegar ég áttaði mig á því að þetta voru auglýsingar vegna verslunarhátíðar sem nýlega hefur hafið innreið sína hér á landi; illu heilli þó undir enskum formerkjum.- En ég vitna í sjálfan Jónas: Allt er í heiminum hverfult og hvar er þín fornaldar frægð?,“ ritar Einar.

Fjölmargir taka undir orð Einars og segja flestir það óskiljanlegt því auðveldlega megi íslenska heiti afsláttardagsins. Anna Pétursdóttir er ein þeirra. „Það mætti nú gjarnan nefna þennan ameríska söludag „svartan föstudag“. Við íslendingar gætum þá sagt, „ja nú er það svart „. Ísenskan á alltaf svar,“ segir Anna. 

Martha Örnólfsdóttir gagnrýnir einnig enskunotkun í auglýsingum. „Það mætti auðveldlega íslenska þetta… og ég vil að það verði sett í lög að skillti og merkingar á Íslandi séu á íslensku en svo sé heimilt að hafa önnur tungumál fyrir neðan íslenska textann með smærra letri,“ segir Martha. 

Kosningakvíði Páls Magnússonar

Ekki hefur kveðið mikið að Páli Magnússyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, það sem af er kjörtímabilinu. Páll er rólyndismaður allajafna en glímir þó við reiði endrum og eins, svo sem kom fram í viðtali við hann fyrir margt löngu. Mesta athygli hefur Páll vakið með því að fara í fýlu þegar hann fékk ekki ráðherrastól í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur hann leikið stórt og umdeilt hlutverk í klofningi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. En nú hefur Páll tekið til hendinni og leggur til „… lítið skref í átt að því að stuðla að meiri sátt í sam­fé­lag­inu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið,“ eins og hann orðar það við Morgunblaðið.  Með frum­varp­inu skal kveða á um að þegar ein­stak­ur aðili kaup­ir hlut í öðru útgerðarfyr­ir­tæki, sem á fiski­skip með afla­hlut­deild, hvort sem keypt­ur er minni-  eða meirihluti, reiknist það hlut­fall afla­heim­ilda við það sem fyr­ir var í eigu kaup­anda. Fremur ótrúlegt er að félagar hans samþykki frumvarpið og líklegt að kosningakvíði ráði framtakssemi þingmannsins. Svo vísað sé til frægs nafna Páls þá má getra ráð fyrir að Palli sé einn í flokknum …

„Nóg komið af því að skipstjórar láti stjórnast endalaust af útgerðunum“

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir löngu kominn tíma á það að íslenskir skipstjórar hætti að láta útgerðirnar endalaust stjórna sér. Það er ástæðan fyrir því að félagið tók þátt í að kæra Svein Geir Arnasson, skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar ÍS, fyrir frægan Covid-túr fyrstitogararns sem Mannlíf greindi fyrst frá.

Sjóprófum vegna túrsins alræmda er lokið. Endurriti sjóprófanna verður nú komið til Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Samgöngustofu og Rannsóknarnefndar sjóslysa. Samkvæmt heimildum Mannlífs gekk málsvörn skipstjórans og útgerðarinnar mikið út á það að þar sem ekki hefði verið um neitt staðfest Covid-smit um borð í togaranum að ræða hafi ekki verið nein ástæða til að snúa skipinu við. Það gerðu þeir þrátt fyrir að umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum hafði ítrekað beðið um að skipið kæmi í land til Covid-skimana.

Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Vestfjarða furða sig á þeirri gjá sem virðist vera á milli brúar og vélarrúms Júlíusar annars vegar og skipverjanna á dekki hins vegar. Það kemur fram í tilkynningu sem félagið gaf frá sér.

„Efnislega um veiðiferðina má segja að ljóst sé að Covid hafi verið blákaldur raunveruleiki okkar manna á dekki frá fyrstu dögum veiðiferðarinnar sem reyndi verulega á þá bæði andlega og líkamlega. Af spurningum lögmanna sjóprófsþola og vitnisburði vélstjóra virðist vera um annan veruleika að ræða bæði í vél og í brú. Þar álitu menn að um einhverja pest væri að ræða. Samskiptaleiðir um borð eru augljóslega ekki skilvirkar, en virðast upplýsingar um Covid ekki hafa ratað hvorki í vél né í brú,“ segir í tilkynningunni.

Þetta rímar við þá staðreynd hversu lítið var ritað í sjódagbók togarans um Covid þrátt fyrir að skipverjarnir deildu skipinu með veirunni skæðu í þrjár vikur með þeim afleiðingum að þeir smituðust næstum allir. Samt þráaðist útgerðin við að afhenda sjódagbókina í undanfara sjóprófanna. Þegar svo kom að prófunum fyrir rétti neituðu Sveinn skipstjóri og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, að bera vitni þar sem þeir eru sakborningar í lögreglurannsókn. Sveinn mætti til prófanna engu að síður og sat í salnum á meðan undirmenn hans vitnuðu um túrinn. Það gerði Valdimar Steinþórsson útgerðarstjóri einnig.

Í tilkynningu Verkalýðsfélags Vestfjarða kemur fram að það sé ljóst að Sveinn skipstjóri ætli sér að taka skellinn þrátt fyrir að vitnisburðir í sjóprófi bendi til þess að hann hafi ekki tekið sínar ákvarðanir án aðkomu annarra.

Sautján skip­stjórar hjá útgerðarfyrirtækinu Sam­herja sendu frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem þeir segja umræðu um COVID-19 smit um borð í tog­ar­anum Júl­íus Geir­munds­syni hafa skaðað ímynd sjó­manna­stétt­ar­inn­ar. Þar gagrýndu þeir harðlega að stéttarfélag skipstjóra hafi kært sinn eigin félagsmann, Svein skipstjóra, til lögreglu.

Nokkur stétt­ar­fé­lög stóðu saman að lög­reglu­kæru á hendur Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vör, útgerð Júl­í­usar Geir­munds­son­ar, og kröfð­ust einnig sjó­prófs í mál­inu. Félögin eru Verka­lýðs­fé­lags Vest­fjarða, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­sam­band Íslands, VM – félag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Félags skip­stjórn­ar­manna sem Árni stýrir. Hann segir augljóst að útgerðin hafi komið að ákvarðanatökum Covid-túrsins og skýrir aðkomu félagsins að lögreglukærunni með eftirfarandi hætti:

„Við viljum láta reyna á öldruð sjómannalög og það er ljóst að útgerðin er ekki stikkfrí í þessu máli. Ég talaði við skipstjórann á fyrstu stigum málsins og spurði hann að því hvort hann hafi ekki fengið einhverjar leiðbeiningar og leiðsögn frá útgerðinni. Hann sagðist hafa verið í stöðugu sambandi við útgerðina allan túrinn en svo vildi hann ekki segja meira. Það er nóg komið af því að skipstjórar láti stjórnast endalaust af útgerðunum. Það er ástæða númer 1, 2, 3 og 4 fyrir því hvers vegna við förum í þessa kæru því þetta hefur hvílt mjög þung á manni,“ segir Árni.

Þetta eru Samherjastjórarnir sem gagnrýna stéttarfélagið sitt: 

Pálmi Gauti Hjörleifsson, skipstjóri

Kristján Salmannsson, skipstjóri

Oliver Karlsson, stýrimaður

Guðmundur Freyr Guðmundsson, skipstjóri

Markús Jóhannesson, skipstjóri

Árni R Jóhannesson, stýrimaður

Ásgeir Pálsson, skipstjóri

Oddur Jóhann Brynjólfsson, skipstjóri

Gauti Valur Hauksson, stýrimaður

Sigtryggur Gíslason, skipstjóri

Angantýr Arnar Árnason, skipstjóri

Guðmundur Þ Jónsson, skipstjóri

Birkir Hreinsson, skipstjóri

Hákon Þröstur Guðmundsson, skipstjóri

Hjörtur Valsson, skipstjóri

Guðmundur Ingvar Guðmundsson, skipstjóri

Björn Már Björnsson, stýrimaður

Beðið eftir sálfræðingi á DV

Tobba Marinós

Tobba Marinósdóttir, ritstjóri DV, var í afskaplega einlægu og skemmtilegu viðtali hjá Sölva Tryggvasyni þar sem hún fór yfir lífshlaup sitt og störf. Hún ræddi meðal annars starfið á DV og rifjaði upp tíma í tíð Mikaels Torfasonar ritstjóra þar sem blaðamenn hefðu haft handboltakylfur undir borðum. Hún lýsti því álagi sem fylgir blaðamennsku á DV og því sálarstríði sem fólk þar glímir við í erfiðum málum. „Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem rit­stjóri var að biðja um að okk­ur yrði út­vegaður sál­fræðing­ur,“ sagði Tobba í þættinum hjá Sölva um það þegar hún hóf störf fyrir rúmlega hálfu ár. Vandinn er sá að blaðamenn DV eru ennþá án sálfræðings, þrátt fyrir álagið …

 

Gunnar Smári segir World Class þrælakistu sem ríkið ætti að taka yfir – Starfsmenn með 200 þúsund

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

Björn Leifsson, eigandi World Class, segist í viðtali við Vísi íhuga það nú alvarlega að reka alla starfsmenn á mánudaginn. Þeir séu nú 350 talsins. Þeir kosti 90 milljónir á mánuði. Hann segist hafa tapað ríflega milljarð króna vegna faraldsins og svo virðist sem hann geti ekki opnað á ný á næstunni.

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir að í ljósi þessa þá sé eina vitið að ríkið taki yfir reksturinn. Hann sé hvort sem er oftast tengdur sundlaugum á vegum hins opinbera. Hann segir áherslur sem fylgja World Class auk þess óheilbrigðar. Ljóst er að hugmyndin er ekki óvinsæl meðal meðlima hópsins.

Inn á Facebook-hópi Sósíalista er þessari hugmynd varpað fram, að ríkið taki stöðvarnar til sín. Því svarar Gunnar Smári. „Löngu tímabært. Heimskulegt að láta Bjössa í World class selja líkamsrækt sem eitthvað sexí og smart við sundlaugarnar. Þær voru byggðar upp sem almannaþjónustu og þar á að vera heilsurækt sem gengur út á hollustu og heilbrigðan lífsstíl, ekki einhver Gillzenegger-þvæla. Burt með Wold class – inn með Náttúrulækningafélagið, eða eitthvað slíkt sem á djúpar rætur í heilbrigðum hugmyndum um hollustu og heilsu.“

Annar bendir á að 90 milljónir deilt með 350 starfsmönnum sé ekki há laun. Því svarar Gunnar Smári: „Um 200 þús. kr. útborgaðar eftir skatta og gjöld á mann. Þrælakista. Frábært að verið sé að loka henni. Til hamingju Ísland.“

Rögnvaldur segir Víði „drulluslappan“: „Jólahefðirnar verða því miður bara að fara í aftursætið“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, er nú drulluslappur í einangrun sýktur af Covid-19. Í morgun sendi hann baráttukveðjur til kollega sinna hjá almannavörnum í baráttunni gegn því að ný bylgja faraldursins fari af stað hérlendis.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, er talsvert kvíðinn fyrir þeim smittölum sem nú eru að birtast. Hann mælir gegn öllum hópamyndunum á næstunni. „Við verðum að biðja fólk um að bíða með öll veisluhöld og jólastúss. Þetta ár er bara allt öðruvísi en önnur ár og jólahefðirnar verða því miður bara að fara í aftursætið. Það ætlar sér enginn að smita en þar sem þetta er svo lúmkst verðum við að halda öllum hópamyndunum niðri. Ég skil vel að þetta er erfitt en á meðan það er enn að greinast veira þá finnur hún sér leið,“ segir Rögnvaldur.

Víðir greindist með Covid-19 á miðvikudaginn. Hann þarf vart að kynna þar sem hann hefur skipað hið víðfræga þríeyki sem leitt hefur þjóðina í baráttunni við Covid-19. Víðir fór í sína þriðju sóttkví snemma vikunnar og greindist svo á endanum með sjúkdóminn. Í fyrstu var hann einkennalaus í einangruninni en breyting varð á því í gær.

Í fyrstu bylgu kórónuveirufaraldursins þurfti Víðir að dvelja á hóteli, fjarri fjölskyldu sinni, eftir að smit kom upp. Þá sendi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2, Víði í sóttkví eftir að hún smitaðist.

Hjá almannavarnadeildinni var ákveðið að gera tilraun á Víði og skima hann daglega fyrir Covid. Rögnvaldur er feginn að svo hafi verið gert því veiran sé svo lúmsk. „Víðir okkar var sem betur fer greindur snemma í ferlinu. Þá var hann eldhress í vinnunni, eins og hann á að sér að vera, en á sama tíma alveg bráðsmitandi. Svo var það ekki fyrr en daginn eftir sem hann fór að finna fyrir smá einkennum og núna er hann bara drulluslappur. Hann sendi okkur skilaboð í morgun og hvatti okkur til dáða. Hann mælir alls ekki með því að veikjast af þessu og ég tek alveg undir það,“ segir Rögnvaldur sem sjálfiur smitaðist af Covid fyrir mánuði síðan.

Róbert bað um sjónvarp og landsmenn táruðust: „Vel gert, þú ert góður maður“

Færsla Róberts Árna Sigþórssonar inn á Brask og brall virðist hafa brætt hjörtu flestra sem sáu hana. Hún sýnir vel hve mikill samtakamáttur landsmanna getur verið þegar á reynir. Róbert var harla vongóður þegar hann óskaði eftir sjónvarpi fyrir veikan eldri mann sem hann kynntist vegna vinnu sinnar. Sá gamli er með krabbamein og sjónvarp hans ónýtt.

Róbert skrifar innan hópsins: „Nú langar mig að reyna á mátt FEISBÚKKS…Ég var í dag vinnu minnar vegna heima hjá gömlum manni sem á rosalega bágt með tvenns konar krabbamein. …Sjónvarpið hans gamalt og ónýtt og enginn afgangur til kaupa á nýju. því langar mig að athuga hvort einhver hér eigi fyrir manninn tæki sem er ekki í notkun og mætti fara til mannsins?? Ég myndi koma og sækja það og fara með til hans. Tegund og aldur skiptir engu máli, bara að það virki og sé 32″ – 42″ að stærð,“ skrifar hann.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér. Tugir Íslendinga buðu fram aðstoð sína og vildi hjálpa gamla manninum. Margir sögðust hafa tárast og hrósuðu Róbert. Sá fyrsti sem skrifar athugasemd segir: „Ég skal borga helming ef þú finnur eh notað“ og sá næsti bætir við það: „Skal borga hinn helminginn.“. Að lokum var sjónvarp sem ung kona bauð fyrir valinu.

Flestir skrifa þó athugasemd til að tjá hughrif. „Þú ert með fallegt hjartalag vinur,“ skrifar einn. Annar segir þetta hinn rétta jólaanda. „Elska þessa gjafmildi hjá löndum mínum. Megið þið eiga extra spes yndisleg jól!“

Þriðji segir: „Vel gert, þú ert góður maður“ meðan annar segir: „Ég er nú bara með ryk í augunum eftir þennan lestur“.

Svona mætti lengi telja en einn athugasemd kjarnar málið líklega best: „Það er yndislegt og ómetanlegt að sjá hve margir hlaupa til og eru tilbúnir til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Ég er svo stolt af þeim sem alltaf hlaupa upp til handa og fóta þegar á bjátar hjá fólkinu í landinu okkar hvort sem það er flóttastúlkan okkar frá Afríku eða gamall fátækur Íslendingur.“

Örnólfur kveður brátt forsetaembættið: „Allt hefur sinn tíma segir predikarinn“

Örnólfur Thorsson er á förum frá forseta Íslands en illa gengur að finna arftakann.

Embætti forseta Íslands hefur auglýst eftir nýjum forsetaritara sem taka á við starfinu 1. mars næstkomandi og leysa þá af Örnólf Thorsson sem hefur þjónað forsetum landsins í rúma tvo áratugi.

Örnólfur hefur starfað hjá embætti Forseta íslands í yfir tuttugu ár, þar af sem forsetaritari frá árinu 2005. Hann verður arftaka sínum til halds og trausts fram á sumarlok næsta árs en hverfur þá til annarra starfa. Aðspurður um tíma sinn hjá embættinu og að hvað verkefnum hann muni síðan snúa sér svarar Örnólfur þessu til. „Það kemur í ljós eins og maður segir. Ég er búinn að vera hérna nokkuð lengi þannig að mér hlýtur að hafa liðið nokkuð vel. Allt hefur sinn tíma segir predikarinn. Nú er tímabært að hverfa að öðrum verkefnum,“ segir Örnólfur.

Embætti forsetaritara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Samkvæmt auglýsingunni stýrir forsetaritari embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Hann stýrir fjármálum, mannauði og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Æskilegt þykir að umsækjendur um starfið hafi staðgóða þekkingu á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu ásamt því að hafa góða tungamálakunnáttu.

Fyrir hönd forsetaembættisins annars forsetaritari  samskipti við Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðla og sendiherra erlendra ríkja. Hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu eru þær að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, búi yfir fjölþættri reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, mannauðsstjórnun og stefnumótun, leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða fullt starf og er skipað til þess til fimm ára í senn. Ef þú hefur áhuga á starfinu getur þú sótt um á netfangið [email protected].

Simmi Vill segir réttlætið á Íslandi bara fyrir þá ríku

|||||
Sigmar Vilhjálmsson Mynd / Hallur Karlsson

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill, telur það ekki á færi hvers sem er að sækja réttlæti fyrir íslenskum dómstólum. Það sé í raun aðeins fyrir þá ríku.

Sigmar hefur staðið í áralöngum deilum við fyrrverandi viðskiptafélaga sinn, Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftast er kenndur við Subway, vegna reksturs þeirra á Hamborgarafabrikkunni á sínum tíma. Hann segist hafa þurft að punga út 26 milljónum króna í dómsmálin gegn Skúla og enn sjái ekki fyrir endann á fjárútlátunum því Hæstiréttur hefur vísað málinu aftur heim í hérað vegna formgalla. „Það sem er erfitt við minnihlutaverndina er að sá sem sækir rétt sinn, sem er ég í þessu tilfelli, ég þarf að vera aflögufær um ansi mikið fjármagn til að standa á rétti mínum og þess vegna hafa menn ekki lagt í þessa vegferð,“ sagði Sigmar í samtali við Vísi.

Sigmar segir að það verði að laga í íslensku dómskerfi að einungis þeir sem eigi peninga geti farið í mál. Það eigi ekki að vera forréttindi hinna ríku. „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin, þú ert með viðskiptafélaga sem þú treystir og svo gómarðu hann bara með höndina ofan í kökukrúsinni. Ég kæri og þarf þar af leiðandi að kosta það dómsmál og ég vinn það í héraði og þá eru mér dæmdar málsbætur, en ég fæ ekki greiddar málsbætur því hann áfrýjar. Ég þarf þá að hafa líka efni á vörninni upp landsréttinn, þar vinn ég aftur og dæmdar málsbætur og hann áfrýjar til Hæstaréttar og ég þarf aftur að borga. Ég fæ aldrei til baka neitt sem ég legg út, ég þarf að hafa efni á öllum þremur dómstigunum ef ég ætla að standa á rétti mínum. Og Hæstiréttur sendir málið aftur til baka vegna formgalla, mistaka, hjá réttinum og ég þarf að borga það þá í annað skiptið. Þetta er orðin engin smá upphæð og það er ekki á færi allra minnihluta að reka svona mál og það finnst mér eitthvað sem á að skoða,“ segir Sigmar og bætir við:

„Það eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem eiga peninga sem eiga að geta leitað réttar síns. Þetta er eitthvað mál sem ég mun örugglega fara með eitthvað lengra þegar þessu er máli er lokað. Það er ekki réttarríkið sem ég held að sé réttlátt, að eingöngu þeir sem eiga pening geta farið í mál, alls ekki.“

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sakar ráðherra um að stela frá Áslaugu Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd / Aldís Pálsdóttir

Hilmar Freyr Kristinsson, bankamaður og áberandi ungur Sjálfstæðismaður, segir umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, stela hönnun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

Hilmar er mikill stuðningsmaður hennar en hann hefur verið virkur í flokknum um árabil. Ásakanir hans sýna ef til vill bresti í samstarfi flokkanna. Tístið er lækað af helstu bandamönnum Áslaugar innan flokksins sem og bróður hennar. Því telja nokkuð líklegt að Áslaug sé sammála Hilmari.

Hilmar segir á Twitter að það væri betra að Guðmundur hermdi eftir hugmyndum Áslaugar en ekki bara útlit á kosningaáróðri á samfélagsmiðlum.

Áslaug hefur lagt mikla áherslu á þessi mál enda næstyngsti ráðherra sögunnar. Hilmar birtir mynd máli sínu til stuðnings sem sjá má hér fyrir neðan.

Ljóst er að enginn höfundarréttur er á hönnuninni en þó er það eðli spurning hvort þarna hafi Guðmundur farið yfir strikið. Sitt sýnist hverjum.

Prófessor riðlast á nafni Ólínu

Hannes Hómsteinn. Mynd / Ernir Eyjólfsson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er einhver stríðsglaðasti fræðimaður sem um getur í seinni tíma sögu Íslendinga. Hann leggur lykkju á leið sína til að taka þátt í ritdeilu dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um aðför íslenskra stjórnvalda að Nóbelsskáldinu Halldóri Kiljan Laxness, sem að sögn var skákað út af Bandaríkjamarkaði með bækur sínar. Hannes Hólmsteinn ritar grein í Morgunblaðið þar sem hans innlegg er að andúð stjórnvalda á skáldinu hafi ekkert haft að segja með það bækur hans hurfu af markaði í Bandaríkjunum, eins og Ólína og Halldór Guðmundsson, ævisagnahöfundur skáldsins, hafa haldið og stutt með gögnum. Hannes Hólmsteinn er reyndar líka ævisöguhöfundur skáldsins og skrifaði umdeilda þriggja binda ritröð þar sem heimildavinna var nokkuð úr lagi gengin.

Hannes er sjálfur fórnarlamb þess að fólk hefur snúið út úr nafni hans. Það vekur því sérstaka athygli að prófessorinn riðlast á nafni Ólínu og kallar hana ýmist Ólínu Þ. Kjerúlf eða einfaldlega Kjerúlf. „Þau Kjerúlf og Halldór vitna til gagna úr bandarískum skjalasöfnum …“, skrifar Hannes Hólmsteinn. Yfirleitt er það talið einkenni um lélega málefnastöðu þegar menn taka til við að hræra í nöfnum fólks …

Sigmundur þarf að velja á milli Gunnars Braga eða kvenna

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og áhrifamaður í Miðflokknum, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að ef flokkurinn ætli sér að bæta fylgið þá verði flokkurinn að losa sig við Gunnar Braga Sveinsson. Halldór segir margar konur ekki geta hugsað sér að kjósa Miðflokkinn vegna hans og ofan á það sé hann óvinsæll meðal bænda.

Gunnar Bragi hefur verið nánasti bandamaður Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og kann það að skýra ástæðu þess að lögum flokksins var breytt, að svo virðist, til að tryggja honum varaformannssæti flokksins. Vígdís Hauksdóttir hugðist bjóða sig fram en nú hefur embætti varaformanns lagt niður og þingflokksformaðurinn mun gegna skyldum hans.

Halldór telur ljóst að aukalandsþingið haldið til þess að tryggja stöðu Gunnars Braga Sveinssonar. „Sannarlega tel ég að það hafi verið brýnt að ákveða hver staða Gunnars Braga Sveinssonar ætti að vera. Það kom þó hvergi fram í beinni tillögu, hvað þá að það væri sagt. Í viðræðum við flokksmenn um þetta hef ég heyrt til skiptis að staða hans hefði verið tryggð óbreytt eða að með þessu hafi flokkurinn losnað við hann. Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna, sem ég tel að flokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveinssonar við næstu alþingiskosningar,“ skrifar Halldór.

Halldór segir að það sé alltaf það sama nefnt þegar viðkomandi segist ekki vilja Gunnar Braga. Hann segir þó ekki hver sú ástæða er. „Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokksins til sveitarstjórnar á Austurlandi á sinn hátt. Næstum án undantekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna,“ segir Halldór.

Ofan á þetta segir hann að Gunnar Bragi fæli bændur frá flokknum. „Bændur hliðhollir Miðflokknum hafa margir sagt það sama við mig, að viðbættri gagnrýni á forystu Gunnars sem utanríkisráðherra, að láta samþykkja viðskiptabann á Rússland að beiðni ESB, sem hefur kostað íslenskan landbúnað og sjávarútveg marga milljarða á ári, samhliða því að Evrópubandalagslönd hafa nær engan skaða borið af ákvörðuninni. Einnig að ekki hefði endanlega verið lokið í hans ráðherratíð að afturkalla umsókn um inngöngu í ESB, sem væntanleg Samfylkingarvinstristjórn mun auðveldlega geta endurnýjað og náð fram.“

Eva segir kerfið hafa brugðist Gísla Rúnari: „Hvað ætli margir séu að deyja?“

Gísli Rúnar Jónsson

„Heilbrigðiskerfið brást honum alveg,“ sagði Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, fósturdóttir Gísla Rúnars í einlægu viðtali við Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.

Eva fjallaði um sjálfsvíg og geðsjúkdóma en hún hefur, síðan Gísli tók eigið líf í sumar, vakið athygli á geðheilbrigðismálum og sjálfsvígum.

Systkinin tóku sameiginlega ákvörðun um að Eva stigi fram og segði frá sem hún gerði í viðtali við Fréttablaðið. „Pabbi var mikil þjóðargersemi. Við ákváðum að þetta væri ekki tabú, við vildum bara ræða þetta,“ sagði Eva.

Hún greindi frá því að þegar Gísli dó hafi hann skilið lyfseðlana sína eftir á borðinu svo auðvelt væri að sjá. Eftir að hafa rýnt í seðlana komst Eva að því að aukaverkanirnar frá lyfjunum, sem pabbi hennar var á við geðhvarfasýki tvö, væru sjálfsvígshugsanir.

„Eftir jólin í fyrra var hann orðinn mjög þungur.“ Eva tók það að sér að hjálpa honum að halda jólin. Gísli var óvirkur alkóhólisti fór að misnota geðlyfin sem hann neytti við geðsjúkdómi og var lagður á Vog í meðferð. Eftirfylgnin hafi hins vegar brugðist vegna COVID.

Eva tók fram að hún væri ekki sérfræðingur en hún upplifi að saga margra sé þannig að þeir sem fari í meðferð og falli aftur eigi á hættu á að taka eigið líf.

Hún rifjaði upp að Gísli hafði rætt við sig um lyfin og að þau færu illa í hann. Hann virtist vera orðinn svolítið hræddur um sig og fór að biðja börnin sín að tékka á sér. Erla sagði það hafa verið mjög óþægilegt og hún hafi orðið hrædd um hann.

„Hvað ætli margir séu að deyja af því kerfið er ekki að virka?,“ spurði Eva og minntist á allt fólkið sem væri á biðlistana eftir að komast að í geðheilbrigðiskerfinu.

„Við þurfum að fara að bjarga fólki. Við eigum ekki að telja hve marga við höfum misst heldur hve mörgum við getum bjargað“

Minningarsjóður í nafni Gísla

Fjölskyldan hefur nú að stofnað sjóð í minningu Gísla Rúnars og vilja styrkja samtök á borð við  Píetasamtökin og önnur geðhjálparsamtök.

Þau hafa sett í sölu fjölnotagrímur með leikhústákninu sem sýnir kómedíuna og tragedíuna, sem lýsir ævi og störfum Gísla mjög vel. Á grímunum eru svo setningar sem hægt er tengja við Gísla, „Fór í banka ekki banka“ og „Afsakið hlé“ og á þriðju grímunni stendur „Sagan þín er ekki búin“. Salan á grímunum fer fram á vef Gísla Rúnars.

„Ég veit hann er hérna með okkur og ætlar að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ sögðu Eva og Róbert Óliver börn Gísla Rúnars.

Þorleifur varar við netræningjum: „Þeir sem ætla sér eitthvað misjafnt nýta sér þessa daga“

Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar varar við svikum á stórum útsöludögum á internetinu. Póst og fjarskiptastofnun sérhæfir sig meðal annars í eftirliti í netöryggi.

„Þeir sem ætla sér eitthvað misjafnt nýta sér þessa herferðardaga til að svíkja út peninga,“ sagði Þorleifur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2.

Hann segir algengt að fólk sem hefur verslað á netinu geti lent í því að svikafyrirtæki sendi þeim áminningar um að greiða sendingarkostnað af vörum sem það hefur verslað á netinu. Síðurnar séu þá oftar en ekki eftirlíkingar af vefsíðunni sem viðkomandi verslaði á. Á síðunum er neytandinn beðinn um kreditkortanúmer til að greiða sendingarkostnað af vörum sem viðkomandi hefur verslað og þá geta ræningjarnir bæði svikið út peninga og eru líka með kreditkortanúmerið undir höndunum.

Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki sem slík sendi smáskilaboð með vefslóð sem leiðir fólk á svikasíður þar sem það er leitt í gegnum sambærilegt ferli.

Þorleifur segir bestu leiðina til að verjast slíkum netárásum vera að taka því rólega í innkaupum. Hann hvetur fólk til að horfa á orðalag, það gefur í skyn að eitthvað sé rangt. Eins á fólk ekki að láta tímapressu hafa áhrif á sig, það sé gott merki um svikasíðu.

Risa útsöludagurinn svartur föstudagur eða Black Friday er á morgun og eru nettilboð gríðarlega algeng á erlendum og íslenskum vefsíðum þessa dagana. Snjallir neytendur hafa nýtt sér þessa daga að klára jólagjafainnkaupin á betra verði og fara rólegri inn í aðventuna.

Gylfi minnist snillings: „Honum voru fyrirgefnir allir misbrestirnir í lífinu“

Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðingur minnist knattspyrnusnillingsins Diego Maradona með upprifjun á því þegar leiðir þeirra lágu saman. Hann segir að knattspyrnumanninum hafi verið fyrirgefnir allir misbrestirnir í lífinu.

Gylfi ritar um knattspyrnugoðið í færslu á Facebook. „Þá er Maradona fallinn frá, sá mikli snillingur. Hann ólst upp í mikilli fátækt í Buenos Aires og varð besti leikmaður sögunnar að margra mati, þrátt fyrir að vera fáránlega einfættur og kunna ekki að skalla. Þá var á þessum árum leyfð ótrúleg harka og hann óspart sparkaður niður. Honum fylgdi hjörð vina og vandamanna sem hann hélt uppi meðan á atvinnumennskunni stóð. Honum voru fyrirgefnir allir/flestir misbrestirnir í lífinu sem fylgja svona skjótum frama – í Argentínu er hann sem heilagur maður. Það má að mörgu leyti rekja til uppruna hans,“ segir Gylfi.

Gylfi hitti þennan ótrúlega íþróttamanna á ferðalagi. „Hann studdi byltinguna á Kúbu og var mikill aðdáandi Che Guevara. Þegar líkaminn var kominn í algjört rugl leitaði hann ósjaldan til Kúbu til lækninga og spjallaði löngum stundum við Fídel Castro í leiðinni. Ég rakst raunar einu sinni á kappann. Vorum á leiðinni frá Buenos Aires til Madrid eftir að hafa heimsótt afkvæmið. Í flugvélinni var argentíska landsliðið með Maradona þáverandi þjálfara liðsins innanborðs. Þarna fór ósköp venjulegur maður, laus við alla stjörnustæla – lágvaxinn en ansi hnöttóttur. Við vorum svo samferða í rútunni og upp rúllustigann á flugvellinum í Madrid, og síðan í gegnum vegabréfskoðunina. Ég leyfði Maradona að vera á undan mér og sá að vökul augu þess sem vegabréfið skoðaði taka smá kipp. Á þessum árum var „selfie“ óþekkt!,“ segir Gylfi og bætir við:

„Var í Napolí fyrir löngu síðan. Spurði þjónninn á hótelinu um Maradona en þá var neysla kappans umtöluð. Þjónninn ungi svaraði alvarlegur í bragði og ekki laust við að hann táraðist. „Afi minn fór á völlinn að sjá Napolí tapa árum saman, svo kom Maradona og Napolí eignaðist alvöru fótboltalið og afi minn dó glaður maður. For that I am forever grateful to mister Maradona. Mér er alveg sama hvað um hann er sagt að öðru leyti.“

Ævar gaf sig fram við lögreglu

Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem var fórnarlamb Guðlaugs Þór Einarssonar MMA-bardagakappa, gaf sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði leitað hans frá því fyrir helgi.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að Ævar sé í haldi lögreglunnar og hið sama má segja um Guðlaug Þór bardagakappa sem hnepptur var í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag, sama dag og Ævar lét sig hverfa og lögreglan lýsti eftir honum.

Ljóst þykir að leitin að Ævari tengist rannsókn á ofbeldisverkum í undirheimunum undanfarið. Ráðist var á hann líkt og Mannlíf greindi frá. Þá gekk MMA-bardagamaðurinn Guðlaugur Þór Einarsson í skrokk á honum og birti af því myndband á Facebook-síðu sinni.

Björn fengið nóg af COVID-efasemdum: „Svona fólk á að loka inni á meðan unnið er á veirunni“

Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, hefur þekktur fyrir að segja það sem margir höfðu hugsað. Það á við nú líkt og fyrri daginn. Á Facebook segir hann nú endanlega búinn að missa þolinmæðina fyrir þeim sem tala gegn sóttvarnaraðgerðum.

Hlut Íslendinga, um ríflega þúsund manns, trúir ekki á veiruna eða í það minnsta sóttvarnaraðgerðir ef marka má fjölda meðlima í hópnum Coviðspyrnan. Þeir hafa þó furðumarga fulltrúa á Alþingi, en bæði Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen hafa talað gegn sóttvarnaraðgerðum. Ljóst er að ef þau eru í atkvæðaveiðum þá er þetta ekki stór pollur.

Sjá einnig: Íslendingar sem trúa ekki á COVID æfir yfir grímuskyldu: „Þetta stefnir bara í eina átt“

Nú er svo blikur á lofti um að margra mánaða martröð sé ekki lokið vegna nýsmita. Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur hefur áhyggjur og segir vísbendingar séu nú um að smitum fari fjölgandi og

Björn veit hver ber ábyrgð á því. „Fjöldi smita á uppleið aftur? Þá getum við þakkað það konuhálfvitanum í Hafnarfirði, sem meinaði lögreglunni að rækja starf sitt í almannaþágu og öðrum sambærilegum hálfvitum sem sífellt vitna til frelsis einstaklinganna – þá væntanlega þess frelsis að það sé þeirra einkamál hvort þeir smitist – og smiti svo aðra í framhaldinu,“ skrifar Björn.

Hann segir þetta komið út fyrir allan þjófabálk. Því væri réttast að loka þetta fólk inni á stofnun við hæfi. „Svona fólk á auðvitað að loka inni á meðan unnið er á veirunni – í almannaþágu. Þvílíkt pakk! Þvílík lífsskoðun að öðrum komi heimskupör þess aldrei neitt við!“

 

Harmleikur í skjóli barnaverndar – Andlát ungbarns til rannsóknar

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát ungabarns sem lést á vistheimili barna á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Andlátið átti sér stað fyrir nærri tveimur mánuðum og lögreglan verst allra frétta af rannsókninni að öðru leyti en því að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Ekki liggur því fyrir á þessari stundu hvernig andlát barnsins bar að og er beðið eftir niðurstöðu krufningar erlendiis frá.

Dauðsfallið varð á vistheimili barna á vegum Barnavendar Reykjavíkur, úrræði sem kallast Mánaberg, þar sem fram fer meðferð í foreldrafærni. Eftir því sem Mannlíf kemst næst átti harmleikurinn sér stað í þartilgerðri gæsluíbúð. Íbúðin er sérstakt úrræði þar sem foreldrar barna eru undir sérstöku eftiriliti með það að markmiði að leiðbeina þeim hvernig bera eigi virðingu fyrir börnum sínum. Í íbúðinni fyrir tveimur mánuðum var barnafjölskylda í meðferð með ungt barn sitt og í nærliggjandi íbúð mátti finna gæslumann á vegum barnaverndar sem hefur það hlutverk að líta reglulega við hjá fjölskyldunni.

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékkst það staðfest að málið væri til rannsóknar en engar upplýsingar veittar um gang hennar. Forsvarsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, jafnt framkvæmdastjóri sem og formaður, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Mannbroddar – dýrastir hjá Lyfju, ódýrastir hjá Stoð

Það er ýmislegt sem við getum gert til þess að létta á heilbrigðiskerfinu. Eitt af því er að grípa til varna í hálkunni. Hálkuslys eru ansi tíð og ekki gengur að treysta einungis á söltun og söndun sveitarfélaganna. Í huga margra eru mannbroddar eitthvað sem aðeins eldra fólk þarf að nota. Þessu hugarfari þarf að breyta. Með því að smella broddum undir skóna má koma í veg fyrir hundruð slysa á vetri og í veg fyrir áverka sem í sumum tilfellum valda örorku eins og t.d. höfuðáverkar. Sýnum ábyrgð. Neytendavaktin tók saman nokkrar sambærilegar týpur. Sumar eru 8 broddar og aðrar 10. Ódýrasta týpan er á 1.470  kr. og sú dýrasta á 3.416 kr. 

GGsport:

GGsport selur 10 brodda, hálkubrodda sem kallast City Track og eru ætlaðir til daglegrar notkunar innanbæjar. Þeir eru sagðir auðveldir og þægilegir í notkun og að auðvelt sé að smeygja þeim á skóna.

Verð: 2.990 kr.

 

 

Everest

Verslunin Everest er með týpu, 10 brodda, sem er sögð henta vel á hálu malbiki og að þægilegt og einfalt sé að setja þá á skóna.

Verð: 2.995 kr.

 

Lyfja

Mannbroddar sem einfalt er að setja undir skó, segir Lyfja. Koma í geymslupoka sem gott er að geyma mannbroddana í. 10 brodda. Lyfja er með dýrustu broddana af þeim sem neytendavaktin skoðaði.

Verð: 3.416 kr. 

Dynjandi

Verslunin býður þessa 8 brodda mannbrodda. Frekari lýsing er ekki á sýðunni en verslunin Dynandi selur viðurkenndan öryggisbúnað svo þetta hlýtur að vera tipp topp.

Verð: 1.972 kr.

Stoð

Stoð ehf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði. Fyrirtækið býður 8 brodda, mannbrodda, sömu týpu og Dynjandi. Stoð býður best:

Verð: 1.470  kr.

 

Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður fetar nýjar slóðir: „Allt sem kemur frá náttúrunni heillar mig“

Mynd / Lisa Town Model Fyrirsæta / Sydney

„Mér finnst gaman að vinna með íslensk hráefni. Allt sem kemur frá náttúrunni heillar mig,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, fatahönuður og listakona, sem hefur upp á síðkastið fetað nýjar slóðir með umhverfisvænar vinnsluaðferðir og sjálfbærni að leiðarljósi.

Mynd / Lisa Town Fyrirsæta / Sydney

„Ég vinn aðallega með náttúruleg efni og núna er ég aðeins farin að flétta endurvinnslu inn í hönnunina mína. Ég hef til dæmis verið að sanka að mér alls konar áhugaverðum hlutum á vinnustofuna mína, þar á meðal gömlum flíkum og endurnýti þær í eigin vörur. Þetta geri ég af því að mér finnst það hreinlega spennandi. Auk þess er það auðvitað bara í takt við tímann að framleiða vörur með umhverfisvænni aðferðum. Við þurfum að vera sjálfbær og huga miklu betur að umhverfinu,“ segir Ásta og brosir.

Ásta útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fachhochschule fur Gestaltung Pforzheim í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar um nokkurra ára skeið fluttist hún heim og fór að hanna föt undir eigin merki, ásta créative clothes. „Ég hef verið að hanna kjóla, skinnhúfur, lúffur og handprjónaðar peysur frekar með áherslu á konur en karla, þótt ég hafi nú gert eitthvað af prjónapeysum í gegnum tíðina sem henta fyrir bæði kyn,“ lýsir hún.

„Ég vil að flíkurnar sem ég hanna líti út fyrir að hafa verið úti í náttúrunni. Að þær hafi yfir sér náttúrulegan blæ.“

Hún segist meðal annars vinna með alls kyns textíl og íslensk hráefni, til dæmis íslenska ull sem sé bæði einstök í útliti og hlý. „Annars mætti segja að veðraðar flíkur séu mitt þema,“ segir hún. „Ég vil að flíkurnar sem ég hanna líti út fyrir að hafa verið úti í náttúrunni. Að þær hafi yfir sér náttúrulegan blæ.“

Mynd / Lisa Town Fyrirsæta / Birta Hallsteins

Jafnframt því að framleiða fatnað undir eigin merki fæst Ásta við skartgripagerð og listsköpun sem eru, rétt eins og fötin, innblásin af íslenskri náttúru. Hún segist stundum vera spurð að því hvers vegna fatahönnuður hafi leiðst út í listsköpun, hvort þetta sé ekki tvennt ólíkt, en fyrir henni sé þetta þvert á móti nátengt.

Ásta Guðmundsdóttir, fatahönuður og listakona.

„Sem dæmi nota ég líka mikið af óhefðbundum efnum bæði í hönnun mína, innsetningar og myndverk, eins og afganga, þræði og hrosshár. Það má segja að allt sem kemur frá náttúrunni heilli mig.“

En hvar má nálgast verk eftir hana?

„Í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu og í nýju vefversluninni okkar kirs.is. Kirsuberjatréð er orðin 28 ára gömul verslun með stóran kúnnahóp út um allan heim og það er gaman að á vefnum skuli þeim nú gefast færi á að sjá brot af því sem er í boði,“ segir hún og bætir við að nánari upplýsingar um hana sjálfa megi fá á astaclothes.is og á Instagram og Facebook undir ásta créative clothes.

Asta Creative Clothes í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

Raddir